Morgunblaðið - 04.09.1984, Side 64
1
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD
SIAÐFEST iAnstraust
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SIMI 11340
ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Ctbreiðsla og fjöldi þorskseiða með mesta móti síðan athuganir hófust:
Efniviður í mjög góðan
og sterkan þorskárgang
HJÖRTU gamalla Flugfélagsmanna
tóku kipp vid þessa sjón á Egilsstöó-
um um helgina. Þar var áburðar-
flugvél Landgræðslunnar, Páll
Sveinsson, sem hefur verið máluð í
litum Flugfélags íslands, þar sem
hún hefur fengið hlutverk í kvik-
mynd Stuðmanna, „Hvítir mávar“,
sem verið er að taka upp um þessar
mundir.
Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason.
— segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur
„Mér sýnist á öllu, að í þessa árs þorski og ýsu eigum við
efnivið í góðan árgang, meira segja mjög góðan. Hitt verður svo
að hafa í huga, að nokkuð langur tími er til þess, að þessi seiði
komi inn í veiðina, kannski um 4 til 5 ár. A þeim tíma getur
margt gerzt og því varhugavert að búast við of miklu. Hvað
varðar þorskinn fengum við mjög góða seiðaárganga 1970, 1973
og 1976. Tveir fyrri árgangarnir komu vel út í veiðinni, en það
gerði 1976 árgangurinn ekki einhverra hluta vegna,“ sagði
Hjálmar Vilhjálmsson, fískifræðingur, er Morgunblaðið innti
hann álits á niðurstöðum nýafstaðins seiðaleiðangurs Hafrann-
sóknastofnunar.
í frétt frá Hafrannsóknastofn-
un segir, að fjöldi og útbreiðsla
þorskseiða að þeasu sinni hafi ver-
ið með þvi mesta síðan hliðstæðar
athuganir hófust fyrir 15 árum.
Hafi þorskseiðin verið vel á sig
komin. Hvað varði ýsu, hafi út-
breiðslusvæði seiðanna verið mjðg
stórt og meira hafi aðeins mælzt
tvisvar sinnum áður. Um loðnu-
seiði segir, að árgangurinn 1984
flokkist með hinum tiltölulega
rýru seiðaárgöngum eftir 1976.
Athygli hafí vakið, að mestur
hluti loðnuseiðanna hafi verið
mjög smár og einnig að nánast
engin seiði hafi fundizt á stóru
svæði norðvestur og norður af
Vestfjörðum. Þá segir, að saman-
burður á fjölda karfaseiða síðast-
liðin 10 ár bendi til þess, að fjöldi
seiða sé nú svipaður og 1981, en
það ár hafí verið vel yfir meðaltali
undanfarinna ára.
„Loðnuseiðafjöldi er á lægri
nótunum og sambærilegur við það,
sem verið hefur síðan 1976. Það er
þó ljóst að slíkur fjöldi getur gefið
góðan árgang miðað við hæfileg
skilyrði. Eg er hins vegar svolitið
hræddur við loðnuseiðin nú vegna
þess, að þau eru óvenjusmá því ég
hef það á tilfínningunni, að það sé
fyrst og fremst fyrsti veturinn,
sem ráði því hvort árgangur verð-
ur stór eða lítill, þvi afföllin þá
skipti mestu máli.
Auk þessa urðum við varir við
talsvert af grálúðu á Grænlands-
hafí, nokkuð af smásíld frá síðasta
ári á fjörðum fyrir norðan, dálitið
af hrognkelsasmælki og mikið var
af skrápflúru, sem er forvitniteg-
und og kannski hægt að segja að
sé einkennandi fyrir þau ár, sem
eru hagstæð. Ufsa verður hins
vegar nær aldrei vart í þessum
túrum, líklega vegna þess hve
fljótlega eftir gotið hann fer upp í
fjöru,“ sagði Hjálmar Vilhjálms-
son ennfremur.
Sjá frétt Hafrannsóknastofnun-
ar í heild á blaðsíðu 70 f
Morgunblaðinu í dag.
BSRB boðar verkfall
frá 19. september nk.
— „til að koma hreyfingu á samningaviðræðurnar“
BANDALAG starfsmanna ríkis og
bæja hefur boðað til verkfalls frá og
með 19. september næstkomandi.
Tillaga þar um var samþykkt með 65
samhijóða atkvæðum á sameiginleg-
um fundi stjórnar og samninga-
nefndar BSRB síðdegis í gær og til-
kynnt fjármálaráðherra. I ályktun
fundarins segir að boðað sé til verk-
fallsins í því skyni að koma hreyf-
ingu á samningaviðræðurnar og að
stefnt sé að því, að opinberir
starfsmenn njóti sömu kjara og al-
mennt gerist í þjóðfélaginu.
