Morgunblaðið - 04.09.1984, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
Endurvinnsla brota-
járns á íslandi, völsun
og stálbræðsla
— eftir Jónas A.
Aðalsteinsson
Enn einu sinni hefir birst
fréttatilkynning í dagblöðum frá
Stálfélaginu hf., nú síðast í Morg-
unblaðinu hinn 28. ágúst 1984 með
yfirskriftinni „Af hverju íslensk
stálverksmiðja?". I fréttatilkynn-
ingu þessari er sagt frá áformum
Stálfélagsins, greint frá forsend-
um stofnunar þess og skorað á al-
menning að veita því brautar-
gengi. Enn einu sinni er fullyrt, að
„verksmiðjan nýti innlent hráefni,
innlenda orku og íslenskt vinnuafl
og stuðli um leið að landvernd með
því að skapa verðmæti úr brotá-
járni sem liggi vítt og breytt og
spilli fögru umhverfi lands
okkar“. Enn einu sinni er að engu
getið þeirrar endurvinnslu brota-
járns og málma sem fram hefur
farið á fslandi síðastliðna áratugi,
starfsemi sem auðgað hefir at-
vinnulíf þjóðarinnar og fært björg
í bú með auknum tekjum í erlend-
um gjaldeyri og stuðlað að land-
vernd. Getur það verið að foryst-
umenn Stálfélagsins hafi ekki
heyrt um starfsemi þessa, þekki
ekki til brautryðjendastarfs Ein-
ars heitins Ásmundssonar og fé-
lags hans Sindra-Stáls hf. á þessu
sviði? Getur það verið að forystu-
menn Stálfélagsins viti ekki í
hverju endurvinnsla á brotajárni
er fólgin eða er hér aðeins um að
ræða vanmat á allri annarri starf-
semi en nákvæmlega þeirri, sem
þeir sjálfir hyggjast standa fyrir?
Af þessu tilefni skal þess getið,
að endurvinnsla brotajárns hefir
farið fram hér á landi áratugum
saman. Þannig hefir t.d. Sindra-
Stál hf. stundað þessa starfsemi í
um það bil 40 ár og á síðasta ári
endurvann fyrirtækið og flutti út
um það bil 10.000 tonn. Ef ein-
hverjum skildi blandast hugur um
það í hverju endurvinnsla brota-
járns er fólgin skal til upplýsinga
greint frá því að í eðli sínu er
endurvinnsla iðngrein. Hún felst í
því að brotajárni og öðrum úr-
gangsmálmum sem til falla er
safnað saman. Efnið er sfðan
sundurgreint eftir tegundum í
jarn, kopar, sink, blý, ál o.fl. o.fl.
Síðan er hver efnisflokkur bútað-
ur niður, klipptur, pressaður eða
skorinn í ákveðnar stærðir eftir
alþjóðlegum stöðlum, sem byggj-
ast á því til hvað endurnota efnið
hentar á hverjum tíma. Innan
hvers flokks eru síðan mismun-
andi gæðaflokkar sem fara eftir
efnisgæðum hráefnisins og hversu
vel hefir tekist til um vinnslu þess.
Sem dæmi um mismunandi efnis-
flokka má nefna að hér fellur til
verulegt magn bifreiða, en í þeim
er bæði lélegt og gott hráefni. Auk
þess má nefna að hér á landi fellur
til töluvert magn af áli og eru t.d.
nú til endurvinnslu hjá Sindra-
Stali hf. 5 flugvélar. Nú á tímum
eru 45% af stálframleiðslu í heim-
inum úr brotajárni,
40% af koparframleiðslunni, 50%
af blýframleiðslu, 30% af sink-
framleiðslu og 25% af heims-
framleiðslu áls.
Verulegar verðsveiflur eru á
hinum alþjóðlega brotajárns-
markaði og svipar þeim til ann-
arra markaðssveiflna sem við
verðum að búa við á útflutningsm-
örkuðum okkar. Um þessar mund-
ir er markaðsverð t.d. svo lágt að
ekki þykir svara kostnaði að
höggva upp skip nema að mjög
takmörkuöu leyti og í Noregi, svo
dæmi sé tekið, Iiggur fjöldi skipa,
sem ekki þykir svara kostnaði að
höggva upp í þessu skyni að svo
stöddu.
