Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 42______________ Hannes Hafstein Bjarnason - Minning Fæddur 11. Janúar 1925 Dáinn 27. ágúst 1984 „Hann Hannes frændi er dá- inn.“ Þessi fregn kom eins og reið- arslag. Frændi sem alltaf var svo hress og aldrei kenndi sér nokkurs meins. Þeir dagar sem hann var frá vinnu eru teljandi á fingrum annarrar handar. En lífið hefur sinn gang. Minningarnar hrannast upp. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur Hannes frændi skipað stór- an sess í lífi minu. Það var hann sem gekk með mér fyrstu sporin og sýndi mér undur veraldarinnar, sjóinn, Vatnsmýr- ina, og aðra þá staöi er honum voru kærir. Vil ég þá sérstaklega nefna flugvöllinn en þar hafði hann unnið frá 15 ára aldri og þekkti hvern krók og kima. Ógleymanlegar voru ferðirnar á hjólinu með honum um borg og bæ, frá þeim á ég mínar Ijúfustu bernskuminningar. Svo þegar stundir liðu fram og sonur minn, Hannes Þór, fæddist endurtók sama sagan sig. Þeir nafnar áttu ótaldar ánægjustund- ir saman. Eins og nærri má geta var Hannes Þór augasteinninn hans og er nú harmur kveðinn að litlum dreng sem kvaddi nafna sinn fyrir hálfum mánuði með fyrirheitum um endurfundi á komandi jólum, en þá hugðist Hannes koma í heimsókn til okkar. Ekki get ég látið vera að minn- ast á pakkasendingarnar hans til okkar þar sem við dveljum við nám i Sviþjóð. Þar sat hugulsemin i fyrirrúmi, matur, orðabækur, Nonnabækur fyrir nafna og allt sem hann taldi að gagni mætti koma í útlandinu. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, vil ég þakka elsku hjartans frænda mínum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Blessuð sé minning hans. Bertha Aö dauðinn geri ekki boð á und- an sér sannaöist er mér var til- kynnt lát Hannesar Bjarnasonar að morgni mánudags 27. ágúst sl., en hann hafði látist skyndilega þá um morguninn nýkominn til vinnu. Var hann mættur á vinnu- stað sínum á Reykjavíkurflugvelli, jafn stundvíslega og að jafnaði áð- ur sl. rúm fjörutíu ár er hann hafði starfað hér. Fyrst vann hann við byggingu flugvailarins hjá breska setuliðinu, en síðar þ.e. frá árinu 1946 hjá flugmáiastjórn, eftir að íslensk stjórnvöld tóku við rekstri flugvallarins og var því einn elsti og reyndasti starfsmað- urinn við viðhalds- og umsjónar- störf á flugvallarsvæðinu. Störf sín leysti hann af hendi af sam- viskusemi og Ijúfmennsku og var þvi vel látinn af samstarfs- mönnum sínum. Hannes ólst upp hér í borg á Grímsstaðaholtinu, foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason, verkamaður, og Guðrún Krist- jánsdóttir, en föður sinn missti hann þegar hann var ungur og bjó hann jafnan með móður sinni, þar til hún lést fyrir nokkrum árum. Hannes var maður frekar hlé- drægur, þó ræðinn í sínum hópi, en alla jafna hress í bragði og úr- ræðagóður. Eg vil að lokum þakka þessum látna vini okkar langt og ósérhlíf- ið starf við Reykjavíkurflugvöll og í þágu flugmálanna almennt, einn- ig biðja samstarfsmenn fyrir kveðju. Aðstandendum votta ég mina dýpstu samúö. Gunnar Sigurðsson Nú er hann liðinn, Hannes frændi, eins og við feðgarnir vor- um vanir að kalla hann. Upp i hugann koma ótal