Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 Nátttröll í nútíma - eftir Þorvald Búason Grein eftir Árna Benediktsson framkvæmdastjóra hjá SÍS birtist í NT 12. júní sl. Framkvæmda- stjórinn tekur sér fyrir hendur að skýra iesendum þess blaðs, hver sé kjarninn í „sláturhúsaaðferð Þorvalds Búasonar", sem hann segir að hafi verið beitt í greinar- gerð um vinnslustöðvar sauðfjár- afurða. Til að gefa sýnishorn af aðferðinni býr Arni Benediktsson til dæmi. Hann gefur sér forsend- ur og tíundar niðurstöður. Aðferð- in, sem Árni Benediktsson beitir í dæmi sínu á ekkert skylt við þá að- ferð, sem beitt er í greinargerðinni um vinnslustöðvar. Sköpunarverk Árna Benediktssonar er fáránleg og hann einn verður að gangast við þeirri forheimskun, sem í dæmi hans felst Þeir sem einungis lesa NT hafa auðvitað ekki við annað að styðj- ast en blekkingar Árna Bene- diktssonar. Útdráttur úr greinar- gerðinni um vinnslustöðvar birtist í Morgunblaðinu 17., 19. og 20. nóvember 1983. Greinargerðin er birt óstytt sem fylgiskjal með þingsályktunartillögu Guðmundar H. Garðarssonar, Péturs Sigurðs- sonar og Egils Jónssonar um út- tekt á rekstrar- og afurðalána- kerfi atvinnuveganna. (Alþingis- tíðindi 1983—84, 106. löggjafar- þing — 203. mál.). Grein Árna Benediktssonar er vægast sagt vond heimild i þessu efni. Til fróðleiks fyrir lesendur Morgunblaðsins er dæmi Árna Benediktssonar látið fylgja hér með. Dæmi Arna Benedikts- sonar í hans eigin óbreyttum orðum „Það eru ekki ýkja margir sem þekkja það vel til rekstrar slát- urhúsa að þeir eigi auðvelt með að átta sig á því hvernig Þorvaldur beitir þessari aðferð. Þess vegna mun ég freista þess að færa hana inn á svið sem flestir lesendur kannast við. Ég kýs því að nota laun í staðinn fyrir sláturhús- rekstur, þar sem flestir lesendur eru launamenn. Þær forsendur sem settar verða eru þessar: I. Árið sem notað er í forsendun- um er 1983. Öllum mun kunn- ugt um að það ár var til í raunveruleikanum. 2. Árslaun í þessum forsendum eru kr. 500.000. Flestum mun kunnugt að á árinu 1983 var ekki óalgengt að laun væru þar um bil, þó að ekki sé gert ráð fyrir að þetta sé nein meðal- talstala. 3. Opinber gjöld eru samkvæmt þessum forsendum kr. 125.000. Það munu flestir sjá að þessi tala getur staðist, þó að það fari að vísu eftir fjölskyldu- stærð og fleiru. 4. Lánskjaravísitala hækkaði á árinu 1983 um 73%. Hér á eftir verða allar tölur í heilum pró- sentum og heilum þúsundum. 5. Launin í forsendunum voru öll lögð inn á bankareikning. Ætl- ast verður til þess að menn ávaxti fé sitt á skynsamlegasta mögulegan hátt. Besta ávöxtun- in í banka árið 1983 var verð- trygging, sem var 73% skv. lánskjaravísitölu og þar að auki 1% í vexti. 6. Fjármagn rýrnaði á árinu 1983. Lánskjaravísitala er mæli- kvarði á fjármagn og því er eð- lilegt að nota hana til þess að leggja mat á rýrnun skatt- greiðslna. Sú rýrnun nemur því 42%. 7. Sá sem launin fær í þessum for- sendum eyðir þeim öllum í neyslu og til greiðslu vaxta og afborgana, svo og til greiðslu opinberra gjalda. 8. Ef eyðslan dreifist jafnt eru hálf mánaðarlaun að meðaltali í ávöxtun. Launin greiðast að meðaltali á miðju ári. Samkvæmt sláturhúsaaðferð Þorvalds lítur þetta dæmi þannig út í tölum: kr Laun ársins 1983 500.000 Verðtrygging fjármagns 73% á 125.000 að meðalt. 