Morgunblaðið - 05.09.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.09.1984, Qupperneq 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 199. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vestur-þýzkir embættismenn: Rússar komu í veg fyrir heimsókn Honeckers Bonn, 4. september AP. VESTlIR-þýzka stjórnin gætti þess vandlega í dag að tengja stjómvöld í Moskvu ekki opin- berlega við þá ákvörðun Erichs Honecker, forseta Austur-Þýzkalands, að hætta við áður fyrirhugaða heimsókn hans til Vestur-Þýzkalands. Embættismenn vestur-þýzku stjórnarinnar drógu hins vegar enga dul á það í einkaviðtölum, að óánægja sovézku stjórnarinn- ar með heimsókina hefði komið í veg fyrir hana. 1 tilkynningu sinni bar aust- ur-þýzka stjórnin fjandsamlegt andrúmsloft í Vestur-Þýzka- landi fyrir sig. Ljóst er hins veg- ar, að linnulaus herferð í sovézk- um fjölmiðlum gegn heimsókn- inni tjáði ótvíræða andstöðu So- vétstjórnarinnar við hana og að austur-þýzk stjórnvöld hafi orð- ið að beygja sig fyrir Sovét- stjórninni. „Austur-Þjóðverjar hafa unn- ið með okkur mánuðum saman að undirbúningi þessarar heim- sóknar," var haft eftir embættis- manni í Bonn í dag. „Auðvitað er það þrýstingi frá Rússum að kenna, að ekkert verður úr henni,“ sagði hann ennfremur. Bætti hann því við, að vestur- þýzku stjórninni væri þetta mik- ið áfall. Hún hefði lagt mikið kapp á það að undanförnu að bæta sambúð og samskipti þýzku ríkjanna og heimsókn Honeckers nú hefði verið óræk sönnun um góðan árangur á þeirri braut. Þess var þó vandlega gætt í dag, jafnt af stjórninni í Bonn sem stjórninni í Austur-Berlín, að segja, að heimsókn Honeckers hefði ekki verið aflýst, heldur hefði henni aðeins verið frestað um óákveðinn tíma. Kohl kansl- ari sagði, að Honecker væri eftir sem áður velkominn til Vestur- Þýzkalands og kvaðst vongóður um að af heimsókninni gæti orð- ið síðar. John Hughes, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- Toroato, 4. oeptember AP. íhald.sflokkurinn undir forystu leiótoga síns, Brians Mulroney, var talinn hafa verulegt forskot fram yf- ir John Turner forsætisrádherra og flokk hans, Frjálslynda flokkinn, í kosningunum í Kanada í dag. Um 16,5 millj. manns voru á kjörskrá í þessum kosningum, þar sem kjörnir voru þingmenn í 282 kjördæmum. ins, kenndi í dag Rússum um, ef ekkert yrði úr heimsókn Honeck- ers. Sagði hann Bandaríkja- stjórn vera fylgjandi batnandi Mulroney, sem heitið hefur því að blása nýju lífi i efnahag Kan- adamanna og bæta samskiptin við Bandaríkin, greiddi atkvæði í kjördæmi sinu í Quebec. Úrslit skoðanakannana að undanförnu hafa verið á þann veg, að flokkur hans njóti allt að 20% meira fylgis en Frjálslyndi flokkurinn. Var því jafnvel spáð, að thaldsflokkurinn samskiptum milli þýzku ríkj- anna, sem væru til þess fallin að efla frið og öryggi í Evrópu. Sjá: Rússar óttuðust batnandi ... bls. 25. hlyti 160—180 þingsæti og þannig hreinan meiri hluta á þingi. Turner, sem aðeins hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá því 30. júní sl., er Pierre Trudeau lét af völdum, lauk kosningabarátt- unni í Vancouver, þar sem hann var í framboði í kjördæmi í einu af úthverfum borgarinnar. Brian Mulroney, leiðtogi fhaldsflokksins í Kanada, brosir hér fullur sjálfstrausts á kosningafundi { Quebec á mánudag. Símamynd AP. Kosningamar í Kanada: íhaldsflokknum spáð miklum sigri Lennart