Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 Tveir slasast í bflveltu á Dalvík Dahfk, 4. september. BÍLL fór út af vegi og valt skammt fri Dalvík, laugardaginn 1. september sl. Fjórir farþegar voru í bílnum og hlutu tveir þeirra meiðsl og voru fluttir i sjúkrahús. Bíllinn var að koma frá Akureyri, en við brú yfir Hálsá, skammt sunn- an Dalvíkur, missti ökumaður stjórn á bílnum með þeim afieiðingum, að bíllinn valt út af veginum og endaði ofan í ánni. Bíllinn var mjög illa far- inn og þurfti að losa um farþega til að ná þeim úr flakinu. Tveir farþega meiddust svo aö flytja varð þá á sjúkrahús á Akureyri. Fréttaritarar. Þorsteinn Þ. Víg- lundsson látinn ÞORSTEINN Þ. Víglundsson, fyrr- verandi skóla- og sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyjum, lést 3. september sl. á 85. aldursári. Þorsteinn var fæddur að Melum í Mjóafirði, 19. október 1899. Þorsteinn nam búfræði á Hvanneyri og varð búfræðingur þaðan 1919, og var síðan við nám í lýðháskólanum í Voss í Noregi 1921 til 1923. Þá stundaði hann nám við menntaskólann Volda, Suður-Mæri, 1923 til 1924. Þor- steinn lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands árið 1927. Að loknu námi varð Þorsteinn skólastjóri við unglingaskóla Vestmannaeyja og síðan skól- astjóri Gagnfræðaskólans I Vest- mannaeyjum frá 1930. Því starfi gegndi Þorsteinn allt til ársins 1964 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þorsteinn tók virkan þátt í fé- lags- og menningarmálum f Vest- mannaeyjum. Hann varð einn af stofnendum Sparisjóðs Vest- mannaeyja 1942 og gegndi starfi sparisjóðsstjóra frá stofnun Sparisjóðsins til ársins 1974. Eftir Þorstein liggja margháttuð rit- störf, m.a. útgáfa á ársriti Vest- mannaeyja, Bliki, sem hann gaf út og skrifaði nær einvörðungu sjálf- ur frá árinu 1936 til 1981. Þá gaf hann út „íslensk-norska orðabók", sem hann var höfundur að og fyrir það verk var hann gerður að heið- ursfélaga í Vestmannalaget í Bergen 1964. Þorsteinn Þ. Víglundsson Fyrir margháttuð störf hlaut Þorsteinn ýmsar viðurkenningar og ber þar ef til vill hæst stofnun hans á byggðasafni Vestmanna- eyja, en Þorsteinn annaðist söfn- un minja á árunum 1932 til vígslu safnsins er það flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði hinn 15. apríl 1978. í tilefni af þeim atburði og þann sama dag var Þorsteinn gerður að heiðursborgara Vest- mannaeyja. Árið 1981 var Þor- steinn sæmdur „ólafsorðunni" af Noregskonungi fyrir störf hans að samskiptum Noregs og Islands. Árið 1926 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingi- gerði Jóhannsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn og jafnframt ólu þau upp eitt fósturbarn. Tannsmiðir og tannlæknar undirrita nýgerðan kjarasamning síðdegis í gær. Morgunbla»ið/Ámi Sœberg. Tannsmiðir og tannlæknar semja TANNSMIÐIR og tannlæknar undirrituðu kjarasamning hjá rík- issáttasemjara í gær, en enginn heildarkjarasamningur hefur ver- ið í gildi milli viðsemjenda mörg undanfarin ár. Samningurinn tekur mið af kjörum annarra iðnaðarstétta. Samkvæmt honum eru launa- flokkar fjórir, sá lægsti 13.717 og sá hæsti 17.387 krónur. Auk þess koma til prósentuhækkan- ir I samræmi við starfsaldur, 2,5% eftir 1 ár, 5% eftir 2 ár, 7,5% eftir 3 ár, 10% eftír 5 ár, 12,5% eftir 6 ár og 15% eftir 15 ár. Þá koma til áfangahækkan- ir 3% nú 1. september og 3% 1. janúar 1985. Samningstími er til 1. júlí á næsta ári. Samningaumræður VR og vinnuveitenda: „Leggjum áherslu á hóflegan vinnutíma“ Norska sjónvarpið: Ákvörðun ekki komin — segir Magnús L. Sveinsson formaður VR EKKI er enn búið að taka ákvörð- un um