Morgunblaðið - 05.09.1984, Síða 56

Morgunblaðið - 05.09.1984, Síða 56
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTfíÆTl, SlUI 11633 TIL DAGLEGRA NOTA MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Kröftugt gos hófst á Kröf lusvæðinu í nótt Hraun rann til norðurs og engin hætta var talin í byggð þegar Morgunblaðið fór í prentun ELDGOS hófst í sunnanverðu Gjástykki, noröan við Leirhnjúk um miönætti í nótt. Var gosið á mjög langri línu til norðurs, frá Leirhnjúk og norður á móts við Mófell. Gosið var mjög kröftugt strax í upphafi og sást bjarminn af því allt til Eyjafjarðar. Hraunrennslið er allt í norður og er Morgunblaðið fór í prentun í nótt var enginn hætta talin á ferðum í byggð enn sem komið er. Samkvæmt upplýsingum jarðvísindamanna er þetta mesta og kröftugasta Kröflugos- ið til þessa og gossprungan aldrei verið jafn breið. Eldgos til noröurs frí Leirhnjúk í október 1980, en gosiA nú er á svipuðum slóðum og þá. Axel Bjðrnsson, jarðeðlisfræð- ingur, sem staddur var við skjálftamælingar i Reykjahlíð í gærkvöldi sagði í samtali við Morgunblaðið í nótt, að óvenju- mikið sig hefði verið í gangi, meira heldur en í sfðustu gosum, og hófst það um hálf nfu leytið í gærkvöldi. Hefði þvf fylgt mikill órói alveg stöðugt þar til laust fyrir miðnætti, er sérstakir skjálftar komu fram, sem oft eru samfara því er eldgos eru að brjót- ast upp á yfirborðið, enda varð sú raunin. „Það er ljóst, að gosið er allt i norður og byggð því ekki f hættu enn sem komið er,“ sagði Axel Björnsson. Bjarminn sást í Eyjafirði Kristján Þórhallsson, fréttarit- ari Morgunblaðsins í Mývatns- sveit, sagði að Almannavarnir hefðu hringt um klukkan tfu og látið vita af því að hratt landsig væri hafið. Órói hefði komið fram á mælum og menn beðnir að vera í viðbragðsstöðu. „Það var svo um tíu mínúntur fyrir miðnætti að gosið byrjaði og hefur það síðan færst mjög f aukana. Þetta er tignarleg sjón, albjart á himni og öll sveitin uppljómuð," sagði Kristján. Stefán Skaftason, fréttaritari Morgunblaðsins í Aðaldal, sagði að gosið sæist á tveimur stöðum þaðan að sjá. „Þetta er alveg feiki- legt gos og himinn logar hér á tveimur stöðum," sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið f nótt. Vaktmaður í stöðvarhúsinu við Kröflu sagði enga hættu á ferðum við Kröfluvirkjun enn sem komið væri, enda væri gosið á svipuðum slóðum og áður, og lægi sprungan í norður frá Kröflu. Það var víðar en í Mývatnssveit- inni, sem bjarminn frá gosinu sást á næturhimninum. Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörn í Öng- ulstaðahreppi í Eyjafirði hafði samband við Morgunblaðið skömmu eftir að gosið hófst f nótt og sagði að bjarminn sæist greini- lega þar í sveit. Síðast gaus í nóvember 1981 Síðasta gos á Kröflusvæðinu hófst aðfaranótt 18. nóvember 1981 og gaus þá á svo til nákvæm- lega sama stað og nú, að sögn jarðvisindamanna í nótt. Gosið var mjög kraftmikið fyrstu klukkustundirnar og um tfma gaus á átta kflómetra langri sprungu. Hraun rann aðallega til vesturs og nokkur hluti þess náði allt til Gæsafjalla. Strax á fyrsta degi dró úr krafti gossins og minnkaði hraunrennslið mikið. Eftir það gaus aðallega á tveimur stöðum. Gosinu var að mestu lokið 24. nóvember og hraunið sem upp kom var um 18 ferkílómetrar. Árið 1980 gaus þrívegis á Kröflusvæðinu. Fyrsta gosið hófst 16. mars og gaus á um 400 metra langri sprungu frá Leirhiijúki og norður að Gjástykki. Aftur gaus 10. júlf á þessu svæði, þá skammt frá Hrútafjöllum í Gjástykki. Þriðja gosið