minningar. Allt saman góðar og fallegar minn- ingar um einstakan mann. Ætíð þegar við áttum leið til hans tók hann á móti okkur með sannri ástúð og velvild. Oft leitaði ég á náðir frænda þegar hjálpar var þörf, bæði þegar sneri að hin- um ýmsu viðgerðum, svo og vandamálum hversdagslifsins. Alltaf var hann reiðubúinn að lið- sinna og gerði það vel. Þegar byrj- að var á einhverju verki þar sem frændi átti hlut að máli, þá var vel vandað til þess og sá hann um að bæði væri upphaf og endir á hlut- unum. Sjaldan eða aldrei hefi ég kynnst manni sem vandaði eins vel verk sin, þar var hvert atriði þaulhugsað og þess gætt að hvergi yrðu lausir endar þegar upp var staöið. Bæði hafði hann mikið og gott verksvit og var auk þess gæddur þesskonar hugviti sem auðveldar mönnum störf sín. Oft vakti það undrun mína hvernig hann gat dregið fram úr smiðju sinni einfaldar lausnir á því sem mér virtust vera flókin vandamál. Aldrei aftur á maður eftir að koma á Fálkagötu 15, fá sér kaffi- sopa og spjalla við frænda, og það er miöur. En þó er annar sem saknar frænda enn meir, það er litli frændi sem skírður er eftir Hann- esi. Átta ára drengur, fæddur inn í litla fjölskyldu þar sem frændi hafði stóru hlutverki að gegna. Þeir tveir voru ávallt góðir vinir og félagar. Siðustu tvö sumrin sem Hannes litii Þór var á íslandi voru þeir mikið saman og undi litli frændinn sér alltaf vel i návist stóra frænda. Þeir Hannesarnir fóru oft í bíó saman, gengu um vesturbæinn og Grímsstaðaholtið og sagði Hannes drengnum litla sögur og frásagnir um húsin og fólkið sem bjó á holtinu. Einnig fóru þeir í útilegur saman, bæði inn á öræfin þar sem þeir nutu fegurðar og mikiifengleika ís- lenskrar náttúru og iðulega dvöldu þeir langtímum saman uppi í Öskjuhlíðinni, hvar þeir nutu þeirrar sérstöku tilfinningar sem fylgir því að vera staddur í náttúrulegu umhverfi en þó inni í miðju minnstu stórborgar i heimi. Söknuður litla drengsins er stór. Þó er víst að timinn læknar öll sár, bæði stór og smá. Við þökkum fyrir að hafa kynnst þessum ágæta manni og átt með honum samleið á vegi Hfsins í nokkur ár, sem því miður urðu alltof fá. Minning hans mun ávallt lifa i hjörtum okkar, björt og hrein, og verða okkur til uppörfunar i leik og starfi. Guðjón og Hannes Þór. Hann var mættur til vinnu sinnar úti á Reykjavíkurflugvelli árla morguns. Hann hafði komið á hjólinu sínu eins og jafnan áður í þau 43 ár sem hann vann þar. En þessi dagur átti eftir að verða öðru vísi. Hannesi frænda auðnaðist ekki að taka til við vinnu sína. Hann hneig niður meðvitundarlaus inn- an um vinnufélagana. Skömmu síðar var hann allur. Það er ekki lengi að gerast. Nú, þegar við kveðjum Hannes, föðurbróður okkar, leiftra minn- ingarnar um hann. Flestar tengj- ast þær bernskuárunum, er farið var í heimsókn til hans og ömmu á Holtinu. En frændi bjó alla sina tíð i foreldrahúsum. Hann var ætíð boðinn og búinn að sinna okkur. Sérlega minnis- stæðar eru ferðirnar sem farnar voru niður í fjöru við Ægisíðuna. Ingibjörg Markúsdóttir frá Arnarnúpi - Minning Ef til vill er það fyrst og fremst æska sjálfs mín og bernska sem rifjast upp fyrir mér þegar ég minnist þessarar