Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 Noregur: Fjör í sfldveiðunum eins og í gamla daga Ósló, 17. júlí. Frá Jan Erik Laure, frétUriUra Mbl. ÞAÐ ER mikið fjör í sfldveiðunum núna, rétt eins og í gamla daga. Norsk skip fá að veiða um 100.000 lestir af síld á þessu ári, og það er ríflega helmingi meira en í fyrra. Nú þegar er búið að veiða um 63.000 lestir af Norðursjávar- síld, ef talið er með það sem norsk skip hafa veitt innan lögsögu Evr- ópubanddalagsríkja. Norðursjávarveiðin hefur geng- ið óvenju vel, upplýsir blaða- fulltrúi sjávarútvegsráðuneytis- ins, Jon Lauritzen, í viðtali við Aftenposten í dag. Þá eru einnig í fullum gangi veiðar á norskri vorgotssíld. Þegar er langt komið að veiða upp í kvót- ann, sem er 37.000 lestir. Norskir fiskifræðingar gera ráð fyrir, að veiði vorgotssíldarinnar verði komin í gamla góða horfið eftir fjögur til fimm ár. Norsk yfirvöld stöðvuðu síld- veiðar á afmörkuðu svæði í Norð- ursjó vegna þess hve mikil smásíld reyndist í afla skipanna þar. Genscher fer til Teheran Jacek Kuron og Adam Michnik, leiðtogar Samstöðu í Póllandi, mæta undir lögregluvernd í réttarsal í Varsjá, en réttarhöld yfir þeim hófust í gær. 20. jélí. AP. Hans-Dietrich Genscher utanrík- isráðherra Vestur- Þýskalands hélt í dag til írans til við- ræðna við ráða- menn þar um sam- skipti landanna. Er þetta í fyrsta skipti, sem utan- ríkisráðherra frá aðildarþjóð Evrópubandalagsins kemur þangað frá þvf að Khomeini komst þar til vaida 1979, en heim- sóknin stendur í tvo daga. Að sögn vestur-þýskra embætt- ismanna mun Genscher aðallega ræða við utanríkisráðherra írans, Ali Akbar Velayati, meðan á dvöl hans stendur. Eru íranir nú helsta viðskipta- þjóð Þjóðverja í þriðja heiminum, og hafa viðskipti landanna tveggja verið eins og best verður á kosið. Markmið Genschers er að leggja drög að nánari samskiptum ríkj- anna með því að taka upp sam- band við írani á sviði stjórnmála, enda þótt ekki sé búist við að skjótur árangur sigli í kjölfar hinnar stuttu heimsóknar utan- ríkisráðherrans. Ennfremur er talið að Genscher muni fullvissa írani um hlutleysi þýskra stjórnvalda í Persaflóa- stríðinu, en jafnframt gera þeim ljóst að koma verði þar á friði sem fyrst. Mondale vill mæta Reagan í kappræðu Su Franciseo, 20. júlf. AP. WALTER Mondale þáði form- lega útnefningu sem forsetaefni demókrata á flokksþingi þeirra í nótt, og fulltrúar flokksins lýstu yfír stuðningi við varafor- setaefni hans, Geraldine Ferr- aro, með háværu lófaklappi og fagnaöarlátum. vegs og virðingar, og Jesse Jackson, sem er afkomandi þræla, keppti um útnefningu demókrata til forseta, eru nú miklar breytingar í vændum. Allir Bandaríkjamenn vilja Evrópubandalagið: njóta sama réttar, en undir nú- verandi stjórn eiga allt of marg- ir undir högg að sækja ... Við ætlum að vinna þessar kosn- ingar og afsanna allar spár um hið gagnstæða," sagði Ferraro. Sýknaður af morð ákæru eftir 15 ár Samkomulag um fjárhagsáætlun Lundúnum, 20. júlí. AP. 37 ÁRA gamall maður, Geoffrey Mycock, var látinn laus úr fangelsi í dag, eftir að hafa afplánað 15 ár af lífstíðar dómi fyrir morð. Málið var tekið til endurskoðun- ar á nýjan leik árið 1981 og hefur verið til umfjöllunar siðan. Niður- staðan var sú, að Mycock væri saklaus á þeim forsendum að vitn- ið væri óábyggiiegt. Mycock hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu. Morðið var framið í ágúst 1968, 84 ára gömul kona var myrt eftir að hafa verið nauðgað. Mycock var handtekinn og beindist grunur strax að honum, en hann hélt ákaft fram sakleysi sínu. Aðalvitni sækjandans var Alan Clift, vísindamaður á rannsókn- arstofu lögreglunnar. Rannsókn Clifts á fatnaði Mycocks virtist leiða í ljós, að Mycock hefði verið í meiri eða minni snertingu við hina 84 ára gömlu Adelaine Bracegidle. Sagði Clift að bæði hefðu verið hár og húðsýnishorn úr gömlu konunni í fötum Mycocks. Árið 1977 gerðist það, að Clift var rekinn úr stöðu sinni og gert að fara á eftirlaun gegn vilja sín- um 5 árum seinna, eftir að skosk- ur dómstóll hafði staðið hann að ljúgvitni og staðreyndahagræð- ingu í öðru máli. Þá var mál My- cocks tekið fyrir á ný og niður- staðan að útilokað væri að dæma um hvort vinnubrögð Clifts í máli hans hefðu verið rétt eður ei. My- cock sagði er honum var sleppt í dag, að það væri stórkostlegt að vera frjáls á ný, hann hefði aldrei gefið upp vonina um að það gæti orðið þó síðar yrði. „Ég er saklaus af þessu morði, kom þar hvergi nærri. Ég hélt því alltaf fram og það hlaut að vera aðeins tíma- spursmál hvenær réttvísin næði fram að ganga." Mondale sagði í ræðu sinni