Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 55 Einbeitnin skín úr augura Jim Kerr söngrara Simple Minds, enda var frammistaðan pottþétt f TorhauL nýju plötunni, en það ásamt lög- unum Promised You a Miracle, Someone Somewhere og Book of Brilliant Things báru af á Tor- haut. Eftir að hafa barið Simple Minds augum á tónleikum er ég ekki í vafa um að þeir eru komnir i landsliðsflokk rokkhljómsveita í dag. þjóðsagnapersóna barin augum Það var komið rökkur er þeir stigu af sviði, en þá átti gamla brýnið Lou Reed enn eftir að koma fram. Reed var meðlimur í banda- rísku neðanjarðarhljómsveitinni Velvet Underground, sem starfaði á síðari hluta sjöunda áratugarins og hefur alla tíð síðan átt trausta aðdáendur innan þröngs hóps fólks sem leggur mikið upp úr þenkjandi og óvenjulegri tónlist- arsköpun. Lou var undarlega slappur fyrri helming tónleikanna, en lagið Walk on The Wild Side var vendi- punktur og seinni helmingur framlags Lou Reed var snöggtum betri. Þá mátti m.a. heyra lög af nýju plötunni New Sensations, t.d. I Love You Suzanne sem sást í Skonrokki um daginn. Sterkasti kostur Reed er það hve sér á báti hann er innan rokkheimsins og eiga þar textar hans og heillandi talsöngur stærstan hlut að máli. Áhrif hans á rokksöguna eru hreint ekki lítil og þykir hann vera einn þeirra sem ruddu brautina fyrir innrás pönksins og nýbylgjunnar um miðjan síðasta áratug. Allt þetta gerir það að verkum að gaman var að berja kappann augum á sviði, þó e.t.v. megi segja að hann sé ekki lengur á hátindi ferils sins. Lou Reed er þó engan veginn dauður úr öllum æðum, það sýndi hann á Torhaut-hátíðinni, þar sem hann lék tuttugu mínútum lengur en upphafleg dagskrá gerði ráð fyrir. Klukkan var rúmlega eitt að nóttu er Lou Reed þakkaði pent fyrir sig og sína við mikil fagnað- aróp áhorfenda. Að því loknu var hátíðinni slitið á viðeigandi hátt með glæsilegri flugeldasýningu. Frábærri skemmtun í frábæru veðri var þar með lokið. Allir á tónleika Torhaut-hátíðin er greinilega á góðri leið með að verða ein sú allra glæsilegasta af fjölmörgum sem haldnar eru í Evrópu á hverju sumri. Við íslendingar virðumst heldur vera að taka við okkur í sambandi við hópferðir á slíka merkisviðburði, sbr. hópferð þungarokksunnenda á Doningt- on-festivalið í Englandi síðastliðin tvö ár. Næsta skref hlýtur því að vera hópferð á almenna rokkhátíð. Á þessum tíma, þ.e. í júlímánuði, voru a.m.k. þrjár slíkar haldnar í Evrópu: Torhaut-, Roskilde- og Dortmund-hátíðirnar. Eg veit til þess að nokkrir val- inkunnir rokkáhugamenn hafa fullan hug á því að líta á einhverj- ar af fyrrnefndum tónlistarhátíð- um að ári liðnu. Hvers vegna ekki að slást í hópinn? Kostnaður við slíka ferð er í lágmarki ef miðað er við ánægjuna sem af henni fæst. Sem dæmi má nefna að að- göngumiðaverð á Torhaut, þar sem gafst kostur á að sjá suma af færustu fulltrúum rokktónlistar, kostaði skitnar 300 krónur. Þarf að hugsa sig um tvisvar? Ég segi nei. TEXTI: Skúli Þ. Helgason Nes-sól heilsurœkt Nuddnámskeið Nuddarar og áhugafólk Bandaríski nuddkennarinn Joseph Meyer MT heldur 6 vikna nuddnámskeiö sem byrjar 8. sept. 1984. Nuddnámskelöin eru tvenns konar, námskelð í sœnsku vöövanuddi fyrlr byrjendur og fram- haldsnámskeið i djúpnuddl Wllhelm Relch fyrlr nuddara. Framhaldsnámskeiö fyrir fyrrl nemendur f Shlatsu. Joseph Meyer MT er einnlg með einkatíma i nuddmeöferö. Uppl. i síma 67-70-20 milli kl. 13 og 18. Aueturströnd 1, Seltjarnarneai. TakmarkaöUf fjöldi. ÞEIR BERA NAFN MEÐRENTU VAXTAKOSTIR ÚTVEGSBANKANS Frá og með 1. september 1984 verða vextir Útvegsbanka íslands sem hér segir: INNLÁN Vextii alls Árs- ávöxtun Sparisjóðsbœkur Sparireikningar: a) með 3 mán. uppsögn b) með 6 mán. uppsögn c) með 12 mán. uppsögn 17,0% 20,0% 23,0% 24,5% 17,0% 21,0% 24,3% 26,0% Vextii cdls Verðtryggðir relkningar: a) með 3 mán. bindingu b) með 6 mán. bindingu 3,0% 6,0% Vextii allf Áis- áröxtun Plúslánareikningar: a) Sparnaður 3-5 mán. b) Sparnaður 6 mán. eða lengur 20,0% 23,0% 21,0% 24,3% Vexth alls Áis- árröxtun Spariskírteini 6 mán. binding 24,5% 26,0% ~vsxST rrllc Tókkareikningar 12,0% Vextii alls Árs- áröxtun Innlendir gjaldeyrisreikningar: a) innstœður í Bandaríkjadollurum 9.5% 9,5% b) innstœður í sterlingspundum 9,5% 9,5% c) innstœður í vestur þýskum mörkum 4,0% 4,0% d) innstœður í dönskum krónum 9,5% 9,5% ÚTLÁN Vextii alls Almennir víxlar (f orvextir) 22,0% Viðskiptavíxlar (íorvextir) 23,0% Yíirdráttarlán 26,0% Endurseljanleg lán: a) íyrir íraml. á innlendan markað 18,0% b) lán í SDR 10.25% Almenn skuldabróf 25,0% Viðskiptaskuldabróf 28,0% Verðtryggð útlán: a) allt að 2‘/2 ár 8,0% b) minnst 2V6 ár 9,0% ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖU MÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.