Þessi starfsemi öll, þar á meðal
markaðsuppbygging, byggist á
verulegri verkþekkingu sem aflast
hefur í gegnum árin hér á landi.
Sú þekking segir okkur að veru-
legt magn af endurunnu efni hér á
landi nýtist ekki til stálbræðslu,
svo sem t.d. endurunninn kopar og
ál. Á hinn bóginn nýtist töluverð-
ur hluti hins endurunna járns til
stálbræðslu og hafði Sindra-Stál
hf. búist við því að selja Stálfélag-
inu þann hluta framleiðslu sinnar,
ef Stálfélagið myndi hefja
bræðslu hér á landi, þar eð stál-
bræðslufyrirtæki annars staðar í
veröldinni kaupa aðeins það járn
til fyrirtækja sinna, sem nýtist
þeim við framleiðsluna.
í ljósi þessa er enn spurt að því,
af hverju stafar þessi þögn Stálfé-
lagsmanna um þá endurvinnslu
brotajárns og málma sem fram fer
hér á landi. Eru þeir ef til vill að
fara fram á fjárframlög frá allri
þjóðinni, að því er manni skilst, til
þess að yfirtaka þá endurvinnslu-
starfsemi sem hér fer fram nú.
Þess ætti þó ekki að vera þörf því
Sindra-Stál hf. hefir þegar komið
því á framfæri við þá Stálfélags-
menn að þeir geti fengið keypt það
endurunna járn af framleiðslu fé-
lagsins sem þeim henti. Alla vega
ætti ekki að vera þörf á því að
skora á ríkissjóð og allan almenn-
ing að láta fé af hendi rakna til
þess að hefja brotajárnsvinnslu
hér á landi því hún fer hér þegar
fram svo sem að framan er rakið.
Að sjálfsögðu mætti bæta og auka
söfnun og endurvinnslu brotaj-
árns hér á landi og hefir töluvert
verið unnið í þeim efnum undan-
farið án þess þó að seilst sé í vasa
opinberra aðila eða almennings i
því skyni.
Hvað er valsverk?
í fréttatilkynningu Stálfélags-
manna er frá því greint að þeir
hafi keypt valsverk í Svíþjóð. En
hvað er valsverk? Valsverk er
nokkurs konar rulla, sem rullar
járnstengur í aðrar mjórri, oft sí-
valar járnstengur og í þessu tilviki
eru þær rullaðar í steypu-
styrktarjárn. Það hráefni sem slík
verksmiðja notar er ekki til hér á
landi og verður því allt að flytjast
inn. Þeir Stálfélagsmenn hyggjast
kaupa allt sitt hráefni til völsunar
frá Svíþjóð. Það er þannig ekki
rétt sem gefið er í skyn í frétta-
tilkynningu Stálfélagsins að inn-
lent hráefni nýtist að svo stöddu í
þessa framleiðslu þeirra. Þessi
rullustarfsemi á steypustyrktar-
járni er í eðli sínu mjög einföld og
lítt arðgefandi og um þessar
mundir er verið að loka hliðstæð-
um verksmiðjum um allan heim
vegna offramleiðslu, en þær sem
starfa áfram eru margar reknar
með hálfum afköstum eftir kvóta-
kerfi, ýmist með tapi eða ríkis-
styrktar og njótum við íslend-
ingar góðs af þessu ástandi er-
lendis í kaupum á ódýru steypu-
styrktarstáli. Það væri því fróð-
legt fyrir húsbyggjendur og vænt-
anlega hluthafa Stálfélagsins að
fá upplýsingar um það hvað
steypustyrktarstál frá félaginu
kemur til með að kosta í saman-
burði við hið niðurgreidda erlenda
járn sem hér fæst nú.
