Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 + Móöir okkar og tengdamóöir, KATRÍN VALOIMARSDÓTTIR frá Bakkafiröi, lést sunnudaginn 2. sept. Kristbjörg Halldórsdóttir, Runólfur Halldórsson, Hulda Matthíasdóttir. t Konan min og móöir okkar, SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR, andaöist í Landspítalanum þann 27. ágúst sl. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Erlendur Þorbergsson, Magnús Erlendsson, Ingunn Þ. Erlendsdóttir. Móöir okkar, + KRISTÍN INGIMARSDÓTTIR, er látin. Anna Hjélmarsdóttir, Aöalsteinn Hjélmarsson, Guóbjörg Hjélmarsdóttir. + Móðlr okkar, tengdamóöir, amma og langamma, REBEKKA KRISTJÁNSDÓTTIR, andaöist ( Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 2. sept- ember. Útförin fer fram frá Seyöisfjaröarkirkju laugardaginn 8. september kl. 14.00. Maria Sveinlaugsdóttir, Vernharöur Sveinsson, Bjðrn Sveinlaugsson, Þórunn Magnúsdóttir, Guöný Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróöir okkar, ÞORSTEINN MAGNÚSSON, lóst aö Elli og hjúkrunarheimilinu Grund 1. september. Fyrir hönd vandamanna, Guöveig Magnúsdóttir, Guömundur Magnússon. + Maöurinn mlnn, ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON, fyrrverandi skólastjóri, Vestmannaeyjum, andaöist mánudaginn 3. september i Landakotsspítala. Jaröarför- in fer fram mánudaginn 10. september frá Þjóökirkjunni Hafnar- firöi kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Ingigeröur Jóhannsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö vegna andláts og útfarar, ÁRNA BJÖRNSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deildar 13 G og 13 D á Landspítalanum fyrir frábæra umönnun. Múrarafélagl Reykjavíkur þökkum viö veittan stuöning. Þuríöur Sveinsdóttir, börn hins látna og aðrir vandamenn. Minning: Sigurður Kristinsson framkvœmdastjóri Fæddur 13. ágúst 1926 Dáinn 28. ágúst 1984 Reykjavík hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu áratugina og ekki þarf að lita lengra en 30 ár aftur í tímann til þess að gera sér grein fyrir þeim miklu breyting- um, sem orðið hafa á högum Reykvíkinga á þessu tímabili. Á 5. og 6. áratugnum var Reykjavík ekki stærri borg en svo, að flestir íbúar hennar áttu nær daglegt samneyti við frændfólk og kunn- ingja. Börn og fullorðnir áttu sér oft sameiginlegan starfsvettvang — börnin fylgdust með starfi for- eldra sinna og foreldrarnir vissu jafnan að börnin voru ekki langt undan. Þannig var heimilishögum margra reykvískra barna háttað á þessum árum og þá einnig okkar systra. Þeir voru líka margir, sem áttu daglega erindi á heimili for- eldra minna, þegar við vorum að alast upp. Einn þeirra var Sigurð- ur Kristinsson. 1 nærfellt 30 ár störfuðu þeir saman að bygginga- málum Sigurður og faðir minn. Samvinna þeirra var mikil og ná- in, og hún varð eins og best verður á kosiö, þegar gagnkvæmt traust og virðing tekst með báðum aðil- um. Sigurður átti þvi nær daglega leið á heimili okkar, og nú þegar hann er allur og minningarnar sækja fram í hugann, þá finnst mér, að hlutdeild hans 1 bernsku okkar og uppvexti hafi verið svo mikil, að enginn annar hafi staðið heimili okkar nær. Sigurður var um margt sérstæð- ur maður, en hann var þeirrar gerðar, að nærvera hans var alltaf góð. Það var fyrst og fremst vegna þess, að hann var jafnan hress og glaður í bragði, og svo víðsýnn og jákvæður í skoðunum, að allar umræður við hann um menn og málefni fengu á sig sérstæðan blæ. Auk þess var hann gaman- samur og stríðinn, jafnvel svo, að okkur systrum stóð ekki alltaf á sama. En stríðnin var honum svo eðlislæg og jafnframt ósjálfráð, að honum fyrirgafst jafna, og um leið kenndi hann okkur að sjá eitt og annað í nýju Ijósi og þá um leið að kom auga á broslegu hliðarnar I tilverunni. Þannig varð Sigurður okkar besti heimilisvinur öll bernskuárin. Síðar með breyttum aðstæðum og þegar Sigurður eignaðist sina eigin fjölskyldu, varð samgangur- inn eðilega minni, en það breytti þó engu um vináttu hans og um- hyggju, og seinna, að föður okkar látnum, áttum við margsinnis eft- ir að reyna hvílíkt tryggðartröll hann var. Hér varð hlutur Helgu engu minni, enda voru þau hjónin sérstaklega samstillt og einhuga í öllum sínum gerðum. Hjónaband þeirra stóð í nær 25 ár og þau eignuðust indælt heimili og elsku- legan son. Og núna þegar við kveðjum Sig- urð Kristinsson, þá á ég þá ósk besta að minningarnar um þennan góða vin varðveitist sem lengst. Megi þær veita Helgu og Baldri styrk og huggun. Fyrir hönd móð- ur minnar og fjölskyldunnar flyt ég þeim samúð okkar allra og bið guð að blessa minningu Sigurðar Kristinssonar. Guðbjörg Tómasdóttir. í dag, miðvikudaginn 5. sept- ember, kveðjum