Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 60

Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 60
ii ii iiinin n n n i 68 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 Skóla- = töskur = og möppur z Nýhína i S SðftA 'J^’HUSIÐ LAUGAVEGI 178, (NÆSTA HÚS VIÐ SJÓNVARPIÐ) "■ Sími 68-87-80 “■ Sundlaugin á Seltjarnarnesi sem opnuð verður á morgun. OPNUM Á MORGUN í SKEIFUNNI 11! Við bjóðum þig velkominn í bjart og notalegt kaffihús í nýrri viðbyggingu Brauðs hf., þar sem þér bjóðast ýmsar veitingar á hóflegu verði. Kaffihúsið ber nafnið „Café Myllan", enda er þar á boðstólum fjölbreytt úrval af nýbökuðum Myllukökum og brauði með ýmiss konar áleggi, ásamt kaffi og gosdrykkjum. A morgnana, milli kl. 7.00 og 9.00, bjóðum við upp á „morgunverðarhlaðborð" fyrir fast verð - og í hádeginu súpur og smárétti sem eru breytilegir frá degi til dags. Líttu við á „Café Myllunni" — við höfum opið mánudaga til föstudaga milli kl. 7.00 og 18.00. Seltjarnames: Nýja sund- laugin opn- uð á morgun Á MORGUN, 5. sept. kl. 16.00, verð- ur nýja sundlaugin á Seltjarnarnesi opnuð. Sundlaugin er lokaáfangi í fþrótta- og félagsmiðstöð Seltjarn- arness, þ.e. íþróttahús, sundlaug, fé- lagsheimili og íþróttasvæði. Sundlaugin er að hluta skóla- mannvirki og mun öll aðstaða til sundkennslu gjörbreytast við til- komu laugarinnar. Laugin var frumhönnuð árið 1967, þegar íþróttahúsið var byggt, en önnur verkefni voru tekin fram yfir sundlaugina og var ekki hafist handa við smíði laugarinnar fyrr en árið 1981, þegar sökklar voru steyptir. Sundlaugin er 25x12,5 metrar að stærð auk barnalaugar, ennfrem- ur eru tveir heitir pottar. Bún- ingsklefar laugar taka í einu um 200 gesti, en auk þess er hægt að nota búningsklefa íþróttahúss á sumrin. Sundlaugin, búningsklef- ar og setlaugar eru lögð Höganás- flísum, en bærinn Höganás í Sví- þjóð er einmitt vinabær Seltjarn- arness. Sundlaugin er hönnuð hjá Teiknistofunni Ármúla 6 og hefur Leifur Gíslason haft með verkið að gera. Sérteikningar hafa verk- fræðistofan Hnit og Rafhönnun annast að mestu. Yfirsmiður við laugina frá upphafi hefur verið Kristján Jónsson og aðrir iðnað- armenn: Pétur Kr. Arnason, múr- verk, Skúli Júlíusson, rafmagn, Friðrik Kristjánsson, innrétt- ingar, Valgarður Magnússon, málning, Rásverk, blikksmíði, og Guðjón Jóhannsson, pípulögn. Ólokið er framkvæmdum við gufuböð og æfingasali í kjallara, en stefnt er að því að taka gufubað í notkun í vetur. Laugin verður opin frá kl. 07.10 til kl. 20.30 mánudaga til föstu- daga, en um helgar frá kl. 7.10-18.30. Geimstríð 2 í Háskólabíói „Geimstríð 2“ nefnist ný banda- rísk mynd sem Háskólabíó frum- sýnir í dag. Myndin fjallar um geimfarið Enterprise sem er í rannsóknarferð, og gerist myndin á 23. öldinni. Leikstjóri er Nichol- as Meyer, en handritið skrifaði Jack. B. Sowards. William Shatn- er, Leonard Nimoy og De Forest Kelley fara með aðalhlutverk í „Geimstríðinu".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.