Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Þorsteinn Pálsson um ummæli Eyjólfs ísfelds: „Menn eiga ekki að kasta stein- um úr glerhúsi“ „ÉG HEF aldrei haldið varnarræðu fyrir SÍS og býst ekki við að eiga eftir að gera það, en við Eyjólf ísfeld vil ég segja af þessu tilefni: „Menn eiga ekki að kasta steinum úr gler- húsi“,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er Morgunblaðið bar undir hann um- mæli Eyjólfs ísfelds Eyjólfssonar, Iðja segir upp samningunum IÐJA, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, hefur sagt upp kjara- samningi sínum við Vinnuveitenda- samband íslands frá því 21. febrúar í vetur. Þá var samþykkt á fundi í verkakvennafélaginu Framsókn í fyrrakvöld, tillaga stjórnar þess efnis að samningum skyldi sagt upp, þannig að þeir yrðu lausir 1. september næstkomandi. forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, þess efnis, að aðild Fram- sóknar að ríkisstjórninni sé að koma í Ijós, en samdráttur í framleiðslu hefur átt sér stað á árinu hjá SH, á sama tíma og um framleiðsluaukn- ingu hefur verið að ræða hjá Sam- bandsfrystihúsunum. „Ég veit ekki hvað Eyjólfur ís- feld Eyjólfsson er að tala um. Ég hef átt ágætt samstarf við hann og mér er ekki ljóst hvað það er sem hann er þarna að segja," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, í samtali við Morg- unblaðið. „Það á sér ekki stað nein mis- munun í sjávarútvegsráðuneytinu og ég vildi gjarna að það væru nefnd dæmi um það. Hins vegar eru miklir erfiðleikar í sjávarút- veginum og það er aðalatriðið að menn skilgreini orsakirnar fyrir þeim, en forðist að vera með sleggjudóma, því þeir hjálpa eng- um,“ sagði Halldór ennfremur. Útför Ragnars í Smára gerö frá Dómkirkjunni ÚTFÖR Ragnars Jónssonar í Smára var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu fjöl- menni. Séra Þórir Stephensen jarðsöng og Ljóðakórinn söng sálma nr. 41, 104, 145, 460 og 273. Erling Blöndal Bengtsson selló- leikari kom sérstaklega til lands- ins til að vera viðstaddur athöfnina og lék hann tvo þætti úr ein- leikssvítu og sarabande úr ein- leikssvítu eftir J.S. Bach. Organ- leikari var Marteinn H. Friðriks- son, dómorganisti, en einnig lék Haukur Guðlaugsson einleik á orgel. Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, Jón Nordal, tónskáld og skólastjóri Tónlistarskólans, Matthías Johannessen, ritstjóri, Kristján Karlsson, ljóðskáld, Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri, Haukur Gröndal, framkvæmdastjóri, Árni Kristjánsson, píanóleikari, og Othar Ellingsen, forstjóri, báru kistuna. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Meöal viðstaddra voru Ragn- hildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, Þór Vilhjálms- son, hæstaréttardómari, Nóbel- skáldið Halldór Laxness og frú Auður Sveinsdóttir. Eyyindarstaðaheiði: Ljósm. Mbl. Júlíus. Kista Ragnars í Smára borin úr kirkju. Hana báru: Othar Ellingsen, Haukur Gröndal, Árni Kristjánsson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Matthías Johannessen, Jón Nordal, Kristján Karlsson og Jóhannes Nordal. Starfsfólk í veitingahúsum fellir uppsögn FÉLAG starfsfólks í veitingahúsum felldi á almennura félagsfundi að segja upp kjarasamningum sínum fyrir 1. ágúst þannig að þeir verði lausir 1. september. Féllu atkvæði þannig, sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að 37 felldu tillöguna en 5 voru samþykkir. Hrossabann Landbúnaðarráðuneytið hefur auglýst bann við upprekstri hrossa á Eyvindarstaðaheiði. Er hrossaupp- reksturinn bannaður að beiðni Landgræðslunnar sem telur að gróð- urfar heiðarinnar sé slíkt að ekki verði við það unað að hross verði rekin á heiðina. Fyrir viku auglýsti ráðuneytið samskonar bann við upprekstri á Auðkúluheiði sem er vestan Blöndu og var það í fyrsta skipti sem landbúnaðarráðuneytið notar þá heimild sem ráðuneytið hefur til slikra hluta. Undanfarna daga hafa heimamenn verið að fjalla um málin og athuga möguleika á öðrum beitarlöndum fyrir hrossin. Fjallskilastjórnin hefur nú tekið Frystihús SH og Sambandsins: Skilaverð er hið sama SKILAVERÐ frystihúsa Sambands- ins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna til framleiðenda er hið sama þrátt fyrir mismunandi meðalverð framleiðslu eins og fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þar var sagt frá framleiðslu frystihúsa þessara aðilja og með- alverði framleiðslu þeirra. Meðal- verð framleiðslu