Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 37 Borgarstjórinn (Bruce Dern) flytur kosningarsðu studdur af vinum sin- um, kosningastjóranum (Stacy Keach) og fjármálastjóra kosningabarátt- unnar (Paul Sorvino). Þá vonir bresta Löggurnar tvær sem getið er um í texta og leiknar eru af Victor Landoux og Jean Hochefort. Sunnudagur lögreglumannsins Kvikmyndir ÓlafurJóhannsson Nafn á frummáli: That Champion- ship Season. Framleiðendur. Menahem Golan og Yoram Globus. Leikstjóri og höfundur handrits: Jas- on Miller. Myndatökustjórn: John Bailey. Tónlist: Bill Conti. Sýnd í Regnboganum. Það er ekki oft að við sjáum jafn færa leikara saman komna í kvikmynd og í nýjustu mynd Regnbogans: Keppnistímabilinu eða That Championship Season, einsog myndin nefnist á frummáli. Hér standa hlið við hlið þeir Bruce Dern (They Shoot Horses Don’t They, Silent Running, The Laugh- ing Policeman, The Great Gatsby), Stacy Keach (The Heart is a Lon- ely Hunter, Judge Roy Bean, Fat City, The Killer inside Me, Con- duct Unbecoming, The Squeeze), Robert Mitchum, Martin Scheen (Catch 22, Rage, Badlands, Apo- calypse Now), og Paul Sorvino sem er kannski síst þekktur þeirra fé- laga á hinu alþjóðlega kvikmynda- sviði. Ástæða þess að þessir stór- laxar leiða hér saman hesta sína, er sú, að handrit: „That Champ- ionship Season" er afbragðsgott og byggir raunar á samnefndum leik- texta sem hlotið hefir Pulitzer- verðlaunin eftirsóttu. Þessi verðlaunatexti dregur fram á næsta miskunnarlausan hátt veikleika fjögurra einstakl- inga, sem eiga það sameiginlegt að hafa komist á toppinn í íþróttum, nánar tiltekið á því herrans ári 1957, er körfuknattleikslið Film- ore-menntaskólans í Pennsyl- vaníu, varð óvænt sigurvegari í skólameistaramóti fylkisins. Sýnir myndin fjórmenningana tuttugu og fimm árum síðar er þeir hitta þjálfara sinn — er Mitchum leikur með „bravour" — og skal nú sigr- inum fagnað í 25. sinn. En eins og ég sagði sýnir myndin ekki bara glæsilegar íþróttahetjur, heldur miðaldra menn sem lífið hefir leikið misgrátt og sem eru komnir á það stig að tvö, þrjú viskíglös afhjúpa veikleika þá er gjarnan leynast á bak við slétt og fellt yfir- borð borgaraskaparins. En þjálf- arinn — sá er leiddi þessa menn forðum til sigurs er þeir stóðu á tindi lífsins — er þessum mönnum sem faðir og gamla kempan neitar að horfa á „drengina sína“ verða að móðursjúkum kellingum á þriðja glasi. Gamli maðurinn lifir nefnilega í heimi goðsögunnar um heilbrigða sál í hraustum líkama. Hann lifir innan um minningarnar og hefir þann siðferðisstyrk til að bera er þarf til að líta beint framan í heiminn og hvika ekki þó á móti blási. Á vissan hátt er þessi maður eins og steingerfingur innan um „drengina" er hafa orðið að mönnum í samfélagi, sem dælir kókaíni inní nasir miöstéttanna, og ærir svo þá er hyggjast komast til auðs og áhrifa að þeir víla ekki fyrir sér að fleka eiginkonur nán- ustu vina. Gamli maðurinn kemur hinsvegar frá samfélagi er byggði á hugsjón um fagurt mannlíf er byggðist á sjálfsafneitun og hetju- skap einstaklingsins. Hann á erf- itt með að skilja „drengina sína“ sem eru orðnir ærðir af gróðasýki og nautnahyggju. Þó slitna ei þau bönd er binda strákana við gamla þjálfarann, hugsjón hans um glæst mannlíf í anda Forn- Grikkja blundar ætið innst við hjartarætur þessara meðaljóna