91.000 Vextir 1% 2.000 Verðrýrnun opinb. gjalda 53.000 646.000 Frá dregst neysla, vextir, afborganir og opinber gjöld 500.000 Hreinar eftirstöðvar 146.000 Ég hygg að flestum muni vera ljós blekkingin, sem felst í þessu dæmi, þó að allar forsendur séu réttar út af fyrir sig. Ég hygg að flestum sé ljóst í hverju blekking- in er fólgin og sé því enga ástæðu til að skýra það frekar. En venju- legur maður veit að hann á engar 146.000 krónur eftir í raunveru- leikanum við þær aðstæður sem þarna er lýst. Hann kann að eiga eftir 4—5 þúsund króna vexti af ávísanareikningi." Afglöp Árna Benediktssonar Árni Benediktsson segir forsend- ur sínar réttar „út af fyrir sig“. Ein þeirra er þó endileysa, í annarri er fólgin mótsögn. Sjötta forsenda Árna Bene- diktssonar er endileysa. Launa- maðurinn virðist greiða gjöld sín á réttum tíma. Eins og allir vita miðast skuldir við gjaldheimtu við ákveðna gjalddaga. Skuldirnar eru verðtryggðar með dráttarvöxtum. Opinber gjöld rýrna því lítið sem ekkert. En Árni Benediktsson er skapari þessa dæmis, honum er því frjálst að hugsa sér 1. janúar sem gjalddaga allra gjalda, þótt þau séu í reynd ekki endanlega ákveðin fyrr en í lok júlí. Honum er einnig frjálst að gera ráð fyrir að launamaðurinn njóti sérrétt- inda eins og vinnslustöðvar sauðfjárafurða, sem ríkið endur- greiðir verðtryggingu og vaxta- kostnað. En það hefði hann þá átt að taka skýrt fram. Slík gjöf hefði þó aldrei numið nema 21,56% af álögðum gjöldum (ekki 42% eins og Árni Benediktsson leyfir sér að halda fram), ef reiknað er með 1% umfram verðbólgu í ávöxtunar- kröfu eða 26.959 krónum. Launa- mönnum finnst slíkt þó meira en langsótt, sennilega fráleitt. í því, sem Árni Benediktsson kallar áttundu forsendu, er ruglað saman forsendum og ályktun, og er ályktunin röng. Hann gefur sér, að útgjöld dreifist jafnt yfir árið (500 þúsund) og laun séu greidd einu sinni á miðju ári (500 þús- und). Þetta svarar til þess, að launamaðurinn fái laun greidd um miðjan hvers mánaðar. Launamaó- urinn yfirdregur því reikning sinn fyrri hluta mánaóar (eóa árs). Meó- alinnistæóa er 0 en ekki hálf mánaó- arlaun eins og Árni Benediktsson glepst til að álykta. Jafnvel þótt hálf mánaðarlaun væru ávöxtuð allt árið gæfu verð- trygging og vextir einungis 15.569 krónur (ekki 91.000 eins og Árna Benediktssyni reiknast). Hafi skapari dæmisins — Árni Benediktsson — haft í huga, að einhver, t.d. ríkið, greiddi vexti af yfirdrætti fyrir launamanninn eins og það gerir fyrir vinnslu- stöðvar, hefði hann átt að taka það skýrt fram í forsendum. Sú endurgreiðsla úr ríkissjóði hefði að sjálfsögðu verið hrein gjöf, sem næmi þá 46.706 krónum, eða rétt- um helmingi þeirrar upphæðar, sem Árni Benediktsson reiknar með. Sérhver athugull lesandi sér, að forsendur Árna Benediktssonar eru meingallaðar. Árni Bene- diktsson sér það þó ekki, hann heldur að forsendur hans geti staðist hver fyrir sig og lýst ein- hverjum veruleika (sbr. tilvitnuð orð hans hér að framan). Hins vegar gerir hann sér grein fyrir að talnadæmi hans er fáránlegt. Frá forsendum til niðurstöðu Hér á eftir er talnadæmi Árna Benediktssonar stillt upp, þegar gengið er út frá forsendum hans og hrein afglöp hafa verið leiðrétt. Tekjur launamanns: kr. Laun ársins 1983 500.000 Verðtrygging fjármagns: 73% af meðalinnistæðu, sem var 0 0 Vextir af meðalinnistæðu og verðtrygging 1% af 0 0 Gjöf frá ríkissjóði vegna greiddra dráttarvaxta, sem voru 0 0 500.000 Útgjöld launamanns: Opinber gjöld og neysla 500.000 Dráttarvextir af opinberum gjöldum 0 500.000 Hreinar eftirstöóvar kr. 0 Aðferð Árna Benediktssonar á ekkert skylt við nákvæmni í for- sendum og talnameðferð, sem beitt var í greinargerðinni um vinnslustöðvar. Ef hliðstæðri nákvæmni á að beita í dæmi Árna Benediktssonar, verður að gera forsendum nákvæmari skil; t.d. taka fram að laun hækkuðu á þriggja mánaða