frystihúsa Sam- bandsins er nokkuð hærra og staf- ar það af þvi, að hlutfall þorsks er hærra i framleiðslu frystihúsa þess en Sölumiðstöðvarinnar. land á leigu fyrir hluta þeirra hrossa sem rekin hafa verið á af- réttinn. Þrír hreppar eiga upprekstur á Eyvindarstaðaheiði, eins og fram hefur komið, Bólstaðarhlíðar- hreppur í Austur-Húnavatnssýslu sem samþykkt hefur að reka engin hross á afréttinn í sumar og Seylu- og Lýtingsstaðahreppar i Skagafjarðarsýslu, en þar hefur verið andstaða gegn banni við upprekstri hrossa. Eins og fram hefur komið bauð Landsvirkjun þeim hreppum sem upprekstur eiga á Auðkúlu- og Eyvindar- staðaheiðar samning sem hljóðaði upp á 5 ára bann við upprekstri hrossa gegn 2,7 milljóna kr. þátt- töku Blönduvirkjunar i þeim kostnaði sem bændur verða fyrir þegar þeir geta ekki rekið hross sin á fjall en það er sá kostnaður sem annars þarf að leggja i girð- ingar um uppgræðslu Landsvirkj- unar á heiðunum. Hrossaupp- rekstur hefur nú verið bannaður á báðar heiðarnar i eitt ár en samn- ingar hafa ekki náðst á milli bænda og Landsvirkjunar og sam- kvæmt heimildum Mbl. er ekkert útlit fyrir að slíkt verði á næst- unni. Verðmyndun verði almennt gefin friáls Verzlunarráó fslands hefur birt tillögur um næstu skref f efna- hagsmálum og er markmiö þeirra aö „varóveita þann árangur, sem náöst hefur í efnahagsmálum og nýta hann til frekari ávinnings til þess að kom- ast upp úr öldudalnum", eins og seg- ir í fréttabréfi ráðsins, þar sem til- lögur þessar eru kynntar. Er þar gert ráð fyrir að nauðsynlegum breyting- um verði hrint i framkvæmd á næstu 12 mánuðum og miðað við þrjú fram- kvæmdaskref. I fyrsta skrefi eru að- gerðir, sem grípa þarf til strax í sumar, f ööru skrefi eru aðgerðir, sem framkvæma þarf í haust eftir að þing kemur saman og í hinu þriðja eru breytingar, sem þarf að Ijúka fyrir þinglok 1985. — segir m.a. í tillög- um Verzlunarráðs um næstu skref í efnahagsmálum Af þeim aðgerðum sem grípa þarf til strax í sumar samkvæmt tillögum Verzlunarráðs má nefna, að vanskilaskuldum við Fiskveiða- sjóð og aðra opinbera sjóði verði komið í skil. Að því marki sem nauðsynlegt er til að svo verði, taki Fiskveiðasjóður skip upp i skuldir. Með breytingu á vaxta- tilkynningu Seðlabankans verði bönkum og sparisjóðum heimilað að ákveða vexti af inn- og útlán- um. Verðmyndun verði almennt gefin frjáls, svo að nýta megi kosti samkeppninnar á fleiri sviðum, en þegar er orðið. Leitað verði samn- inga við nýja stórkaupendur á raf- orku, enda sé það forsenda virkj- ana á næstu árum. I öðru skrefi er m.a. lagt til, að ákvörðun vaxta verði frjáls, sem myndi efla sparnað og framboð á lánsfé innanlands. Þá er lagt til að viðskipti með gjaldeyri verði frjáls og fyrirtæki fái rúmar heimildir til erlendrar lántöku án ríkisábyrgðar. Aðflutningsgjöld verði aðeins tvö, verðtollur og vörugjald. Við nýtingu fiskimið- anna verði frjáls sala á aflakvót- um heimiluð og undirbúið að koma á sölu veiðileyfa í þeirra stað. Sölu ríkisfyrirtækj a verði haldið áfram og hætt verði óþarfa afskiptum ríkisvaldsins af atvinnurekstri og einokun rikisins afnumin. Útgjöld f ríkisins verði skorin niður, m.a. með niðurfellingu útflutningsbóta og niðurgreiðslna á landbúnaðar- vörum. Af tillögum í þriðja skrefi má m.a. nefna, að skattakerfið verði einfaldað og skattar, sem gera upp á milli fyrirtækja, atvinnuvega eða rekstrarforma samræmdir eða felldir niður. Opinberir sjóðir verði sameinaðir í þrjá sjóði og þeim breytt í hlutafélög, sem starfi á grundvelli arðsemi. Húsn- æðislánakerfið verði einfaldað. Frjáls verslun og frjáls verðmynd- un verði tekin upp á landbúnað- arvörum á vinnslu- og dreif- ingarstigi. Sett verði ítarlegri ákvæði í núverandi löggjöf um samkeppnishamlandi viðskipta- hætti og frjáls verðmyndun lög- fest sem aðalregla í viðskiptum. Fyrsta skóflu- stungan FVRSTA skóflustungan að nýju hús- næði leikskólans „Sælukot" var tekin um hádegisbilið í gær, við Reykjavíkurveg í Skerjafírði. Fyrirhuguð bygging verður um 162 fermetrar og er miðuð við 30 leikskólapláss og 14 dagheimil- ispláss. Það er „Dagvistarfélagið Sælutröð" sem stendur að þessum framkvæmdum, sem sækir m.a. hugmyndir sínar um kennslu- og uppeldisstarf í uppeldiskenningar Maríu Montessori, en skólar sem kenndir eru við hana eru þekktir og eftirsóttir í Bandaríkjunum og Evrópu. Morgunblaðid/Árni Sœberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.