Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 38

Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 SIEMENS SIWAMAT þvottavélin frá Siemens • Vönduö. • Sparneytin. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. ESAB ESAB ESAB ettur rafsuóuvír Eitt mikilvægasta atriði varðandi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til þess að hámarksgæði verði á suðu er nauðsyn- legt að vírinn sé valinn með tilliti til allra aðstæðna Með þessa staðreynd í huga eigum við til á lager mikið úrval af rafsuðuvír auk tækja og fylgihluta. Tæknimenn okkar veita fúslega allar upplýsingar og eru þér innan handar um valið. Hafið samband við söludeild. FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆDUM OG GÓÐRI ÞJÓNUSTU HÉÐINN VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaöi. Ein og sama miöstööin getur tekið viö og sýnt bæöi frost og hita, t.d. Celcius +200+850 eöa 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og meö mis- munandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu riö- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Þaö er hægt aö fylgjast meö afgashita, kæli- vatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, fryst- um, lestum, sjó og fleira. SQy'rC«iu;®(u;ir cJðxniæ©©^ &. (S® RfYKJAVIK, ICILAND Vesturgötu 16. Símar 14680 — 13280. Metsölublad ú hverjum degi! MÁLEFNI ALDRAÐRA Þórir S. Guðbergsson Þjónusta við aldraða í Reykjavík Margvísleg þjónusta viö aldraða er veitt í höfuöborginni af opinberum aðilum, fé- lögum og félagasamtökum. Margir hafa spurt: Hvar er þessi þjónusta? Hver er hún? Hver veitir hana og hvernig á aö sækja um hana? Félagsmálastofnu n Reykjavíkurborgar Undirritaður hefur fengið fjölda fyrirspurna varðandi þjónustu við aldraða í Reykja- vík, hverjir reki hana, hvar hún sé veitt, hvað hún kosti og hvernig eigi að sækja um hana. I næstu þáttum verður því leitast við að svara þessum spurningum í stuttu máli. í Reykjavík einni býr rúmlega helmingur allra íbúa landsins 67 ára og eldri og mun öldruðum fjölga mjög á næstunni. Við Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar starfar sér- stök deild sem fer með velferð- armál aldraðra. Víða út um landsbyggðina eru málefni aldr- aðra byggð upp á svipaða vegu. Við Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar eru aðallega þrjár deildir sem sinna sérstak- lega málefnum aldraðra, þ.e. ellimáladeild, heimilisþjónusta og húsnæðisdeild Félagsmála- stofnunarinnar. Deild velferðar- mála aldraðra Deild sú sem sinnir málefnum aldraðra hefur skrifstofur sínar að Tjarnargötu 11 á fyrstu hæð. Allar almennar upplýsingar um málefni aldraðra er unnt að fá á skrifstofunni. Símatímar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 9.00 til 10.00 f.h., en viðtöl við fulltrúa þarf að panta sérstaklega í síma stofn- unarinnar, 25500. Fulltrúar deildarinnar fara með einstaklings-, hjóna- og fjölskyldumál veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi trygginga- mál, fjármál, áfengismál, hús- næðis- og vistunarmál, afslátt á afnotagjaldi síma og sjónvarps, lækkun á opinberum gjöldum við sérstakar aðstæður, dagvistun- arstofnanir o.fl. Þá hefur deildin og á sinni könnu rekstur og uppbyggingu félags- og tómstundastarfs fyrir aldraða. Félagsmiðstöðvarnar eru nú fjórar i borginni, tvær eru í byggingu og kannaðir möguleikar á fleiri. Þá hefur deildin einnig um- sjón með félagslegri þjónustu og ráðgjöf við þá aldraða íbúa sem búa í leiguhúsnæði Reykjavík- urborgar. Við deildina starfa 2Vfe fulltrúi auk ritara. Öll þjónusta og upplýsingar við deildina er öldruðum veitt að kostnaðarlausu. Heimilisþjónusta Skrifstofa heimilisþjónustu Pennarnir fyrir skóla- ~ nemendur í ar sMrtlim*200 Frábær tússpenni með mjóum plastoddi, sem hægt er að nota við öll tækifæri, léttur og þægilegur í hendi, fæst í 4 litum svart - blátt - rautt og grænt. ^ArtlineB^LL 2000 Kúlutússpenni sem þolir álagið, endingargóður hversdagspenni, sem á engan sér líkan. Hægt að velja um 4 liti. Fást í flestum bóka- og ritfangaverslunum Artline Mikil umferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum í sumar þrátt fyrir yotviðri UMFERÐ um þjóðgaröinn á Þingvöllum hefur i sumar verið svipuð og endranær, þrátt fyrir linnulítil votviðri frá því í júlí- byrjun og fram í miðjan ágúst. Næturgestir í tjöldum og öðrum sumardvalartækjum voru eink- um fjölskyldufóik og var um- gengni alla jafna góð, að því er segir í fréttatilkynningu. Ljóst þykir orðið að þjóðgarð- urinn á Þingvöllum nýtist mun betur sem dagvistarsvæði en útileguvöllur. Þjóðgarðurinn er í næsta nágrenni Reykjavíkur og „Þingvallahringurinn" hin hefðbundna dægradvöl borg- arbúa, auk þess sem gönguferð- ir um Þingvelli eru mönnum tíðar. í sumar var gengist fyrir umferðarfræðslu á vegum þjóð- garðsins og gaf sú þjónusta góða raun. Stangveiði var stunduð í sumar í Þingvalla- vatni innan Þjóðgarðsins sem annars staðar og á tveimur mánuðum, frá miðjum júní til miðs ágústs, seldust um það bil fimm hundruð veiðileyfi eða lið- lega sextíu í hver vikulok. Feng- ur var hins vegar misjafn, eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.