Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 23 Tilraunir með nýja steypuað- ferð tókust vel - Hentar vel í iðnaðarhúsnæði Nýlega var hér á ferð danskur bygg- ingaverkfrKðingur, Kaj Hamborg Andersen, frá Hoff & Company í Danmörku, og stjórnaði hann til- raunum sem gerðar voru með nýja sleypuaðferð á gólfi í byggingu sem Nýborg hf. er að reisa í Reykjavík. Þessi aðferð byggist á því að steypa er jöfnuð út í sérstök álmót og er byrjað á því að hrista steyp- una til með þar til gerðu tæki. Síð- an hefst mikilvægasta aðgerðin, sem er að setja plastdúk yfir Með þessari aðferð er einn flöt- ur steyptur í einu. Mjög mikilvægt er að finna réttu steyputegundina og fólust tilraunir Kaj Hamborg Andersen meðal annars í því. Til- raununum hjá Nýborg er nú lokið og tókust þær vel. Þessi steypuaðferð er upphaf- lega bandarísk. Hún er mikið not- uð í Danmörku og hefur verið þekkt þar síðan um 1960. Gólf í um 90% iðnaðarbygginga eru steypt með þessum hætti og einnig Myndin var tekin þegar verið var að steypa gólfið í byggingu Nýborgar steypuna og koma fyrir sérstakri vatnssugu, sem sýgur rakann úr henni. Til þess er notaður 8 tonna þrýstingur á hvern kvartfermetra. Þessi aðferð gerir það að verkum að steypan er mjög fljót að þorna. Hún verður 25% harðari og 60% minni líkur eru á því að hún springi. Þegar þessu er lokið er steypan grófpússuð og verkinu lýkur svo með því að fínpússað er yfir. hefur aðferðin verið mikið notuð við brúarsmíði. Vegna þess hve gólfin verða sterk með þessari að- ferð henta þau mjög vel þar sem nota þarf lyftara og önnur þung tæki við vinnu. Fyrirtækið Hoff & Company smíðar allar vélar, sem notaðar eru við þessa aðferð og hefur gert það síðan 1962. Áhaldaleiga Suð- urnesja leigir þessi tæki út og gef- ur jafnframt tæknileiðbeiningar. 11 i i ii % l r«N Sfldarvertíð undirbúin Höfn, 2. september. STUÐLAFOSS, skip Eimskipafélags íslands, kom hingað í síðustu viku með 10.900 sfldartunnur. Sfldarútvegsnefnd á tunnurnar, en þær voru settar í geymslu hjá Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar. Undirbúningur fyrir síldar- vertíðina er hafínn, en gert er ráð fyrir að hún hefjist í október. — Steinar. Morgunbladið/ Torfi Haraldsson. Frá þingi SUF í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Skúli Oddsson, Áskell Þórisson, Finnur Ingólfsson, formaður SUF og Jón Kr. Kristinsson. Einn stjómarmanna í Sambandi ungra framsóknarmanna: Varnarliðið greiði VA milljarð í leigugjald Varnar- og öryggismál mesta hitamál SUF-þingsins í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 3. aeptember. HUGMYNDIN um sérstaka gjaldtöku vegna veru bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli átti talsverðan hljómgrunn meðal fulltrúa á 20. þingi Sam- bands ungra framsóknarmanna sem haldið var hér í Vestmanna- eyjum um helgina. Miklar og allhvassyrtar um- ræður urðu á þinginu um varn- ar- og öryggismál en tillögur þær sem lágu fyrir þinginu um þessi mál fólu f sér verulega stefnubreytingu SUF að áliti þingfulltrúa sem rætt var við á þinginu. Þegar almennt orðuð ályktun þingsins um varnar- og öryggismál var tekin til af- greiðslu fékk meirihluti þingsins því framgengt að felld var niður úr ályktuninni málsgrein sem kvað á um að þingið teldi beina gjaldtöku af varnarliðinu vegna veru þess hér á landi ekki koma til greina. Einn stjórnarmanna SUF, Jón Kr. Kristinsson, kom fram með í umræðunum um ályktunina ákveðna tillögu um upphæð leigugjalds sem hann taldi að ætti að nema a.m.k. 50 milljónum dollara á ári eða sem svarar til einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Varnar- og öryggismál voru mesta hitamál þings SUF en einnig var mikið fjallað um kjara- og atvinnumál. Stjórn- málaályktun þingsins var sam- þykkt án nokkurra umræðna eft- ir að Magnús ólafsson, ritstjóri NT, hafði fylgt henni úr hlaði. Ályktunin er í fjórum köflum, um kerfisbreytingar, viðskipta- og efnahagsmál, stjórnarsam- starfið og samfélagsmál. SUF vill að Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir stórfelldum breyt- ingum og uppstokkun á núver- andi sjóðakerfi landsmanna og þingið taldi nauðsynlegt að framkvæma umfangsmikla stjórnkerfisbreytingu m.a. með fækkun ríkisstofnana eða sam- einingu þeirra. Ungir framsókn- armenn telja að í kjölfar hinna umfangsmiklu breytinga á sjóðakerfinu verði ný og fersk hugsun að ríkja í atvinnulífi landsmanna og í hinum hefð- bundnu atvinnugreinum, land- búnaði og sjávarútvegi, verði ábyrgðin að leggjast mest á framleiðendurna sjálfa án miðstýringar hins opinbera. SUF telur sérstaklega brýnt að framkvæma nú þegar um- fangsmiklar breytingar á skipan landbúnaðarmála í þá átt, að neyslan innanlands ákvarði framleiðsluþörfina. í stjórnmálaályktuninni kem- ur einnig fram sú skoðun SUF að hið frjálsa markaðshagkerfi sé ekki fært um að leysa vandamál á mörgum sviðum hagkerfisins s.s. hvað nýiðnaðar- sjávarút-. vegs- landbúnaðar- og dreifbýl- ismál varðar. Finnur Ingólfsson var endur- kjörinn formaður SUF. -hkj. SUF-þingið í Vestmannaeyjum: „Ekki meirihluti fyrir gjaldtöku af varnarliðinu“ - segir flutningsmaður tillögunnar, Jón Kristinsson í stjórnmálaályktun Sambands ungra framsóknarmanna, sem samþykkt var á þingi sambandsins í Vestmannaeyjum um síðustu helgi, er samþykkt að stefnt skuli að uppstokkun sjóðakerfís lands- manna, þannig að sjóðir séu sam- cinaðir, og stofnaðir verði þrír stórir sjóðir atvinnuvcganna, sjóð- ur sjávarútvegs, sjóður landbúnað- ar og sjóður iðnaðar. Þessi stefna sambandsins er mjög svo samhljóða niðurstöð- um nefndar er unnið hefur að undanförnu að tillögugerð að uppstokkun sjóðakerfisins, fyrir formenn stjórnarflokkanna í tengslum við viðræður þeirra um verkefnalista næsta árs. Einn nefndarmanna i umræddri nefnd var einmitt Finnur Ing- ólfsson, formaður SUF. Blaðamaður Morgunblaðsins snéri sér til Jóns Kristinssonar, starfsmanns SUF, í fjarveru Finns Ingólfssonar, formanns sambandsins, og spurði hann hvort þingið hefði þarna tekið orðrétt upp tillögur nefndarinn- ar og gert að stefnu sinni: „Get- ur ekki verið að þetta hafi verið stefna okkar?" spurði Jón, og bætti við að í þeim viðræðum sem farið hefðu fram undanfar- ið, hefði það komið fram að þessi uppstokkun sjóðakerfisins væri stefna ungra framsóknarmanna. Jón var flutningsmaður þeirr- ar tillögu á þinginu, að stefnt skyldi að gjaldtöku af varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli og yrði það gert með breytingum á varn- arsamningnum. Blm. spurði hann hvaða málsmeðferð þessi tillaga hans hefði fengið á þing- inu og undirtektir: „Það var ekki ályktað um það mál. Það er vægt til orða tekið að segja að skoðan- ir um gjaldtökuna hafi verið skiptar og afgreiðsla málsins benti eindregið til þess að ekki væri meirihluti fyrir slíkri ályktun. Málinu var vísað til nefndar, sem siðan skilaði áliti um varnar- og öryggismál, en þar var ekki tekin með þessi til- laga um gjaldtökuna." Jón var spurður hvort hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með afgreiðslu þessa máls á þinginu: „Reyndar ekki,“ sagði Jón, „þetta kom af stað umræð- um sem eru nauðsynlegar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.