Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLl 1984 Verkföll brezkra hafnarverkamanna: Engin alvarleg áhrif hérlendis VERKFALL hafnarverkamanna í Bretlandi hefur enn ekki haft ilvar- leg áhrif hér á landi. Hjá Eimskip og Hafskip fengust þær upplýsingar, að sleppa yrði löndunum í Bretlandi, en tafir væru enn ekki miklar. Eimskip lætur skip sín, Álafoss og Eyrar- foss, sigla beint til íslands, án við- komu í Bretlandi, en Grundarfoss bíður fyrir utan Gaston. Hafskip siglir beint frá Amsterdam til ís- lands og sleppir þvi Ipswich á Amarflug hf.: Hlutafé aukið um rúmar 40,5 milljónir kr. AÐALFUNDUR Arnarfhigs hf., sem haldinn var fyrir skömmu, sam- þykkti að auka hlutafé félagsins um rúmlega 40,5 milljónir. Heildar- hlutafé Arnarflugs verður því rúmar 48 milljónir. Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt í samræmi við skráða hlutafjáreign sína, en verða að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum fyrir 15. ágúst nk. Nýti hluthafar ekki þennan rétt sinn, fá aðrir hlut- hafar hlutfallslegan rétt til að kaupa bréfin. Nýkjörin stjórn Arnarflugs hf. skipti fyrir skömmu með sér verk- um. Formaður er Haukur Björns- son, varaformaður Axel Gíslason, ritari Arngrímur Jóhannson og meðstjórnendur eru Björn Theo- dórsson og Grétar B. Kristjáns- son. í varastjórn voru kjörnir Gunnar Helgason, Ómar ólafsson, Sigurður Helgason, Sigurkarl Torfason og Örn Helgason. morgun, líkt og gert var hinn 13. þessa mánaðar. Skip Hafskips losa vörur til Englands í Antwerp- en og verður fyrirtækið að greiða losunar- og geymslukostnað þar. Að sögn Hafskipsmanna verður ástandið alvarlegt ef verkfallið stendur lengi, því m.a. bíður fryst- ur fiskur í gámum á hafnarbakka hér heima. Ferðaskrifstofum höfðu ekki borist kvartanir frá ferðalöngum í Englandi vegna verkfallsins og höfðu engar spurnir af því, að þeir hefðu lent í erfiðleikum, sem höfðu hug á að fara sjóleiðina frá Bretlandi til t.d. Frakklands. Bifreiðaumboðin Hekla hf. og Sveinn Egilsson hf. hafa ekki átt í erfiðleikum með að nálgast vara- hluti frá Bretlandi hingað til. Sveinn Egilsson hf. flytur mest af sínum varahlutabirgðum flugleið- is en Hekla hf. fær stóra vara- hlutasendingu einu sinni t mánuði með skipi. Heklumenn sögðu þó enga ástæðu til að örvænta, því alltaf mætti sækja varahluti flugieiðis, ef verkfallið drægist á langinn. Akureyri: Árekstur skelli- nöðru og fólksbfls ÁREKSTUR varð á milli fólksbif- reiðar og iétts bifhjóls á mótum Hörgárbrautar og Stórholts á Akur- eyri um klukkan 14 f gær. Okumaður hjólsins, sem var stúlka, slasaðist nokkuð, hlaut beinbrot á fæti og handlegg. öku- maður fólksbílsins slapp hins- vegar ómeiddur. Fábreytt atvinnulíf, lág laun og lélegir menntunarkostir virtust vera algengustu áhyggjuefni kvenna á landsbyggðinni,*' sögðu kvennalistakonur er þær komu úr hringferðinni. F.v. Kristín Halldórsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Helga Jóhannsdóttir Kvennalistinn kemur úr hringferð: „Svipud mál sem brenna á konum um land ailtu „Okkur virtust algengustu áhyggju- efni kvenna úti á landsbyggðinni vera fábreytni atvinnulífsins, lág laun og lélegir menntunarkostir, en annars eru það mikið til sömu málin, sem brenna á konum um land allt,“ sagði Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalista, á fundi sem þær kvenna- listakonur boðuðu til með frétta- mönnum í tilefni þess að þær eru ný- komnar úr hringferð um landið. Um 50 konur tóku þátt f ferðinni, sem var farin f rútu. Voru eknir 4.700 kílómetrar og haldnir 30 fund- ir vfðs vegar um landið, sá fyrsti f Vestmannaeyjum, 4. júnf, og sá síð- asti á Þingvðllum, 29. júní. Að sögn þeirra er þátt tóku, var ferðin afar vel heppnuð og fundir flestir vel sóttir og eftirminnilegir, sá stærsti á Patrek8firði en þar mættu 