Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 25 Michael Wittkowsky ásamt unnustu sinni, Fran Pappas. Símamynd AP. Vann 1,3 milljarða Illinoút, 4. september. AP. MICHAEL Wittkowsky, 28 ára gamall Chicago-búi, segist nú loks sjá fram á að geta séð sómasamlega fyrir unnustu sinni, Fran Pappas, og hyggst þvl ganga að eiga hana, eftir að hafa hlotið 40 milljónir dollara, eða jafnvirði tæplega 1,3 milljarða króna, í númerahappdrætti Illinois-ríkis. Michael segist jafnframt ætla að byrja á því að greiða allar úti- standandi skuldir, en happ- drættisvinningurinn mun þó ekki verða til þess að hann láti af dag- legum störfum sem prentari hjá fyrirtæki sem prentar ávísana- eyðublöð. „Mér mundi hundleiðast ef ég hefði það eitt fyrir stafni að sitja og telja peninga," sagði Witt- kowsky við blaðamenn í dag. Vinningurinn er sá mesti sem um getur. Fær Wittkowsky greiddar tvær milljónir dollara árlega á næstu 20 árum. Árskaup hans hjá prentfyrirtækinu eru 20 þúsund dollarar, eða tæpar 700 þúsund krónur. Wittkowsky kvaðst vart hafa áttað sig enn á þvi að hann væri allt í einu orðinn margmilljóneri. Hyggst hann deila vinningsupp- hæðinni með föður sínum, systur og bróður. Eigandi verzlunarinn- ar, þar sem Wittkowsky keypti happdrættismiða sína, hlýtur 400 þúsund dollara bónus frá númera- happdrættinu fyrir að selja vinn- ingsmiðann. Sprengingin í Montreal: Bandaríkjamaður hand- tekinn vegna hótunarbréfa Montreal, 4. septmeber. AP. LÖGREGLAN handtók í dag Banda- ríkjamann sem grunaður er um að hafa sent hótunarbréf m.a. til járnhrautarstöðvarinnar í Montreal, þar sem sprengja sprakk í gær með þeim afleiðingum að þrír létu lífið og 41 særðisL Maðurinn, Thomas Birgham, var handtekinn vegna 50 bréfa sem hann er talinn hafa sent til járnbrautarstöðvarinnar og fjöl- miðla í Ottawa og Montreal. í bréfunum hafði hann i hótunum við Jóhannes Pál páfa, ýmsa banka, tryggingafélög og stjórnir ýmissa landa. Stuttu eftir sprenginguna á mánudag var hringt til stöðvar- innar og varað við annarri sprengju. Þrátt fyrir mikla leit fundust engin merki um sprengi- efni. Brigham var handtekinn í grennd við járnbrautarstöðina, eftir að hafa játað fyrir kanadískum blaðamanni að hann hefði sent bréfin. Hann sagðist þó ekki hafa komið sprengjunni fyrir. Járnbrautarstöðinni var lokað strax eftir sprenginguna, en fjöldi manns beið eftir lestum frá Montreal, þar sem mánudagurinn Discovery K.naverathorAa. 4. neptember. AP. Geimförunum í geimferjunni Dis- covery tókst í morgun með hjálp við- gerðarkrana ferjunnar að brjóta ís- klump af frárennslisrörum salernis ferjunnar. Ismolinn olli því að geimfararnir gátu ekki gengið örna sinna á sal- erni ferjunnar á annan sólarhring en urðu í staðinn að notast við sér- staka afgangspoka úr Apollo- áætluninni. Og á meðan ýmsar tilraunir voru gerðar til að losna við isklumpinn var frídagur bæði í Bandarikjun- um og Kanada og því margir á ferðalagi. Farþegarnir voru fluttir á stöð í úthverfi Montreal, en von- ir stóðu til að líf færðist í eðlilegt horf eftir að hreinsun væri lokið í dag. snýr aftur lágu tilraunir með risastóra sól- rafhlöðu niðri. Aldrei stafaði nein hætta af ísklumpnum, sem var á stærð við skókassa, að sögn tals- manna bandarisku geimvisinda- stofnunarinnar. Áhöfnin á Discovery hélt áfram tilraunum ýmiss konar i dag en áætlað er að geimferjan snúi til jarðar á morgun, miðvikudag, og lendi í Edwards-flugstöðinni í Kali- forníu klukkan 13.41 að íslenzkum tíma. Rússar óttuðust batnandi sambúð þýsku ríkjanna A-Berlín, 4. seplember. AP. VESTUR-þýzkir embættismenn hafa að undanförnu óttast að þrýstingur frá Sovétmönnum yrði til þess að Erich Honecker frestaði eða aflýsti ferð sinni til Vestur- Þýzkalands. Undanfarna mánuði hafa sov- ézkir fjölmiðlar æ ofan f æ gagn- rýnt Vestur-Þjóðverja vegna bættrar sambúðar þýzku ríkj- anna, sem Rússar óttuðust. Um helgina náði gagnrýnin hámarki er Sovétmenn sökuðu stjórnvöld í Bonn um áform um að „uppræta" A-Þýzkaland. Heimsókn Honeckers hefði orð- ið fyrsta heimsókn sinnar tegund- ar frá því Þýzkalandi var skipt við lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Heimsóknin hefði einnig kórónað miklar breytingar til batnaðar í samskiptum rikjanna. Erich Honecker Á rúmu ári hefur stjórnin i Bonn tvisvar gengið i ábyrgð vegna tveggja hárra bankalána til A-Þjóðverja, sem þjakaðir hafa verið af gjaldeyrisleysi. Annað lánið nam 360 milljónum dollara og hitt 330 milljónum dollara. Á móti hafa A-Þjóðverjar losað á hömlum á ferðafrelsi milli rikj- anna og heimilað um 27 þúsund manns að flytjast til Vestur- Þýzkalands það sem af er ári. Ýmsir áhrifamenn í Bonn, þ.á m. Helmut Kohl kanzlari, hafa að undanförnu sagt að gangur samningaviðræðna við A-Þjóð- verja gæfi tilefni til að álykta að Honecker færi hina sögulegu ferð. En nú er öldin önnur, og hefur Sovétmönnum þvi orðið að ósk sinni, enda hafa þeir beitt Hon- ecker gifurlegum þrýstingi og hvergi af sér dregið í áróðri í beirri von að ferðinni yrði aflýst. DANSSTÚDÍÓ, Bolholt 6. ltfTt Fjölbreytt námskeiö hefjast mánudaginn 17. september 1984. OKKAR DANSAR ERU SPESI Jass-leikskóli fyrir 4—9 ára börn. Jass-dans Guffi — Mikki mús og Jóakim. Jass-ballet m.a. dansar úr „Fame“. Step- Tap-dans 6 ára og eldri. Akbrobatik. BREAK. Böð og sól á staðnum Henný Þetta er dans fyrir stráka og stelpur, ungar stúlkur og herra og Jass fyrir konur á besta aldri. Innritun er í Bolholti 6, símar 68- Kennslustaðir: 74-8O og 68-75-80 daglega frá kl. Bolholt 6 14—19. Geröuberg Afhending skírteina sunnudaginn Þrekmiðstööin, Hafnarfiröi. 16 sept j Bolholti 6, kl. 14—19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.