Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 56
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTfíÆTl, SlUI 11633 TIL DAGLEGRA NOTA MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Kröftugt gos hófst á Kröf lusvæðinu í nótt Hraun rann til norðurs og engin hætta var talin í byggð þegar Morgunblaðið fór í prentun ELDGOS hófst í sunnanverðu Gjástykki, noröan við Leirhnjúk um miönætti í nótt. Var gosið á mjög langri línu til norðurs, frá Leirhnjúk og norður á móts við Mófell. Gosið var mjög kröftugt strax í upphafi og sást bjarminn af því allt til Eyjafjarðar. Hraunrennslið er allt í norður og er Morgunblaðið fór í prentun í nótt var enginn hætta talin á ferðum í byggð enn sem komið er. Samkvæmt upplýsingum jarðvísindamanna er þetta mesta og kröftugasta Kröflugos- ið til þessa og gossprungan aldrei verið jafn breið. Eldgos til noröurs frí Leirhnjúk í október 1980, en gosiA nú er á svipuðum slóðum og þá. Axel Bjðrnsson, jarðeðlisfræð- ingur, sem staddur var við skjálftamælingar i Reykjahlíð í gærkvöldi sagði í samtali við Morgunblaðið í nótt, að óvenju- mikið sig hefði verið í gangi, meira heldur en í sfðustu gosum, og hófst það um hálf nfu leytið í gærkvöldi. Hefði þvf fylgt mikill órói alveg stöðugt þar til laust fyrir miðnætti, er sérstakir skjálftar komu fram, sem oft eru samfara því er eldgos eru að brjót- ast upp á yfirborðið, enda varð sú raunin. „Það er ljóst, að gosið er allt i norður og byggð því ekki f hættu enn sem komið er,“ sagði Axel Björnsson. Bjarminn sást í Eyjafirði Kristján Þórhallsson, fréttarit- ari Morgunblaðsins í Mývatns- sveit, sagði að Almannavarnir hefðu hringt um klukkan tfu og látið vita af því að hratt landsig væri hafið. Órói hefði komið fram á mælum og menn beðnir að vera í viðbragðsstöðu. „Það var svo um tíu mínúntur fyrir miðnætti að gosið byrjaði og hefur það síðan færst mjög f aukana. Þetta er tignarleg sjón, albjart á himni og öll sveitin uppljómuð," sagði Kristján. Stefán Skaftason, fréttaritari Morgunblaðsins í Aðaldal, sagði að gosið sæist á tveimur stöðum þaðan að sjá. „Þetta er alveg feiki- legt gos og himinn logar hér á tveimur stöðum," sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið f nótt. Vaktmaður í stöðvarhúsinu við Kröflu sagði enga hættu á ferðum við Kröfluvirkjun enn sem komið væri, enda væri gosið á svipuðum slóðum og áður, og lægi sprungan í norður frá Kröflu. Það var víðar en í Mývatnssveit- inni, sem bjarminn frá gosinu sást á næturhimninum. Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörn í Öng- ulstaðahreppi í Eyjafirði hafði samband við Morgunblaðið skömmu eftir að gosið hófst f nótt og sagði að bjarminn sæist greini- lega þar í sveit. Síðast gaus í nóvember 1981 Síðasta gos á Kröflusvæðinu hófst aðfaranótt 18. nóvember 1981 og gaus þá á svo til nákvæm- lega sama stað og nú, að sögn jarðvisindamanna í nótt. Gosið var mjög kraftmikið fyrstu klukkustundirnar og um tfma gaus á átta kflómetra langri sprungu. Hraun rann aðallega til vesturs og nokkur hluti þess náði allt til Gæsafjalla. Strax á fyrsta degi dró úr krafti gossins og minnkaði hraunrennslið mikið. Eftir það gaus aðallega á tveimur stöðum. Gosinu var að mestu lokið 24. nóvember og hraunið sem upp kom var um 18 ferkílómetrar. Árið 1980 gaus þrívegis á Kröflusvæðinu. Fyrsta gosið hófst 16. mars og gaus á um 400 metra langri sprungu frá Leirhiijúki og norður að Gjástykki. Aftur gaus 10. júlf á þessu svæði, þá skammt frá Hrútafjöllum í Gjástykki. Þriðja gosið þetta