Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 39

Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 47 . Félagsmálastofnunar er einnig að Tjarnargötu 11, annarri hæð. Opið er á almennum skrifstofu- tíma frá 8.20 til 16.15 e.h. og all- ar nánari upplýsingar eru veitt- ar í síma 18800. Allir íbúar Reykjavíkur 67 ára og eldri eiga rétt á heimilisþjón- ustu, þegar þeir eru ófærir um að annast heimilisstörf sín sjálfir. Ýmsar aðstæður geta verið því valdandi að aldraðir sjái sér ekki fært að annast daglegt heimil- ishald, þ.e. hreingerningar, matseld o.fl. Oft er þetta ástand sem varir aðeins um tíma en er stundum langvarandi. Heimilisþjónusta á vegum Fé- lagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar hefur farið mjög vax- andi á undanförnum árum og á sl. ári voru um 1440 heimili í Reykjavík sem fengu slíka þjón- ustu. Oft eru biðlistar langir og erf- itt að verða strax við óskum um- sækjenda. Þeir sem veikastir eru og þurfa mesta hjálp eru þá að öðru jöfnu látnir ganga fyrir. Allir íbúar 67 ára og eldri þurfa aldrei að greiða nema 50% af þeirri heimilisþjónustu sem þeir fá en þeir sem hafa fulla tekjutryggingu eða laun sem nema næst ellilífeyri og tekju- tryggingu fá heimilisþjónustu sér að kostnaðarlausu. Aldraðir geta sjálfir sótt um heimilisþjónustu, aðstandendur þeirra eða heimilislæknar. Eru umsækjendur þá heimsóttir, að- stæður kannaðar og síðan metið hvað viðkomandi þarf mikla þjónustu. Starfsmenn á skrifstofu heim- ilisþjónustu Reykjavíkurborgar eru sjö, en deildarstjóri er Jón- ína Pétursdóttir. Á næstunni verður svo fjallað um aðra þætti öldrunarþjónustu sem veitt er í Reykjavík s.s. hús- næðisdeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, dagvistar- deild við þjónustuíbúðir aldr- aðra, heimahjúkrun heilsu- gæslustöðva o.fl. Nicaragua: Indíánar semja við skæruliða Tegungalpa, Hondúras, 3. sepL AP. MISURA-hreynngin, sem er samtök ýmissa indíánaþjóða í Nicaragua, hefur formlega gengið til liðs við tvær skæruliðahreyfingar sem berj- ast gegn stjórn sandinista. Það voru skæruliðahreyfingarn- ar FDN og Arde, sem samkomu- lagið gerðu við Misura-hreyfing- una, en hún hefur um 3—4000 manns undir vopnum, indíána af ættbálkunum Miskito, Suma og Rama. Misura hafði áður samstarf við þessar hreyfingar en upp úr því slitnaði fyrir tveimur árum. E1 Salvador: Erkibiskup- inn hrósar Duarte San Salvador, 3. sept AP. ERKIBISKUPINN í El Salvador hrósaði í gær Duarte, forseta, og sagði, að honum hefði orðið mikið ágengt í baráttunni við dauðasveitir hægrimanna. Arturo Rivera y Damas, erki- biskup, sagði að Duarte hefði náð athyglisverðum árangri í barátt- unni við dauðasveitirnar og meiri en búast mætti við í landi þar sem styrjöld geisaði. Damas gagnrýndi hins vegar sprengjuárásir loft- hersins nú nýlega og sagði, að í þeim hefðu margir óbreyttir borg- arar fallið. Hvatti hann stjórnina til að taka ekki tilboði Banda- ríkjastjórnar um nýjar flugvélar. Hjá Höganás hafa kröfur um gæði alltaf verið settar á oddinn. Úrvalið er fyrir þig ... Hvort sem er á gólt eða veggi, úti eöa inni þá finnur þú Höganás flísar viö þitt hæfi. Höfum einnig Höganás flísalím, fúgusement og áhöld. Skoöiö úrvaliö í sýningarsal verslunar okkar. Nýtt sýningarkerfi. Myndasýning á staönum. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK. KORKFLISAR í: wm ■ Z V ' v # "■* ■ A Korkflísarnar frá Portúgal sóma sér vel á hvaða gólfi sem er. Þœr eru 5 mm. þykkar, níðsterkar og ódýrar. Verö pr/m2 lakkaöar: 420 kr. ólakkaöar: 252 kr. Korkflísarnar eru 28x28 cm. og auðvelt er að sníða þœr og leggja. [ BYGGINGflVORUR ] Stöumúla 37 símar 82390 og 83360 Opið á laugardögum. BYggingavöruverslun Tryggva Hannessonar Orðsending til skólanema! Message skólaritvélar með eða án rafmagns • Sterkar • Skýrt letur • Einfaldar • Léttar • Ódýrar • í handhægum töskum SÖLUAÐILAR: Penninn, Hallarmúla Bókval, Akureyri Aðalbúðin, Siglufirði Versl. Valberg, Ólafsfirði Bókaversl. Jónasar Tómassonar, Isafirði Bókaversl. Sigurbjöms Brynjólfss., Hlöðum Bókaversl. Þórarins Stefánss., Húsavík Radlóver, Selfossi Stapafell, Keflavík vMI CHp Bókaversl. Andrésar Níelss., Akranesi Einar Guðfinnsson, versl. Botungarvfk. Kaupfólag Borgfirðinga, Borgamesi. Kaupfólag Hóraðsbúa, Seyðisfiröi. Kaupfólag Húnvetninga, Blönduósi. Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kaupfólag Skagfirðinga, Sauðárkróld. Kjami sf., Skóiavegi Vestm.eyjum. Mosfell sf„ Hellu. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % Hverfisgötu 33 — Simi 20560 — Pósthólt 377

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.