Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLl 1984 23 ísrael: V erkamannaflokknum spáð öruggum sigri Tel Atí*. 20. júlf. AP. Samkvaemt niður- stöðum tveggja skoðanakannanna, sem birtar voru í !dag í fsrael, hefur Verkamannaflokk- urinn mun meira fylgi en Likud- bandalagið. Skoðanakönnun Dahaf-fyrirtæk- isins bendir til þess að Verka- mannaflokkurinn fái 49 þingsæti af 120, en niðurstöður Gallup- könnunar leiddu i ljós að hann Perez muni fá 50 sæti. Hins vegar fær Likud-bandalagið 37 þingmenn hjá Dahaf-fyrirtækinu, en einung- is 34 hjá Gallup. Forystumenn Likud-bandalags- ins höfðu vonast til þess að niður- stöður þessara skoðanakannana yrðu þeim hagstæðari en undan- farið, en sú von rættist ekki. Því eru sigurlíkur Simon Perez, for- manns Verkamannaflokksins, öld- ungis miklar í kosningunum, sem fara fram nk. mánudag. Leiðtogar Likud hafa farið fram á við Menachem Begin, fyrrver- andi forsætisráðherra landsins, að hann komi fram á kosningafund- um flokksins nú um helgina til að freista þess að snúa þróuninni við og fá fleiri kjósendur á þeirra band. Begin hefur þó ekkert ákveðið svar gefið. Forsætisráðherrann Yitzhak Shamir hefur hvatt til þess að Likud-bandalagið og Verka- mannaflokkurinn myndi sam- steypustjórn eftir kosningar, en Simon Perez hefur hafnað hug- myndinni. Verksmiðjuskip Rússa við Noreg: Kærð fyrir að menga strendur og baðvatn Sovézki bíllinn kyrr- settur í V-Þfzkalandi IL>rn M mIí Ppá Anan Ukl Bern, 20. jálf. Frá Önnu Bjarnndóttur. fróttnritnrn Mbl. VUSTlIR þýskir tollverðir hindruðu frekari ferðir sovéska 9 tonna vöruflutn- ingabflsins, sem Sovétmenn segja að sé hlaðinn ríkispósti og tollverðir megi þess vegna ekki opna, á landamærum Vestur- og Austur-Þýskalands i fimmtudagskvöld. Bíllinn stendur nú innsiglaður við landamærin ( Helmstedt-Marienborn og bíður þess að v-þýsk og sovésk yfirvöld komist að samkomulagi um frekari ferðir vöruflutningabflsins. Sovéskur sendiráðsbfll, sem hefur fylgt flutningabflnum eftir, stendur einnig við landamærin og þrír farþegar hans bíða eftir að halda ferðinni inn ( A-Þýskaland áfram. MIKILLAR óánægju gætir nú meðal sumarhúsaeigenda við Flekkefjord í Noregi vegna mengunar frá rússn- eskum verksmiðjuskipum, sem kaupa sfld af norskum flskiskipum og vinna um borð. Hafa þeir kært mengunina fyrir lögreglunni. Auk þess hafa hafnaryflrvöld í Eigeröy beðið Rússana að hafa sig á brott. Norska blaðið Verdens Gang segir frá þessu 14. júli síðastliðinn á eftirfarandi hátt: „Rússnesku verksmiðjuskipin hafa nú verið kærð fyrir lögreglunni og geta átt yfir höfði sér miklar bótakröfur. Rússarnir menga strendur og bað- vatn. Við viljum fá þá á brott, segja eigendur sumarhúsa utan við Flekkefjord. í síðustu viku voru það íbúar við Egersund, sem fengu nóg af rússn- esku verksmiðjuskipunum, sem lágu við ankeri utan við bæinn. Eftir viku tíma við NATO-rat- sjána utan við Eigeröy bað hafn- arstjórinn þá að hverfa á brott. Það eru þrír sumarhúsaeigend- ur, sem hafa kært Rússana fyrir að menga sjóinn umhverfis