Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984 19 Styrki dulargáfu með málverkinu Steingrímur St. Th. Sigurðsson ræðir við Jónu Rúnu Kvaran Steingrímur St. Th. Sigurðsson spjallar við frú Jónu Rúnu Kvar- an. Það var einhverju sinni snemma i vor, að síra Gunnar Björnsson fríkirkjuprestur í Reykjavík sagði í óspurðum tíðindum yfir kaffi- bolla heima hjá sér og konu sinni Ágústu söngkonu að vestan: „Hún Jóna Kvaran er búin að ákveða að halda málverkasýningu í Eden í júlí í surnar." Það kom upp úr dúrnum, að Jóna er sóknarbarn síra Gunnars. Nú er það engin ný bóla, þótt nýir listmálarar spretti úr grasi hér á slóðum — svo að ekki sé talað um listakonur, en gesturinn í kaffinu á prestsetrinu í Vestur- bænum hváði samt við og spurði nánar út í þessa sýningu hennar Jónu, sem er eiginkona Ævars Kvarans leikara og rithöfundar og fyrirlesara. „Hún Jóna er sko ekkert venju- leg manneskja," segir síra Gunn- ar, sem er músikartisto og var áð- ur þjónandi klerkur þeirra Bolvík- inga, „hún gerir hlutina, þá er hún hefur ákveðið að gera þá... það er pottþétt.” Þetta fór að verða forvitnilegt og jafnvel pínulítið spennandi. Vikur liðu og af hendingu eða eins og því væri stjórnað féll það í hlut þess, sem þetta skrifar, að fá að líta verk konunnar, sem er að halda sýningu innan örfárra daga. Það var heima hjá henni og Ævari. Myndirnar tóku á móti skoðanda eins og huldufólk eða verur eða persónur af öðrum sjón- arsviðum en hér á jörðu. Þær eru með nærveru eins og hlutir með sál. Úlfur Ragnarsson læknir, sem málar og hefur haldið sýningar, sagði nýlega við greinarhöf. norð- ur á Akureyri: „Hvernig stendur á því, að þess- ir gagnrýnendur leita aldrei að andlegri orku og því mýstiska, þegar þeir eru að skrifa um myndlist, en nota þess í stað ein- hver formúluhugtök í tíma og ótíma?" Þessi orð Úlfs læknis birtust eins og á video-skermi, þegar myndir Jónu voru skoðaðar heima hjá henni að Kambsvegi 25. Þarna voru myndirnar á víð og dreif um stássstofuna eins og fljúgandi diskar og skrýtnar verur á óskilj- anlegri hreyfingu, en þó eitthvað svo mildar og yfirlætislausar ... „Le style est l’homme meme“ — stíllinn er maðurinn sjálfur, segir Fransmaðurinn. Sumir hafa stíl og aðrir ekki. Frú Jóna hefur stíl. Það sést í þessum myndum henn- ar, sem eru á einhvern hátt öðru- vísi en aðrar myndir, sem sézt hafa hér á sýningum. Ævar, maðurinn hennar, er greinilega hlynntur listrænum til- burðum konu sinnar — sýnir myndgerð hennar virðingu og at- hygli af hjartans lyst — því er ekki að leyna. „Af hverju ertu að mála, Jóna?“ spyr skoðandi. „Margra hluta vegna. Meðal annars vegna þess að það er ein leið fyrir mig að fólki, um leið og eg hef tækifæri til þess að gera upp við mig ákveðnar tilfinningar, sem eg finn farveg á þennan sér- staka hátt. Kannski hef eg valið þessa leið vegna þess að hún sam- einar svo margt og gefur innra og ytra lífi gildi... “ „Finnst þér þú öðlast andlegt frelsi með þessari tjáningu?" „Vissulega — þessi leið kemur í veg fyrir, að eg lokist inni i sjálfri mér — jafnframt því sem þessi leið gefur mér betri aðstöðu til þess að komast i snertingu við fólk, sem ég þarf að blanda geði við vegna ákveðins lífshlutverks." „Hvaða lífshlutverks?" „Eg á mér ásetning, sem liggur í gegnum trú mína á hið góða og fagra i manneskjunni og til þess að finna það, verður maður að leita í sífellu og kunna að skilja, að stundum er ekki hægt að þræða þrönga vegi heldur breiðari lifs- brautir." „Ertu að styrkja dulargáfu þína með þessu móti — þ.e. mál- verkinu?" „Skilyrðislaust. Þetta orkar á mig eins og andleg hreinsun. Eg valdi þessa leið vegna þess að það örvar það góða í mér ..." „Hvernig verða myndirnar til hjá þér?