öldnu konu, sem nú er látin. En minningarnar um hana og bernsku mína verða ekki skildar hver frá annarri í mínum huga. — Við áttum samleið í ellefu ár, á þeim tíma sem ég var að komast til vits og ára. — Einmitt þess vegna vildi ég geta komið því til skila að þaö fór mikilhæf og göfuglynd kona, í smæð sinni, þar sem hún fór, sem ekki á síður skil- ið eftirmæli en þeir, sem meira máttu sín. Hvaða tilgangi það svo þjónar, að skrifa slík eftirmæli, leiði ég ekki hugann að. Örlög mín spunnust þannig, að mig bar þar að garði, sem Ingi- björg var þá. En það var á Skálará í Keldudal við Dýrafjörð. Það er vorið 1921. Ég er á fimmta ári. Eg mun þá þegar ekki hafa þótt að- laðandi barn til ögunar, sem leiddi til þess að ég varð flestum hvim- leiður og minum nánustu frekar til ama en ánægjuauka. Inní þess- ar horfur með blessaðan drenginn hlaut Inga að grípa, þótt hún ætl- aði sér það ekki. Hún lagði alltaf fátt til allra mála. Hún stóð eins og á bakvið þetta leiksvið, þótt hún kæmist ekki hjá því að skila þar miklu hlutverki. Hún varð aldrei reið við mig, nema þegar hún sá mig taka ann- an vænginn, eða báða, af flugu, eða nokkra fætur undan könguló, sem á vegi mínum varð. Hún hafði þá innbyggðu hæfi- leika að skila til annarra því feg- ursta, sem í sál hennar bjó og prýtt getur hið mannlega svið, án þess að hafa þar mörg orð um. Breytni hennar: hógværðin, trú- festan og trygglyndið í fari henn- ar skóp það manngildi ungum sál- um, sem ekki fór þeim úr huga heldur tók það sterkara litróf eftir því sem árin líða og vildu svo gjarnan tileinka sér það að lokum. Sitt langa líf sló hún sífellt á feg- urstu strengi í hverri ungri sál, sem hún átti samleið með, hún trúði því að þannig yrði vegur þeirra mestur. öllum vildi hún vel. Hún vann störf sín af hljóðum huga, hyggindum mikillar sálar, sem lífið sjálft færði henni í vöggugjöf. Hennar göfuga hjarta- lag bauð henni að stinga við fæti, hvarvetna þar sem öldur harms og báginda ógnuðu með sjúkleika og jafnvel dauða í litlu samfélagi, eins og i Keldudal. Hún hafði næma tilfinningu fyrir meinum manna og dýra og liprar hendur til þess að lina þjáningar þeirra, mýkja sárin og græða þau. — Þess vegna varð það hennar hlutskipti að veita viðtöku því umkomulaus- asta sem þrengir sér inni þessa veröld, án þess að hafa boðsmiða á þeirri stundu. Hún var i mörgum tilvikum nærkona, þegar enginn annar var viðlátinn til þess. Hún bar þannig gæfu til að leysa þrautir annarra áfallalaust. Búa öðrum sinn fyrsta beð, sem hún lagði í vöggu með bros á vör og fyrirbænum. Enn öðrum bjó hún sinn hinsta náttstað með tár á hvarmi, biðjandi guð sinn um það, að vera honum náðugur. — Þannig sté hún ávallt fram, þegar öðrum var getu vant, hvort heldur það var lífið eða dauðinn, sem að dyr- um kvaddi í lágum bæ. Þannig átti hún sína gleði og sína harma, eins og við hin. Hún las það ekki nein- um. Hún var dulgæf kona, sem vann sín störf í „lágum hljóðum". Það kom mikið i hennar hlut að gæta lambánna á vorin. Eg fékk snemma að fara með henni, þótt líkur væru á að ég ýrði frekar til trafala. Það kom sér oft vel fyrir mig, vegna þes að þá gat fengist eðlileg skýring á því