Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 61

Morgunblaðið - 04.09.1984, Page 61
Sjúkraþjálfarar deila við stjóm SLF: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 69 „Ekki eingöngu launadeilur" „Framkoma stjórnar við starfsmenn óvið- unandi“ segja sjúkraþjálfarar Kins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hættu 13 sjúkraliðar af 15 hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra störfum um síðustu mánaða- mót, auk þess sem einn skrifstofu- maður lét af störfum. í opnu bréfi þessara starfsmanna til stjórnar SLF segir m.a.: „Ástæða þess að fyrrgreindir starfsmenn hafa hver um sig ákveðið að halda ekki áfram störf- um stafar alls ekki eingöngu vegna iaunamála. Inn í þetta flétt- ast önnur og flóknari mál, sem má m.a. rekja til afskiptaleysis stjórnar á rekstri stofnunarinnar. Það er flestum okkar sárt að þurfa að hætta störfum hjá SLF nú á þessum tíma, en ytri aðstæður eru ekki allt. Það skiptir okkur ekki minna máli hvernig starf okkar er metið og hvernig framkoma við starfsfólk er af hálfu stjórnenda. M.a. höfum við verið mjög ósatt með vinnubrögð Sigurðar Magn- ússonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Við teljum okkur hafa margsinnis látið þá skoðun í ljós, en ekkert tillit hefur verið tekið til þess frekar en annarra sjónarmiða okkar." Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri SLF, sagði í samtali við blaðamann Mbl. nú fyrir helg- ina, að sjúkraliðar félagsins hefðu ekki getað sætt sig við kjarasamn- inga þá sem Félag íslenskra sjúkraliða gerði í vetur, heldur stofnað stéttarfélag á vinnustaðn- um. Stéttarfélag þetta hefði farið í verkfall í júníbyrjun og ákvað stjórn SLF aó vísa því til Félags- dóms, hvort aðgerðir þessar væru lögmætar. Félagsdómur kvað svo ekki vera, en áður en sá úrskurður var kveðinn upp hafði öllum starfsmönnum verið sagt upp. „Við ákváðum að segja öllum upp á meðan verið var að endurskoða fjármál félagsins," sagði Sigurður. „Þessu fólki var öllu boðin endur- ráðning, en flestir þjálfaranna þáðu hana ekki. Stjórn félagsins hefur reynt sitt ýtrasta til að koma til móts við kröfur sjúkra- þjálfaranna, en við teljum okkur hafa skyldum að gegna við al- menning, því megnið af okkar fé kemur frá Tryggingastofnun. Það Samstarfs- nefnd þriggja alþjóðastofnana ÞRJÁR alþjóðastofnanir, Alþjóða- siglingamálastofnunin, IMO, Al- þjóðavinnumílastofnunin, ILO, og Fiskveiða- og landbúnaðarstofnunin, FAO, hafa ákveðið að setja á stofn samstarfsnefnd þessara þriggja al- þjóðastofnana til að semja alþjóð- legt ákvteði til leiðbeiningar um menntun, þjálfun og vaktstöðu áhafna fiskiskipa. í þessari nefnd eiga sæti 2 full- trúar frá IMO, 2 frá FAO og 4 frá ILO, þar af tveir frá útgerðar- mönnum og tveir frá sjómönnum. Annar tveggja fulltrúanna frá IMO var kosinn Hjálmar R. Bárð- arson siglingamálastjóri, en hinn fulltrúi IMO er frá Japan. Á fyrsta fundi þessarar 8 manna samstarfsnefndar, sem haldinn var í aðalstöðvum IMO í júlímán- uði, var Hjálmar R. Bárðarson kosinn formaður nefndarinnar. Þennan fund sóttu, auk nefndar- manna, 14 áheyrnarfulltrúar. Á fundinum voru samin fyrstu frumdrög að efni slíkra alþjóða- ákvæða en næsti fundur nefndar- innar verður haldinn haustið 1985. Þá er gert ráð fyrir að gengið verði frá endanlegum tillögum þessara ákvæða. er siðferðiieg skylda okkar að hafa samflot með þeim sem semja. Ég tel starf sjúkraþjálfa vanmetið til launa, því það og námið sjálft er mjög erfitt, en við getum ekki eyðilagt það góða orð, sem styrkt- arfélagið hefur á sér með óábyrgri fjármálastjórn." Starfsmenn þeir, sem hættu störfum hjá SLF, gerðu þá athugasemd við ummæli Sigurðar, að Félag íslenskra sjúkraþjálfa semdi eingöngu fyrir sjúkraþjálfa sem starfa hjá ríkinu og séu aðrir sjúkraþjálfar því ekki bundnir af þeim samningum. Sjúkraþjálfarar starfandi hjá SLF hafi haft sinn sérsamning við félagið, sem runn- ið hafi út um mánaðamótin febrú- ar—mars sl. Kjaraviðræður hafi því snúist um endurskoðun þessa samnings. Jafnframt vilja starfsmenn að það komi fram, að ekki hafi öllum verið boðin endur- ráðning formlega. Hópur blaðamanna frá Þýskalandi, en með á myndinni eru fulltrúar Ferðamálaráðs Flugleiða og Arnarflugs. Kynna landið erlendum blaðamönnum FYRR á þessu ári var tekin ákvörð- un um að auka mjög landkynningu í Kvrópu með því að bjóða til landsins blaðamönnum frá Norðurlöndunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Sviss og Hollandi, en frá þessum löndum í Kvrópu koma flestir ferða- menn til landsins. í hverjum hópi eru yfirleitt 8—10 blaðamenn, einn hópur frá hverju ofangreindu landi, nema frá Bretlandi og Þýskalandi, en þaðan koma tveir hópar. Auk þess var 9 manna hópur frá Bandaríkj- unum hér á ferð um miðjan sl. mánuð. Með hverjum hópi koma auk þess fulltrúar Flugleiða og Arnarflugs, svo og ferðamálafull- trúar Ferðamálaráðs í Frankfurt og New York, þau ómar Bene- diktsson og Unnur K. Georgsson. Þessar heimsóknir hófust eins og fyrr segir um miðjan sl. mánuð og lýkur væntanlega seinni hluta október. Blaðamennirnir ferðast vítt og breitt um landið og eiga viðtöl við forráðamenn í íslensku atvinnulífi. Meðal staða sem þeir heimsækja má nefna Húsavík, Vestmannaeyjar, Akureyri og Mý- vatn, að ógleymdum ferðamanna- stöðum eins og Þingvöllum, Gull- fossi og Geysi, svo nokkrir séu nefndir. Heildarfjöldi verður um 80 manns. Að heimsóknunum standa, auk Ferðamálaráðs, Arnarflug, Flug- leiðir, Hótel Holt, Hótel Saga og Flugleiðahótelin Loftleiðir og Esja. (Úr rrétutilkynninpi) FLUORIDE: Afit sérfræðingaima liggur fyrir. Fluoride Plus Signal 2 er framleitt í samræmi við eina blönduna sem sérfræðinga- hópurinn, sem minnst er á hér við hliðina, rannsakaði. í henni er þó 40% meira af flúorupplausn. Sérfræðingar í tannvernd og tannsjúkdómum hafa fengið verk- efni fyrir Alþjóðlegu heilbrigðismála- stofnunina (WHO). Peir hafa stað- fest að vissar tannkremsblöndur draga úr tannskemmdum. (Sjá: Bulletin of World Health Organis- ation, 60 (4): 633-6381982). (Fréttatilkynning.) XPSIG 55

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.