Morgunblaðið - 04.09.1984, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.09.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 29 Qulsling-skjöliii: Hinn dularfulli „Tom“ laug til um fundarstað 6hIó, 3. september. Frá JanKrik Lauré, fréttariUra Mbl. IJOST ER, að John Hveem, hinn dularfulli „Tom“, sem fann Quisl- ing-skjölin, hefur logið til um fund- arstað þeirra. Það er ekki satt að hann hafi fundið skjölin úti á götu, þegar pappírssöfnun fór fram í Ósló á 6. áratugnum. — Við fundum papp- írana í „leyniherbergi" árið 1967, segir maður sem var með John Hveem, þegar þeir fundu safnið. Hinn opinberi umsjónarmaður skjalasafnsins og dánarbús Quisl- ings, var hæstaréttarlögmaður og bjó að Neðri-Hallargötu hér í borg. í ljós kom í síðustu viku, að Quisling-skjölin lágu lengstum uppi á háalofti heima hjá honum. Suður-Kórea: Úrkoma 650 millimetrar á sólarhring Seoul, 3. aeptember. AP. HELDUR dró úr úrkomu í Suður- Kóreu í dag eftir gífurlegar rigningar undanfarna þrjá daga. Mxldist úr- koman allt að 650 millimetrum á sól- arhring. Lík 83 manna hafa fundizt, en 36 er saknað og tjón á mannvirkj- um er metið á milljónir dollara. Af hálfu almannavarna í landinu var frá því skýrt í dag, að 11.220 hús hefðu eyðilagzt í þessum hamförum og væru 92.423 heimilislausir af þessum sökum. Um skeið mældist dýpi Han-fljótsins 11 metrar, en í nótt tók að draga úr vatnsmagninu, er rigningin minnkaði. Fyrrnefndur kunningi John Hveem, Frank Jacobsen að nafni, segir að þeir félagar hafi fundið innganginn i leyniherbergið á meðan á tiltekt stóð í kjallaranum heima hjá umsjónarmanninum árið 1967. Þeir tóku með sér bunka af skjölum og skiptu á milli sín. Seinna tjáði John Hveem Frank kunningja sínum að faðir hans hefði áhuga á að líta á skjölin sem hann væri með undir höndum. Harðnandi andstaða við Indiru Gandhi Bangalore, 3. september. AP. Stjórnarandstöðuhópar í Indlandi, sem náð hafa samstöðu sín í milli vegna „óvirðingar stjórnarinnar við lýðræðið í landinu", vöruðu við því í gær, að þeir myndu efna til herferð- ar gegn stjórninni, ef hún yrði ekki við kröfu þeirra um að setja Rama Rao aftur í embætti sem forsætis- ráðherra í Andra Pradesh-ríki. Yrði ötullega unnið að því að koma á altsherjarverkfalli, til þess að fylgja þessari kröfu eftir. Á fundi helztu leiðtoga stjórnar- andstöðunnar í borginni Bangal- ore á sunnudag var samþykkt að setja frú Indiru Gandhi forsætis- ráðherra þá úrslitakosti að kalla strax saman þingið í Andhra Pradesh, ella yrði hafizt handa um margs konar andófsaðgerðir gegn henni og stjórn hennar. Hétu þeir frú Gandhi, að „barizt yrði á göt- um“ landsins , ef hún virti óskir þeirra um vettugi. Nokkrum mánuðum síðar var hon- um sagt að pappírarnir hefðu ver- ið eyðilagðir. Frank Jacobsen telur því að hann hafi verið svikinn. John Hveem hefur reynt að selja skjöl- in, en líklegt er, að þær upplýs- ingar, sem nú hafa komið fram um fundarstaðinn, leiði til þess, að eignarréttur ríkisins yfir þeim reynist ótvíræður. Þó gæti verið að ríkið yrði að greiða lítils háttar fundarlaun fyrir skjölin. Ekki verður látin fara fram lögreglurannsókn til að ganga úr skugga um, hvernig skjalafundinn bar að. Verið getur, að þeim hafi John Hveem, hinn dularfulli „Tom“, sem fann Quisling-skjölin. verið stolið á sínum tíma, en þar sem það gerðist fyrir svo löngu, eða árið 1967, gæti eins verið að brotið væri löngu fyrnt. Filippseyjar: 400 farast í fellibyl Surig»o-bor((, 