Morgunblaðið - 02.09.1984, Síða 6
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984
Fjöhmðlamir
og réttarkerf ið
Morgunblaðið leitar álits á ummælum
Þórs Vilhjálmssonar forseta Hæstaréttar um stöðu fjöl-
miðlanna í íslenska réttarkerfinu
Ummæli Þórs Vilhjálmssonar forseta
Hæstaréttar um íslenska fjölmiðla og rétt-
arkerfi, sem hann viðhafði í rœðu á norrænu
lögfræðingamóti í Osló í síðasta mánuði hafa
vakið athygli og umræður um ábyrgð fjöl-
miðla og stöðu þeirra gagnvart réttarkerfinu.
f ræðu sinni sagði Þór m.a., „að það verður æ
Ijósara, hve lítið réttarkerfið og fjölmiðlarnir
eiga saman að sœlda. Lagaeftirlitið með fjöl-
miðlunum er ekki virkt. Og við það bætist, að
hið ólögfesta eftirlitskerfi, sjálfsögunin, hef-
ur enga þýðingu, eða að minnsta kosti næst-
um enga. “
Þá sagði Þór: J landi mínu eru eins og á
öðrum Norðurlöndum reglur um meiðyrði,
um friðhelgi einkalífs o.s.frv. og við og við
eru kveðnir upp dómar um sektir, bætur,
ómerkingar, upptökur og annað, sem til heyr-
ir. En þessir dómar hafa sjaldnast verulega
þýðingu fyrir dómþola. Fjölmiðlamenn virð-
ast ekki taka því með ýkjamikilli alvöru, að
dómar gangi gegn þeim á þessu sviði, — sið-
ferðileg áhrif eru með öðrum orðum ekki
mikil. Spurningin, sem dæmdur ritstjóri læt-
ur sig varða, virðist fremur vera sú, hve mik-
ið hann þarf að borga. Og réttarvenja í mínu
landi er með þeim hætti að menn borga ekki
ýkja mikið. Það er a.m.k. oft lítillar sektar
virði að fá góða sögu og selja vel. Það eru
þannig dómstólarnir, sem gefið hafa æsi-
pressunni lausan tauminn, og þar er komið að
aðalvandanum í mínu landi að því er ég tel.
Bætt sjálfsögun kæmi varla að miklu gagni.
Þau viðurlög, sem þar koma til álita, eru
ekki slík, að búast megi við, að þau dragi úr
ákafri leit blaðanna eftir athygli lesendanna.
Og um hina svonefndu siðareglunefnd Blaða-
mannafélags Islands er að segja, að hún hef-
ur aðeins fengið til meðferðar um 30 mál
síðan hún var sett á fót fyrir 20 árum. Ástæð-
ur þess eru vafalaust margar, en sú er aug-
Ijósust, að nefndin starfar fyrir luktum dyr-
um og að úrskurðir hennar eru aðeins birtir í
félagsbréfi blaðamannafélagsins en ekki
kunngerðir almenningi. “
Og seinna segir Þór Vilhjálmsson: „Varla
hillir undir breytingu til hins betra. í mínu
landi tel ég, að breyting muni ekki geta orðið
á næstu árum. Svo virðist sem meðal fjöl-
miðlamanna sé það ríkjandi ósk, að þeir séu
lausir við eftirlit laganna. Þetta er ekki eins-
dæmi. Aðrir áhrifahópar, einkum stjórn-
málaflokkarnir og hagsmunasamtökin, vilja
helst komast undan því í mínu landi, að rétt-
arkerfið hafi afskipti af málum þeirra. Öll-
um þessum þremur hópum hefur tekist að
komast undan þessu lagaeftirliti. “
Morgunblaðið leitaði álits nokkurra
manna, sem hafa eða hafa haft á einhvern
hátt mikil samskipti við fjölmiðla og spurði
þá m.a. hvort þeir teldu gagnrýni Þórs Vil-
hjálmssonar á blaðamenn og fjölmiðla rétt-
mæta og hvort þeir teldu að setja bæri ná-
kvæmari reglur um ábyrgð fjölmiðla og birt-
ast hér svör þeirra.
— ai.
Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn RLR:
Nauðsynlegt að tryggja
betur rétt manna
gagnvart fjölmiðlum
„Mér þykir þetta gagnleg um-
ræða og þaö er fyllsta ástsða til að
velta vöngum yfir ábyrgð og vinnu-
brögðum fjölmiðla. Það er deginum
Ijósara að ef menn fara í mál vegna
srumeiðandi ummsla í fjölmiðlun-
um er afraksturinn lítill og menn
nenna yfirleitt ekki að standa í
því,“ sagði Helgi Daníelsson yfir-
lögregluþjónn Rannsóknarlögreglu
ríkisins.
„Það er því nauðsynlegt að
mínu mati að gera eitthvað sem
tryggir betur rétt manna gagn-
vart fjölmiðlum. Hvað varðar
siðareglunefnd blaðamannafé-
lagsins, þá finnst mér það hæpið
að menn séu næstum látnir
dæma í sjálfs sín sök, auk þess
sem niðurstöður hennar eru ekki
birtar nema í fréttabréfi félags-
ins. Og það skýtur nokkuð skökku
við að þegar menn kæra til þess-
arar nefndar blaðamanna, þá er
það orðið trúnaðarmál, sem eng-
um kemur við nema þeim sjálf-
um. Þetta er svolítið öfugsnúið.