Samkvæmt því sem heyrst hefir
þarf Stálfélagið eitthvað á ann-
aðhundraðmilljónir króna á fyrsta
ári til að geta byrjað að valsa
járnstengurnar frá Svíþjóð. Iðn-
aðarráðuneytið fékk danskan sér-
fræðing á þessu sviði til álitsgerð-
ar um starfsemi þessa, en þeirri
alitsgerð hefir verið haldið
leyndri. Þó hefir kvisast að Dan-
inn hafi talið þetta valsverk fjár-
hagslegan Hrunadans. Þeir Stál-
félagsmenn segja Danann hafa
byggt á röngum forsendum og
vera illa við Svía, en áætlanir Sví-
anna, sem jafnframt eru seljendur
valsverksins og stanganna, séu
miklu betri og arðsemi félagsins
verði góð. Vonandi hafa þeir rétt
fyrir sér í því, en ástæða er til að
spyrja hvers vegna væntanlegir
hluthafar, sem biðlað er til um
hlutafé, fá ekki að sjá dönsku
skýrsluna, sem keypt var fyrir
opinbert fé, svo þeir geti sjálfir
dæmt um gildi hennar og rétt-
mæti.
Hvað er stálbræðsla?
Af fréttatilkynningum Stálfé-
lagsins gæti maður fengið það á
tilfinninguna að þeir væru nánast
að hefja stálbræðslu. Svo langt
eru þeir ekki komnir ennþá svo
sem sést ef tilkynningar þeirra
eru lesnar vandlega. En hvað er
stálbræðsla? I víðasta skilningi
þess orðs merkir það þá starfsemi
að bræða málma eða efni sem
málmur finnst í, málmgrýti ofl. til
notkunar í iðnaöi. Það er sorgleg
staðreynd, að fyrirtæki af þessu
tagi eru nú allt of mörg í heimin-
um og afkastageta þeirra langt
umfram þarfir. Einhverra hluta
vegna hafa stálbræðslufyrirtæki
og stofnun þeirra víða í heiminum
verið ofarlega á óskalista stjórn-
málamanna ýmissa landa, ekki
síst hinna vanþróuðu. Margar
stálbræðslur, bæði smáar og stór-
ar á alþjóða mælikvarða, eru lok-
aðar eða hafa aldrei tekið til
starfa þó þær hafi verið fullbúnar.
Stofnkostnaður jafnvel lítillar
stálbræðslu er mjög hár, skiptir
hundruðum milljóna.
Enda þótt íslenskt samfélag sé
smátt í sniðum þurfum við á sama
fjölbreytileik málmiðnaðarvara að
halda og aðrar miklu stærri þjóð-
ir, en aðeins í smærri einingum.
Það leiðir af sjálfu sér að við gæt-
um aldrei framleitt sjálfir allar
þær fjölmörgu tegundir, sem iðn-
aður okkar þarf á að halda vegna
hins takmarkaða magns af hverri
einingu, en hér á landi hafa við og
við komið upp þær hugmyndir að
unnt væri að bræða hérlendis
brotajárn til framleiðslu þeirra
12.500 tonna af steypustyrktar-
stáli, sem við notum að meðaltali
af því efni á ári. Það er einmitt
þessi hugmynd, sem þeir Stálfé-
lagsmenn hyggjast hrinda í fram-
kvæmd.
I fréttatilkynningu sinni í
Morgunblaðinu hinn 28.8. 1984
svara þeir þeirri spurningu: „Af
hverju íslensk stálverksmiðja?"
Þeir segja að Jitlar verksmiðjur
séu arðbærari en stórar og bera
fyrir sig bandarískt tímarit því til
sönnunar. Ástæða er til þess að
spyrja í þessu sambandi hvort það
sé endilega víst að það sem er lítið
í Bandaríkjunum sé líka lftið á Is-
landi og einnig er ástæða til þess
að spyrja, hvers vegna verið sé að
loka bæði litlum og stórum stál-
bræðsluverksmiðjum út um allan
heim, jafnt í hinum iðnvædda sem
hinum vanþróaða.
Þeir Stálfélagsmenn segja að
stöðugleiki íslenska markaðarins
sé mikill. Það er rétt að íslenski
markaðurinn hefur verið nokkuð
stöðugur undanfarin ár, en ástæða
er til að ætla að hann minnki í
framtíðinni, t.d. vegna aukinnar
byggingar timburhúsa.