80 manns, flest konur. Tilgangur ferðarinnar var tví- þættur; annars vegar að kynna starfssemi Kvennalistans, ýmsa aðra starfsemi kvenna og afla stuðnings við frumvarp það um fæð- ingarorlof, sem Kvennalistinn lagði fram á liðnu þingi og kveður á um m.a. lengingu og hækkun á fæð- ingarorlofi og hins vegar að kynnast viðhorfum fólks á landsbyggðinni, einkum kvenna, sem lítið heyrist frá. „Það kom fram hjá mjög mörgum konum f sjávarplássum, að bónus- inn, eins og hann tíðkast nú, væri ekkert annað en ofbeldi gegn kon- um,“ sögðu kvennalistakonur. „Og margar bættu því við, að þær hefðu ekkert á móti þvf að vinna fiskinn sem á land berst, ef sýnt væri, að með þvf gæfist kostur á þvf að lifa mannsæmandi lífi og þær ættu ekki á hættu að vera útslitnar um þrí- tugt. Þá var mikið rætt um mennt- unarmálin; endurmenntun sem er mikilvægt mál fyrir margar konur svo og hvað það er dýrt fyrir fólk úti á landi að senda börn sfn til mennta og standa f „þessum eilífu fráfær- ttm“ eins og ein sveitakonan kallaði þaö. Þá er það lfka alvarlegt mál fyrir konur, sem eru að koma aftur út á vinnumarkaðinn eftir nokkurt hlé, að það skuli vera farið að tfðk- ast, að fyrirtæki setji mörkin við t.d. 35 ára aldur þegar þau auglýsa eftir starfsfólki.“ Kvennalistakonur kváðust aðeins hafa komið í eitt frystihús þar sem kynjunum væru greidd sömu laun fyrir sömu vinnu og hefði það verið á Árskógsströnd, en vonandi væru þau fleiri. „Við erum bjartsýnar á að þessi ferð hafi stuðlað aö auknum stuðningi við Kvennalistann og það var eins og vftamfnsprauta að fara svona um landið og finna viðtökurn- ar,“ sögðu þær. „Ríkið þarf fyrst og fremst að losa um ýmsar hömlur sem það hefur lagt á ferðaþjónustuna“ Viðtal við Kjartan Lárusson, forstjóra Ferðaskrifstofu rík- isins og formann Ferðamálaráðs Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, var ný- lega skipaður formaður Ferðamálaráðs íslands en hann tekur við af Heimi Hannessyni sem hefur gengt þvf starfi sl. átta ár. Af þessu tilefni hitti blm. Morg- unblaðsins Kjartan að máli og ræddi við hann um ferðamál og ferðaþjónustu sem vaxandi at- vinnugrein hér á landi, en við hóf- um spjallið á ferðaskrifstofunni sem hann rekur. „Það má segja að starfsemi ferðaskrifstofu rikisins sé fjór- þætt, þjónusta við erlenda ferða- menn, bæði hópa og einstaklinga, ráðstefnuhald fyrir erlenda og innlenda aðila, rekstur Eddu- ðhótelanna og sala farseðla til annarra landa. Þar sem ferða- skrifstofan er ríkiseign má segja að ríkið hafi veruleg afskipti af ferðaþjónustunni á svo að segja öllum sviðum, en ferðaskrifstofan hefur verið að mörgu leyti leiðandi í ferðamál. Það er rétt að taka það fram að ferðaskrifstofan hefur átt mjög gott samstarf við þá sem starfa við ferðaþjonustu um allt land.“ Hver er staða ferðaþjónustunn- ar í dag? „Eins og aðrir atvinnuvegir { landinu hefur ferðaþjónustan gengið gegnum þróunarskeið und- anfarinn áratug, og mjög margt hefur áunnist. Það sem er eftir- tektarverðast er að þjónustan við ferðamenn hefur aukist verulega. Fjölgun erlendra ferðamanna hef- ur að vísu orðið minni en vonir stóðu til fyrir tíu árum. En það má ekki gleyma því að ferðamenn hér á landi eru bæði innlendir og er- lendir og ánægjulegast er hve ls- lendingar eru í auknum mæli farnir að ferðast um sitt eigið land. Íslendingar hafa á siðustu árum ferðast mikið til útlanda og ef til vill á þeim ferðum hafa þeir lært að ferðast hérlendis, en það að læra að ferðast um landið er- lendis er ekkert einsdæmi fyrir Is- lendinga, heldur hefur svo farið víða um heim.“ íslendingar ferðast ef til vill með öðrum hætti núorðið? „Nú er miklu meira skipulag á ferðum íslendinga, sem dæmi má nefna að 1974, þegar hringvegur- inn var opnaður, var algengt að fólk færi af stað og æki hann í loftköstum og fór þá eðlilega fram hjá fjölda áhugaverðra staða, nú tekur fólk styttri áfanga og skoðar þá betur.