Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 30

Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 Þota með framstæða vængi GRUMMAN-flugvélaverksmiðjurnar kynntu í fyrri viku nýja orrustuþotu, sem fljótlega verða hafnar tilraunir með. Þotan er auðkennd með stöfunum X-29. Hún er með öðru vænglagi en flestar fyrri þotur, þ.e. framstsðu. Með því móti er hún meðfærilegri. Vængirnir eru færanlegir og sér sérstök tölva um að velja legu vængjanna og stjórnflata. Meðfylgjandi mynd var tekin er þotan var sýnd við athöfn hjá Grumman-verksmiðjunum f Calverton.___________________________________________________________________________ Treg laxveiði við Grænland Þorskur með hrognum í ágúst Kiupmannahófn, 3. neptember. Krá Nib Jörgen Bruun fréUariUra Mbl. Laxveiðivertíðin við vestur- strönd Grænlands hófst fyrri tveimur vikum og hefur veiðin gengið treglega. Á vegum konunglegu Græn- landsverzlunarinnar hafa aðeins veiðst 13 smálestir. Fengu þann afla skip frá bæjunum Sukker- toppen og Holsteinborg, en bátar frá bæjum norðan og sunnan þessara tveggja bæja hafa nán- ast engan lax orðið varir við. Hins vegar hafa þorskveiðar í net gengið vel. Þær veiðar hafa þó verið óvenjulegar sakir þess að þorskurinn var hrognafullur í ágústmánuði, sem hann er venjulega í marz. Hefur þetta komið fiskfræðingum verulega á óvart, og hafa þeir engar skýr- ingar enn á þessu fyrirbæri. Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meðferö ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. Orginal hemlahlutir í allartegundir bifreiða ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ. NOTIÐ ÞJÓNUSTU FAGMANNA, ÞAÐ TRYGGIR ÖRYGGIÐ. LLINGp Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Simi: 31340,82740, Suður-Afríka: Botha tekur við forsetaembætti Höfóaborg, Suður-Afríku, 3. sept. AP. P.W. BOTHA, forsætisráðherra í Suður-Afríku var í dag valinn forseti til bráðabirgða um leið og gildi tók ný stjórnarskrá. Samkvæmt henni eiga kyn- blendingar og fólk af asískum uppruna að fá takmörkuð stjórn- málaréttindi. Óeirðasamt var í byggðum svertingja fyrir sunnan Jóhannesarborg. Botha mun gegna embættinu fram á miðvikudag en þá mun kjörmannafundur velja nýjan forseta. Blandast engum hugur um, að hann muni einnig heita P.W. Botha. Á morgun mun þingið koma saman en það er þrískipt, ein deild fyrir hvíta, önnur fyrir kynblendinga og sú þriðja fyrir fólk af asískum ætt- um. Eru hvítu þingmennirnir 166 talsins en hinir 120. Svert- ingjar hafa engain atkvæðisrétt og er litið svo á, að þeir séu borgarar heimalandanna svo- kölluðu, sem engin erlend ríkis- stjórn hefur viðurkennt. Væntanlegur forseti mun verða svarinn í embætti 14. sept. nk. og greinir þá frá skipan nýrrar stjórnar. Er búist við, að tveir nýju ráðherranna verði úr P. W. Botha flokki kynblendinga og Asíu- manna. Óeirðir voru í dag í svert- ingjabyggðum fyrir sunnan Jó- hannesarborg og létu þrír lífið. Eldur var lagður í bíla, verslanir rændar og grjóti grýtt í lög- reglumenn. Eitt fórnarlamb- anna var aðstoðarbæjarstjórinn í Sharpeville, svartur maður að nafni Sam Dlamini, en hann var stunginn til bana á húströppun- um heima hjá sér og lík hans síðar brennt. Nýr flugvöllur á Grænlandi Kaupmannahöfn. X september. Frá Nils Joreen Bruun frétUriUra Mbl. OPNAÐUR var nýr flugvöllur í Jakobshavn í norðvesturhluta Grænlands, en þagnað munu DASH-7 flugvélar Grönlandsfly fyrst og fremst fljúga, auk þess sem félagið mun nota þyrlur til flugs þangað. A vesturströndinni geta DASH-7 flugvélar Grönlandsfly einnig lent á flugvellinum í Godthaab, en á öðrum áætl- unarstöðum félagsins eru aðeins þyrluvellir. Með opnun flugvall- arins í Jakobshavn opnast nýir möguleikar í áætlunarflugi þangað. Bretland: Fimmtungur barna fæddur í lausaleik Fór að fjölga með aukinni kynfræðslu og auðveldari getnaðarvörnum London, 3. sepí. AP. HLUTFALL lausaleiksbarna ( Bretlandi er nú fimm sinnum hærra en það var um síðustu alda- mót, áður en frjálsar fóstureyð- ingar og auðveldur aðgangur að getnaðarvörnum komu til sögunn- ar. Kemur þetta fram í opinberum tölum, sem birtar voru í gær. Hlutfall barna, sem fædd eru í lausaleik, hækkar stöðugt og segir í skýrslunni, að fari fram sem horfir muni þau verða þriðj- ungur allra barna um næstu aldamót og i meirihluta kynslóö síðar. Á síðasta ári var fimmta hvert barn fætt utan hjónabands en um aldamótin, á timum Ját- varðs konungs, var aðeins eitt af hverju 25 börnum fætt í lausa- leik. Mikla athygli vekur, að lausa- leiksbörnunum fór fyrst að fjölga verulega á sjöunda ára- tugnum þegar upp var tekin al- menn kynfræðsla og getnaðar- varnarpillur urðum öllum til- tækar. í skýrslunni er raunar vakin athygli á því, að ekki sé allt sem sýnist í þessum efnum því að það færist mjög í vöxt, að fólk búi saman og eigi börn en bíði með vígsluna með tilliti til skattanna. Annað, sem sýnir vel hið aukna frjálslyndi í kynferðis- málum, er gífurlegur vöxtur í alls kyns kynsjúkdómum. Val- erie Riches, formaður í samtök- um sem heita „Ábyrgt þjóðfélag" og berjast t.d. gegn því að lækn- ar gefi stúlkum undir 16 ára aldri pilluna, sagði um skýrsl- una, að hún væri „skelfileg án þess að koma á óvart". „Lausa- leiksbörnum fer fjölgandi um allan heim þrátt fyrir eða kannski einmitt vegna þess hve getnaðarvarnir eiga að heita auðveldar, vegna fóstureyðinga og svokallaðra kynfræðslu," sagði hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.