Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 Ríkið mismunar launþegum sínum Prófessor með lægri laun en deildarverkfræðingur Tafla 2 - eftir Gísla Jónsson prófessor í þeim umræðum sem fram hafa farið að undanförnu um launakjör opinberra starfsmanna hefur nokkuð verið minnst á yfirborgan- ir til vissra starfshópa í formi ómældrar yfirvinnu. í flestum til- vikum eru yfirborganir þessar taldar vera greiðslur fyrir að lesa fræðirit heima á kvöldin, svo kall- aðir lestímar, og vegna ónæðis við að svara starfserindum í heima- síma. Þegar á þessar yfirborganir er minnst, virðast fulltrúar ríkis- ins koma af fjöllum og fullyrða þvert ofan í beinharðar staðreynd- ir, að ekki sé greidd nein dulin launauppbót. Greinarhöfundi er kunnugt, m.a. af viðtölum við BHM-menn sem starfa hjá ríkis- stofnunum, að yfirborganirnar eru staðreynd og að þær eru al- mennar meðal tæknifræðinga og verkfræðinga. Það er í hæsta máta ámælisvert að aðstoðarmað- ur sjálfs fjármálaráðherra skuli halda því fram í útvarpi frammi fyrir alþjóð, að hann viti ekki til þess að opinberum starfsmönnum sé greidd dulin launauppbót. Ætla verður að hann hafi sagt satt og er því fyllilega tímabært að hann kynni sér betur launagreiðslur til opinberra starfsmanna. Umræddar yfirborganir eru 20 yfirvinnutímar á mánuði og stundum meira. Ofan á þessa yfir- vinnu kemur síðan orlof svo hún þýðir a.m.k. 22,6% launauppbót. Kjósi ríkið að bæta starfsmönnum sinum upp laun á þennan hátt, er ekkert við því að segja, ef jafnt er látið yfir alla ganga. Svo er hins vegar ekki. M.a. virðist ekki talið, að háskólakennarar þurfi að lesa fræðitímarit heima á kvöldin né heldur að þeir verði fyrir ónæði af upphringingum vegna starfs síns. Deildarverkfræð- ingur með 8,5 % hærri laun en prófessor Samanburður á dagvinnulaun- um prófessors og nokkurra tækni- manna hjá rkisstofnunum sem fá greidda 20 ómælda yfirvinnutíma á mánuði, leiðir til þeirrar niður- stöðu sem sýnd er á töflu 1. Þannig er deildartæknifræðing- ur með svo til sömu laun og pró- fessor, deildarverkfræðingur með 8,5% og yfirverkfræðingur með 18,9% hærri laun en prófessor fyrir dagvinnuna. Hér hefur verið reiknað með aöeins 20 yfírvinnu- timum en auðvelt er að benda á „Af framansögðu er Ijóst að launakjör há- skólakennara eru þjóð- inni ekki aðeins til van- sæmdar í bráð, heldur til beins tjóns þegar til lengri tíma er litið. Þar við bætist, að stjórnvöld hafa meira en tvöfaldað skattbyrði þeirra milli ára. Verst af öllu er þó, að sumir launþegar rík- isins skuli vera yfirborg- aðir en aðrir ekki. Ekki er að furða þótt stjórn- völd þræti fyrir, að þess- ar yfirborganir eigi sér stað, því þau geta ekki á nokkurn hátt réttlætt þá mismunun sem í þeim felst.“ Tafla 1 SAMANBURÐUR Á LAUNAKJÖRUM PRÓFESSORS 1983 og 1984 Eining Ókvæntur Kvæntur Árslaun 1982 kr/ár 212.255 212.255 —1983 334.724 334.724 1984 *> — - 387.780 387.780 Skattar 1983 kr/ár 63.712 44.961 X af launum'83 19,0 13,4 Skattar 1984 kr / ár 113.383 83.883 X af launum'84 29,2 21,6 Aukning skattbyrði i 53,7 61,1 Nettóárslaun 1983 kr/ár 271.012 289.763 —1984 274.397 303.897 Aukning nettólauna 83/84 X 1,25 4,88 kr/ár 3.385 14.134 *) Gert er ráð fyrir 3 1 launahækkun 1. september. Gísli Jónsson, prófessor sóknum og kennslu, er gert það ókleift. Vinna háskólakennarar fyrir launum sínum? Sá orðrómur heyrist að háskóla- kennarar skili ekki nema hlutast- vinnumarkaði, svo ekki sé nú minnst á minna menntaða ríkis- starfsmenn. Því er ekki nema von að þeir leiti eftir aukavinnu utan háskólans. Því er hins vegar ekki að leyna, að meðal háskólakenn- ara finnast menn sem hafa ekki reynst trausts þess verðir sem þeim hefur verið sýnt, að því er varðar það frjálsræði er háskóla- kennarastarfið felur í sér og geng- ið of langt í aukastörfum sínu. Hinir eru þó miklu fleiri sem