Samkvæmt lögum þarf nú ríkis-
sáttasemjari að leggja fram sátta-
tillögu í deilu BSRB og ríkisins
eigi síðar en 14. september, fimm
sólarhringum áður en til verk-
fallsins á að koma. Ríkissátta-
semjari getur jafnframt frestað
verkfallinu um hálfan mánuð, eða
til 4. október, og innan þess tíma
skal fara fram allsherjaratkvæða-
greiðsla um sáttatillöguna. Verði
hún felld kemur til verkfallsins.
Samþykkt stjórnar og samn-
inganefndar BSRB frá í gær er
svohljóðandi:
„Með uppsögn á kaupliðum
kjarasamnings í júlímánuði sl.
voru fjármálaráðherra sendar
kröfur um kjarabætur. A fundum
hjá sáttasemjara hefur rökstudd-
um kröfum BSRB verið hafnað af
fjármálaráðherra og ekkert gagn-
tilboð lagt fram.
Allur þorri opinberra starfs-
manna býr við svo léleg laun, að
almennt er viðurkennt að bæta
þurfi kjörin stórlega án tafar. Ef
það verður ekki gert er hætta á að
opinber þjónusta í þágu allra
landsmanna og undirstöðu at-
vinnuveganna skerðist eða jafnvel
leggist niður vegna skorts á
starfsmönnum.
Þorsteinn Pálsson í ræöu á Selfossi:
Ríkíssjóður hallalaus 1985,
rúm til gengisbreytinga 5 %
— Erlendar lántökur 61 % — 500 millj. kr. varið til nýsköpunar í atvinnulffi
STEFNT ER að því, að í árslok 1985 verði verðbólguhraðinn
10%. Svigrúm til að lækka gengi krónunnar verði 5%á næsta
ári. Það þak verði sett á erlendar lántökur, að þær verði
60—61 % af þjóðarframleiðslunni, enda verði rekstur ríkis-
sjóðs hallalaus á árinu 1985. Þetta kom fram í ræðu Þorsteins
Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á fjölmennum
fundi í Sjálfstæðisfélaginu Óðni á Selfossi í gærkvöldi.
Þorsteinn Pálsson sagði, að
margt hefði gengið öndvert mið-
að við það sem að var stefnt í
efnahagsstarfseminni á þessu
ári. Þó væri hvorki við því að
búast, að fiskafli yrði meiri á því
næsta, né markaðir betri. Af
þessum sökum stæðu stiórnar-
flokkarnir frammi fyrir erfiðum
kostum. Fyrir þeim lægju nú til-
lögurnar, sem áður er lýst, um
efnahagsmarkmið.
Með því að takmarka erlendar
lántökur við 61% — þær verða
63—64% í árslok — séu ríkis-
sjóði settar þær skorður að hann
afli sér aðeins erlendra lána
fyrir afborgunum eldri lána. í
þessu fælist allumfangsmikill
niðurskurður hjá ríkissjóði, enda
væri það meginþáttur hinnar
nýju stefnumótunar að þrengja
að opinberum umsvifum svo að
svigrúm skapaðist til nýrra
átaka í atvinnumálum.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins sagði, að með aðhaldi að hinu
opinbera yrði unnt að verja 500
millj. kr. til nýsköpunar í at-
vinnulífi á næsta ári.
Sjá nánar á bls. 2.
Með kröfum BSRB er stefnt að
því að semja um sambærileg kjör
starfsmanna ríkis og bæja og aðr-
ar stéttir þjóðfélagsins hafa. Sá
samanburður, sem fyrir liggur,
styður þessar kröfur sterklega.
Til að koma hreyfingu á samn-
ingaviðræðurnar, þar sem reynt
verður til þrautar að ná samning-
um, ákveður sameiginlegur fundur
stjórnar og samninganefndar að
nota heimild laga og boða til verk-
falls frá og með 19. þessa mánað-
?ir. Felur fundurinn formanni og
varaformanni samninganefndar
BSRB að tilkynna fjármálaráð-
herra verkfallsboðunina."
Haraldur Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri BSRB, sagði í sam-
tali við blaðamann Mbl. í gær-
kvöld, að eftir að fulltrúar ríkis-
valdsins hefðu synjað öllum kröf-
um BSRB á samningafundi í
gærmorgun, hefði ekki verið um
annað að ræða en að boða til verk-
fallsins. „Ég sé ekki betur en að
það stefni í verkfall eins og málin
standa núna,“ sagði hann, „því enn
hafa engar frambærilegar hug-
myndir um lausn málsins komið
fram af hálfu fjármálaráðherra."
Hann sagði að öll bæjarstarfs-
mannafélögin, nema félagið á Nes-
kaupstað, hefðu sagt upp launa-
liðum samninganna miðað við 1.
september og að í dag, þriðjudag,
myndu félögin taka ákvörðun um
hvort þau tækju þátt í verkfalls-
aðgerðunum frá og með sama
tíma. — Sérstök kjaradeilunefnd,
skipuð 3 fulltrúum BSRB, 3 frá
fjármálaráðuneytinu, tveimur frá
Alþingi og einum frá Hæstarétti,
tekur ákvörðun um hvaða stéttir 1
öryggis- og heilbrigðisgeirunum
muni vinna í mögulegu verkfalli.