ár hófst síðla kvölds 18. október. Gosvirknin var mjög mikil fyrstu klukkustundirn- ar ok náði gosmökkurinn í um 15 „Viö höfum ekkert fengið og erum hættir í bili,“ sagöi Tryggvi Guö- mundsson, skipstjóri á hrefnubátnum Gissuri hvíta ÍS 114, er Morgunblaöið þúsund feta hæð. Gosið minnkaði skyndilega morguninn eftir og eft- ir það gaus aðeins nyrst á svæðinu á tæplega kflómeters langri sprungu. Gosið stóð tiltölulega stutt, en hraunmagnið sem upp kom var talsvert og rann langt sökum þess hve þunnt það var. haföi samband við hann á miðunum út af Vestfjöröum síðdegis í gær. Gissur hvíti hefur að undanfornu veriö á beinhákarlaveiðum en stlunin var að nýta aflann til iýsisgerðar og matvæla- vinnslu. Beinhákarlaveiðarnar: Höfum ekkert feng- ið og erum hættir — segir Magnús, skipstjóri í Gissuri hvíta Hugmyndir stjórnarflokkanna: Tekjuskattur felldur niður á launum undir 22 þús. kr. Tryggvi Guðmundsson, skipstjóri, sagði ennfremur að nokkrir aðilar hefðu haft samband við þá vegna auglýsinga um að láta vita, ef bein- hákarls yrði vart, en lítið hefði kom- ið út úr því. Þeir hefðu til dæmis fengið ábendingu um beinhákar! út af Arnarstapa fyrir tveimur dögum, en þegar þangað kom urðu þeir ekki varir. „Við biðum þarna í heilan dag en urðum ekkert varir við hann. Menn hafa held ég gert sér ljóst að það er of seint farið í þetta hjá LÆKKUN tekjuskatts er eitt þeirra atriða sem þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson, formenn stjórnarflokkanna, hafa verið að ræða. Tillögur liggja nú fyrir um að tekjuskattur á „almennar launatekjur“ verði felldur niður í áfongum á þremur árum. Til að mæta tekjutapi ríkissjóðs sem nema mundi allt að 700 milljónum króna á fyrsta ári hafa sjálfstæðimenn hreyft hugmyndum um hækkun neysluskatta eins og söluskatts en fram- sóknarmenn hallast að hækkun eignarskatta eins og fasteigna.skatLs og hækkun á hæsta þrepi tekjuskattsins. Kerfið sem til umræðu hefur verið felur í sér verulega lækkun frá því sem nú er eða um 1700 milljónir króna á næstu þremur árum miðað við álagningu á árinu 1984. Þetta eru nær 4% af heild- artekjum einstaklinga á árinu 1984. í fyrsta áfanga sem kæmi til framkvæmda á næsta ári er ætl- unin að hækka skattskyldumörkin á launum og einnig að lækka skattahlutföll á öðru og þriðja þrepi nokkuð. Skattlagning hjóna yrði óbreytt frá núverandi kerfi. Þótt Alþingi hafi með 47 sam- hljóða atkvæðum samþykkt það síðastliðinn vetur að tekjuskattur skuli afnuminn í áföngum af „al- mennum launatekjum“ liggur ekki fyrir nein skilgreining þingheims á því hvaða launatekjur eru „al- mennar". Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í skýrslu um afnám tekjuskatts sem lögð hefur verið fram í viðræðum stjórnar- flokkanna talið að með því að miða skattskyldumörkin við það að þeir sem höfðu minna en 22 þúsund króna mánaðartekjur fyrir dagvinnu í ágústmánuði síð- astliðnum losni undan tekjuskatti sé unnt að ná því markmiði að af „almennum launatekjum“ verði ekki greiddur tekjuskattur. okkur. Við erum of seint á ferðinni og ég held að það þýði ekkert að halda þessu áfram, þannig að við erum á leiðinni í land,“ sagði Tryggvi Guðmundsson. Það var Lýsi hf. sem leigði Gissur hvíta til veiðanna og var ætlunin að vinna beinhákarlinn fyrir markað erlendis, m.a. í Asíu, þar sem há- karlauggasúpa er hátíðamatur, eftir því sem haft er eftir Steinari Berg Björnssyni, framkvæmdastjóra Lýs- is hf., < Morgunblaðinu á sunnudag- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.