Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 33 .■ ■ ' ' & Að lokinni verölaunafhendingu B-flokks gaeðinga, sigurvegarinn Dúkka lengst til vinstri, þá bródir hennar Dugur, Svartur, Fundi, Glampi, Giotti, Sörli og Dreki. Morgunblaðift/Valdimar Kristinsson Hylling frá Nýja-Bæ sigraði Spólu sem befur verið svo til ósigrandi í 350 metra stökki undanfarið. nautur var að opinbera dóma um kynbótahross á sunnudeginum. Verður þetta að teljast fádæma ósvífni auk þess sem slysahætta getur fylgt svona ævintýralend- ingum. Góöhestar í háum gæðaflokki Forkeppni gæðinga fór fram á fimmtudag (B-flokkur) og föstu- dag (A-flokkur) og var fljótlega ljóst að þar á meðal væru mjög góð hross. Það er óvíða eins mikil keppni milli einstakra hesta- mannafélaga og á Vesturlandi. Á síðasta móti voru það Dreyra- menn sem voru atkvæðamestir en að þessu sinni var keppni nokkuð jöfn milli félaga utan þess að Stormur og Kinnskær virðast ekki farin ennþá að blanda sér í topp- baráttuna en þess verður varla langt að bíða. í A-flokki breyttist röð lítið i úrslitakeppninni. Júpiter sem Reynir Aðalsteinsson sat færðist úr fjórða sæti i annað og Röðull sem Jón Steinbjörnsson sat fór úr öðru í þriðja og Randver sem Að- alsteinn Aðalsteinsson sat fór úr þriðja í fjórða. Sigurvegarinn Gustur (því miður ekki vitað hvað- an hann er) var öruggur með 1. sæti i úrslitunum. Knapi á Gusti var Ragnar Hinriksson og er þetta í annað skipti sem hann er með sigurvegara á fjórðungsmóti á Vesturlandi, því að á sfðasta móti, 1980, var hann með efsta hest í B-flokki. í B-flokknum gerðust þau undur og stórmerki að hryssa stóð efst en það mun frekar fátitt að hryss- ur blandi sér í baráttuna um efstu sætin í B-flokki á sterkum mótum. Dúkka 4918 frá Borg sigraði alla keppinauta sína bæði í forkeppni og úrslitum, knapi á henni var Hróðmar Bjarnason. Í öðru sæti varð svo hálfbróðir Dúkku, Dugur, sem Svavar Jensson sat og er hann jafnframt eigandi Dugs. Þess má einnig geta að eigandi Dúkku er Alvilda Þóra Elísdóttir og er hún eiginkona Svavars þann- ** ig að nóg er hestavalið á þeim bænum því auk þessara tveggja gæðinga eiga þau einn fjögurra vetra stóðhest undan sömu hryssu og Dúkka og Dugur sem gefur systkinum sínum lítið eftir. í þriðja sæti varð svo stórefnilegur fimm vetra hestur frá Högnastöð- um í Þverárhlíð og er hann undan Gusti 923 eða Höfða-Brún eins og margir kalla hann. Heitir hestur þessi Svartur og er hann stór og myndarlegur og töldu margir sig sjá þarna framtíðartopphest á næsta landsmóti. í undankeppn- inni var hann í fjórða sæti en Ragnar Hinriksson stýrði honum í þriðja sætið í úrslitum. Öruggir sigrar í unglingakeppninni Það var sameiginlegt með eldri og yngri flokki unglinga að sigur- vegararnir unnu nokkuð örugg- lega. I eldri flokki var það Högni Högnason, Stykkishólmi, sem sigraði á hestinum Glófaxa. Sýndi Högni góða reiðmennsku og þegar það fer saman við fallegan og góð- an hest er ekki að sökum að spyrja. Högni fékk í einkunn 8,29 en næstur honum með 8,13 var Ey- þór Jónasson, Reykhólum, sem keppti á Tangó. í þriðja sæti varð svo Soffía Reynisdóttir, Sigmund- arstöðum, með 8,12 en hún keppti á Brynju frá Sigmundarstöðum. í yngri flokki var það svo ung stúlka, Vilborg Viðarsdóttir, Akranesi, sem sigraði en hún keppti á hestinum Ljósa frá Laug- arvöllum og hlutu þau í einkunn 8,22. Önnur varð Sigríður Helga- dóttir, Borgarnesi, með einkunn 8,11 en hún keppti á Glað frá — Skálpastöðum. Þriðji varð svo Ár- mann Ármannsson, Akranesi, sem keppti á Ljúf frá Samtúni en hann hlaut í einkunn 8,04. Hann sýndi mikið harðfylgi íhaldarinn sem þarna þýtur hangandi í skjótta hestinum og fyrir rest tókst honum að stöðva folann og snúa honum við. ★ ★ ★ ★ ★ Nýtt líf Nýtt líf er komið út, stútfullt af skemmtilegu efni og glæsilegt útlits sem jafnan fyrr. Þaö er þess viröi aö kíkja á: Viðtal við konu sem gerðist leigubifreiðarstjóri þegar hún varð ekkja. Myndaalbúm „afmælisbarnsins" Steingrlms Hermannssonar. Viðtal við Guðrúnu A. Þórarinsdóttur Jensen, eiginkonu hins fræga plötusnúðs Kids Jensens. Viðtal viö Málmfrlði Siguröardóttur sem sannarlega „veit svarið“. Sjávarrétti eins og þeir matreiða þá ( Vestmannaeyjum. Og auövitaö er margt fleira í Nýju lífi sem fróðlegt er aö lesa og kynnast. Nýtt líf fæst á næsta blaðsölustað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.