Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 Lögreglumenn bjarga mannslífí MEÐ árvekni og snarraeði tókst lögreglumönnum í Reykjavík að vekja til lífs mann, sem hafði reynt að fyrirfara sér. A fimmta tímanum aðfaranótt mánudagsins voru lögreglumenn í eftirlitsferð á bifreið í Borgartúni. Þeir komu þá auga á þúst við hús, en gátu ekki greint nánar hvað það var. Þeir stöðvuðu þá bifreið stna til að gæta að og sáu þá mann, sem hafði brugðið snöru um háls sér og sigið i hana. Ekkert lífsmark var með manninum. Lögreglumennirnir brugðu skjótt við og skáru á taugina og hófu til- raunir til að lífga manninn við. Björgunartilraunir þeirra báru fljótlega árangur og komst maður- inn stuttu síðar til meðvitundar. Skömmu síðar kom sjúkrabifreið á vettvang og var maðurinn flutt- ur í slysadeild. Hann hefur nú náð fullri heilsu. Halldór efstur TVÆR biðskákir voru tefldar á Skákþingi fslands að Hótel Hofi í gærkvöldi. Björgvin Jónsson vann Karl Þorsteins og Halldór G. Ein- arsson vann Hauk Angantýsson. Með sigri sínum yfir Hauki er Halldór G. Einarsson frá Bolung- arvík einn efstur á mótinu með tvo vinninga. í 2. til 5. sæti koma þeir Helgi ólafsson, Jón L. Árnason, Guðmundur Sigurjónsson og Jó- hann Hjartarson með 1 yk vinning. Þriðja umferð verður tefld að Hót- el Hofi í dag og hefst klukkan 18.00. Sjá nánar skákþátt bls. 40. Þingflokkur framsóknarmanna: Hörð andstaða við breytingar á sjóða- og bankakerfinu HÖRÐ andstaða kom fram í þing- flokki Framsóknar(lokksins á löngum fundi hans í gær gegn tillögum for- manna stjórnarflokkanna um breyt- ingar á sjóða- og bankakerfi landsins. Á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, sem lauk skömmu eftir kvöldmat í gær, komu fram nokkrar spurningar varðandi þessar tillögur, sem ekki hafði verið svarað er fundinum lauk, en málið verður áfram rætt í þing- flokknum í dag. Tillögurnar um bankakerfið gera m. a. ráð fyrir að rikisbönkunum verði fækkað úr þremur í tvo og komið verði á þremur fjárfestinga- lánasjóðum atvinnuveganna, eins og Mbl. skýrði frá í gær. Samkvæmt heimildum Mbl. kom fram í máli framsóknarþingmanna, að þeir óttast flutning fjármagns til höfuð- borgarsvæðisins með stofnun slíkra sjóða og að hagsmunir einstakra kjördæma verði lftt tryggir með því móti. Framsóknarmenn funduðu fram eftir kvöldi í gær og koma saman á ný í dag. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins kemur saman á ný kl. 14 i dag. Viðbygging við Hótel Sögu ÁÆTLAÐ er að viðbyggingin sem nú er verið að reisa við Hótel Sögu verði fokheld um næstu áramót. Gert er ráð fyrir að 1. og 2. hæð verði að hluta tilbúnar til notkunar í júní á næsta ári, skrifstofuhúsnæði bændasamtakanna litlu síðar, helm- ingur gistirýmis vorið 1986 og að byggingaframkvæmdum verði lokið í maí eða júní 1987. í skýrslu Inga Tryggvasonar, formanns Stéttarsambands bænda, sem lögð var fyrir aðal- fund Stéttarsambandsins fyrir skömmu, kemur fram að fram- kvæmdir hafi gengið betur en upphafleg verkáætlun gerði ráð fyrir en kostnaður jafnframt talsvert lægri en gert var ráð fyrir. Kemur fram að um siðustu áramót var kostnaður orðinn 26 milljónir kr. Þar af hafði verið greitt af rekstri Bændahallarinn- ar 18,5 milljón kr. en 7,5 millj. kr. var innlent lánsfé. Áætlaður framkvæmdakostnaður á árinu 1984 er 47 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að fjármagna hann með sjóðum sem Bændahöllin átti í ársbyrjun, 15 millj. kr. tekjum frá rekstri, og