að nú væri kosningabaráttan að hefjast fyrir alvöru, og skoraði hann í annað sinn á Ronald Reagan forseta að mæta sér í kappræðu í sjónvarpi sem fyrst. „Bandarískir kjósendur vilja fá að vita sannleikann fyrir kosn- ingar, en ekki eftir þær. Næstu hundrað daga munum við berj- ast með öllum ráðum fyrir framtíð bandarísks samfélags," sagði Mondale. Aður en Mondale tók til máls sté Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður, í pontu og kvað hið nýja forsetaefni leið- toga sem gæfist aldrei upp við mótlæti. í ræðu sinni hét Mondale m.a. að draga úr halla á fjárlögum um % hluta á einu kjörtímabili verði hann kjörinn forseti, en það gæfi augaleið að til þess þyrfti að hækka skatta. Mest fagnaðarlæti urðu þegar Geraldine Ferraro hélt ræðu sína, sem var þrungin miklum tilfinningahita: „Á sama hátt og John F. Kennedy hóf þjóðina til Briissel, 20. júli. AP. Utanríkisráðherrar 10 aöildarþjóóa Evrópubandalagsins komust f dag að bráðabirgðasamkomulagi um fjár- hagsáætlun bandalagsins 1985, en þeim tókst ekki að koma sér saman um hvernig hinum mikla fjárlagahalla á þessu ári verði mætt. Utanrfkisráðherrarnir hittast aftur á mánudag, þar sem reynt verður að leysa fjárhagsvandræði P»rÍH, 20. jólí. AP. HOLLENDINGAR hafa farið fram á umtalsverðar breytingar á skipu- lagi Menningar- og vísindamála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Að sögn formanns sendinefndar Hollendinga hjá UN- ESCO, munu Hollendingar endur- skoða afstöðu sína til aðildar að stofnuninni í lok þessa árs. Sendiherra Hollendinga hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að Hollendingar væru á svipaðri skoðun og Bandaríkjamenn og Bretar í málinu, en þessar þjóðir hafa gagnrýnt stofnunina fyrir af- skipti af stjórnmálum og segja hana hafa fjarlægst upprunaleg markmið sín. Hafa Bandaríkja- menn hótað að segja sig úr UNESCO verði engar breytingar gerðar á skipulagi stofnunarinnar, og Bretar ætla að endurskoða að- ild sína að henni í lok þessa árs. Því hefðu Hollendingar sent varaforseta Sameinuðu þjóðanna bréf, þar sem kemur m.a. fram að verði ekki breytingar gerðar á UNESCO og einkum ef einhverjar þjóðir segi sig úr stofnuninni, bandalagsins. Framkvæmdastjórn þess, sem fer með daglegan rekstur, hefur sagt að náist ekki fljótlega samkomulag um þetta mál verði bandalagið fjárvana í október nk. Bretar og að nokkru leyti Vestur- Þjóðverjar vilja að fjárlagahallan- um verði mætt með auknum sparn- aði, en hinar aðildarþjóðirnar eru fylgjandi því að gjöld til bandalags- ins verði hækkuð. muni Hollendingar endurskoða af- stöðu sína til aðildar að henni. Fundust látin í sænskum skógi Stokkhólmi, 20. júlí. AP. Grunur leikur á að karl og kona, sem fundust látín f bifreið á afvikn- um skógarvegi 30 km norður af Kristianstad í Suður-Svíþjóð, hafi framið sjálfsmorð, að sögn lögreglu. Talið er að sjálfsvígin hafi verið framin fyrir mánuði eða svo þar sem líkin voru tekin að rotna. Engin skilriki fundust á fólkinu, svo eigi er vitað um þjóðerni þeirra, en bifreiðin var með vestur-þýskum skrásetningar- númerum. Bifreiðinni var lagt á afviknum stað í skógi, sem skýrir hversu seint vígin komu i ljós, en það voru sveppatinslumenn, sem fundu bifreiðina og gerðu viðvart. Ýmislegt bendir til andláts af völdum koltvísýringseitrunar. Færeyingar glíma við vímuefnavanda Færeyingar eiga við aukinn fikniefnavanda að etja, en fyrir fimm árum voru hassreykingar eða notkun sterkari vímugjafa nær óþekkt fyrirbæri í Færeyjum. Færeyingar komust i kynni við vímugjafana í Danmörku, og þangað flytjast þeir þegar fíknin hefur heltekið þá. Fulltrúi í af- brotadeild Færeyjalögreglunnar segir milli 10 og 20 langt leidda færeyska fíkniefnaneytendur í Kaupmannahöfn, þar sem eitur- efnin eru bæði ódýrari og auð- veldari í útvegun. Hassi smygla Færeyingar frá Danmörku, en sterkari vímu- gjafar koma eftir öðrum leiðum, þar sem eru lyf á borð við ketog- an, stesolid, pethidin og morfín. Fást þau ýmist með lyfseðli og eru síðan misnotuð, eða innbrot- um í sjúkrahús eða lyfjabúðir, eða fiskibátana. Framin voru þrjú innbrot eftir lyfjum í sjúkrahús og lyfjabúðir í fyrra, og 1982 og 1983 færðust innbrot í báta verulega i aukana. Dregið hefur úr þeim í ár og er ein skýringin talin sú að margir fíkniefnaneytendur hafi flust til Kaupmannahafnar. í fyrra voru 86 Færeyingar teknir fastir fyrir að hafa hass í fórum sínum, eða fjórum sinnum fleiri en 1982. Var það allt til einkanota, en ekki til dreifingar eða sölu, að sögn færeysku lög- reglunnar. Krefjast skipulags- breytingar á UNESCO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.