að ég varð blautur í fæturna og jafnvel for- ugur, þótt sólin skini í heiði. Mér gekk stundum erfiðlega að gefa fullkomna skýringu á því, hvað það henti mig oft að ég var sokka- blautur, þegar öðrum lá við bein- broti af skósleipu í þurrkinum. Ég reyndi sem oftast að kenna það fótraka, en auðvitað vissu það all- ir, að það voru bröndurnar í bæj- arlæknum, sem ollu þessu, þegar ég var að eltast við þær. En ef ég fór með Ingu til lambánna þurfti ég ekki að kvíða verðskulduðum snuprum, sem engum þykir góður kostur að meðtaka. Hún sá fyrir því. Þess vegna hændist ég stöðugt að henni. Hún bar svo oft blak af mér þegar ég fór í bága við aga heimilisins. Hún kenndi mér að þekkja allan dalinn, þegar við gengum til kindanna. Öll eykta- mörk hans, sem kom sér oft vel síðar fyrir klukkulausan smala- dreng. Hún þekkti samspil fjall- anna i dalnum. Hvernig þau rif- ust, þegar stormurinn gnauðaði um þau með tröllslegum hávaða og gný. Hvernig þau brostu hvert til annars þegar sólin skein og hnjúkaþeyrinn flutti þeim koss, kinn af kinn, eins og þau ættu ást- ir í leynum. Best þekkti hún raddir Arnar- núpsins. Við rætur hans átti hún lengst af samastað í vinalegum bæ. Hún unni mjög þeim stað. Hún vissi hvers vegna núpurinn umlaði í lognkyrrðinni. Hún vissi lika hversvegna hann stundi í lá- deyðunni. Hún þekkti sjávarlagið af hvísli öldunnar í eyra hans, hvernig hún gældi við fætur hans, eins og ástmær í tilhugalífi. Hvernig hún var reið við hann og kom þá æðandi langt utan af firði eins og hún vildi mola hann niður i eitt skipti fyrir öll. Þá drundi ógurlega í honum, þegar hann glotti að þessu uppátæki bárunn- ar. Þessar og aðrar álíka sögur sagði Inga mér þegar við röltum tvö saman um dalinn. Þær voru í stíl við þjóðsögurnar sem ég var farinn að geta stautað. Eg drakk þetta í mig eins og móðurmjólk og auðvitað dvínaði hugrekkið í sam- ræmi við það. En það er hugljúf minning að rifja þetta upp, eftir meira en 60 ár, yfir moldum þessarar mætu konu, sem lét dulið hugarflug sitt reika óbeislað í návist lítillar sálar í trúnaði. Slík perla gleymist ekki ungum dreng. Vafalaust hefir Inga haft nokk- urt skóslit við að gæta ánna, en hún sleit engum skóm við skóla- göngu sína. Hún varð ekki sam- stúdent með neinum. — Samt var hún fjölvís kona, sem kunni skii á torráðnum gátum hins mannlega lífs. Að sjálfsögðu var hún barn sins tíma, sem ekki náði fótfestu í tölvuheiminum. Hún lét því aðra um það. Keldudalur var hennar örlaga- byggð. Henni þótti mjög vænt um hann. Þar var hún fædd fyrir níu- tíu og fimm árum. Aðrir hafa get- ið uppruna hennar, svo að ég endurtek það ekki. En þarna, inn á milli fjalanna, þar liggja hennar léttustu spor. Þar liggur hennar þyngsta ganga. Þar var forlaga- þráður hennar spunninn og örlög hennar ráðin. 