þetta ár hófst síðla kvölds 18. október. Gosvirknin var mjög mikil fyrstu klukkustundirn- ar ok náði gosmökkurinn í um 15 „Viö höfum ekkert fengið og erum hættir í bili,“ sagöi Tryggvi Guö- mundsson, skipstjóri á hrefnubátnum Gissuri hvíta ÍS 114, er Morgunblaöið þúsund feta hæð. Gosið minnkaði skyndilega morguninn eftir og eft- ir það gaus aðeins nyrst á svæðinu á tæplega kflómeters langri sprungu. Gosið stóð tiltölulega stutt, en hraunmagnið sem upp kom var talsvert og rann langt sökum þess hve þunnt það var. haföi samband við hann á miðunum út af Vestfjöröum síðdegis í gær. Gissur hvíti hefur að undanfornu veriö á beinhákarlaveiðum en stlunin var að nýta aflann til iýsisgerðar og matvæla- vinnslu. Beinhákarlaveiðarnar: Höfum ekkert feng- ið og erum hættir — segir Magnús, skipstjóri í Gissuri hvíta Hugmyndir stjórnarflokkanna: Tekjuskattur felldur niður á launum undir 22 þús. kr. Tryggvi Guðmundsson, skipstjóri, sagði ennfremur að nokkrir aðilar hefðu haft samband við þá vegna auglýsinga um að láta vita, ef bein- hákarls yrði vart, en lítið hefði kom- ið út úr því. Þeir hefðu til dæmis fengið ábendingu um beinhákar! út af Arnarstapa fyrir tveimur dögum, en þegar þangað kom urðu þeir ekki varir. „Við biðum þarna í heilan dag en urðum ekkert varir við hann. Menn hafa held ég gert sér ljóst að það er of seint farið í þetta hjá LÆKKUN tekjuskatts er eitt þeirra atriða sem þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson, formenn stjórnarflokkanna, hafa verið að ræða. Tillögur liggja nú fyrir um að tekjuskattur á „almennar launatekjur“ verði felldur niður í áfongum á þremur árum. Til að mæta tekjutapi ríkissjóðs sem nema mundi allt að 700 milljónum króna á fyrsta ári hafa sjálfstæðimenn hreyft hugmyndum um hækkun neysluskatta eins og söluskatts en fram- sóknarmenn hallast að hækkun eignarskatta eins og fasteigna.skatLs og hækkun á hæsta þrepi tekjuskattsins. Kerfið sem til umræðu hefur verið felur í sér verulega lækkun frá því sem nú er eða um 1700 milljónir króna á næstu þremur árum miðað við álagningu á árinu 1984. Þetta eru nær 4% af heild- artekjum einstaklinga á árinu 1984. í fyrsta áfanga sem kæmi til framkvæmda á næsta ári er ætl- unin að hækka skattskyldumörkin á launum og einnig að lækka skattahlutföll á öðru og þriðja þrepi nokkuð. Skattlagning hjóna yrði óbreytt frá núverandi kerfi. Þótt Alþingi hafi með 47 sam- hljóða atkvæðum samþykkt það síðastliðinn vetur að tekjuskattur skuli afnuminn í áföngum af „al- mennum launatekjum“ liggur ekki fyrir nein skilgreining þingheims á því hvaða launatekjur eru „al- mennar". Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er í skýrslu um afnám tekjuskatts sem lögð hefur verið fram í viðræðum stjórnar- flokkanna talið að með því að miða skattskyldumörkin við það að þeir sem höfðu minna en 22 þúsund króna mánaðartekjur fyrir dagvinnu í ágústmánuði síð- astliðnum losni undan tekjuskatti sé unnt að ná því markmiði að af „almennum launatekjum“ verði ekki greiddur tekjuskattur. okkur. Við erum of seint á ferðinni og ég held að það þýði ekkert að halda þessu áfram, þannig að við erum á leiðinni í land,“ sagði Tryggvi Guðmundsson. Það var Lýsi hf. sem leigði Gissur hvíta til veiðanna og var ætlunin að vinna beinhákarlinn fyrir markað erlendis, m.a. í Asíu, þar sem há- karlauggasúpa er hátíðamatur, eftir því sem haft er eftir Steinari Berg Björnssyni, framkvæmdastjóra Lýs- is hf., < Morgunblaðinu á sunnudag- inn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.