3. aeptember. AP. FELLIBYLURINN Ike olli usla á suðurhluta Filipseyja í dag og er vit- aó að nær 400 manns hafi farist og um tvö hundruð þúsund eru heimil- islausir í kjölfar óveðursins. Óttast er að fjöldi látinna af völdum Ike eigi eftir að verða enn meiri og er talað um töluna eitt- þúsund í því sambandi. Víða í þeim héruðum, sem fellibylurinn gekk yfir, er yfir að líta eins og eyjarnar hafi orðið fyrir meiri- háttar loftárás. Er þetta versta veður sem riðið hefur yfir Surigao í tvo áratugi. Flugvélar lofthersins mynduðu í dag loftbrú með hjálpargögn til þeirra svæða sem harðast urðu úti. Gemayel ræðir við Assad í Damaskus Beirút, 3. seplember. AP. AMIN Gemayel forseti átti í dag við- ræður við Hafez Assad Sýrlandsfor- seta í Damaskus um leiðir til að koma framkvæmd öryggisáætlunar stjórnarinnar í Beirút af stað að nýju, en tilgangur áætlunarinnar var að binda endi á borgarastríðið í Líb- anon, og skapa grundvöll fyrir sam- komulagi kristinna manna og mú- hameðstrúar um jafna skiptingu valds. Gemayel hélt flugleiðis til Dam- askus og við komuna þangað hélt hann rakleiðis til forsetahallar- innar til fundar við Assad. Engin tilkynning var gefin út um ferð Gemayels. Embættismenn í Sýrlandi og Líbanon vörðust allra frétta af viðræðum forsetanna, en fundur þeirra er hinn þriðji frá því Gem- ayel óskaði eftir aðstoð Sýrlend- inga í febrúar til að binda endi á borgarastríðið. Um niu vikna skeið hafa fram- kvæmdir við öryggisáætlun, sem Sýrlendingar styðja, legið niðri vegna ágreinings leiðtoga hinna ýmsu fylkinga í Líbanon. Framkvæmd áætlunarinnar hefur strandað á kröfu Jumblatts drúsaleiðtoga og Berri leiðtoga Shíta, um að samtímis þvi sem stjórnarhermenn taki sér stöðu í fjallahéruðum í miðhluta lands- ins, afsali sveitir kristinna sér yf- irráðum yfir þjóðvegum sem tengja Beirút við norður- og suð- urhluta landsins. Búist er við að reynt verði að höggva á hnútinn á fundi ríkisstjórnar Karamis á morgun, þriðjudag. Stjórn Assads Sýrlandsforseta hefur lýst yfir því að hún muni ekki líða neinni fylkingu að standa í vegi fyrir friðarþróun í Líbanon. Jumblatt hélt til Damaskus í gærkvöldi til viðræðna við Assad og sneri heim árla í morgun, en ekkert hefur spurst út um gagn viðræðna þeirra. Jeonne Robert morcou mtdwffl Of THF DOLPHIN FALKINN Myndbandaleigur athugið. Vorum að fá myndir til dreifinga frá Embassy og Hemvideo, með ísl. texta. LASTTYCOON SOLDIER BLUE SAILOR RABBIT TEST SUPERDOME íJJJI KRIS KRISTOFFESON ÍMAASSY SHARA MILES DAVIDJANSSEN•VAN JOHNSON mmrnmmmwmMM SELLECK SAILOR NYTT — NYTT wmm „trottsk spennumynd fyrir þo *em hofo tougar'' NÝTT — NYTT Robert WLMMft Dc Diro Tooy Pctci Curti/ IbdU// FALKINN Otrulcgo fynum oq ikcmmtileg^| , JUDY'' úr Loðrt með oðolhlutverk • < — wtit -n*e ****"■« ^WHCUr^QC DAY OF THE DOLPHIN MURDER BY DECREE THE HOWLING THE FOG rjSffE THEFOG draumor yrðu oð H l»W „nrWk.? ' / .««s»Y ■ ss*ay þokan Lc DAY fMAASSY MURDER BY DECR *0g iSiaBKOR TÐm Uikstjórí: JOHN CARPENTER JAMIE LEE CURTIS ur „Rood Gomet" t oðolhlutvorkinv EMBASSY HomeEntertoinment Merkið sem þú mannst eftir. Fálkinn, með einkarétt á myndböndum frá Embassy Home Entertainment og Hemvideo, Stokkholm. Jafnframt viljum við vekja athygli á, að þau myndbönd frá Embassy Home Entertainment sem ekki eru merkt Fálkanum teljast ólögleg og mega því ekki notast á myndbandaleigum hérlendis. FALKINN ■ 105 reykjavik SUÐURLANDSBRAUT 8 - SIMI 91-84670
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.