við, langt um ald- ur fram, mikinn lifskúnstner, Sig- urð Kristinsson, framkvæmda- stjóra Byggingafélags verka- manna. Hann var fagurkeri og forfallinn bókasafnari, gleðimað- ur og einstakur húmoristi i góðra vina hópi. Umfram allt var hann þó farsæll f starfi, heimakær fjöl- skyldufaðir og vinur vina sinna. Siguröur fæddist í Reykjavík, 13. ágúst 1926, sonur hjónanna Guðmundu Kristinsdóttur frá Hömrum í Grímsnesi og Kristins Filippussonar, innheimtumanns, frá Litla Leðri í Selvogi. Við Sigurður kynntumst sjö ára að aldri þegar hann fluttist á Kárastíg 11 en ég átti þá heima á Kárastíg 14. Urðum við strax miklir mátar og vorum það æ sfð- an, hófum nám f sama bekk i Austurbæjarskólanum haustið 1933 hjá Sigurði Sigurðssyni frá Kálfafelli, þeim mæta félagsmála- og skólamanni, en urðum síðan viðskila í skóla í nokkur ár þegar Sigurður fluttist um set og fór í Miðbæjarskólann. Á þessum árum áttum við sam- eiginlegt athvarf að sumarlagi á Kálfhóli á Skeiðum, hann f aust- urbænum hjá Guðrúnu Auðuns- dóttur föðursystur minni og manni hennar, Friðrik Filippus- syni föðurbróður hans, en ég f vesturbænum hjá Valgerði systur Guðrúnar og manni hennar, Gesti Ólafssyni. Við settumst saman í kvöld- skóla KFUM haustið 1941, tókum próf þaðan vorið eftir og settumst síðan í undirbúningsdeild Versl- unarskóla fsands haustið 1942, ég + Bróöir okkar, HANNES H. BJARNASON, Félkagötu 15, Raykjavík, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, miövlkudaginn 5. sept. kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Haukur Bjarnason, Ragnar Bjarnason. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getiö, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. mest fyrir hans áeggjan. Þar átt- um við fyrir höndum sjö ára vist sem lauk með stúdentsprófi vorið 1949. Sigurður er sá fyrsti okkar sem hverfur yfir móðuna miklu. Ég vil geta þess sérstaklega hér að þeir voru sessunautar öll árin, Sigurð- ur og séra Halldór S. Gröndal, sem jarðsyngur hann í dag. Sigurður hóf nám f lögfræði haustið 1949 og stundaði það í þrjú ár en vann þó fulla vinnu og hafði reyndar unnið með náminu í Verslunarskólanum öll árin. Lauk hann undirbúningsprófum til fyrri hluta en hætti svo námi og helgaði sig þeim störfum sem hóf- ust við 15 ára aldur. Þau bar þannig að. Foreldrar Sigurðar voru aðilar að Bygginga- félagi verkamanna og fluttust f nýja íbúð á vegum félagsins 1939 í Einholti 7. Venja var, vegna erf- iðra atvinnuskilyrða á þessum ár- um, að tilvonandi íbúðaeigendur hefðu forgang um atvinnu við byggingu þeirra. Kristinn Filipp- usson var fastur starfsmaður Sláturfélags Suðurlands og þurfti því ekki á þessum forréttindum að halda. Þegar Sigurður, þá 15 ára, þurfti á vinnu að halda leitaði fað- ir hans til Tómasar Vigfússonar, byggingameistara og formanns Byggingafélags verkamanna, um starf handa syni sfnum. Svar Tómasar var jákvætt, taldi Krist- in eiga inni atvinnu um einhvern tíma. Þar með hófst starfsferill Sigurðar sem entist honum til æviloka. Hann byrjaði í handlangi og endaði f stóli framkvæmda- stjóra. Á meðan Tómas Vigfússon, sá mæti maður, var og hét, sá Sig- urður um allt bókhald og almennt skrifstofuhald fyrir hann og jafn- framt fyrir Byggingafélag verka- manna á meðan Tómas var for- maður stjórnar þess. Seinna tók Sigurður svo við framkvæmda- stjórn Byggingafélagsins og hafði hana á hendi til dauðadags. Voru starfsárin i þágu félagsins því orð- in 43. Sigurður kvæntist 2. desember 1961 Helgu Níelsdóttur, sem fædd var 14. apríl 1926 í Þingeyrarseli í Sveinsstaðahreppi, Austur-Húna- vatnssýslu, dóttir hjónanna Hall- dóru ívarsdóttur og Níelsar Sveinssonar. Eftir voveiflegan dauða föður hennar, sem hrapaði i Víðidalsfjalli 1930, var Helga tek- in í fóstur að Hnjúki f Vatnsdal þar sem hún ólst upp hjá hjónun- um Steinunni Jósfesdóttur og Jóni Hallgrímssyni. Var hún ein átta systkina en af þeim eru tvær syst- ur látnar. Sonur Sigurðar og Helgu er Baldur, fæddur 30. desember 1966. Hefur fjölskyldan búið á Garða- flöt 19 í Garðabæ sl. 18 ár. Einn bróður átti Sigurður, Guð- mund, fæddan 1930 og er hann kvæntur Kristinu Pálsdóttur en fæðingarnafn hennar er Christel Ziebert. Guðmundur varð stúdent frá Verslunarskólanum 1951 og starfar nú hjá Plastos hf. Sigurður hefur á lífshlaupi sínu komið víða við á öðrum sviðum en hér hafa verið nefnd. Hann var einn af stofnendum veitingahúss- ins Nausts og formaður stjórnar alla tíð þar til þeir seldu hlut sinn fyrir nokkrum árum. Ekki þarf að kynna Naustið fyrir landsmönn- um svo þekkt sem það er en þann stað má hiklaust telja eitt síðasta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.