Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 fHiorgiwi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Ný atvinnustefna - hætta á verkföllum Höfuðatriði efnahags- markmiða ríkisstjórnar- innar fyrir árið 1985 liggja nú fyrir: 1) Ríkissjóður á að vera hallalaus; 2) svigrúm til geng- isbreytinga verður 5%; 3) er- lendi skuldabagginn á ekki að fara yfir 61% af þjóðarfram- leiðslu; 4) verðbólguhraðinn verður um 10% og 5) við- skiptahalli verður ekki meira en 4%. í ár hefur flest verið öndvert fyrir efnahagsstarfsemina í landinu. Fiskafli hefur verið litill og slaknað hefur á verði á okkar helstu mörkuðum. Talið er að í árslok 1984 nemi er- lendar skuldir 63 til 64% af þjóðarframleiðslu, halli á viðskiptum við útlönd í ár verður meiri en að var stefnt eða 4% í stað 2%, eyðslan um- fram efni hefur verið brúuð með erlendum lánum. Ekki hefur tekist að hafa nægar hömlur á opinberum rekstri, hallinn á ríkissjóði í ár er helsta einkenni þess að ríkis- stjórnin hefur ekki náð þeim tökum á efnahagsþróuninni sem eru forsendur varanlegs árangurs. Lítið má út af bregða til að verðbólguhjólin taki að snúast hraðar og til að atvinnustarfsemi leggist niður í þeim greinum sem verst eru settar. Á næsta ári er hvorki reikn- að með því að fiskafli verði meiri en í ár né markaðir betri. Þingmenn stjórnarflokk- anna hafa sett ríkissjóði þær skorður að hann taki ekki meira af erlendum lánum en duga fyrir afborgunum eldri lána. I þessu felst „all um- fangsmikill niðurskurður" hjá ríkissjóði svo að vitnað sé til þeirra orða sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, notaði í ræðu á Sel- fossi á mánudagskvöldið. Þar lagði hann megináherslu á að þessi niðurskurður hjá ríkinu réði úrslitum um að unnt yrði að veita nýju fjármagni til at- vinnuveganna og hefja þar stórfellda nýsköpun fyrir frumkvæði einstaklinga og fé- laga þeirra. Stjórnarflokkarnir hafa ekki skýrt frá því hvað eigi að skera niður hjá ríkissjóði. í ár hefur með svokölluðum „flötum nið- urskurði" verið leitast við að draga úr rekstrarútgjöldum ríkissjóðs. Líklegt er að á næsta ári verði gripið til þess að draga stórlega úr opinber- um framkvæmdum. Það er nú í höndum Alberts Guðmunds- sonar, fjármálaráðherra, að hrinda aðhaldsstefnu stjórnar- flokkanna í framkvæmd með gerð fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. í verkefnalista ríkisstjórn- arinnar er að finna hugmyndir um nýjan farveg fyrir fjár- magn til atvinnulífsins. 1) Fjárfestingalánasjóðum at- vinnuveganna á að breyta, þeir eiga ekki lengur að lána beint heldur fyrir tilstilli bankanna og veðdeilda þeirra á grund- velli viðskiptalegra arðsem- issjónarmiða; 2) Fram- kvæmdastofnun ríkisins verð- ur lögð niður og í stað hennar kemur Byggðastofnun og eign- arhaldsfyrirtæki ríkisins sem á að annast og selja hlut þess í atvinnufyrirtækjum; 3) stofn- að verður þróunarfyrirtæki, hlutafélag með þátttöku ríkis- ins, einstaklinga og félaga þeirra; 4) 500 milljónum króna verður á árinu 1985 varið til nýsköpunar í atvinnugreinum. Þessi róttæka stjórnkerf- isbreyting á opinberu sjóða- kerfi atvinnuveganna gefur til kynna að stjórnarflokkarnir séu staðráðnir í að reyna nýjar leiðir við fjármögnun atvinnu- lífsins — leiðir þar sem lán- veitingar eru ekki ákveðnar fyrirfram til ákveðinna verk- efna heldur tryggi að hefð- bundin starfsemi og þaö er til nýbreytni horfir sitji við sama borð og tekið sé mið af arð- semi. Jafn æskilegt og það er að skýr stefna sé mótuð að bestu manna yfirsýn er óvíst að allt gangi eftir að vilja stjórn- valda. Fyrir dyrum standa átök á launamarkaði. Laun- þegar eru nær verkföllum en þeir hafa nokkru