Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 8
8 MÓRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ1984 Viðurkenningar fyrir hagræðingartillögur í opinberum rekstri FYRRI áfanga í starfsemi Samstarfsnefndar um hagræð- ingu í opinberum rekstri er nú lokið. Samstarfsnefndin hefur starfað undir kjörorðinu Hagsýni ’84 - betri þjón- usta, lægri kostnaður, en í nefndinni eiga sæti fulltrúar ríkisins, Sambands íslenskra samvinnufélaga og Stjórnun- arfélags íslands. Einn þáttur í starfi samstarfs- nefndarinnar var að efna til samkeppni um hagræðingartil- lögur. Fjöldi tillagna hafði bor- ist nefndinni þegar skilafrestur rann út 1. júní síðastliðinn og voru tillögurnar jafnt frá opin- berum starfsmönnum sem öðr- um. Tillögurnar snertu marg- vísleg efni, sem höfundar þeirra telja að geti orðið til að einfalda opinberan rekstur, draga úr kostnaði og bæta þjónustu. Til- lögur þær er bárust nefndinni voru sendar ýmsum aðilum til umsagnar og hefur samstarfs- nefndin í framhaldi af því ákveðið veita fjórum höfundum viðurkenningu fyrir tillögur. Þeir eru Jón Eiriksson, skatt- stjóri Vesturlandsumdæmis, Sigurður Kristjánsson, af- greiðslustjóri í Gjaldheimtunni í Reykjavík, Sólveig Guðmunds- dóttir, skrifstofustjóri í Gjald- heimtunni í Reykjavík, og Hörð- ur Barðdal. „Umboðsmanna- kerfið orðið óþarft“ Jón Eiríksson, skattstjóri Vesturlandsumdæmis, hlaut við- urkenningu fyrir tillögu þess efnis að svonefnt umboðsmanna- kerfi skattstjóraumdæmanna verði lagt niður. „Ég sá það í mínu starfi að umboðsmanna- kerfi, sem verið hafði við lýði frá því 1962, með breytingunum þá, var orðið óþarft. Þetta kerfi var eðlilegt á sínum tíma sem brú yfir í það nýja sem var að koma, en þá voru það yfirleitt formenn undirskattanefndanna sem urðu umboðsmenn," sagði Jón Eiríks- son í samtali við Mbl. í gær vegna þessarar tillögu sinnar. Hann sagði að starf umboðs- manna skattstjóraumdæmanna hefði að sínum dómi stöðugt orð- ið þýðingarminna með auknum og betri samgöngum og aukinni þjónustu við þá sem minna mættu sín. „Upphaflega var það aðal- markmiðið með starfi umboðs- mannanna að aðstoða þessa minni máttar, en þessi aðstoð tengist miklu meira sveitar- stjórnunum í dag. Það er miklu eðlilegra að þær hafi með slíkt að gera,“ sagði Jón. í tillögu hans kemur fram, að ætla megi að umboðsmannakerfið hafi kostað rikissjóð a.m.k. 2 milljón- ir króna árið 1983 og hann bend- ir á, að umboðsstörfin séu best komin í höndum bæjar- og sveit- arstjórnaskrifstofa, sem ætla megi að taki að sér þessi störf án endurgjalds. „Kostnaður við innheimtu meiri en álagningu nemur“ Sigurður Kristjánsson, af- greiðslustjóri, og Sólveig Guð- mundsdóttir, skrifstofustjóri, bæði hjá Gjaldheimtunni I Reykjavík, hlutu viðurkenningu fyrir tillögu er varðar álagningu opinberra gjalda og innheimtu þeirra í Reykjavík. Sigurður sagði í samtali við Mbl. vegna viðurkenningar, að við fjölgun gjaldenda 1980 hefðu fyrst kom- ið upp hugmyndir, sem leiddu til þeirra tillagna, er þau nú hefðu fengið viðurkenningu fyrir. „í Reykjavík eru milli 10.000 og 11.000 gjaldendur með svo litla álagningu, að kostnaður við inn- heimtu gjaldanna er meiri en álagningu nemur. Við bendum þess vegna á, að hjá þessu megi komast ef persónuafsláttur er einnig látinn ganga til greiðslu sóknargjalds, kirkjugarðsgjalds og gjalds í framkvæmdasjóð aldraðra,“ sagði Sigurður. Ástæðulaus óþæg- indi og aukakostn- aður öryrkja Hörður Barðdal hlaut viður- kenningu fyrir tillögu þess efnis að þeir sem búi við sannanlega varanlega örorku, verði losaðir undan því að þurfa að skila ár- lega læknisvottorði