rækja starf sitt af samviskusemi, áhuga og dugnaði. Hin slæmu og síversnandi launakjör háskóla- kennara beinlínis hrekja þessa menn út i sívaxandi aukastörf, með þeim árangri að þeir geta ekki rækt starf sitt eins og þeir Lfl. F ö s t 1aun kr/mánuð Ómæld yfirvinna kr/mánuð*' Hlutfall af próf. launum X Almennur verkfraeðingur með umsjón með verki 115-5 25.213 5.700 96,0 Deildartæknifraeðingur 116-5 25.996 5.877 99,0 Deildarverkfræðingur 119-5 28.489 6.441 108,5 Yfirverkfræðingur 122-5 31.220 7.058 118,9 Prófessor 123-5 32.191 0 100,0 20 yfirvinnutimar á mánuði. Orlof á yfirvinnu 13,04 %, dæmi um mun meiri yfirborganir, t.d. þar sem deildartæknifræðing- ur er með um 14% hærri laun en prófessor. Þegar slíkt óréttlæti bætist ofan á afburða slæm launa- kjör opinberra starfsmanna al- mennt, er hætta á ferðum. Þegar þannig er sáð, getur uppskeran ekki orðið önnur en sú, að til há- skólakennslu fáist þeir einir sem annað hvort hugsa sér að hafa starfið sem „aukastarf" og birtast aðeins í mýflugumynd í kennslu- stundum eða eru hreinlega ekki gjaldgengir á hinum almenna vinnumarkaði. Háskólakennurum sem hafa fullan hug á að sinna báðum þáttum starfs sins, rann- arfi og á þessu hefur verið svo mjög hamrað, að þeir hafa hreint engan meðbyr í launabaráttu sinni. Þessi orðrómur hefur skotið rótum m.a. vegna þess, að há- skólakennarar hafa allt of lítið gert af því að kynna störf sín og starfsskyldur. Þennan misskilning þurfa háskólakennarar að kveða niður með því að kynna störf sín á opinberum vettvangi. Miðað við þær kröfur, sem gera verður til háskólakennara, bæði varðandi menntun og fyrri störf, er ekki hægt að ætlast til að þeir geti unað lægri launum fyrir fullt starf en ýmsir mun minna mennt- aðir launþegar á hinum almenna óska, en það bitnar aftur á öllu því unga fólki sem er að leita sér menntunar og að lokum á allri rannsóknarstarfsemi í landinu. Hvort tveggja grefur undan þeim stoðum þjóðfélagsins sem nauð- synlegt er að verði sem styrkastar. Nettóárslaun pró- fessors 1984 örlítid hærri en 1983 Við mat á launum ber að líta á nettótekjur, þ.e. laun að frádregn- um sköttum. Á töflu 2 er gerður samanburður á launakjörum pró- fessors í hæsta aldursflokki árin Að hagræða staðreyndum - eftir Ólaf ísleifsson, hagfrœðing Föstudaginn 31. ágúst sl. sýndi sjónvarpið samtalsþátt þar sem prófessor Milton Friedman svar- aði spurningum þriggja manna. f umræðunum bar á góma talna- meðferð þeirra Friedmans og Önnu J. Schwartz í bókinni Mone- tary Trends in the United States and the United Kingdom, en nokkuð hefur verið um hana fjallað í ís- lenskum fjölmiðlum. Afleit þýð- ingarskekkja slæddist inn i þenn- an hluta þáttarins, sem ekki verð- ur komist hjá að leiðrétta. í þættinum var enska orða- sambandið „to manipulate the data“ þýtt með „að hagræða stað- reyndum", og í íslenska textanum var prófessor Friedman látinn gangast við því, að það hefðu þau Anna Schwartz gert í bók sinni. Hver sá er þekkir til veit, að þessi þýðing er fjarri réttu lagi, og mátti raunar vera ljóst af sam- henginu. Hið rétta er að þau Friedman og Schwartz umbreyttu talnaefninu á þann veg, að i stað þess að nota hinar upphaflegu árstölur beittu þau meðaltölum yfir nokkur ár í senn, er þau könn- uðu, hversu vel hagtölur féllu að líkani sínu. Þetta er algengt i rannsóknum eins og kom fram i máli Friedmans, og er stundum gripið til þessa ráðs þegar hugað er að hagþróun yfir langt tímabil. Tilgangurinn er sá að bægja frá áhrifum af hagsveiflum, sem standa yfir tiltölulega skamma hríð. Slíkar hagsveiflur eru utan þess efnis, sem þau Friedman og Schwartz fást við í umræddri bók ,Hvorki prófessor Hendry né nokkur ann- ar hefur borið þeim Friedman og Schwartz á brýn, að þau þyrftu að hagræða staðreyndum til að fá fram niöurstöð- ur sínar.