Þeir Stálfélagsmenn segja í
Morgunblaðinu að innlenda brota-
járnið sé forsenda fyrir verk-
smiðjunni, en þeir segja ekki frá
því í Morgunblaðinu að þeir þurfi
að flytja inn erlent brotajárn til
viðbótar við það brotajárn sem
Jónas A. Aðalsteinsson
„Það er lágmarkskrafa
að Stálfélagsmenn birti
í dagblöðum núverandi
efnahagsreikning fé-
lagsins, allar rekstrar-
og greiðsluáætlanir
ásamt skýrslum um fé-
lagið, bæði þeirra eigin
og hina dönsku leyndar-
skýrslu Iðnaðarráðu-
neytisins, áður en þeir
geta leyft sér almennt
hlutafjárútboð á þann
hátt sem þeir gera nú.“
hérlendis fellur til og sá innflutn-
ingur gæti numið allt að helmingi
þess magns, sem þeir þurfa á að
halda árlega til að geta fullnægt
þörfum íslenska markaðarins.
Þeir segja ekki frá því að mjög
miklar sveiflur eru á hinum er-
lenda brotajárnsmarkaði sem þeir
yrðu þá háðir að því marki óum-
flýjanlega með ærnum flutnings-
kostnaði. Þeir segja ekki frá því að
fjölbreytileikinn, jafnvel í steypu-
styrktarstáli, er slíkur að þeir
myndu seint geta framleitt á fjár-
hagslegum jákvæðan hátt allar
stærðir, enda áætla þeir sjálfir að
flytja inn unnið steypustyrktar-
stál í sjaldgæfari stærðum. Að
sjálfsögðu er ekkert við það að at-
huga að öðru jöfnu að flytja inn
erlent brotajárn, en það er ekki
rétt að láta að því liggja í al-
mennri kynningarstarfsemi, að
þess sé ekki þörf. Á sama hátt er
ekkert við það að athuga nema
síður sé að flytja inn það, sem ekki
borgar sig að framleiða hérlendis,
en það er rangt að láta að því
liggja í almennri kynningarstarf-
semi að þess sé ekki þörf.
Þeir Stálfélagsmenn segjast
munu nýta innlenda orku. Þeir
segja hvorki hvað mikil orka sé
notuð við völsunina eða bræðsluna
né á hvaða verði hún verði keypt.
Þeir Stálfélagsmenn segjast
ætla að stuðla að landvernd og
með því skapa verðmæti úr brota-
járni, sem liggur vítt og breytt og
spillir fögru umhverfi lands okkar
og láta þannig að því liggja að
annað hvort stuðli núverandi
brotajárnssöfnun og endurvinnsla
og útflutningur ekki að landvernd
eða sú starfsemi sé yfirleitt ekki
til hér á landi í dag.
Þeir Stálfélagsmenn segjast
ætla að stuðla að fegrun umhverf-
isins, en staðsetja verksmiðju sína
við Fögruvík á Vatnsleysuströnd
við Keflavíkurveg. Ekkert hefur
heyrst frá þeim um mengunar-
varnir en miðað við erlendar verk-
smiðjur af þessu tagi kæmi ekki á
óvart að nafn Fögruvíkur ætti
ekki lengur við.
I sambandi við fyrirhugaða stál-
bræðslustarfsemi Stálfélagsins er
í raun engum lykilspurningum
svarað í fréttatilkynningunni svo
sem þeirri, hvað kostar ævintýrið,
hvað þarf framleiðslan að kosta til
almennings svo fyrirtækið borgi
sig og vísast til þess sem að fram-
an er sagt um valsverkið. Sú
spurning vaknar óumdeilanlega
hvort væntanlegir seljendur
bræðslukerfisins hafi einnig
reiknað út arðsemi stálbræðslu á
íslandi? Einnig vaknar sú spurn-
ing hvað núverandi hluthafar
Stálfélagsins, sem sagðir eru yfir
1.000, hafi lagt fram mikið hlutafé
samtals. Vitað er um þátttöku
Vatnsleysustrandarhepps, Fram-
kvæmdastofnunar og Svíanna, en
ekkert er vitað um hvað hinir
hluthafarnir, liðlega 1.000, hafa
greitt í hlutafé. Ekkert er vitað
um það hvort félagið hyggst hefja
innflutning á unnum iðnaðarvör-
um og hefja þannig samkeppni við
þau mörgu heildsölufyrirtæki á
þessu sviði sem fyrir eru og ekki
njóta opinberrar fyrirgreiðslu.