hversdagslífsins. Gamli maðurinn er það akkeri er forðar „drengjun- um“ frá því að slíta vináttuböndin frá því að sökkva í hyldýpi ör- væntingarinnar. Aðeins einn í hópnum, Tom Daly (Martin Sheen) hefir flust á brott frá æskustöðvunum, frá gamla góða þjálfaranum. Kemur það ekki til af góðu því drengurinn hefir orðið ofdrykkju að bráð og misst af þeim sökum fótfestuna i lífinu. Hinir þrír húka enn í fæð- ingarbænum og hafa breyst í „máttarstólpa" í orðsins fyllstu merkingu. Einn þeirra, George Sitkowski (Bruce Dern) er meira segja orðinn borgarstjóri og eldri bróðir Tom Daley, James (Stacy Keach) skólastjóri menntaskólans og sá þriðji, Phil Romano (Paul Sorvino) stundar námarekstur í landi borgarinnar með góðum ár- angri. Gæti maður ímyndað sér að þremenningarnir yndu hag sínum hið besta, en eins og áður sagði er hér á ferðinni kvikmynd er byggir á Pulitzer-verðlaunatexta og því rekumst við fljótt á þá staðreynd, að þrátt fyrir að þremenningarnir séu broddborgarar, er virðast styðja hvern annan dyggilega á framabrautinni, þá eru brestir i samstarfinu og borgarstjórinn sjálfur býr við stöðugan ótta við að ná ekki endurkjöri, skólameist- ari menntaskóla staðarins er hundóánægður með lág laun og raunar með stöðu sínu í samfélag- inu yfirleitt og jafnvel ríki námu- kallinn er svo útbrunninn af kóka- íni og kvenfólki að hann hangir dauðahaldi í minningunni um hinn sæta körfuboltasigur. En nú eru „drengirnir" ekki lengur nein unglömb, fullorðinsár blasa við og of seint að snúa við blaðinu, slíta samstarfinu og fara út í hinn stóra heim í leit að frama. Á slíkri úrslitastund kemur gamli góði þjálfarinn til skjalanna, hann stappar í drengina sína stálinu og hvetur þá til átaka við raunveru- leikann, þann raunveruleika sem þeir fá eigi umflúið. Borgarstjór- inn mun því berjast áfram fyrir endurkjöri, skólameistarinn mun stýra kosningabaráttunni án þess að þiggja krónu fyrir og námukall- inn mun safna fé f kosningasjóð- inn úr borgarlandinu. Ég mun ekki fjalla frekar um þessa nýjustu mynd Regnbogans. Hún lætur lítið yfir sér, en segir kannski meira um mannlífið en margar þær kvikmyndir er fara eins og eldur i sinu um heims byggðina. Myndin ber mjög svip- mót þess sviðsverks er býr að baki kvikmyndahandriti Jason Miller og því má kannski segja að þaö „gerist" ekki mikið þá stund er myndin varir, en því ákafari eru átökin innra meö leikurunum. Til allrar hamingju er þar valinn maður í hverju rúmi. Nafn á frummáli: Off Duty. Handrit samið uppúr skáldsögu Andrew Coburn, Off Duty. Leikstjóri: Anne-Marie Otte. Framleiðandi. Gabriel Boustany. Sýnd í Stjörnubíói. Það er dáldið skrýtið að heyra mikilsmetna franska leikara á borð við Victor Landoux og Jean Hochefort mæla á enskri tungu í kvikmynd sem svo greinilega gerist á franskri foldu. En ein- mitt þetta verður bíógestur að sætta sig við í aðalsal Stjörnu- bíós þessa dagana, hafi þeir á annað borð ratað þangað inn að sjá kvikmyndina Sunnudag lög- reglumannsins sem gerð er eftir sögu bandaríska rithöfundarins Andrew Coburn; Off Duty. Verð ég að játa að mér fannst hafa tekist hrapallega með „hljóð- skrýðingu" (Þýð. mín á enska orðinu Dubbing sem merkir að bætt sé inná kvikmynd sem þeg- ar hefur verið tekin tali, tónum, sum sé hljóðum hverskonar) þessarar kvikmyndar sem fram- leidd er af Gabriel Boustany