það hvenær norska sjó- nvarpið mun sjást hér á landi. Að sögn Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra gæti það orðið I vetur sem ákvörðun verður tekin um tilraun, en það yrði að- eins um tilraun að ræða. Hins veg- ar munu Norðmenn ætla sér að senda út um gervihnött til Jan Mayen síðari hluta vetrar eða í vor. „Staðan er þannig, að nú standa yfir samningaumleitanir milli Versl- unarmannafélagsins og vinnuveit- enda,“ sagði Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri Verslunarmannafé- lags Keykjavíkur, þegar blaðamaður Morgunblaðsins innti hann eftir stöðu samningamála. „Við höfum haldið einn fund og einnig eru óformlegar samningaumræður í gangi. Ánnar samningafundur verð- ur í dag. Ég er bjartsýnn á að sam- komulag náist fyrir félagsfund, sem haldinn verður á morgun. Okkar kröfur eru fyrst og fremst að dregið verði úr þeirri óhóflegu vinnu sem félagsmenn okkar inna af hendi. Fólk hefur þurft að vinna til kl. 19 frá mánudegi til fimmtudags, til kl. 22 á föstudögum og til kl. 16 á laug- ardögum. Það verður að draga úr þessu.“ Magnús kvað verslunareigendur hafa sýnt vilja til að sinna þessum kröfum VR, en auk kröfu um styttan vinnutíma leggur Verslun- armannafélagið áherslu á að ákvæði verði sett um hádegismat- artíma á laugardögum, þar sem vinna hjá verslunarfólki er orðin samfelld á þeim dögum til kl. 16. Magnús L. Sveinsson sagði að lok- um, að ekki væri langt bil sem skildi samningsaðila, svo sam- komulag ætti að nást. Það yrði vonandi fyrir morgundaginn, þeg- ar félagsfundur yrði haldinn. Samninganefnd prenUra á fúndi hjá ríkissáttasemjara í gær. Samninganefnd prentsmiðjueigenda á fundi hjá rfkissáttasemjara. Árangurslaus samningafundur með prenturum og prentsmiðjueigendum Samningafundur í kjaradeilu bókagerðarmanna og viðsemjenda þeirra í gær var árangurslaus og lauk eftir 15 mínútur. Til nýs fund- ar hefur verið boðað klukkan 16.00 á fimmtudag, en til boðaðs verk- falls bókagerðarmanna kemur 10. september á mánudaginn kemur, hafi samningar ekki tekist. Þá verða blaðamenn á samningafundi með Félagi íslenska prentiðnaðar- ins í fyrramálið. Magnús E. Sigurðsson, formað- ur Félags íslenskra bókagerð- armanna, sagði að prentsmiðju- eigendur hefðu ekki haft neitt annað að bjóða en 3% launa- hækkunina sem koma hefði átt til framkvæmda 1. september. „Við hörmum þessa afstöðu mjög," sagði Magnús „og það segir sig sjálft að við vorum ekki að segja upp launaliðum samningsins til að framlengja þá óbreytta. Von- andi breytist afstaðan í tíma, svo að ekki þurfi að koma til verk- falla, en eins og nú horfir stefnir allt í það“. Grétar Nikulásson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenska prentiðnaðarins, vildi ekkert láta hafa eftir sér um stöðuna í samn- ingamálunum að svo stöddu. Fjórir í gæslu FJÓRIR menn voru úrskurðaðir í gæzluvarðhald um helgina og gæzlu- varðhald yfir þeim fimmta var fram- lengt Mennirnir eru allir á þrítugs- aldri og sitja inni fyrir meint ávís- anafals, skjalafals og innbrot, en einn þeirra var úrskurðaður í gæzlu- varðhald til 17. október vegna s(- brota og tengist hann á engan hátt málum hinna. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur að undanförnu verið að rannsaka ávísanamisferli og var maður settur inn í síðustu viku vegna málsins. Um helgina voru þrír aðrir settir inn vegna máls- ins. Ávísanamisferlið skiptir tug- um þúsunda og ekki eru öll kurl til grafar komin í málinu. Tveir mannanna, sem settir voru inn um helgina, voru úrskurðaðir til 19. september og hinn þriðji til 12. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.