Bodström, utanríkisráð- herra Svíþjóðar. Flugvélin var sovézk Stokkhólmi, 4. wptember. Frá fréturit- mra MonpinblaóNÍnx. Olle Ekstrom. LENNART Bodström, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, sagði í dag, að erfitt væri að skýra svar issa við þeim ásökunum sænsku stjórnarinnar, að sovézk herþota hafi roflð sænska loft- helgi 9. ágúst sl. Sænska utanríkisráðuneytið jafnt sem yfirstjórn sænska hersins væru hins vegar ekki i neinum vafa um, að þessi flug- vél hefði verið sovézk. Var þetta haft eftir Bodström í útvarps- viðtali í dag, áður en hann lagði af stað til Reykjavíkur, þar sem hann mun sitja fund utanríkis- ráðherra Norðurlanda. Eugenij Rymko, sendiráðsrit- ari í sovézka sendiráðinu í Stokkhólmi, gerði i dag grein fyrir svari Sovétstjómarinnar. Sagði hann, að sovézk stjórn- völd hefðu látið rannsaka málið vandlega og hefðu komizt að þeirri niðurstöðu, að „enginn fótur væri fyrir“ staðhæfingum Svía um að sovézk flugvél hefði verið þarna á ferðinni. „Við höfðum vonazt til þess, að Sovétmenn myndu viður- kenna réttmæti kvartana okkar, sökum þess hve þær styðjast við sterk rök,“ var hins vegar haft eftir Bodström í dag. Bætti hann því við, að atburð- urinn 9. ágúst yrði örugglega ekki til þess að bæta sambúð Svíþjóðar og Sovétríkjanna. Sjá: Svíar stórefla viðbún- að flugsveita á Gotlandi á bls. 24. Bretland: Sáttafundur afboðaður Brighton, 4. september AP. LEIÐTOGAR hafnarverkamanna í Bretlandi ákváðu í dag að herða á hafnarverkfallinu til stuðnings verkalli kolanámumanna, sem senn hefur staðið yfir í 6 mánuði. Gerðist það eftir að fyrirhugaður sáttafund- ur í koladeilunni síðar í þessari viku hafði verið afboðaður. Er nú talið, að vinnufriður verði mjög ótryggur í Bretlandi í haust. Arthur Scargill, leiðtogi kola- námamanna sagði í dag á þingi brezka verkalýðssambandins (TUC) í Brighton, að stuðningur verkamanna í öðrum atvinnu- greinum ætti nú eftir að aukast við það, að ekkert samkomulag væri í sjónmáli í koladeilunni. „Nú munu aðrir verkamenn skilja það í fyrsta sinn, andspænis hvílíkum erfiðleikum við stöndum,” var haft eftir Scargill. Fyrr í dag höfðu ásakanir geng- ið á víxl á milli stjórnar hinna ríkisreknu kolanáma og Scargills, þar sem hvor kenndi hinum um, að hætt hafði verið við fyrirhug- aðan sáttafund. Talsverðar vonir höfðu verið bundnar við þennan fund, sem hefði verið fyrsti sátta- fundurinn í koladeilunni í 7 vikur. Þegar fréttin um þetta barst út, tóku leiðtogar hafnarverkamanna á þingi TUC sér hlé frá þingstörf- um til skyndifundar um hafnar- verkfallið, þar sem þátttaka hefur verið mjög dræm frá því að það hófst fyrir 11 dögum. Að þeim fundi loknum sagði John Conolly, framkvæmdastjóri Sambands hafnarverkamanna: „Nú munum við einbeita okkur að því á nýjan leik að fá verkamenn í þeim höfn- um, sem staðið hafa utan verk- fallsins, til þess að taka þátt i því.“ Þessar slæmu horfur í brezku atvinnulífi höfðu strax neikvæð áhrif í kauphöllinni í London, þar sem verðbréf féliu í verði og pund- ið komst lægra en nokkru sinni fyrr gagnvart Bandaríkjadollar. Var gengi pundsins í dag 1.2927 á móti einum dollar, en var 1.3030 á mánudag. Arthur Scargill, leiðtogi námaverkamanna, i fundi brezka verkalýðssam- bandsins í gær, eftir að tilkynnt var að fyrirhugaður sáttafundur í koladeil- unni hefði verið afboðaður. Síraamynd AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.