“ En nú þykir mörgum dýrt að ferðast um ísland. „Þaö er ekki rétt að Island sé sérstaklega dýrt ferðamannaland, það vita allir sem ferðast hafa er- lendis að það er mjög kostnaöar- samt og því fylgir ýmis dulinn kostnaður. Það sem laðar erlenda ferðamenn hingað er íslenska náttúran og landslagið og ekki sist fjölbreytnin hér á landi. Að þessu leyti hefur Island töluverða yfir- burði yfir flest önnur nálæg lönd. Ferðir til íslands eru fyllilega samkeppnisfærar við ferðir til annarra landa bæði á mörkuðum i Evrópu og Bandaríkjunum. Fólk virðist einfaldlega vera tilbúiö að borga meira fyrir að koma til ís- lands. Einu megum viö heldur ekki gleyma, sem hefur unnið með okkur í samkeppninni um hylli ferðamannsins, en það er öryggið sem við búum við. öryggi skiptir miklu máli, en því er þvi miður ekki til að dreifa viða annars stað- ar.“ Hvernig á að búa betur i haginn fyrir ferðaþjónustuna? „Miðað við aðrar atvinnugreinar hefur ferðamálum litið verið sinnt af framkvæmdavaldinu. Ef borið er saman við stöðu atvinnuveg- anna, sem standa margir mjög illa, þá er ferðaþjónustan einn hagkvæmasti kosturinn. Það hef- ur sýnt sig að ferðaþjónustan er arðvænleg og þaö ber að leggja meiri rækt við það sem gengur vel. Það segir sig sjálft að það er ekki svo litið fyrir 240 þúsund manna þjóðfélag að fá u.þ.b. 80 þús. við- bótarneytendur til landsins á hverju ári, sem dvelja hér lengri eða skemmri tíma og borga fyrir sig í beinhörðum gjaldeyri. Þetta er einn hagkvæmasti viðskipta- möguleikinn i dag og við ættum að búa betur að honum, þó ekki væri annað en að nota þennan tekju- auka til að ferðast erlendis. En eins og allir vita eru ferðalög ís- lendinga erlendis dýr fyrir þjóðar- búið.“ Á hvern hátt á ríkið að lyfta undir með ferðaiðnaðinum? „Ríkiö þarf fyrst og fremst að draga úr ýmsum hömlum sem það hefur sett á ferðaþjónustuna og gefa henni þannig meira svigrúm. Þetta hafa margar þjóðir gert og með því að læra af öðrum getum við gert betur. Sem dæmi get ég tekið flugvallaskattinn sem ég álit fráleitan, eins má nefna að ferða- maður sem kemur til íslands þarf aö borga söluskatt af meira og minna öllum neysluvörum sem er algengt að fólk fái endurgreiddan erlendis. En á innflutningi ferðamanna eru tvimælalaust bæði dökkar og ljósar hliðar, enda skapar enginn verðmæti og von um hagnað nema að leggja eitthvað undir og taka áhættu. En áhættuna tel ég samt vera frekar litla, við verðum auð- vitað að vera varkár gagnvart landinu og gæðum þess, og á þetta ekki síður við um Islendinga en erlenda ferðamenn." En hvaða möguleika telur þú vera ónýtta varðandi ferðaþjón- ustuna, aðra en þá sem snúa að rikinu? „Það sem ég tel að beri aö at- huga á næstunni eru ferðir útlend- inga til íslands aö vetri til. Við vitum öll að veturinn hér er lang- ur og kaldur, en það er stór hópur fólks víða um heim sem býr við litinn sem engan vetur og þó svo að við séum þreytt á skammdeginu er ekki sjálfgefið að enginn vilji vetur. Við höfum gert tilraunir i þessa átt, t.d. með skiðaferðir og fleira, ferðir sem hafa látið litið yfir sér, en betur má ef duga skal. Yfir vetrarmánuðina er nóg af ónýttu plássi á hótelunum t.d. og möguleikarnir margir. Samkeppni þeirra sem standa i ferðaþjónustinni er mjög mismun- andi, sumir standa i miklu harðari samkeppni en aðrir eins og t.d. flugfélögin sem heyja samkeppni á hörðum erlendum markaði. Það segir sig sjálft að flutningur til og frá landi er grundvöllur ferða- þjónustunnar. Ef flugfélögunum er ekki gert kleift að standast þessa samkeppni kemur augljós- lega brestur i alla aðra þætti ferðaþjónustunnar, þessu megum við aldrei gleyma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.