Morgunblaðið - 02.09.1984, Síða 20

Morgunblaðið - 02.09.1984, Síða 20
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 BrennistewnkU Ljówn./Inífíbjðrg ölafadðttir. „Öræfakvrrðin sem heillar* Rætt við Ingibjörgu Ólafsdóttur, sem hefur flakkað um landið í meira en 40 ár Hún sitnr gegnt mér og spyr hvaú það eigi að þýða að fara að hafa viðtal við sig. Henni finnst ekkert til nm slíkt, álítor flesU aðra hafa verð- ugri frásagnir í blöðin. Kannski er það tign önefanna, sem hefur kennt benni fánýti þess að hafa sig f frammi. Gn þegar hún byrjar að segja frá gleymir hún því sennilega að þetta er blaðaviðtal, henni brenn- ur bara í hjarta að koma þvi til skila hvað íslensk náttúra hefur upp á að bjóða til heilsubótar fyrir líkama og sál. Töfrar minning- anna frá ótal ævintýrum margra ferða vítt um land hafa hana á valdi sínu. Og þegar ég spyr hvers vegna hún ferðist svona mikið, þá er skýringin í rauninni óskýran- leg; „Öræfakyrrðin heillar og maður verður að fara aftur og aft- ur.“ Og blm., sem óviða hefur farið um heiðar og hálendi landsins miðað við viðmæiandann, minnist þess um leið og roskin kona sem litur út eins og úthvíldur ungling- ur, dregur upp hverja myndina af annarri frá ferðum sínum, að hvild þýðir ekki ævinlega að sofa og liggja, heldur einnig að fara og njóta. Þannig hvild yrkir Hannes Pétursson um: »Hjá þér vildi ég hvílast heiðin min, í sumartíð reika og hvílast, hlýða um hljóða dagsstund í ferðasðgur fuglanna sem fara svo langt og víða. Hvenær byrjaðirðu að ferðast? „Það var 1943 að ég fór i Húsa- fellsskóg,“ segir Ingibjörg ólafs- dóttir, „og upp frá því fór ég að flækjast og ferðast um landið. Fyrstu árin ferðaðist ég alltaf með Ferðafélagi íslands, farfuglunum og Páli Ara. Það er nauðsynlegt fyrir alla að ferðast með þeim er þekkja landið i byrjun til að kynn- ast landinu áður en haldið er á eigin spýtur út í buskann. Þetta gerði ég um árabil og svo fór að koma að því að okkur langaði að fara og dvelja lengur á sumum stöðum en boðið var upp á í ferð- um og fara leiðir sem þá voru ekki farnar af ferðafélögum. Það má segja að ég eigi ferðir mínar um öræfin að þakka vini mínum og ferðafélaga, Gunnari Péturssyni. Án hans væri ég ekki búin að fara í margar af ferðum mínum. Nú, ég hef verið að ferðast um iandið í yfir 40 ár, og hef farið mörgum sinnum á ári ýmsar leiðir, en enn á ég eftir að skoða suma staði. Ég hef alltaf sagt við vini mína að maður verði að kynnast sínu eigin landi áður en rokið er til útlanda og það hef ég gert. Aðeins einu sinni hef ég komið út fyrir land- steinana og það var til Noregs þegar dóttir mín var við nám þar. Við förum mikið í öræfa- og óbyggðaferðir og það er ðræfa- kyrrðin sem heillar mann og það er svo skrítið að maður verður að fara aftur og aftur. Það er eins og eitthvað togi í mann. Það er erfitt að lýsa því, en það er þessi sérstaka ró og kyrrð sem hvflir yfir öllu uppi á hálendinu." Framkallaði og stækkaði sjálf Nú hefur þú tekið mikið af myndum og m.a. hafa myndir eftir þig birst á almanökum Kassagerð- ar Reykjavíkur. „Já, ég hef byrjað að taka mynd- ir upp út 1952 er ég fór með Ferða-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.