lánsfé sem þegar eru fengin loforð fyrir að upphæð 20 milljónir kr. í lok ársins er reikn - að með að helmingur fram- kvæmdakostnaður hafi verið greiddur með eigin fé Bændahall- arinnar. Heildarkostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 267,6 milljónir kr. miðað við bygg- ingavísitölu maímánaðar sl. I skýrslu formanns Stéttarsam- bands bænda kemur fram að reiknað er með að tap verði á rekstri Bændahallarinnar fyrstu árin eftir að viðbyggingin kemst i gagnið og nokkrir greiðsluerfið- leikar en rekstur fyrirtækisins standi undir sér frá árinu 1988. Er þá miðað við rúmlega 50% her- bergjanýtingu i viðbyggingunni og sömu herbergjanýtingu og nú er f eldri byggingunni. Nýting gistiherbergja varð 66,49% á síð- asta ári á móti 70,82% árið 1982. Á sex fyrstu mánuðum þessa árs var nýting herbergja 70,7% á móti 68,2% á sl. ári. Samkomulag um grundvöll fjárlaga Iðnaðarbankinn: Valur Valsson, for- maður bankast jórnar VALUR Valsson hefur verið skipað- ur formaður bankastjórnar Iðnaðar- bankans, að því er segir ( frétta- tilkynningu frá bankanum, sem fer hér á eftin „Bankaráð Iðnaðarbanka Ís- lands hf. ákvað nýverið nokkrar breytingar á yfirstjórn bankans. Eins og þegar hefur komið fram, var Ragnar önundarson ráðinn bankastjóri frá og með 1. ágúst sl. og skipa því þrír menn banka- stjórn Iðnaðarbankans, Bragi Hannesson, Ragnar önundarson og Valur Valsson. Bankaráð hefur ákveðið að einn bankastjóranna verði formaður bankastjórnar og hefur Valur Valsson verið valinn til að gegna því starfi frá 1. september til næstu þriggja ára. Þessar ákvarðanir eru liður í skipulagsbreytingum sem nú er unnið að í Iðnaðarbankanum, en mikil aukning umsvifa bankans á síðustu misserum, svo og ný sam- keppnisstaða bankanna gera slik- ar breytingar æskilegar." SAMKOMULAG er milli stjórnar- flokkanna um grundvöll fjárlagagerð- ar fyrir árið 1985, en tillögur þar að lútandi hafa verið til umræðu í þing- flokkum stjórnarinnar. Fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson, sagði f viðtali við blm. Mbl. í gærkvöldi, að fjárlagagerðin fyrir árið 1985 yrði erfiðleikum bundin miðað við þær forsendur sem stjórnarflokkarnir væru búnir að koma sér saman um. Hann sagði aftur á móti, að samkvæmt nýjum útreikningum yrði rekstrarhalli rikissjóðs í ár mun minni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sam- kvæmt nýjum útreikningum sér- fræðinga fjármálaráðherra um stöðu ríkissjóðs gagnvart Seðla- bankanum i ágústlok, sem hann kynnti fulltrúum Seðlabanka Is- lands á rfkisstjórnarfundi i gær- morgun, er staðan nú um 1,5 millj- arði betri en á sama tima i fyrra. Sagðist ráðherrann því gera sér vonir um að samkvæmt þessum nýju útreikningum yrði staða rikis- sjóðs um milljarði kr. betri í árslok en endurskoðuð fjárlög í maímán- uði sl. gerðu ráð fyrir. „Ef sú von rætist gefur það nokkru meira svigrúm hvað varðar erlendar lán- FUNDUR utanríkisráöherra Norftur- landa hófst í Reykjavík f gær, með kvöldverðarbofti Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráftherra, f ráftherrabústaðn- um vift Tjarnargötu. Á fundinum verftur einkum rætt um alþjóðamál, til undir- tökur,“ sagði fjármálaráðherra að lokum. Eins og Mbl. skýrði frá í gær verða forsendur fjárlagagerðar árs- ins 1985 þær að fjárlögin verði hallalaus. Ný erlend lán fari ekki yfir 61% af þjóðarframleiðslu og verðbólea í árslok 1985 verði 10%. búnings allsherjarþingi Sameinuftu þjóóanna. Geir Hallgrfmsson, sagfti f