“ og því ekki óeðlilegt, að þau stæðu að málum á þennan hátt. Hvorki prófessor Hendry né nokkur ann- ar, sem mark er takandi á, hefur borið þeim Friedman og Schwartz á brýn, að þau þyrftu að hagræöa staðreyndum til að fá fram niður- stöður sínar. Hins vegar telur Hendry vinnubrögð þessi óheppi- leg frá tölfræðilegu sjónarmiði og bendir á í grein sinni, að með þessu móti glatist upplýsingar úr hinu upphaflega talnasafni. Deila má um, hvort ábending Hendrys eigi við í þessu samhengi. Sjónvarpsþáttur þessi var lang- ur, og hann mun hafa þurft að þýða á skömmum tíma. Það er þvf skiljanlegt og ekki við neinn að sakast þó að villur slæðist inn í íslenska textann þegar fjallað er um málefni, sem í eðli sínu eru tæknileg og sérhæfð. Rn vegna þess hvað sumir hafa fjallað af lítilli þekkingu um bók þeirra Friedmans og Schwartz er ótækt að hið rétta komi ekki fram, þegar þýdd eru orð Friedmans sjálfs f islensku sjónvarpi. Og f þessu efni sem oftar eiga við orð Ara prests, að skylt er að hafa það heldur er sannara reynist. 1983 og 1984. Reiknað er með 3% launahækkun 1. september 1984. Við útreikning á sköttum er ann- ars vegar reiknað með einhleyp- ingi og hins vegar kvæntum manni og að konan hafi ekki tekj- ur. Reiknað er með 10,5% útsvari, 10% föstum frádrætti, engum barnafrádrætti og engum eigna- skatti. Hafa ber í huga, að hafi kona kvænta mannsins umtals- verðar tekjur, ber hann sömu skatta og einhleypur maður. Eins og sjá má á töflunni kemur í ljós eftirfarandi: Útborguð laun prófessors 1984 m.v. 3% hækkun launa 1. september hækka aðeins um 3.385 kr. eða um 1,25% fri árinu áður, sé hann ein- hleypur, en um 14.134 kr. eða um 4,88 %sé hann kvæntur. Skattbyrði einhleyps prófessors hefur aukist um 53,7% milli áranna 1983 og 1984, þ.e. úr 19,0% í 29,2% af launum greiðsluárið. Skattbyrði kvænts prófessors hefur hinsvegar aukist um 61,1% þ.e. úr 13,4% í 21,6% Af framansögðu er ljóst að launakjör háskólakennara eru þjóðinni ekki aðeins til vansæmd- ar f bráð, heldur til beins tjóns þegar til lengri tíma er litið. Þar við bætist, að stjórnvöld hafa meira en tvöfaldað skattbyrði þeirra milli ára. Verst af öllu er þó, að sumir launþegar rfkisins skuli vera yfirborgaðir en aðrir ekki. Ekki er að furða þótt stjórn- völd þræti fyrir, að þessar yfir- borganir eigi sér stað, því þau geta ekki á nokkurn hátt réttlætt þá mismunun sem f þeim felst. Það er réttlát krafa þeirra há- skólakennaa sem vilja rækja starf sitt vel og sem vilja ekki láta hrekja sig út f botnlausa auka- vinnu úti í bæ, að þeir fái viðun- andi laun. Krafa þessi er einnig eðlileg og réttlát frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Háskóli sem gerði illa við starfsmenn sína skilar sí- minnkandi arði. Enda þótt al- mennt sé álitið að prófessorar, sem eru hæstlaunuðu háskóla- kennararnir, séu hálaunamenn, þá er svo ekki. Þess eru meira að segja dæmi, að prófessor hafi fengið láglaunabætur. Laun pró- fessora eru lág m.v. þær kröfur, sem til þeirra ber að gera og m.v. launakjör á hinum almenna vinnumarkaði. Það verður að segja eins og er, að ríkið fylgir illa eftir eðlilegum kröfum til starfsmanna sinna og að því er varðar prófessora, sem eiga að verja 40% starfstíma síns til rannsókna, virðist það skipta stjórnvöld litlu, hvort sá hluti starfsins er leystur af hendi eða ekki. Um það eitt virðist vera hugsað, að halda launum eins lág- um og kostur er, en minna um það hvað fyrir þau fæst. Þessi stefna bitnar fyrst og fremst á dugleg- ustu starfsmönnunum og hrekur þá frá ríkinu og það sem verra er: þessi launastefna — ef stefnu skyldi kalla — fælir dugandi ungt fólk frá rannsóknarstörfum og há- skólakennslu sem ævistarfi, til óbætanlegs tjóns fyrir komandi kynslóð eða kynslóðir. Gísli Jónsson er próíessor í rnf- orkurerkfræói rið Háskóla ís- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.