undir stjórn Anne-Marie Otte. Er beinlínis ónotalegt að horfa á hina fransk-ættuðu stórleikara, bæra varirnar, stundum úr takt við hljóðið. Það væri kannski hægt að fyrirgefa hina bágbornu „hljóðskrýðingu" væri feitan gölt að flá annars staðar á þess- ari filmu Stjörnubíós. En því miður kæri lesandi, framsetning efnisins hvílir á álíka brauðfót- um og hljóðskrýðingin. Það vantar svo sem ekki að hug- myndin að baki: Sunnudegi lög- reglumannsins sé nógu sniðug, en þar eru tveir þekktir lögreglu- menn látnir ræna peningum af útsendurum mafíunnar með þeim afleiðingum, að kapparnir lokast inn í búri glæpahringsins og eiga ekki afturkvæmt. En það er ekki nóg að hafa góðan efnivið að moða úr þegar leikstjórnin er í molum og leikararnir verða nánast eins og marsbúar í eigin landi sökum slakrar hljóðskrýð- ingar. Já, það er ekki oft að maður sér nú til dags jafn klaufalega kvikmynd og Sunnudag lögreglu- mannsins. Það er kannski engin ástæða til að fjalla um slíka framleiðslu, og þó, er ekki kvikmyndagagnrýnandanum ætlað að vara við ruslinu ekki síður en benda á það sem betur fer? Sumir eru reyndar á því að eingöngu eigi að skrifa um úr- valsmyndir, en hræddur er ég um að þeir hinir sömu fengju fljótlega nóg af slíkum hallelúja- kór. raðauglýsingar raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboö — útboö Tilboö óskast Tilboö óskast í neöangreindar bifreiöar er skemmst hafa í umferöaróhöppum: Nissan Cherry Nissan Cherry Peugot 505 GR Peugot 504 Volvo 244 Mitsubishi Sapporo Toyota Tercel Talbot Horizon Lada 1300 Suzuki Alto Cortina 1600 Subaru ST árg. 1984 árg. 1984 árg. 1982 árg. 1978 árg. 1981 árg. 1982 árg. 1984 árg. 1982 árg. 1983 árg. 1983 árg. 1974 árg. 1978 Bifreiðarnar veröa til sýnis í geymslu okkar aö Hamarshöfða 2 miðvikudaginn 5. sept. 1984 frá kl. 1—4.30 e.h. Tilboöum sé skilaö á skrifstofuna Aðalstræti 6 fyrir kl. 4.30 fimmtudaginn 6. sept. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN P Bifreiðadeild, S. 26466 685332. — Geymsla s. Lögtaksúrskurður Að beiöni forráöamanna Bæjarsjóös Kópa- vogs úrskuröast hér meö lögtak fyrir útsvör- um og aöstööugjaldi til Kópavogskaupstaö- ar, álögöum 1984 og falla í gjalddaga sam- kvæmt 29. gr. laga no. 73/1980 samanber 39. og 44. gr. lagana. Ennfremur fyrir hækk- un útsvars og aöstööugjald ársins 1982 og eldri gjalda, þá úrskuröast lögtök fyrir vatnsskatti samkvæmt mæli, gjöldum til Bæjarsjóös Kópavogs samkvæmt 9. gr. sam- ber 30. gr. laga no. 54/1978. Gjaldfallinn en ógreidd leyfisgjöld samkvæmt gr. 9.2. í bygg- ingarreglugerð no. 292/1979, samanber reglugerð no. 164/1982. Fari lögtak fram aö liðnum 8 dögum frá birtingu úrskuröar þessa, til tryggingar ofangreindum gjöldum, á kostnaö gjaldenda, en ábyrgö Bæjarsjóös Kópavogs nema full skil hafi veriö gerö. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 31. ágúst 1984. fundir — mannfagnaöir jareig en dafe laj Aðalfundur félagsins veröur haldinn fimmtu- daginn 6. september kl. 20.00 í Risinu, Hverfisgötu 105. Dagskrá: samkv. félagslögum. Stjórnin. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur al- mennan félagsfund fimmtudaginn 6. sept- ember nk. kl. 20:30 aö Hótel Borg. Fundarefni: Afgreiðslutími verzlana. Verzlunarfólk fjölmenniö á fundinn og sýniö ykkar vilja. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.