Morgunblaðið - 02.09.1984, Page 10
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984
K,
Dularfullur, gráhærður
Austurríkismaður,
tæplega sjötugur að
aldri, skaut upp kollin-
um nokkrum mánuð-
um áður en þess var minnzt fyrr á
þessu ári að liðin voru þrjátíu ár
frá ósigri Prakka fyrir her Viet
Minh við Dien Bien Phu í Indó-
Kína og viðurkenndi að hafa gert
sig sekan um landráð, sem hefðu
átt þátt í ósigrinum. Nýlega var
skýrt ítarlega frá atburðunum i
Indó-Kína fyrir þrjátiu árum í ís-
lenzka sjónvarpinu.
Samkvæmt skjölum, sem haft
hefur verið upp á i skjalasafni
frönsku útlendingahersveitarinn-
ar í Aubagne, skammt frá Mars-
eilles, féll þessi dularfulli Austur-
ríkismaður, Ernst Frey að nafni, í
skotbardaga nálægt Hanoi 1945
þegar hann var liðþjálfi í 5. fót-
gönguliðsherdeild útlendingaher-
sveitarinnar.
Hann hafði gengið í útlendinga-
hersveitina áður en heimsstyrj-
öldin brauzt út, þar sem hann var
á flótta undan nazistum. Yfir-
menn hans höfðu enga hugmynd
um að hann væri leynilegur félagi
í kommúnistaflokknum og eldheit-
ur stuðningsmaður „heimsbylt-
ingarinnar".
Hann skýrði ekki frá því hvern-
ig „dauða“ hans bar að höndum og
í hverju starfsemi hans var fólgin
fyrr en um þrjátíu árum eftir að
nýlendustríði Frakka í Indó-Kína
lauk. Það gerði hann í bók, sem
gefin var út í Frakklandi og vakti
töluverða athygli.
í INNSTA HRING
Frey heldur því fram að hann
hafi vísvitandi sett „dauða“ sinn á
svið til þess að geta gengið í lið
með víetnömskum kommúnistum.
Hann heldur því fram að hann
hafi náð svo langt í þjónustu
kommúnista í Víetnam að hann
hafi orðið helzti ráðunautur æðsta
yfirmanns herliðs þeirra, Vo
Nguyen Giaps hershöfðingja.
Hann kveðst hafa verið hægri
hönd Giaps hershöfðingja um sex
ára skeið og kennt þessum yfir-
manni sínum og fyrrverandi sögu-
kennara hervísindi.
Þetta hefur komið nokkuð
spánskt fyrir sjónir, þar sem Giap
hefur lengi haft orð á sér fyrir að
vera einn albezti herfræðingur
þessarar aldar á sviði skæruhern-
aðar. Ef Frey hefur rétt fyrir sér
getur hann að nokkru leyti þakkað
sér yfirburðasigur Vietnama við
Dien Bien Phu, þar sem Frakkar
misstu um 15.000 menn.
Fyrir vel unnin störf var Frey
gerður að ofursta í víetnamska
„alþýðuhernum" og hann tók sér
víetnamskt nafn, „Nguyen Dan“.
Giap hershöfðingi gaf þau fyrir-
mæli að Frey mætti einn allra for-
ingja hafa aðgang að skrifstofu
sinni, að nóttu jafnt sem degi. Lið-
hlaupinn úr útlendingahersveit-
inni kveðst þar að auki hafa verið
náinn vinur allra þeirra manna,
sem áttu sæti í stjórn víetnamska
kommúnistaflokksins.
Hann sat fundi undir stjórn Ho
Chi Minh og Pham Van Dong, nú-
verandi forseta, og kynntist öllum
helztu leyndarmálum þeirra frá
fyrstu hendi.
Ernst Frey.
Giap hershöfðingi, sigurvegar-
inn fri Dien Bien Phu.
Þegar bók Freys kom út vildu
núverandi leiðtogar Víetnama
ekki viðurkenna að Frey væri til,
þótt undarlegt megi virðast, og
heldur ekki afrek þau, sem hann
kveðst hafa unnið í baráttunni
fyrir sjálfstæði lands þeirra. Ef
frásögn Freys er rétt er hann eini
Vesturlandabúinn, sem vitað er til
að hafi talað á flokksþingi komm-
únista í Víetnam.
Frey hefur undir höndum áður
óþekktar Ijósmyndir, sem sýna
hann flytja ræðu á fundi með
flokksmönnum í frumskógarbúð-
um í Víetnam 1950, þegar 20. þing
víetnamska kommúnistaflokksins
var haldið. Hann á einnig í fórum
sínum bréf undirritað af Ho Chi
Minh, þar sem honum er þakkað
fyrir „afrek í þágu málstaðar
kommúnista".
Fi <5 Hlciufjinn
úr frönslcisi L7tlendingciHer’sveitinni,
sem sneri crftur ciciuðnm
og scigSi Jrá s\>ilc icm sínum
viö Frcitclcci F>ien Bien BHvi
Hægrí hönd Giaps