fresti, laun séu greidd í upphafi mánaðar (eða lok) að opinber gjöld séu tekin af laun- um, að útgjöld fari vaxandi með verðbólgu, sem væri til að mynda jöfn yfir árið. Þá fyrst hefði verið unnt að stilla upp töflum til að lýsa hreyfingu fjármuna frá mán- uði til mánaðar eins og gert var í greinargerðinni um vinnslustöðv- ar. Meðfylgjandi tafla gefur mynd af þeim vinnubrögðum. Niðurstað- an er, að launamaðurinn kann að eiga kr. 21.698 eftir árið í verð- tryggingu og vexti af innistæðum umfram yfirdrátt. Myndin ger- breytist þá ef laun eru greidd í lok mánaðar, þá yrði launamaðurinn að ganga á varasjóði til að greiða verðtryggingu og vexti af yfir- drætti umfram inneign, hann yrði að sækja kr. 9.439 í varasjóð sinn. Árni Benediktsson ætlaói að gera hió ómögulega, búa til peninga í höndum launamannsins án þess að einhver léti honum þá í té, greiddi fyrir hann kostnaó, eóa lánaói hon- um peninga á lágum vöxtum jafn- framt því, sem launamaðurinn gæti ávaxtaó féó á betri kjörum. Breyta má forsendum þannig, að talnadæmi Árna Benediktsson- ar verði ekki eins fráleitt og raun ber vitni með því að gera ráð fyrir, að opinber gjöld gjaldfalli 1. janú- ar og að ríkið gefi launamannin- um peninga til að greiða verð- tryggingu og vexti af opinberum gjöldum og yfirdrætti í banka. Talnadæmi Árna Benediktssonar gæti þá litið þannig út: Tekjur launamanns: kr. Laun ársins 1983 500.000 Gjöf frá ríkissjóði vegna verðtryggingar og vaxta af Þorvaldur Búason „Aðferðin sem Árni Benediktsson beitir til að komast að niður- stöðu í dæmi sínu á þó ekkert skylt við þá að- ferð sem undirritaður notaði í fyrrgreindri greinargerð sinni eins og fyrr segir. Hvers vegna er lagst svo lágt?“ yfirdrætti (125.000 að meðaltali fyrri hluta árs) greidd út í lok árs 47.000 Gjöf frá ríkissjóði (til að mæta dráttarvöxtum af opin- berum gjöldum) greidd út í upphafi árs 27.000 Verðtrygging og vextir af gjöf vegna dráttarvaxta (Meðal- innistæða kr 13.500) 10.000 584.000 Útgjöld launamanns: kr. Opinber gjöld og neysla (sem dreifast jafnt yfir árið) 500.000 Dráttarvextir af opin- berum gjöldum 37.000 537.000 Hreinar eftirstöóvar kr. 47.000 Eftirstöðvarnar eru að sjálf- sögðu verðtrygging og ávöxtun innistæðu síðari hluta hvers mán- aðar (eða síðari hluta árs), sem losnar sem tekjur þegar kostnaður af yfirdrætti fyrri hluta hvers mánaðar (eða fyrri hluta ársins) er greiddur fyrir launamanninn. Ef Árni Benediktsson hefði fundið svo mikið sem eina gallaða forsendu eða röksemdafærslu í greinargerðinni um vinnslustöðv- ar, hefði hann að sjálfsögðu gert sér mat úr því. Ef villur hefðu ver- ið eins augljósar og afgerandi og afglöpin i dæminu hans, hefðu tugir „Árna“ verið búnir að benda á þær. Hann fann engar villur í for- sendum og röksemdafærslum f greinargerðinni um vinnslustöóvar sem hann gat beint spjótum sínum aó, þess vegna bjó hann sér til sitt eigið dæmi, og segist nota aðferö Þorvalds Búasonar. Aðferðin sem Árni Benediktsson beitir til að komast að niðurstöðu í dæmi sínu á þó ekkert skylt við þá aðferð sem undirritaður notaði í fyrrgreindri greinargerð sinni eins og fyrr seg- ir. Hvers vegna er lagst svo lágt? Álitamál um afskriftir? í greinargerðinni um vinnslu- stöðvar er í áætlun um frysti- og geymslukostnað reiknað með 7,2% af stofnkostnaði vegna afskrifta, raunvaxta af fjármagni og við- halds véla og búnaðar (Árni Bene- diktsson tekur í athugasemdum sínum ekki tillit til 20% álags, sem lagt er á einstaka liði). Aö mcóaltali eru afskriftir, vextir og viðhald áætlaó tæp 9%stofnkostnaó- ar. Um þessa forsendu segir Árni Benediktsson, að