Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 199. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vestur-þýzkir embættismenn: Rússar komu í veg fyrir heimsókn Honeckers Bonn, 4. september AP. VESTlIR-þýzka stjórnin gætti þess vandlega í dag að tengja stjómvöld í Moskvu ekki opin- berlega við þá ákvörðun Erichs Honecker, forseta Austur-Þýzkalands, að hætta við áður fyrirhugaða heimsókn hans til Vestur-Þýzkalands. Embættismenn vestur-þýzku stjórnarinnar drógu hins vegar enga dul á það í einkaviðtölum, að óánægja sovézku stjórnarinn- ar með heimsókina hefði komið í veg fyrir hana. 1 tilkynningu sinni bar aust- ur-þýzka stjórnin fjandsamlegt andrúmsloft í Vestur-Þýzka- landi fyrir sig. Ljóst er hins veg- ar, að linnulaus herferð í sovézk- um fjölmiðlum gegn heimsókn- inni tjáði ótvíræða andstöðu So- vétstjórnarinnar við hana og að austur-þýzk stjórnvöld hafi orð- ið að beygja sig fyrir Sovét- stjórninni. „Austur-Þjóðverjar hafa unn- ið með okkur mánuðum saman að undirbúningi þessarar heim- sóknar," var haft eftir embættis- manni í Bonn í dag. „Auðvitað er það þrýstingi frá Rússum að kenna, að ekkert verður úr henni,“ sagði hann ennfremur. Bætti hann því við, að vestur- þýzku stjórninni væri þetta mik- ið áfall. Hún hefði lagt mikið kapp á það að undanförnu að bæta sambúð og samskipti þýzku ríkjanna og heimsókn Honeckers nú hefði verið óræk sönnun um góðan árangur á þeirri braut. Þess var þó vandlega gætt í dag, jafnt af stjórninni í Bonn sem stjórninni í Austur-Berlín, að segja, að heimsókn Honeckers hefði ekki verið aflýst, heldur hefði henni aðeins verið frestað um óákveðinn tíma. Kohl kansl- ari sagði, að Honecker væri eftir sem áður velkominn til Vestur- Þýzkalands og kvaðst vongóður um að af heimsókninni gæti orð- ið síðar. John Hughes, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- Toroato, 4. oeptember AP. íhald.sflokkurinn undir forystu leiótoga síns, Brians Mulroney, var talinn hafa verulegt forskot fram yf- ir John Turner forsætisrádherra og flokk hans, Frjálslynda flokkinn, í kosningunum í Kanada í dag. Um 16,5 millj. manns voru á kjörskrá í þessum kosningum, þar sem kjörnir voru þingmenn í 282 kjördæmum. ins, kenndi í dag Rússum um, ef ekkert yrði úr heimsókn Honeck- ers. Sagði hann Bandaríkja- stjórn vera fylgjandi batnandi Mulroney, sem heitið hefur því að blása nýju lífi i efnahag Kan- adamanna og bæta samskiptin við Bandaríkin, greiddi atkvæði í kjördæmi sinu í Quebec. Úrslit skoðanakannana að undanförnu hafa verið á þann veg, að flokkur hans njóti allt að 20% meira fylgis en Frjálslyndi flokkurinn. Var því jafnvel spáð, að thaldsflokkurinn samskiptum milli þýzku ríkj- anna, sem væru til þess fallin að efla frið og öryggi í Evrópu. Sjá: Rússar óttuðust batnandi ... bls. 25. hlyti 160—180 þingsæti og þannig hreinan meiri hluta á þingi. Turner, sem aðeins hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá því 30. júní sl., er Pierre Trudeau lét af völdum, lauk kosningabarátt- unni í Vancouver, þar sem hann var í framboði í kjördæmi í einu af úthverfum borgarinnar. Brian Mulroney, leiðtogi fhaldsflokksins í Kanada, brosir hér fullur sjálfstrausts á kosningafundi { Quebec á mánudag. Símamynd AP. Kosningamar í Kanada: íhaldsflokknum spáð miklum sigri Lennart Bodström, utanríkisráð- herra Svíþjóðar. Flugvélin var sovézk