Svona mætti lengi spyrja. Tilefni
þessara spurninga og fjölda ann-
arra er sú áskorun til almennings
í landinu, sem fram kemur í niður-
lagi margnefndrar Morgunblaðs-
greinar hinn 28.8. 1984 um að
leggja Stálfélaginu lið og ganga í
hluthafahóp þess. Það ætti að vera
lágmarkskrafa, að almenningur
eigi aðgang að öllum þeim
upplýsingum sem þörf er á til að
hann geti metið sjálfstætt for-
sendur þær allar sem liggja til
grundvallar efnahag og rekstri fé-
laga sem biðla til hans um hlutafé.
Slíkar reglur eru víða lögfestar
erlendis, en svo er þvi miður ekki
hér. í áskorun Stálfélagsins er að-
eins fullyrt, án raka, að það sé
arðbært fyrirtæki og með þátt-
töku í því verði stutt að uppbygg-
ingu arðbærra fyrirtækja í land-
inu. Þetta er að sjálfsögðu ekki
nægilegt fyrir einn eða neinn og
minnir óþægilega á sögu H.C.
Anderscns um nýju fötin keisar-
ans.
Það er lágmarkskrafa að Stálfé-
lagsmenn birti í dagblöðum núver-
andi efnahagsreikning félagsins,
allar rekstrar- og greiðsluáætlan-
ir ásamt skýrslum um félagið,
bæði þeirra eigin og hina dönsku
leyndarskýrslu Iðnaðar-
ráðuneytisins, áður en þeir geta
leyft sér almennt hlutafjárútboð á
þann hátt sem þeir gera nú.
Það er ekki fullnægjandi þó hin-
ir pólitískt kjörnu forstöðumenn
Framkvæmdastofnunar hafi sam-
þykkt, með skilyrðum þó, að
leggja félaginu lið, enda er það
ekki sjálfgefið að sjónarmið þeirra
við þá ákvarðanatöku fari saman
við persónuleg sjónarmið almenn-
ings við hlutabréfakaup af þessu
tagi.
Ef til vill tekst Stálfélaginu hf.
að sannfæra almenning, en von-
andi verður það á réttum forsend-
um. Séu forsendurnar í lagi er hér
um gott mál að ræða en annars
ekki.
í því skyni að útiloka misskiln-
ing um annarlegar ástæður fyrir
skrifum þessum skal það sérstak-
lega fram tekið að það fyrirtæki,
sem undirritaður er stjórnarfor-
maður í, Sindra-Stál hf., og stál-
bræðsla á íslandi gætu átt sam-
eiginlegahagsmuni. Við stál-
bræðslu hér myndi markaður
verða til hér á landi fyrir hið
endurunna brotajárn Sindra-Stáls
hf., sem þá þyrfti ekki að flytja út,
jafnframt því sem Sindra-Stál hf.
myndi að sjálfsögðu að öðru jöfnu
einnig selja framleiðslu stál-
bræðslunnar til neytenda í smá-
sölu. Ef þeir Stálfélagsmenn
hyggjast aftur á móti stofna til
sjálfstæðrar endurvinnslustarf-
semi og/eða innflutnings á
járniðnaðarvörum fyrir hina
opinberu fyrirgreiðslu, sem þeir
eru að falast eftir, stangast hags-
munirnir að sjálfsögðu á, en þá
sigla þeir Stálfélagsmenn líka
undir fölsku flaggi í dag.
Jónas A. Aðalsteinsson er hæsta-
réttarlögmaður og stjórnarformað-
ur SindraStáls hf.