samtali vift Morgunblaið í gær, að hann myndi einnig nota tækifærið og ræða vift utanríkisráðherra Noregs og Dan- merkur utan dagskrár um Jan-Mayen- málift og fleiri mál, sem borift hefur á milli aft undanförnu. Fundi ráðherrana, sem eru auk Geirs Hallgrfmssonar, Uffe Ellem- ann-Jensen Danmörku, Paavo Véyn- en Finnlandi, Svenn Stray Noregi og Lennart Bodström Sviþjóð, verður fram haldið í dag, en f hádeginu Íiggja þeir hádegisverðarboð forseta slands, Vigdfsar Finnbogadóttur, að Bessastöðum. Áætlað er að fundinum Ijúki síðdegis i dag og verður þá efnt til fundar með fréttamönnum um niðurstöðu viðræðnanna. Haustfundir utanrfksiráðherra Norðurlanda eru haldnir ár hvert til undirbúnings fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem Norð- urlöndin hafa reynt aö hafa sam- stöðu í sem flestum málaflokkum. Að sögn Geirs Hallgrfmssonar, utanrfk- isráðherra, var ekki gert ráð fyrir að ræða deilumál einstakra þjóða, svo sem Jan-Mayen-málið á sjálfum fundinum, en hann kvaðst myndu taka málið fyrir utan dagskrár við utanrfkisráðherra Noregs og Dan- merkur. Utanríkisráðherra kvaöst einnig búast við að fjalla um Rock- all-málið við danska utanríkisráð- herrann utan dagskrár. Bregðast þarf skjótt við ábend ingum um torkennilega hluti Segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson, deildarstjóri í varnarmáladeild í GÆR hélt varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins fund með Landhelg isgæzlunni og varnarliðinu vegna upplýsinga, sem tveir sjómenn á Seyft- isfirði komu á framfæri vift lögregluna þar um torkennilegan hlut, sem þeir sáu á Seyðisfirði. Mennirnir töldu sig hafa séð dvergkafbát eða annaft sjávarfar á firftinum. Lögreglan á Seyðisfirði gerfti Landhelgisgæzl- unni viftvart undir hádegi sama dag. Vakthafandi skipberra hjá Landhelg- isgæzlunni var tilkynnt um atburðinn á sunnudagsmorguninn, en ákvað aft hafast ekkert að þar sem meðal annars svo langt var um liðið frá því mennirnir sáu hlutinn á Seyðisfirfti og eins vegna þess aft varftskip var ekki nærstatL „Rætt var um hvernig bregð- ast megi með skjótari hætti við ábendingum um torkennilega hluti, sem sjást við strendur landsins og hugsanlega kunna að vera óboðnir gestir á ferð,“ sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson, deildarstjóri i varnarmáladeild utanrfkisráðuneytisins, í sam- tali, við blm. Mbl. „Það er augljóst mál að efla þarf Landhelgisgæzluna til þess að sinna svona ábendingum. í þessu sambandi vísa ég til yfir- lýsingar Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, í skýrslu um utanríkismál frá því f vor. Hann sagði að kanna þyrfti gaumgæfi- lega hlutverk Landhelgisgæzl- unnar i eftirlitsstarfi umhverfis landið og hvort ekki væri rétt að koma á verkaskiptingu, sem stuðlaði að nákvæmari upplýs- ingum en nú eru fyrir hendi um ferðir skipa umhverfis landið. Það liggur ekkert fyrir um hvað mennirnir sáu á Seyðis- firði. En ljóst er, að búa þarf svo um hnútana að hægt sé að bregðast skjótt við ábendingum fólks, sem telur sig sjá torkenni- lega hluti við strendur landsins," sagði Sverrir Haukur. I vor sáu þrjár konur á Sel- tjarnarnesi torkennilegan hlut skammt undan landi og töldu að um kafbát hefði verið að ræða, þá helst dvergkafbát. Sá atburð- ur var ekki tilkynntur til Land- helgisgæzlunnar. Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda: Sjónarmið samræmd fyrir allsherjarþing SÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.