sinni verið í sex ár. Við þær aðstæður sem nú ríkja er hótana-, upplausnar- og verkfallsstefna óskynsam- legasta leiðin að hinu sameig- inlega markmiði að bæta hag launþega og mest þeirra sem við verst kjör búa. í þessum orðum felast engin ný sannindi en góð vísa verður aldrei of oft kveðin. Flokkspólitík en ekki umhyggja fyrir afkomu þjóð- arinnar eða verkfallsmanna er nú sem fyrr undirrót óbilgirni í kjarasamningum. Stjórnarflokkarnir hafa lýst því hvernig þeir telja rétt að málum staðið. Yfirlýsingar þeirra um það verða tæplega meira en orðin tóm nema frið- samleg lausn finnist á kjara- deilunum. Alltof lengi hefur dregist að stjórnvöld réðust til atlögu við óarðbæra fjárfest- ingu í atvinnulífinu og settu hömlur á ríkiseyðslu. Mótun skynsamlegrar atvinnustefnu hefur dregist alltof lengi — kannski svo lengi að hún verði að víkja fyrir verkföllum, nýrri verðbólgöldu og síðan holskeflu atvinnuleysis. Friðarbarátta og friðarhorfur eftir Amór Hannibalsson Höfuðvandamálið sem Vesturlanda- búar standa frammi fyrir er þetta: Vilja þeir standa vörð um frelsi og mannréttindi, eða ætla þeir að láta einræðið ná undirtökunum án þess að reisa við rönd? Þau öfl, sem hafa í raun valið seinni kostinn, hafa eflzt undanfarin ár á þeirri for- sendu að undanhaldið sé bezta tryRKÍngin fyrir friði. Með því er stefnt í átt til styrjaldar undir merki friðarins. Þetta hljómar ef til vill and- kannalega, en blasir samt við þegar horft er til atburða síðustu ára í Evrópu. Fridarhreyfingar Um allan hinn vestræna heim hafa svokallaðar friðarhreyfingar færzt í aukana með þá hugmynd helzta að bakhjarli að friður verði bezt tryggður með einhliða afvopn- un Vesturveldanna. Á íslandi hefur friðarhreyfing með þessu sniði háð sitt stríð í þrjú ár. Hversvegna þrjú ár? Hvers vegna hófst friðarbardagi snemma árs 1981 og einmitt þá, en ekki á einhverjum öðrum tíma? Til að svara þessum spurningum þarf að fara nokkuð langt aftur í tímann til að gera aðdragandann ljósan. Eitt af stórveldum heimsins hef- ur nú hátt á sjöunda áratug helgað sig þeirri hugsjón að koma á í heim- inum þeirri þjóðfélagsskipan sem þar ríkir og nefnist sovétvald. Árið 1920 var kjörorðið: Kveikjum eld byltingarinnar í Berlín! í leiðinni átti það og að ávinnast að kæfa ný- frjálst Pólland í fæðingunni. í seinni heimsstyrjöld var takmarkið hið sama. Rauði fáninn var hafinn að hún á rústum Ríkisþinghússins í Berlín. Það mark náðist með ötulli samvinnu Engilsaxa og var innsigl- að í Jalta og Potsdam. En Rauða hernum tókst ekki að koma á sovét- valdi í öllu Þýzkalandi, aðeins í eystri hluta þess. í hugmyndafræð- inni er þetta orðað á þá leið að svo- kallaður „sósíalismi“ taki við af „kapítalisma" og „heimsvalda- stefnu", og að þetta sé lögmál sög- unnar. í þessu samhengi þýðir „sós- íalismi" ekki annað en heimsvöld Sovétríkjanna undir yfirstjórn mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna. Baráttan fyrir friði er baráttan fyrir þessu heimsvaldi („Mír“ í rússnesku þýðir bæði friður og heimur). Friður verður þegar þetta heimsvald fær að stjórna heiminum i friði. Forystumenn kommúnismans, innan Sovétríkj- anna sem utan, hafa aldrei farið i neina launkofa með þetta. Og vegna þess að „kapítalistar" fara ekki að taka upp á því að lúta sovétvaldinu möglunarlaust, þarf að neyða þá til þess. Stofnandi Sovétríkjanna, Valdimar nokkur Lenín, markaði þessa stefnu, og stefna hans er stefna Sovétríkjanna enn í dag. (Það er misskilningur að halda, að orð Leníns séu úrelt á okkar dögum. Þau eru grunnurinn sem Sovétríkin byggja á). Þessi ríkisleiðtogi og -stofnandi segir á einum stað: „Ánægjulegast væri, að sjálfsögðu, að ráða niðurlögum allra imperíal- istaríkjanna, en það mun líða nokk- uð á löngu áður en við getum gert það.