Morgunblaðið - 04.09.1984, Side 5

Morgunblaðið - 04.09.1984, Side 5
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 5 Arkitektar stefna félagsmálaráðherra Krefjast þess að löggilding þriggja bygginga- fræðinga til að gera aðaluppdrætti verði afnumin MÁL ARKITEKTAFÉLAGS íslands gcgn Alexander Stefánssyni félags- málaráðherra og þremur byggingafræðingum verða þingfest í bæjarþinginu í Reykjavík í dag. Félagsmálaráðherra veitti þremur byggingafræðingum löggildingu til að gera aðaluppdrætti að byggingum árið 1983 og krefjast arkitektar þess nú að löggildingin verði ógilt og byggingafræðingarnir missi þar með réttindi sín til að gera aðaluppdrætti. MorKunblaðið/Davið. Kórsöngur og orgelleikur í Skálholtskirkju. Arkitektafélagið mótmælti löggildingunni þegar í stað á þeim grundvelli að byggingafræð- ingarnir fullnægðu ekki þeim skil- yrðum sem til slíkrar löggildingar er krafist. Hjalti Steinþórsson lögmaður Arkitektafélagsins sagði í samtali við blaðamann Mbl. að leiðrétting hefði ekki feng- ist á þessum málum og því hefði félagið talið sig knúið til að höfða mál. Málsástæður og lagarök sem höfð eru uppi í málinu eru að lög- gildingin til að gera aðaluppdrætti brjóti í bága við ákvæði bygg- ingalaga og byggingareglugerðar, og reglur Skipulagsstjórnar ríkis- ins, sem feli í sér að arkitektar einir hafi rétt til að skila aðal- uppdráttum, enda sé menntun byggingafræðinga ekki við það miðuð að þeir öðlist löggildingu til að skila aðaluppdráttum. í reglum Skipulagsstjórnar er talið rétt að veita öðrum en arki- tektum leyfi til að gera aðalupp- drætti að fullnægðum tilteknum skilyrðum, sem umræddir bygg- ingafræðingar fullnægja ekki, að sögn Hjalta Steinþórssonar. Þetta eru þau rök sem arkitektar færa fram fyrir því að löggildingin sé efnislega ólögmæt, en þeir halda því einnig fram að hún sé ógild- anleg vegna formgalla, þar sem ekki hafi verið leitað umsagnar eða álits hjá hluteigandi stéttafé- lagi áður en löggildingin var veitt. „Við teljum," segir Hjalti, „að eðli máls samkvæmt hljóti Arkitekta- félag íslands að vera sá aðili sem hefði átt að leita umsagnar hjá Smokkfiski „mokað“ upp úr ísafjarð- ardjúpi LANDBURÐUR af smokkfiski er nú við ísafjarðardjúp og hefur ekki verið þar svona mikil smokkfisk- veiði síðan 1966. Hafa menn verið að draga 400 til 500 kfló af smokkfiski á nóttu á pilkinn, en það gefur um 5.000 krónur. Þá hafa bæði börn og fullorðnir tínt mikið upp af smokkfiskinum á fjörum við Djúpið um helgina. Jón Páll Hallórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtangans á Isafirði, sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, að eins og veiðin væri nú, hefðist varla und- an að frysta smokkfiskinn. Því kæmi mönnum það spánskt fyrir sjónir að heyrzt hefði, að veita ætti togaranum Elínu Þorbjarn- ardóttur leyfi til smokkfiskveiða í ísafjarðardjúpi eins og árið 1979. Smábatarnir væru fyllilega færir um að veiða það, sem hægt væri með góðu móti að taka á móti og það væri ennfremur ljóst, að smokkfiskur veiddur í troll af hvaða tagi sem væri, væri miklum mun lakari beita en smokkfiskur veiddur á pilk. Hins vegar væri það nær, að Hafrannsóknastofnun hefði forgöngu um rannsókn á smokkfiskgöngum við landið og hvort hann væri veiðanlegur þau ár, sem hann gengi ekki alveg upp að landinu eins og nú. Að þvf leyt- inu væri sjálfsagt að kanna veiði- möguleika á togaraslóð, en menn tryðu því ekki að óreyndu að tog- araveiði á smokkfiski verði leyfð í Djúpinu. Laugarvatn: Námskeiði kórfólks og organista lokið Laugarvatni, 3. september. vegna löggildingannar, en það var ekki gert.“ Hjalti sagði að samkvæmt regl- um Skipulagsstjórnar ríkisins ættu aðilar, sem sækja um rétt- indi á öðrum sviðum en þeir hafa hlotið réttindi til, að hafa starfað í að minnsta kosti tvö ár hjá við- urkenndum aðila á því starfssviði. Þá skuli þeir hafa yfirlýsingu frá þeim aðila þess efnis að viðkom- andi.í þessu tilfelli umræddir byggingafræðingar, séu hæfir til að valda því starfi sem þeir sækja um. TÍUNDA námskeiði organista og kórfólks lauk með messu í Skál- boltskirkju sunnudaginn 2. septem- ber. Námskeiðið hófst í Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 24. ágúst. Fyrstu sex daga námskeiðsins var kórfólk við æfingar í Reykja- usarpassía Bachs. Sömu daga voru organistar í kennslutímum í ýms- um kirkjum höfuðborgarinnar. Síðustu fjóra daga námskeiðs- ins var tónlistarfólkið við æfingar í Skálholti, þar sem það undirbjó meðal annars messusöng. Lokadag námskeiðsins, sunnu- holtskirkju þar sem séra Guð- mundur Oli Olafsson prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Islands, herra Pétri Sigurgeirs- syni og séra Hjalta Guðmunds- syni, dómkirkjupresti. Við mess- una og fyrir hana sá kórfólk og organistar um söng og orgelleik. I messulok var almenn altaris- LOKSINS FIAT 127 STATION FRAMHJÓLADRIF VERÐ SEM SLÆR ALLT ÚT kr. 194.000.- á götuna igengi 30 8 841 Þessi bíll er sérstaklega styrktur til aksturs viö erfiöar aðstæður og búinn aflmikilli 1050 rúmsentimetra vél. > 3J FIAT 127 er löngu orðinn sígildur og hefur frá upphafi selst meira og jafnar en flestir aðrir bílar. Alls hafa verið framleidd- ar meira en sex milljónir af þessum frábæra bíl. Það er því með mikilli ángæju að við kynnum nú Fiat 1S7 Pan- orama, skutbilsúrfærslu af þessum sívinsæla, fram- hjóladrifna vinnuþjarki. FIAT 127 STATION sameinar þægindi fólksbilsins og flutningagetu sendibílsins á sérstaklega smekklegan hátt. Heil ósköp af plássi til flutn- inga; afturhurðin opnast alveg niður að gólfi og með því að leggja aftursætið fram er hægt að flytja mikið magn af pláss- frekum varningi, verkfærum eða efni. í Fiat 127 station færðu ekki bara afburða fjöl- skyldubíl heldur líka vel búinn og duglegan vinnu- hest. Innifalið í verði bílsins er m.a.: höfuðpúðar á framsætum, hiti í afturrúðu, afturrúðusprauta- og þurka, læst bensinlok, fimm gira kassi, hanskahilla, sigarettukveikjari, tveggja hraða þurkur, bakkljós, hliðar- speglar báðu megin, opnan- legar hliðarrúður afturí, pjatt spegill, stokkur milli framsæta, tauáklæði á sæt- um og hurðum, teppi á gólf- um, opnanlegar hliðarrúð- ur frammi, hlífðarlistar á hliðum. '' i EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smidjuvegi 4. Kópavogi Simar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.