Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 21 Rochefort og Lanoux sem lögreglumenn i hálum ís I Sunnudagur íogregiu- mannsins. Á eftir sunnudegi kemur mánudagur koma varla aðrar kvikmyndir á heimsmarkað en afurðir Jamie nokkurs Uys sem leggur sig mjög fram við að gera grunlausa samlanda sína að fíflum fyrir framan myndavélarnar. Uys hefur reyndar gert vel á þriðja tug kvikmynda en velgengni og frægð hefur hann umfram allt náð fyrir tilstilli þessarar að- ferðar. Hingað hafa borist Beautiful People, Funny People 1, The Gods Must be Crazy (sem reyndar er leikin mynd) og nú Funny People 2. Kúnstin við svona kvikmyndagerð er annars vegar að láta sér detta í hug nógu grínaktugar gildrur fyrir fólkið að detta í og hins vegar að verða ekki ósmekklegur um of við að breyta meðborgurunum í trúða án þess að biðja þá um leyfi fyrst. f Funny People 1 fannst mér Uys bregðast æði oft hvað það síðarnefnda varðar; grínið var allt of mikið á kostnað óupplýstra og kúgaðra blökku- manna í þessu landi aðskilnað- arstefnunnar. í þeirri mynd sem Bíóhöllin sýnir nú er hann á hinn bóginn réttu megin við strikið. Og margar af þeim hugmynd- um sem gengið er út frá í Funny People 2 eru bráðglúrnar, enda nýtur Uys hér ráðgjafar Allen Funts sem fyrr var getið. Til dæmis er óborganlegt að fylgjast með viðbrögðum saklausra einkaritara við síma sem hóstar og hnerrar framan í þær, litlum borðskúlptúr sem verður lifandi og skrifstofuáhöldum sem virka ekki. Að vísu er á mörkunum að hugmyndirnar og viðbrögðin nái þeirri fjölbreytni sem dugir í tæpa tvo tíma, en Funny People 2 kallar samt fram mikið af „nervösum" hlátri. Og á meðan hefur áhorfandinn svolítið sam- viskubit og hugsar með sér: Allamalla hvað ég er feginn að það var ekki ég sem gerði mig að fífli þarna! Stjörnubíó: Sunnudagur lögreglu- mannsins — Un Dimanche de Flic. ★ ★ Frönsk. Árgerð 1983. Leikstjóri: Michel Vianey. Aðalhlutverk: Vic- tor Lanoux, Jean Rochefort, Bar- bara Sukowa. Franskar kvikmyndir, einkum sakamálamyndir, hafa í sumar fengið að skjótast annað slagið upp á tjald Stjörnubíós. Þær eru kærkomin tilbreyting frá engil- saxneskri einstefnu, þótt sá böggull fylgi skammrifi að þær eru flestar dubbaðar upp á amerísku. Því fer aftur á móti fjarri að franskar myndir hafi sjálfkrafa eitthvað umfram eng- ilsaxneskar. Frakkar gera kynstrin öll af vondum bíómynd- um. Nokkrar slíkar hafa verið í franska pakkanum til Stjörnu- bíós. Einhver versta mynd sem ég hef séð í mörg ár var einmitt frönsk sakamálamynd með Jean Paul Belmondo sem bíóið sýndi fyrr í sumar. Franskar sakamálamyndir hafa að jafnaði aðrar forsendur en t.d. amerískar. Á meðan Bandaríkjamenn eru almennt á úthverfunni, með eltingaleikjum og blóðsúthellingum, eins flott- um krambúleringum manna og ökutækja og tæknin leyfir, starfa Frakkar innhverft: Þeir einbeita sér meira að innri átök- um en ytri atburðum, skoða frekar hug mannsins sem glæp- inn fremur og þess sem kemur upp um hann en skipta sér síður af glæpnum sjálfum. Þegar við- fangsefnið er glæpamennska hafa Frakkar yfirleitt meiri áhuga á seinni hluta orðsins. Sunnudagur lögreglumannsins er vel frambærileg sakamála- mynd af frönsku gerðinni. Tveir stólpaleikarar, Victor Lanoux og Jean Rochefort, fara með hlut- verk háttsettra miðaldra rann- sóknarlögreglumanna sem falla í þá freistni í kreppu gráa tíma- bilsins að auðgast af glæp. Þeir ræna þá sem ekki gert kært, — glæpamennina sjálfa. Og gleymdu því að glæpamenn hafa sín eigin lög og sinn eigin rétt; þeirra dómum er fullnægt með ofbeldi. Vellystingar í