“ Hann bætir svo við þessum orðum, sem friðarbardagamenn mættu vel hafa í huga: „Tilvist okk- ar (þ.e. Sovétríkjanna) byggist á því, að það er rótgróinn ágreiningur milli imperíalistaríkjanna." (Lenin, Ritsafn, 4. árg., 31, 444). Það hvílir engin leynd yfir loka- markinu: Að brjóta niður forystu- ríki Vesturlanda, koma þeim á kné, svo að enginn maður í heiminum vogi sér að krefjast annarra rétt- 1. grein inda en þeirra, sem sovétvaldinu þóknast. Fyrir því er háð barátta. Það er ekki tilviljun að talað er um baráttuna fyrir friði. Hún er bar- dagi fyrir sundrun hins vestræna heims með öllum tiltækum ráðum. Sjálf tilvist Sovétríkjanna er þrot- laus barátta fyrir þessum málstað. Hún hefur þannig í för með sér var- anlegt styrjaldarástand. Innan Sov- étríkjanna er valdið i stöðugu stríði gegn borgurunum. Valdstjórnin ótt- ast hvern þann, sem gagnrýnir fá- tæktina og ófrelsið. Því lætur hún drepa eða fangelsa alla sem slíkt leyfa sér. Síðan er skrattinn málaður á vegginn og sá áróður látinn dynja yfir menn þindarlaust að svokölluð auðvaldsríki séu sífellt að undirbúa innrás í Sovétríkin. Því verði sovét- borgarar að sætta sig við ástandið, sætta sig við vígbúnaðaræði ríkis- ins, sætta sig við einangrunina, ein- ræðið, lögregluríkið, við styrjaldir í öðrum löndum (í Austur-Evrópu, Afganistan). í þessum bardaga hafa ekki milijónir, heldur tugir milljóna manna farizt. Enn þann dag í dag eru a.m.k. 2.000 þrælabúðir starf- ræktar í Sovétríkjunum, þar sem karlmenn, konur og börn þræla myrkranna á milli við að framleiða vörur, sem hin frjálsu Vesturlönd svo kaupa af Sovétríkjunum. Vest- urlönd verða þannig til þess að við- halda kúgunarkerfinu, þar á meðal íslenzka ríkið. Því er oft haldið fram, að sovét- stjórnin muni vel að 20 milljónir sovétmanna fórust í seinni heims- styrjöld. Því sé það ókurteisi við þá að efla varnir Vesturlanda. Með því sé verið að minna Rússa á hörmung- ar styrjaldarinnar. Þetta er mikill misskilningur. Menn gleyma að at- huga, að sovétstjórnin hefur fargað margfalt fleira fólki (líklega allt að þrefalt) innan eigin landamæra. Ár- óðurinn um stríðið er ekki af virð- ingu fyrir þeim sem féllu heldur til að minna menn á það: Þið vörðuð föðurlandið í síðustu styrjöld og þið skuluð gjöra svo vel að gera hið sama í þeirri næstu. Það þýðir ekki fyrir ykkur að biðja um neitt annað en sovétvald, og ef þið viljið ekki leggja líf ykkar að veði fyrir heims- sigri þess, verðið þið hirt svo um Arnór H&nnibalsson. „Það hvflir engin leynd yfír lokamarkinu: Að brjóta niður forysturíki Vesturlanda, koma þeim á kné, svo að enginn maður í heiminum vogi sér að krefjast annarra réttinda en þeirra, sem sovétvaldinu þóknast. Fyrir því er háð barátta. Það er ekki tilviljun að talað er um baráttuna fyrir friði. Hún er bar- dagi fyrir sundrun hins vestræna heims með öll- um tiltækum ráðum.“ munar. Þið skuluð vinna að út- þenslu ríkisins, hvort sem ykkur lík- ar betur eða verr. Ef þið hikið eitthvað við það er nóg rými í þræl- abúðum, og öxin og jörðin rúma marga. í þessu er fólgin friðarbar- áttan innan Sovétríkjanna. Slökun Að lokinni seinni heimsstyrjöld samþykktu Vesturveldin þá kröfu Stalíns, að Sovétríkin hefðu rétt til að leggja undir sig þau lönd, sem Rauði herinn hernam. Loks áttuðu leiðtogar Vesturveldanna sig á mis- tökum sinum og létu m.a. Stalín ekki haldast það uppi að bæta allri Kóreu í ríkjasafn sitt. Samt hafa þeir aldrei stutt staðfastlega frels- isbaráttu fólks í Austur-Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.