um örorku sina til Tryggingastofnunar ríkisins til að njóta aðstoðar stofnunarinnar um kaup á hjálp- artækjum. Fram kemur, að sé síðasta læknisvottorð orðið eldra en eins árs, sé seljanda hjálpar- tækja óheimilt að veita öryrkj- um þjónustu sína. Geri hann slíkt, fæst þessi þjónusta ekki greidd afTryggingastofnun fyrr en nýtt læknisvottorð hefur bor- ist. Hörður telur að þetta valdi öryrkjum árlega aukakostnaði og ástæðulausum óþægindum. ÉtoEgDsS máö Umsjónarmaður Gísli Jónsson 252. þáttur í bréfi frá Önnu Snorradótt- ur í Reykjavík segir meðal annars: „Það var vísan gamla, sem kom mér af stað núna, þessi sem allir vita, hvernig er og eftir hvern og ég líka! Sella mín blessunin (Innskot um- sjónarmanns: Sesselja Eldjárn frá Tjörn í Svarfaðardal) kenndi mér hana fyrir mörg- um árum, sagði hana eftir sr. Þorleif á Skinnastað föður Svövu fyrrum kennara og skólastjóra á Akranesi. Vísuna hafði hún þannig: Sólin gyllir haf og hauðtir heldur svona myndarlega. Ekki er Drottinn alveg dauður, og ekki ferst bonum kindarlega. Þetta er víst allt saman mjög líkt, en e.t.v. ekki 100%, t.d. sýndist mér standa í einni útgáfunni: „og ekkert ferst honum kindarlega." Geturðu ekki tekið svolítið í lurginn á þeim, sem einlægt eru að tala um erlendar borgir upp á útlensku? Það er talað um Mílan (Mílanó), Nice (Nissa), Bayern (Bæjaraland) og alltaf bætast fleiri staðir i hópinn, sum nöfn enskuskotin, önnur upp á skandinavísku. Og svo er þetta eilífa Lúx, sem fer óskaplega í taugarnar á mér, sennilega komið frá starfsfólki flugsins. Þetta blessaða fólk er alltaf að fara til Lúx eða koma frá Lúx, en Lúxemborg heyrist æ sjaldnar. Þetta samsvarar raunar því að aðrar þjóðir nefndu höfuðborg okkar Rek, sem er skammstöfun fyrir Reykjavík í fluginu." ♦ Ég þakka Önnu fyrir bréf hennar fyrr og síðar. Um sinn ætla ég ekki að fjölyrða um vísuna. En skrifin öll um hana eru athyglisverð og ánægjuleg og sýna ræktarsemi fólks við gersemar í alþýðlegu bundnu máli, og nákvæmni í vinnu- brögðum. Um heiti erlendis hef ég fjallað nokkuð áður og þá i svipuðum tón og Anna Snorra- dóttir. En þetta er mjög vandasamt. Meginreglan sýn- ist mér sú fýsilegust, að fara með þau nöfn að íslenskum hætti, sem af norrænum toga eru spunnin og algeng eru okkar á meðal, svo sem Kaup- mannahöfn og Álaborg, Osló og Þrándheimur, Stokkhólmur og Gautaborg, Þórshöfn I Fær- eyjum, Leirvík á Hjaltlandi og Kirkjuvöllur í Orkneyjum. Hið síðast talda kann þó að orka tvímælis (Kirkwall), svo og hvort segja skuli Björgvin fyrir Bergen, að ég tali nú ekki um Norðurkaupangur fyrir Norrkjöbing. Séu orðin úr mjög framandi tungum, þykir mér eðlilegast að breyta þeim ekki frá því sem þau eru í hverju máli fyrir sig, ég myndi t.d. ekki reyna að beygja orð eins og Iowa, Idaho eða Odessa og ekki stafsetja þau að íslenskum hætti. Áftur á móti myndi ég skrifa Belgía og beygja það eftir okkar lagi. Hvað verst er, þegar menn, líklega af vankunnáttu, taka t.d. þýsk eða ítölsk staðaheiti upp í enskri gerð, úr enskum blöðum eða eftir útvarpssend- ingum á ensku, skrifa kannski Cologne fyrir Köln, Bavaria fyrir Bayern, Nuremberg fyrir Núrnberg, Munich fyrir Munchen, Milan fyrir Milano (sjá bréfið) eða Turin fyrir Torino. Þegar þetta sést, vakn- ar sú áleitna spurning hvenær við sjáum Copenhagen fyrir Kaupmannahöfn í íslensku blaði. En ég endurtek: Þetta er allt vandasamt meðferðar og hæg- ara að kenna heilræðin en halda þau. Hefur stundum, bæði í gamni og alvöru, verið fulllangt gengið í því að „ís- lenska" erlend heiti, sbr. Busl- araborg (Basel), Lifrarpúll (Liverpool), Liðsbón (Lissabon, Lisboa) og Öxnafurða (Ox- ford). * í bréfi sínu notar Anna Snorradóttir orðtakið að taka í lurginn á einhverjum, en það merkir að veita einhverjum ráðningu eða með öðru orðtaki að taka einhvern í karphúsið. Orðtakið er kunnugt frá 19. öld úr prentuðu máli, segir pró- fessor Halldór Halldórsson í doktorsritgerð sinni. Það er einnig haft í gerðinni að taka ofan í lurginn á einhverjum. Eldri eru afbrigðin að grípa eða þrífa I lurginn á einhverj- um, og þá bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, en lurgur er hárlubbi. Halldór Halldórsson segir orðrétt: „Orðið lurgur var áður lyrgr, y>u í nokkrum orðum, sbr. drykkur = drukkur, og orða- sambandið taka e-m lyrg „þrífa í hárlubbann á e-m“ er kunn- ugt úr Fornaldarsögum: Hann tók nú lyrg honum ok lét hann skurka út ok kvað vísu ... Þessi virðist vera frummerkingin. Guðmundur Andrésson telur, að orðið lurgur merki „hryggur á loðnum dýrum, sem hægt er að taka (grípa) með nöglum", en það virðist vera skýring hans á orðtakinu, þótt hann tilgreini það ekki.“ * Áfram með sólarvísurnar. Eftir að síðasti þáttur fór í prentun, hringdi til mín Sigfús Halldórsson á Ytra-Hóli í Kaupangssveit og sagði mér tíðindi. Hann var einn fjög- urra sláttumanna á Grýtu- bakkatúni á sínum tíma, og var molluhiti. Þá kvað Sigfús Bjarnason: Sólin lætur sólskinið svíða mannagreyin. Hún er bara að venja þá við velgjuna hinumegin. Þessi vísa varð brátt víð- kunn, eða rétt að kalla í hvers manns kjafti, eins og Sigfús orðaði það. Hann minnti mig einnig á, að hún væri prentuð í minningaþáttum þeim sem bróðir Sigfúsar, Jón Bjarnason frá Garðsvík og áður Grýtu- bakka, hefur saman sett. ísinn að aukast fyrir Norðurlandi ÍSINN fyrir Norðvesturlandi er heldur að aukast Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug í gær og kom þá í Ijós að meiri ís er kominn á sigling- arleiðina í Húnaflóa en var fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Landhelgisgæslunni í gær er jakadreifa á siglingaleið- inni frá Sauðanesi við Siglufjörð og vestur á miðjan Húnaflóa en í Húnaflóa er 4 mílna breið ístunga sem nær norður fyrir siglingaleið- ina. Þá hafa togaraskipstjórar sem eru á veiðum norður af Horni verið að tala um ís þar sem er á mikilli ferð austur. 28611 28611 Sævargarðar Endaraðhús á 2 hæöum samtals um 170 fm ásamt bílskúr. Allt fullfrágengiö og vandaö. Stórar svalir. Góöur garður. Frábært útsýni. Ákveðin sala. Hús og eignir Sími á skrifstofu 28611 (Heimas. 17577) Lúðvík QÍMurareon hrt. UUH 43307 Opid kl. 1—4 í dag Holtsgata Góö 2ja herb. íbúö á 4. hæö. Laus nú þegar. Verö 1300 þús. Furugrund Góö 3ja herb. íbúö á 5. hæö. Laus fljótlega. Verö 1690 þús. Lundarbrekka Góö 3ja herb. ca. 95 fm ibúö. Verð 1800 þús. Kjarrhólmi Góö 3ja herb. íbúö á 4. hæö. Verö 1650 þús. Engihjalli Mjög góö 3|a herb. íbúö á 7. hæö. Laus 1. ágúst nk. Verð 1730 þús. Ásbraut 4ra herb. 110 fm íbúö ásamt bílskúr. Verö 2050 þús. Efstíhjalli Góö 4ra herb. íbúö í 2ja hæöa húsi. Góöur staöur. Verö 2150 bús. Goðheimar 155 fm 5—6 herb. hæö ásamt 30 fm bílskúr. Möguleiki á aö taka minni eign upp I. Hlíóarvegur Góö efri sérhæö 5 herb. ásamt 30 fm bílskúr. Dalsel 230 fm raöhús ásamt bílskýll. Verö 3,8 millj. Dalbrekka/Laufbrekka 230 fm iönaöarhúsn. á neörl hæö og 190 fm raöhús á efrl hæö. Ýmsir mögul. Afh. fokhelt. Laufás — Garöabæ Mjög góö 4ra—5 herb. 140 fm neöri sérhæö ásamt 40 fm bilskúr. Allt sér. Verö 3,1 millj. KIÖRBÝLI FASTEIGNASALA Nýbýlavegi22 III hæð (Dalbrekkumegin) r Sími 43307 > Sðhim.: Svvinbjörn Guömundsson / Rafn H. Skúlsson. lögfr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.