Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JtJLl 1984 ást er ... ... aÖ lána henni seglbrettið TM Reo 0.0 r -»« 'ights reserved «1984 Los Angeles i.incs ' .:ieete AuðviUð í námunda við barinn undir öllum kringumsUeðum. Með morgunkaffinu Maðurinn minn verður aldrei frægur myndböggvari vegna ein- skærrar leti, blessaður! HÖGNI HREKKVÍSI v TIL IpiM." " -m .'*** '*■<* ; iíft. *' *'■ *■ '■**' ' * Bréfritari er ekki allskostar ánægður með það hvert íslenska þjóðin stefnir. Þulurnar góðar í sjónvarpinu Þorleifur Kr. GuAlaugsson skrifar: Heiðraði Velvakandi! í þáttum þínum hafa komið fram ásakanir á hendur sjón- varpinu, fyrir það að halda fólki á kaupi, sem alls ekki sé þörf fyrir. Ég efa það ekki að hægt væri að spara á þessu sviði og vissulega væri hægt að fara út í gagnrýni á sjónvarpið, en það myndi kosta mörg orð og mikinn pappír. Tilefni þess að ég skrifa nú er að menn geysast nú fram á rit- völlinn, hver á fætur öðrum og segja „burt með sjónvarpsþul- urnar". Sjónvarpsþula er ekki viðkunnanlegt orð og ætti að finna betra orð yfir þetta starf, en stúlkurnar í sjónvarpinu eru mjög viðfelldnar og einnig „sætabrauðsdrengirnir", eins og þeir voru einhvern tímann nefndir. „Er ekki hægt að losa okkur við þessi ósköp," segir einn og hefur það sér til stuðn- ings að allt sem þulurnar lesi upp fyrir sjónvarpsáhorfendur, komi fram á skerminum. Svo er talað um fagurt mannlíf Árni skrifar: Það heimsótti mig maður um daginn. Hann var ábúðarfullur og hugsandi. Á hvaða leið er blessuð þjóðin okkar? Hvernig er með aga, skyldur og löghlýðni? Við eigum nóg af skólum og fórnum í það ægilegum fjármunum, við höfum fjölda kirkna, ótal presta, eigum biblíuna, sem er leiðarljós kristins manns um lífið, við eigum svo ótal tækifæri sem engan dreymdi um hér áður fyrr, getum ferðast um allar álfur, útvarp og sjónvarp og síma sem ber boð, myndir og skjöl milli manna, sem sagt við eigum allt sem gæti létt okkur lífið og gert það fegurra og frjósamara og þá er spurningin: Hvers vegna er heimurinn svona í dag? Er nema von menn spyrji. Skólarnir hafa ekki við að reisa það við sem gatan eyðileggur, kirkjan okkar hefir sáralitíl áhrif og fjöldinn tekur prestana ekki al- varlega, eða í það minnsta suma hverja. Margar kirknanna eru lok- aðar flesta daga ársins og sóknin til þeirra dræm, hrópandi rödd í eyðimörkinni. Menn hafa það svo veraldlega gott að andlegheitin geta beðið. Eg gat ekki annað en samsinnt því sem þessi hugsandi maður sagði. Og við fórum að velta því fyrir okkur hvort það svaraði kostnaði að vísa fólkinu til vegar. Menn átta sig kannski fyrst á vegferðinni þegar líður að lokum vistarinnar hér og æviskeiðið runnið, lífskveikurinn eyðilagður af nautnasýki og svalli. Við heyr- um helgarfréttirnar, drykkjuskap- ur, svall og óhóf, fagrir staðir út- ataðir, flöskubrot um allt, ælur og allt sem þvi fylgir. Drykkjusjúka þjóð, þú átt í vök að verjast, eyðslusjúka þjóð sem lætur alls- konar eitur og ófrjóa lífsvinda brjála þína göngu um lífið, lætur áfengis- og eitursala græða á bresti þínum og varða leið þína til hyldýpis og spillingar. Lögreglan verður að hafa auka- fólk um helgar til að halda óald- arlýð í skefjum. Yfirborguð næt- urvinna kemur svo á ríkissjóð sem alltaf er að græða á áfengisversl- uninni og koma mönnum f skiln- ing um að þeir drekki til ágóða fyrir ríkissjóð og þá geri minna til þó þeir fórni þannig sjálfum sér, fjölskyldum og venslaliði, heil- brigði og heilsu, allt þetta sé auka- atriði bara ef ríkishítin fái sitt. Já, svona er komið fyrir ís- lenskri þjóð. Svo kemur hugarfar- ið. Fyrirtæki hafa ekki rekstr- argrundvöll og þurfa ekki að sýna neina pappíra fyrir því. Ríkissjóð- ur á að skapa þennan grundvöll, en þeir sem að rekstrinum standa ekki. Eyðslan er þvf aldrei krufin til mergjar. Og svo er talað um fagurt mannlíf. Gunnar Gestsson skrifar: Kæru happdrættisrekendur! í þau fáu skipti sem ég hef skipt um húsnæði, læt ég að sjálfsögðu vini og vandamenn vita um nýja heimilisfangið. Eg læt ykkur aldrei vita, en ein- hvern veginn komist þið að því og áður enn varir er allt orðið fullt af happdrættismiðum, sem þið sendið mér í pósti. Nú vill svo til að allt eru þetta góð og gegn félög, sem allt eiga gott skilið. Þess vegna kaupi ég oftast miðana, sem lofa þeim heppnu gulli og grænum skógum. Nú geri ég það að tillögu rainni, að þið sýnið okkur þá sjálfsögðu Við megum ekki missa stúlk- urnar okkar úr sjónvarpinu. Hins vegar væri minni skaði að því ef að prentaða dagskráin á skerminum og fréttirnar í dagskrárlok misstu sín. Ég vil svona til að orðlengja þetta bréf, aðeins minnast á Dallas- þættina. Það var hugulsamt af sjón- varpsráðendum að beina fólki inn á braut myndbandakerfis- ins með því að hætta að sýna Dallas. Reynandi væri að safna undirskriftum til að reka þá úr starfi. Vitið þið hvað það kostar nú fyrir almenning að fá að sjá þessa þætti á myndböndum? Fyrst og fremst á fjöldi fólks ekki myndbandstæki og kosta slík tæki sitt. Leigan á mynd- böndunum er ekki heldur gef- ins. Ég skil því ekki hvers vegna sjónvarpið getur ekki fest kaup á nýjum Dallas-þáttum, þeir þurfa hvort eð er að kaupa inn nýtt efni, og varla er það svo miklu ódýrara en Dallas. tillitssemi að senda okkur vinn- ingslista, þegar dráttur hefur far- ið fram. Ég vil gjarnan styrkja ykkur, styrksins vegna. Ég þarf ekki neinn feitan og spriklandi ána- maðk á öngulinn. Hann er í flest- um tilfellum aðeins litmynd af glæsilegum bíl, sem lendir á óseld- an miða. Hvernig væri að söðla nú um og senda mér bara ósköp venjulegan gíróseðil, þar sem þið biðjið mig í allri vinsemd að styrkja félag ykk- ar með þeirri upphæð sem ég get séð af í það og það skiptið. Gangi ykkur öllum sem best, i ykkar fórnfúsa starfi. Þarf ekki ánamaðk á öngulinn minn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.