1925 giftist Inga Stefáni Guð- jónssyni, sem var einn af hinum stóra systkinahópi á Arnarnúpi, sonur Élínborgar og Guðjóns, er þá bjuggu þar. Ég var orðinn níu ára og mér gramdist að Inga skyldi gifta sig, þvi að þá fór hún frá okkur. Þau settu saman heim- ili að Móum, sem er nánast lítill bali í landi Arnarnúps. Árið eftir fæddist sonurinn, Markús, sem nú veitir forstöðu byggingavörudeild SÍS. Stefán var um margt fágætur maður. Hjartahlýr og velviljaður. Trölltryggur og einlægur eins og öll hans stystkini. Ég skynjaði þetta vel, þótt ég væri aðeins drenghnokki. Eg hafði líka vit á því að hjúskapur hans og Ingu var með fádæmum fagur. Svo augljóst var það. Margur hefði af sambúð þeirra getað lært. Mér finnst núna i minningunni, að Stefán hafi um sumt verið á undan sinni samtíð. Hann var t.d. meiri kvenréttinda- maður en margur er enn þann dag i dag og á engan hátt hægt að bendla hann við karlrembu, eins og það er orðað nú um stundir. Mér fannst hann vera fyrirmynd annarra eiginmanna á þeirri tíð, sem bar Ingu á höndum sér. Þá skein líka hennar hamingjusól f heiði. Dalurinn, fjöllin og allt virt- ist brosa við þeim. — En stundum næðir nepjan um sólbjartan dag. Stefán gekk ekki heill til skógar og fyrr en varði hneig sól hans til viðar. Hann féll með haustlaufinu 1929, eftir fagurt samspil við mannlífið, aðeins tuttugu og sjö ára að aldri. — Þau Inga eignuð- ust dóttur þá um sumarið, sem var skirð við kistu föður síns, en hún lést tveim vikum siðar, þriggja mánaða gömul. Þá, eins og stunduð áður, hljóðnaði í dalnum. Jafnvel fjöllin ræddust ekki við, svo tekið væri eftir því, og sjálfur Arnarnúpur- inn stundi yfir harmi dalbúanna. — Inga var sterk kona, sem ekki bifaðist frekar en fjöllin. Hún kveinkaði sér ekki i mikilli raun, með son sinn ungan, en bar harm sinn eins og aðeins hetjur einar geta gert. Það var í fyrsta skiptið, en ekki það síðasta, sem ég gerði mér grein fyrir því, hve sársaukafullt það er, að standa andspænis ann- arra harmi. Andspænis harm- þrunginni móður með ungbarn i fangi og eiga engin orð, ekki neitt, ekkert, ekkert, sem létt gat byrði hennar, nema eigin tár, sem ég vildi ekki að hún sæi. Hún átti vitsmuni og þrek til þess að vera sátt við guð sinn, sem þessu stjórnaði, eins og öðru. „Drottinn gaf og drottinn tók“ sagði hún að- eins og fól honum framhaldið. Hún var þannig sammála ömmu minni, sem þá þegar hafði misst sjö af tólf börnum sínum. Flest í blóma lifsins. Stundum tvö sam- tímis. „Drottinn gaf og drottinn tók“ sagði hún líka. — En ég var reiður þessum guði, sem hagaði sér svona við fólk. Fyrst að gefa því dýrmætar gjafir og taka þær síðan frá þeim. Hjá mér gekk þetta dæmi ekki upp. Ég var jú aðeins þrettán ára. Það var mín afsökun. En það tók mig langan tíma, mörg, mörg ár, að komast yfir það. Nú hefir þessi mæta kona lokið löngum og farsælum starfdegi, með fagrar rúnir ristar á brá, sem aldrei verða ráðnar. Með sögu að baki, sem aldrei verður skráð. Þannig geymist það göfugasta með sjálfu sér, en því sem minna er um vert mætum við hvar sem er. Hafi hún heila þökk fyrir mann- gildi sitt, heilindi sín, góðvild sína og tryggð, við lftilsiglda sál, sem á vegi hennar varð. — Nú vona ég og bið, að móðir min, sem fór þessa sömu för fyrir 56 árum, sé nú svo vel i stakk búin, að henni sé mögu- legt að leiðbeina henni á ókunnum leiðum, eftr því sem þörf krefur og launa henni þannig fyrir son sinn. Eg get sagt við sjálfan mig: „Kær kveðja Inga mín“. Skarphéðinn Össurarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.