Kiel- landsgrunnið utan við Flekke- fjord. Rússnesku verksmiðjuskip- in kaupa síld af norskum fiski- mönnum og úrgangurinn og kæli- vatnið frá skipunum mengar sjó- inn að sögn sumarhúsaeigenda." Tollayfirvöld gáfu enga skýr- ingu á því hvers vegna billinn var stöðvaður. Talsmaður v-þýska utanríkisráðuneytisins sagði i dag að yfirvöld í Bonn vildu ganga úr skugga um að fjöldi varanna í bílnum væri hinn sami og tiltek- inn er á vöruskjölum bílsins. Ann- ar bílstjóri bílsins sagði í dag að ákveðin skjöl vantaði og þess vegna mætti bíllinn ekki halda ferðinni áfram, samkvæmt frétt- um svissneska útvarpsins. Svisslendingar stöðvupu bílinn i Basel á landamærum Sviss og V-Þýskalands í síðustu viku og bíllinn stóð innsiglaður við sendi- ráð Sovétríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í Genf fram á miðviku- dag en bíllinn var á leið þangað. Honum var þá leyft að fara óopn- uðum úr landi. Tollayfirvöld létu v-þýsk tollayfirvöld vita að von væri á bílnum. Talsmaður v-þýsku stjórnarinn- ar, Peter Boenisch, sagði á blaða- Fundu forna borg á Kýpur Tuoton, Arizona, 20. júli. AP. „ÞETI'A verður einhver merkasti fornleifafundur þessarar aldar,“ sagði Il&vid Soren, talsmaður 23 fornleifafræðinga, sem fundið hafa löngu týnda borg i Kýpur, en aldurs- greining bendir til að 1600 ár séu siðan hún grófst undir skriðuföllum ( miklum jarðskjálftum. Soren sagði, að enn hefði ein- ungis lítill hluti borgarinnar verið afhjúpaður, en ef framhaldið yrði í líkingu við það sem komið væri, mætti líkja fundinum við það þeg- ar Pompei var grafin undan ösku á sínum tíma, en Pompei grófst undir hraun og ösku úr eldfjallinu Vesúvíusi árið 79 fyrir Krist. „Það sem við höfum fundið er svo heil- legt og vel farið, að það er engu líkara en maður hafi sest i tímavél og horfið aftur í aldir. Það er þó allt á rúi og stúi, þetta hefur verið gífurlegur jarðskjálfti, hræðilegar náttúruhamfarir," bætti Soren við. Aldursgreiningin er byggð á 360 rómverskum bronspeningum, en þeir eru frá dögum Constantinus- ar II og Valens. Talið er því að skjálftinn hafi orðið einhvern tíma á bilinu 365 til 367 fyrir Krist. mannafundi i Bonn í dag að bíll- inn hefði ekið framhjá svissneska herflugvellinum í Dúbendorf, austan við Zúrich, á leiðinni frá Genf til Basel en það er allmikið úr leið. Talsmaður svissneska fjármálaráðuneytisins sagði þetta ekki rétt, bíllinn hefði farið bein- ustu leið frá Genf til Basel. Boen- isch sagðist hafa þetta eftir opin- berum heimildum í Bern. í Vínarsamþykktinni um rikis- póst vantar almenna lýsingu á ríkispósti en þó sérstaklega á þyngd hans. Svissnesk yfirvöld, og væntanlega yfirvöld annarra ríkja, hafa þá reglu að flokka und- ir ríkispóst marga smærri pakka en ekki eitt margra tonna stykki. Bonde Nielsen fær að snúa óáreittur heim K»upm*nn.hofn, 20. jóli. Fri Ib Björnbak frélUriUr. Mbl. EINN helsti umsvifa- og fjárglæfra- maður Danmerkur fyrír nokkrum árum, Jan Bonde Nielsen, hefur komist enn á ný á forsíður dönsku blaðanna, en hann mun trúlega snúa '\S- (ÁHT « l(M nr *■ liiiíii míi si' # Um 2500 Grikkir fóru í mótmælagöngu að sendiráði Tyrkja og Bandaríkjamanna í gær til að mótmæla innrás Tyrkja á Kýpur árið 1974, en nú eru tíu ár liðin frá því að hún var gerð. heim til Danmerkur úr nokkurs kon- ar útlegð í Lundúnum. Þar mun hann verða dreginn fyrir rétt og hugsanlega stungið í fangelsi í kjöl- farið á því. Bonde Nielsen, sem er mikill vinur Margrétar Danadrottningar og Henriks prins, var á sínum tíma framkvæmdastjóri B&W-skipasmíðastöðvanna. Viðskiptahættir hans komu hon- um í klandur og flúði hann Dan- mörku á síðustu stundu, en rann- sóknarlögreglan danska reyndi ákaft að hafa hendur í hári hans. Hann fór huldu höfði í Lundúnum og ritaði bók um reynslu sína á meðan dönsk yfirvðld reyndu allt hvað af tók að fá hann framseld- an. Mál hans hefur gengið á milli dómstóla í Englandi og nú síðast hefur lávarðadeild þingsins haft málið til meðferðar. Vegna þessa, ákváðu dönsk yfir- völd að bjóða Bonde Nielsen upp á að koma til Danmerkur án þess að hann þyrfti að óttast að verða gripinn á götu úti. Réttarhöld myndu á hinn bóginn fara fram og hann yrði að mæta þar. Nielsen er sagður ánægður með boð stjórn- valda, hann er orðinn efnamaður mikill í Englandi og trúlega mað- ur til að borga þá tryggingu sem sett yrði upp gegn þvi að hann yrði settur í svartholið. Fjöldamorðínginn við konu sínæ „Ætla á mannaveiðar“ S»n Ysídoro, 20. júll. AP. ETNA HUBERTY, ekkja James Oliver Huberty, sem fýrr í vikunni myrti 21 manns í MacDonalds-hamborgarasjoppu (San Ysidoro og særði 19 til viðbótar, sagði i dag, að hún hefði horft á mann sinn klæðast herbúningi í svefnherbergi þeirra um morguninn og hún hefði spurt hann: „Hvert ertu að fara elskan?“, en hann svaraði: „Ég er að fara á mannaveiðar.* Frú Huberty sagði að hún hefði ekki skilið hvað eiginmað- ur sinn hefði átt við og farið aft- ur að sofa. „Ég hugsaði ekkert um svarið og hafði ekki samband við lögregluna fyrr en ég heyrði um atburðina hjá MacDonalds. James Huberty var atvinnulaus öryggisvörður, kona hans sagði enn fremur: „Fólk er að spyrja sjálft sig hvers vegna maður minn gerði þetta. Þvi get ég ekki svarað, hins vegar get ég upplýst að hann var afar taugaveiklaður og ávallt mjög dapur og ein- manna. Hann þoldi illa álag og hataði atvinnuleysi sitt. Eini virkilegi vinur hans var hundur- inn Shep. Paul Ybarrondo, lögreglufor- ingi í San Ysidoro, sagði á fréttamannafundi i dag, að þrátt fyrir ýmsar sögusagnir, benti ekkert til þess að Huberty hefði verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. Þá hefðu heimilishagir Etna Huberty, morðingjans. eiginkona fjölda- Símamynd AP. hans ekki verið tiltakanlega slæmir, þvert á móti hefði Hub- erty verið heilbrigður maður sem hafði engar tilhneigingar til geðveiki. Auk þess gat hann þess sérstaklega að Huberty hefði ekki verið fyrrum stríðsmaður úr Víetnam-striðinu. Því væri það og yrði trúlega hulin ráðgáta hvað knúði manninn til blóð- baðsins mikla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.