afskriftir einar séu löngum hærra hlutfall stofn- kostnaðar en þetta, en nefnir þó ekki tölur, sem eðlilegt er. Það vill svo til, að áætlunin um frysti- og geymslukostnað tók mið af raunverulegu tilboði frystihúss nokkurs í frystingu og geymslu kindakjöts. Þar voru tilsvarandi tölur 6% og 10% (meðaltal sem næst 8%). Fullyrðing Árna Bene- diktssonar er greiniíega ekki án mikilvægra undantekninga. í reikningum Sláturfélags Suð- urlands fyrir árið 1983 eru fast- eignir að meðaltali afskrifaðar um 3%, vélar og áhöld um 5,3%, bif- reiðir um 8,2% og endurbætur um 6,8%. Meóalafskrift hjá Sláturfélagi Suðurlands er 4,5% af uppfæröum stofnkostnaði. Meðalafskrift hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga árið 1982 var 6,4% af upp- færðum stofnkostnaði, skip með- talin. Allar eru þessar tölur verulega lægri en Árni Benediktsson gefur í skyn. Miðað viö reikninga Sláturfé- lags Suðurlands er áætlun um fyrrgreinda kostnaóarliói síst of lág í greinargerðinni um vinnslustöóvar. Geta því allir séð, að Árni Bene- diktsson fer með fleipur í þessu efni. Eina forsendan, sem Árni Benediktsson réóst til atlögu við í greinargeröinni um vinnslustöóvar, stendur því óhögguö. „Velgjörðarmenn“ Það vantar góða þýðingu á danska orðinu „bondefanger". Sá sem finnur þá þýðingu hefur fund- ið réttnefni á þá sétt manna, sem vill telja bændum trú um, að dýrt millifærslu- og milliliðakerfi i landbúnaði sé bændum til heilla. Hinn danski „bondefanger" vingaðist með fagurgala við hlé- dræga sveitamenn, sem komu ókunnugir til borgarinnar, taldi þeim trú um, að allir aðrir vildu pretta þá og lofaði að leiða þá fram hjá gildrum borgarbraskar- anna. „Bondefanger" var traust- vekjandi í augum sumra bænda, því hann var auðvitað fyrrverandi sveitamaður sjálfur, sem þekkti hugmyndaheim bænda og tor- tryggni sumra þeirra í garð borg- arbúa út í æsar. Bóndi, sem lét glepjast, hvarf vonsvikinn heim. Danskir „bondefangere” mynduðu þó aldrei skipuleg landssamtök. Hér verður tekið dæmi úr grein Árna Benediktssonar, sem leiðir hugann að „bondefangere" og öðr- um álíka forsjár- og velgjörðar- mönnum. Eftirfarandi niðurstaða í grein undirritaðs 9. maí verður Árna Benediktssyni tilefni nokkurra hugleiðinga: „Greiðslufrestur sá, sem vinnslustöðvar oftast veita smá- sölum, dreifing sölu á mánuði árs- ins, sú staðreynd, að verð kjöts er verðbætt einungis á þriggja mán- aða fresti, svo og sú regla, að niðurgreiðslurnar eru greiddar mánuði eftir á, hafa rýrt tekjur vinnslustöðva um nær 108 milljón- ir króna." Árni Benediktsson segir af þessu tilefni: „Það sem þarna kemur fram hefur ekki áhrif á afkomu vinnslu- stöðvanna. Greiðslufrestur til smásala, verðlagstímabil og gjald- dagi niðurgreiðsina er allt þekkt fyrirfram og reiknast inn í verð- lagsgrundvöllinn og kemur fram í tekjum bænda.“ í verðlagsgrundvelli landbúnað- arafurða er ekki tekið mið af nein- Laun Opinb. Önnur InnistJnnist. Meðal- Verðtr. gjöld útgjöld f upph.í lok mán. innist + vextir mán. 31.966 24.008 31.966 7.958 31.966 12.500 25.130 27.424 2.294 36.660 12.500 26.305 26.454 149 36.660 12-500 27.534 24.309 4-3.225 36.660 12.500 28.821 20.935 4-7.886 42.044 122100 30.166 21.658 +8.508 42.044 31A78 3321364-1.958 42.044 12.500 33.054 31.502 + 1.552 48.219 12-500 342Í98 34.167 +431 48.219 12-500 36.215 35.288 +927 48.218 12-500 37.908 34.791 +3.117 55-300 12.500 39.683 39.683 0 500.000 125.000 500.000 361.713 + 13.287 (=348.426) 29.036 +21.698 Myndin breytist ef laun eru greidd í lok mánaðar að öðru óbreyttu. 4-9.439
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.