Stokkhólmi, 4. wptember. Frá fréturit- mra MonpinblaóNÍnx. Olle Ekstrom. LENNART Bodström, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, sagði í dag, að erfitt væri að skýra svar issa við þeim ásökunum sænsku stjórnarinnar, að sovézk herþota hafi roflð sænska loft- helgi 9. ágúst sl. Sænska utanríkisráðuneytið jafnt sem yfirstjórn sænska hersins væru hins vegar ekki i neinum vafa um, að þessi flug- vél hefði verið sovézk. Var þetta haft eftir Bodström í útvarps- viðtali í dag, áður en hann lagði af stað til Reykjavíkur, þar sem hann mun sitja fund utanríkis- ráðherra Norðurlanda. Eugenij Rymko, sendiráðsrit- ari í sovézka sendiráðinu í Stokkhólmi, gerði i dag grein fyrir svari Sovétstjómarinnar. Sagði hann, að sovézk stjórn- völd hefðu látið rannsaka málið vandlega og hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að „enginn fótur væri fyrir“ staðhæfingum Svía um að sovézk flugvél hefði verið þarna á ferðinni. „Við höfðum vonazt til þess, að Sovétmenn myndu viður- kenna réttmæti kvartana okkar, sökum þess hve þær styðjast við sterk rök,“ var hins vegar haft eftir Bodström í dag. Bætti hann því við, að atburð- urinn 9. ágúst yrði örugglega ekki til þess að bæta sambúð Svíþjóðar og Sovétríkjanna. Sjá: Svíar stórefla viðbún- að flugsveita á Gotlandi á bls. 24. Bretland: Sáttafundur afboðaður Brighton, 4. september AP. LEIÐTOGAR hafnarverkamanna í Bretlandi ákváðu í dag að herða á hafnarverkfallinu til stuðnings verkalli kolanámumanna, sem senn hefur staðið yfir í 6 mánuði. Gerðist það eftir að fyrirhugaður sáttafund- ur í koladeilunni síðar í þessari viku hafði verið afboðaður. Er nú talið, að vinnufriður verði mjög ótryggur í Bretlandi í haust. Arthur Scargill, leiðtogi kola- námamanna sagði í dag á þingi brezka verkalýðssambandins (TUC) í Brighton, að stuðningur verkamanna í öðrum atvinnu- greinum ætti nú eftir að aukast við það, að ekkert samkomulag væri í sjónmáli í koladeilunni. „Nú munu aðrir verkamenn skilja það í fyrsta sinn, andspænis hvílíkum erfiðleikum við stöndum,” var haft eftir Scargill. Fyrr í dag höfðu ásakanir geng- ið á víxl á milli stjórnar hinna ríkisreknu kolanáma og Scargills, þar sem hvor kenndi hinum um, að hætt hafði verið við fyrirhug- aðan sáttafund. Talsverðar vonir höfðu verið bundnar við þennan fund, sem hefði verið fyrsti sátta- fundurinn í koladeilunni í 7 vikur. Þegar fréttin um þetta barst út, tóku leiðtogar hafnarverkamanna á þingi TUC sér hlé frá þingstörf- um til skyndifundar um hafnar- verkfallið, þar sem þátttaka hefur verið mjög dræm frá því að það hófst fyrir 11 dögum. Að þeim fundi loknum sagði John Conolly, framkvæmdastjóri Sambands hafnarverkamanna: „Nú munum við einbeita okkur að því á nýjan leik að fá verkamenn í þeim höfn- um, sem staðið hafa utan verk- fallsins, til þess að taka þátt i því.“ Þessar slæmu horfur í brezku atvinnulífi höfðu strax neikvæð áhrif í kauphöllinni í London, þar sem verðbréf féliu í verði og pund- ið komst lægra en nokkru sinni fyrr gagnvart Bandaríkjadollar. Var gengi pundsins í dag 1.2927 á móti einum dollar, en var 1.3030 á mánudag. Arthur Scargill, leiðtogi námaverkamanna, i fundi brezka verkalýðssam- bandsins í gær, eftir að tilkynnt var að fyrirhugaður sáttafundur í koladeil- unni hefði verið afboðaður. Síraamynd AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.