ellinni, sem þeir félagar sáu fyrir sér á sunnudegi, breytast á mánudegi í baráttu upp á líf og dauða. Þessari baráttu er þokkalega komið til skila í Sunnudegi lög- reglumannsins. Myndin fjallar þó fyrst og fremst um sálarstríð manna sem kipptu í ógáti undan sér siðferðilegri fótfestu. Vin- átta þeirra Rocheforts, sem glímir við andlegt gjaldþrot eftir að hafa farið frá eiginkonu og syni, og Lanoux, sem fyllir upp í tómarúmið með því að taka þau bæði að sér, er óneitanlega hnýsilegt viðfangsefni og leikar- arnir bregðast hvergi. En höf- undi tekst hins vegar ekki að nálgast sálarlíf þessa fólks með nægilega skýrum og skörpum hætti. Myndin flýtur á djúpinu án þess að stinga sér til botns. Samt er hún meira virði en fimm ofbeldismyndir af amerískri for- skrift. Musica Nova Tónlist Jón Ásgeirsson Musica Nova gekkst fyrir tónleik- um sl. sunnudag i Menntaskólanum við Hamrahlíð og fékk til liðs við sig pínaóleikarann prófessor Edith Picht-Axenfeld, er lék tónverk eftir Schönberg, Lachenmann, Holliger og Luigi Nono. Tónleikarnir hófust á fjórum píanóverkum eftir Schön- berg, sem að nokkru spanna sér- kennilegan feril, allt frá því að hann semur tónlist í síðrómantísk- um stíl og hann svo tekur til við að losa tónverk sín undan oki tónteg- unda og hugmyndafarvegi hefð- bundinna formgerða. Hjá fáum tón- skáldum má finna eins sterkar and- stæður í tónsköpum en einnig und- arleg tengsl hulinna afla er gera verk hans samstæð í gerð og inni- haldi, klassík andstæórar samheldni. Það er í raun mjög merkilegt hversu vel prófessor Edith Picht- Axenfeld lék verk Schönbergs, hafi maður það í huga að hennar sérsvið er eldri klassíkin. Seinni hluti tón- leikanna reyndi ekki eins mikið á hlustunartækni hljómleikagesta og í verkaröð Schönbergs. Barnaleikur eftir Lachenmann er á ýmsan hátt sniðuglega samið verk og laglega leikið með enduróman píanó- strengjanna en ákaflega einhæft i útfærslu tónhugmyndanna, allt að því myndkyrrt. Næturljóðin, eftir þann heimsfræga mann Holliger, eru hljómþýðar tónsmíðar en ekki veigamiklar, eins konar tónföndur, sem sótt er til ýmissa staða. Síðasta verkið, Sofferte onde serene, eftir Luigi Nono, sem er samið fyrir pí- anó og tónband, er sérkennilegt og vel unnið tónverk, sem trúlega má gera með margvíslegar blætilraun- ir. Prófessor Edith Picht-Axenfeld lék verk Nonos á sannfærandi hátt með aðstoð Pollinis, er átti ýmsar af hljóðmyndum þeim er leiknar voru af hljóðbandinu. VIKA FYRIR KR. 15.213.-EÐA HELGIFYRIR KR. 10.329 Kaupmannahöfn er ekki bara Kastrup flugvöllur. Handan við græna hliðið hvílir hin forna höfuðborg Islands - töfrandi og vinaleg. I miðbænum, spottakorn frá einhverju úrvalshótelanna sem þú geturgist á, er margfrægt Strikið með öllum sínum fjölda verslana, veitingahúsa og ölkráa. í raun gætirðu eytt fríinu á Strikinu án þess að þurfa að fara lengra - en það er bara svo margt annað að sjá og „opleve". Pú getur t.d. farið í Tívolí, dýragarðinn eða sirkus, skoðað vaxmyndirnar hennar Tussaud í návígi, fylgst með glerblæstri og postulínsgerð, farið í kynnisferð um eitthvert brugghúsanna og... o.fl. o.fl. Dæmi um verð: Helgi Vika Hotel Cosmopole 10.466.- 15.213.- Hotel Sheraton 10.466.- 16.311. Hotel Imperial 11.244,- 17.028.- Innifalið: Flug, morgunverður og gisting fyrir einstakling í 2ja manna herbergi með baði, síma, útvarpi og/eða litsjónvarpi. Brottför á fimmtudögum og föstudögum. Af skiljanlegum ástæðum þorum við ekki að lofa neinu um litlu hafmeyjuna. Vertu samferða! FERMSKRIFSTOFON ÚRVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.