“ „Það er erfitt að lýsa því með orðum. Stundum er engu líkara en það, sem eg er að fara i gegnum með öðrum, hvort sem það gefur af sér árangur eða ekki, taki á sig mynd — eins konar hugsýn, sem felur i sér ákveðnar tilfinningar, stundum gleði, stundum vonbrigði Jóna Rúna Kvaran ellegar hvorttveggja. Þetta getur veitt mér aukinn andlegan styrk, þegar eg hef málað mig frá því.“ „Þú talaðir um lífshlutverk — ertu huglæknir?" „Nei,“ segir hún listakonan — „eg er fædd með dulargáfu, sem liggur meðal annars i skyggni og dulheyrn og óvenjulegu næmi á sálargerðir annarra og mætti þvi segja, að eg beitti fyrir mér sál- skyggni í notkun minni á þessari dulargáfu." „Getur verið, Jóna, að þú sért að mála myndir, sem eru heilsusam- legar fyrir fólk, án þess að þú ger- ir þér grein fyrir þvi?“ „Það er ef til vill ekki það ótrú- legast við þetta. Sumir, sem hafa horft á myndir minar, hafa sagt, að þeim líði betur við að horfa á þær og hafa þær i nálægð sinni — það er ekki i mínu valdi að hafa áhrif á fólk, hvorki með myndum né öðru. Það er hægt að beita fyrir sér hlýjum hugsunum og bænum, en guð einn ræður, hvað gefa má hverjum og einum. Það eina, sem eg gert gert, er að aga sjálfa mig andlega til þess að fá jafnvægi og iðka góðar hugsanir og sýna vilja til að koma að liði..." „Segðu mér eitt — skynjarðu hjálparanda, þegar þú vinnur að myndgerð þinni?“ Daufur reykelsisilmur barst um stofuna og það var svolitil þögn en svo segir hún: „Eg skynja nálægð þess, sem öllu ræður... án trúar er maður svo fátækur og það er trúin, sem veitir mér öryggi og innri frið. Án trúar er ekki hægt að láta sér þykja vænt um lífið og listina að lifa og vera til. Trúin er kveikjan að þvi göfugasta i sálargerðinni og hlýtur þvi að vera undanfari dýpri sanninda." Horft á myndirnar og hugsað. Svo spyr gesturinn: „Eru myndirnar þínir kannski ákall eða þakkargjörð til guðs?“ „Ef til vill á vissan hátt, án þess að eg geri mér fyllilega grein fyrir því og þá hvernig. f hvert skipti sem eg vinn að mynd, hvort sem það er heima hjá mér á Kambs- vegi ellegar í Toftverzlun á Skóla- vörðustig, þar sem eg vinn á dag- inn, en mála stundum á blá- nóttunni, þegar engan grunar, hvorki lífs né liðinn, innan um vönduð fataefni og bing af kostu- legum tölum (þær eru nefnilega örvandi allar þessar tölur)----- þá... þá er eg æði oft í trúar- stemmningu. Eg bið, þegar eg byrja á mynd, og þakka, þegar eg hef lokið við mynd ... “ Ævar Kvaran hefur tröllatrú á myndum konu sinnar — það var greinilegt. Jóna sagði að liðin væru tíu ár, síðan hann fór að hvetja hana til að mála. Hún ýtti því alltaf frá sér — henni fannst ekki kominn tíminn — þar til nú, hún ákvað sýna þessi sérkennilegu hugverk. Það var eins og því væri stjórnað. stgr ISUZU PaUbíU Á ISUZU PALLBlLNUM ERU ÞÉR EKKI AÐEINS ALLIR VEGIR FÆRIR - ÞÚ FERÐ YFIR STOKKA OG STEINA, FJÖLL OG FIRNINDI. ÞAÐ HAFA RÖSKLEGA MILLJÓN BlLAR SEM FRAMLEIDDIR HAFA VERIÐ AÐ ÞESSARI GERÐ, SANNAÐ UM HEIM ALLAN. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: LENGD: 4,42m, PALLENGD: 1,85m, LENGD MILLI HJÓLA: 2,6m, LENGD: 4,86m, PALLLENGD: 2,29m, LENGD MILLI HJÓLA: 2,99m, BREIDD: 1,6m, HÆÐ:1,6m, LÆST MISMUNADRIF, SJÁLF- STÆÐ FJÖÐRUN AÐ FRAMAN, BENSÍNVÉL, DÍSELVÉL, AFL- STÝRI. VERÐ: M/BENSÍNVÉL 386.000,- M/DÍSELVÉL 413.000,- ÞETTA ER BÍLL SEM KEMUR ÞÉR Á ÓVART - OG ÞAÐ Á LÍKA VIÐ UM GREIÐSLUKJÖRIN SEM VIÐ BJÓÐUM. ISUZU íM phmMhhí 1 %!!Í| H j VERD ER MIÐAD VIÐ GENGI20 6 1984 AN RYÐVARNAR OG SKRANINGAR BÓLSTRUÐ SÆTI KLIFURHALLI 35 BURÐARGETA ER1050KG SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN STOKKUR MILLISÆTA GRÁÐUR • HÆÐ UNDIR LÆGSTA AÐFRAMAN PUNKT 21 sm BÍLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.