Það hlýtur að vera að fólk eigi
rétt á að vita hvað fram fer innan
þessarar nefndar. Sjálfsagt er að
láta sömu reglur giida um siða-
reglunefndir annarra stétta, ef
það sama er upp á teningnum.
Það er auðvitað satt og rétt,
sem blaðamenn hafa sjálfir bent
á, að það sem þeir skrifa er eins
og hver annað ritningarlestur ef
miðað er við það sem erlendis
gerist, en við þurfum ekki alltaf
að miða okkur við það versta.
Það þarf varla nema að skrifa
eitt lesendabréf til að svipta
menn ærunni. Það er auðveldara
að koma óorði á fólk en að
hreinsa sig af því eftirá. Sá sem
verður fyrir slíku verður að eiga
einhvern rétt. Ég veit um marga,
sem hefur þótt að sér vegið í fjöl-
miðlum en ekki talið borga sig að
leita réttar síns. Maður er lítið
bættur með eindálka afsökunar-
pung einhvers staðar inni i blaði
þegar maður hefur verið sviptur
mannorðinu.
Þær fréttir, sem við gefum til
fjölmiðla, mega ekki skaða rann-
sókn málsins og það verður að
gæta þess að þær valdi mönnum
Helgi Daníebwon
ekki skaða eða miska á annan
hátt. Það er margt á vettvangi
lögreglumála, sem að mínu mati
á ekkert erindi í blöð, en það er
erfitt að setja nákvæmar reglur
varðandi þetta. Það verður hver
og einn að meta í hvert sinn. Það
er mikill munur á fjölmiðlum
þegar kemur að birtingu lög-
reglufrétta og það sést best á því
að lesa blöðin," sagði Helgi Daní-
elsson.
ómar Valdimarsson form. Blaðamannafélags íslands:
Eftirlit réttar-
kerfisins er nóg
„Þótt ég sé að mörgu leyti
ósammála þeim skoðunum, sem
Þór Vilhjálmsson viðraði á lög-
fræðingamótinu í Osló, fagna ég
þeirri umræðu, sem farið hefur
fram í kjölfar mótsins. I Blaða-
mannafélagi íslands hefur á und-
anfornum árum mikið verið rætt
um siðareglur blaðamanna, nauð-
syn á endurskoðun þeirra og sam-
skipti fjölmiðla og dómstóla,“
sagði Ómar Valdimarsson, blaða-
maður og formaður Blaðamanna-
félags íslands.
„í nærri þrjú ár hefur verið
starfandi endurskoðunarnefnd
siðareglna BÍ og í félaginu eru
nú til umræðu tillögur nefndar-
innar að endurskoðuðum regl-
um. Þær tillögur hafa tvívegis
verið lagðar fyrir aðalfund
Blaðamannafélags íslands og
orðið um þær miklar umræður.
Tillögurnar hafa ekki hlotið af-
greiðslu enda erum við blaða-
menn sammála um, að siðaregl-
ur séu mál, sem ekki beri að
semja, ræða og samþykkja í
skyndi. Til þess er einfaldlega of
mikið í húfi. Og svo kann að
skipta máli, að í nýju tillögun-
um er ekki gert ráð fyrir að úr-
skurðir siðareglunefndar BÍ séu
birtir opinberlega. Sjálfur er ég
eindregið þeirrar skoðunar, að
úrskurði siðareglunefndar eigi
að birta almenmngi, a.m.k. í
þeim fjölmiðli, sem hefur gerst
brotlegur. Það getur ekki farið
saman, að blaðamenn krefjist
óhindraðs aðgangs að upplýs-
ingum hvarvetna í þjóðlífinu og
andskotist yfir hverskonar
leynimakki annarra, en leyfi svo
ekki að þeirra eigin mistök verði
dregin fram í dagsljósið.
Rétt er að taka fram, að sjálf-
ar reglurnar eru á margan hátt
viðunandi. Þær eru stuttar og
gagnorðar og um efni þeirra
hefur ekki verið deilt að neinu
marki, helsta ágreiningsefnið
hefur verið leyndarhjúpurinn
um úrskurði siðareglunefndar.
En þótt núgildandi reglur
banni beinlínis, að frá dómum sé
sagt nema í Fréttabréfi BÍ, tel
ég engan vafa leika á því, að
siðareglurnar og úrskurðir
nefndarinnar hafi áhrif. Ég hef
unnið með tugum blaðamanna
og enn hef ég engum kynnst,
sem lætur sér siðareglurnar í
léttu rúmi liggja eða pípir á úr-
skurði siðareglunefndar, eins og
manni sýnist að forseti Hæsta-
réttar haldi fram. Biaðamenn á
íslandi eru upp til hópa vandað
fólk, sem tekur starfsskyldur
sínar alvarlega og vill fyrst og
síðast gæta þess, að réttar upp-
lýsingar komist til fólksins í