Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 45
..'3rí AaaMd'iidG .c HUuAUUiiIVGIM ,GIQAJ8KUdH MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 45 Ljóam. Mbl./RAX Frá fundinum sem haldinn var med blaðamönnum til kvnningar i dagskri Sovéskra daga. Sovéskir dagar MÍR nú haldnir í níunda sinn trompið í sögulegri röð veitinga- staða sem lyftu borgarbúum upp úr fásinni í matargerð, endurvakti gamlar hefðir og varð því hvati að þeirri ánægjulegu þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum. Sig- urður var, ásamt skólafélögum og fleirum, einn af stofnendum raf- verktakafyrirtækisins Rönning hf., seinna Ljósvirki hf., árið 1961 og í stjórn þess frá upphafi. Hann starfaði í Oddfellowreglunni um árabil og var stofnfélagi í Lionsklúbbi Garða- og Bessa- staðahrepps, formaður hans ann- að starfsár klúbbsins og ætíð virk- ur félagi. í bókasafnsnefnd Garða- bæjar var Sigurður undanfarin ár. Utan þessa voru hugðarefni Sig- urðar þrjú, laxveiði, ættfræði og bókasöfnun, sem var honum ástríða. Laxveiði stundaði hann i Hvítá þar sem Brúará rennur í hana í landi Hamra og hafði reist sér þar veiðihús ásamt bróður sín- um og vini þeirra Bergi Jónssyni. Ættfræðigrúsk Sigurðar þekkti ég ekki mikið þótt hann ræddi það við mig endrum og eins en hann hafði mikinn áhuga á eigin upp- runa og kannaði ættir sem að hon- um stóðu um árabil. Bókasöfnunina verður að telja eitt mesta afrek Sigurðar. Bóka- safnið telur þúsundir binda og munu ekki mörg slík betur búin á landi hér. Bókasöfnunin hófst strax um 15 ára aldurinn og fyrstu árin var farið í bókabúðir á hverj- um föstudegi að lokinni útborgun og oft lítið eftir í umslaginu þegar heim var gengið. í fyrstu beindist áhuginn nær eingöngu að þjóðsög- um og öðrum þjóðlegum fræðum en seinna víkkaði áhugasviðið og ættfræðirit, ævisögur, leikrit, biblíur og sálmabækur bættust við ásamt ýmsu öðru. Sigurður hafði t.d. náð að safna öllum leikritum sem gefin hafa verið út á íslandi. Ekki nægði honum að safna bók- um heldur lærði hann einnig að binda þær inn hjá þeim mæta meistara, Helga Tryggvasyni, í Handíðaskólanum á árunum um og fyrir 1960. Árangurinn lofar báða, nemendann og meistarann. Að sjálfsögðu las hann einnig bækur sínar eins og góðum bóka- safnara sæmir. Sigurður lést aðfaranótt þriðju- dagsins 28. ágúst. Hafði hann kennt nokkurs lasleika tveim dög- um áður en gert lítið úr. Eigi má þó sköpum renna því snögglega elnaði sóttin og var hann fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans daginn áður en hann lést og varð ekki bjargað. Helga, kona Sigurðar, var í sjúkrahúsi er hann lést. Hefur þetta því verið erfið stund hjá henni og ekki síður syninum Baldri. Óska ég og fjölskylda mín Helgu góðs bata og þeim báðum blessun- ar í framtíðinni. Þær óskir send- um við einnig Guðmundi bróður Sigurðar og fjölskyldu hans en þeir bræður voru einkar samrýnd- ir. Þessar óskir fylgja einnig frá öllum bekkjarsystkinunum. Hvíli minn gamli bekkjarfélagi og vinur í friði. Helgi Ólafsson Kveðja frá Lionsklúbbi Garða- og Bessastaðahrepps Sigurður Kristinsson fæddist 13. ágúst 1926. Hann var sonur hjónanna Guðmundu Kristins- dóttur og Kristins Filippussonar, en Kristinn var starfsmaður Slát- urfélags Suðurlands í yfír 50 ár. Auk Sigurðar eignuðust þau hjón Guðmund, sem nú er starfsmaður Plastos hf., en hann rak lengi veit- ingastaðinn Tröð. Sigurður kvæntist Helgu Niels- dóttur og áttu þau einn son, Bald- ur, sem nú er 17 ára. Þau Helga og Sigurður bjuggu á Garðaflöt 19, Garðabæ. Sigurður var fram- kvæmdastjóri Byggingarfélags verkamanna. Hann lézt 28. ágúst sl. Vorið 1972 komu saman tveir tugir karlmanna úr Garðabæ og Bessastaðahreppi. Tilgangur fundarins var stofnun Lions- klúbbs á svæðinu. Einn þessara manna var Sigurður Kristinsson. Allt frá þeirri stundu var Sig- urður á meðal áhugasömustu fé- laganna. Hann lét sig aldrei vanta á fund, og hann var ávallt reiðu- búinn til að taka að sér þau störf fyrir klúbbinn, sem hann var beð- inn um. Hann var formaður klúbbsins tímabilið 1973 til 1974. Hann átti sæti í ótal nefndum á vegum klúbbsins og var formaður margra þeirra. Eitt af meiriháttar verk- efnum klúbbsins var að fullgera við sundlaugina tvo hitapotta og afhenda þá bæjaryfirvöldum Garðabæjar til eignar. Sigurður var meðan á því verki stóð for- maður Sundlaugarnefndar. Á síðastliðnu ári var okkur fé- tögunum Ijóst, að eftir 12 ára starf klúbbsins var hætta á því að eitthvað af sögu klúbbsins gæti farið forgörðum, þar sem fundar- gerðir eru misjafnar og seinlegt að draga fram staðreyndir úr margra ára skráningu fundargerða. Sögu- leg atriði þyrfti því að skrá í skipulega spjaldskrá. Engum var betur treystandi til að framkvæma það verk en Sig- urði. Þegar klúbburinn fór þess á leit við hann að taka að sér þetta verk, var það jafn sjálfsagt og allt annað sem farið var fram á. Fyrir- fram höfðum við ekki gert okkur grein fyrir því, hve þetta var um- fangsmikið. En fljótlega varð öll- um Ijóst, hve geysileg vinna það var, sem hann lagði af mörkum við að skrásetja þetta á þann óskeikula hátt sem honum einum var lagið. Hann aflaði þeirra upp- lýsinga, sem vantaði í fundargerð- ir, með athugun á öðrum gögnum og eftirgrennslunum hjá félögun- um. Það skipti hann engu hver fyrirhöfnin var, öll skráning varð að vera nákvæm og rétt. í tiu ár höfum við í sameiningu gert upp reikninga klúbbsins. Fimm dögum áður en hann kvaddi þennan heim sátum við kvöld- stund við að ganga frá reikningun- um. Alltaf vann hann þetta starf með sömu nákvæmninni og alltaf gladdist hann jafn mikið yfir því sem klúbbnum hafði tekizt að framkvæma. Að vinna með Sig- urði þetta árvissa starf var orðið mér tilhlökkunarefni. Starf umdæmisstjóra féll í hlut Lionsklúbbs Garða- og Bessa- staðahrepps á þessu ári. Það var sjálfgert, að Sigurður Kristinsson tók sæti í umdæmisstjórn. Hann var beðinn að taka að sér starf kynningarstjóra umdæmisins og eins og jafnan áður, þá var það auðsótt mál. Þegar við höfðum lokið við gerð reikninga klúbbsins þetta um- rædda kvöld, þá gengum við frá bréfi kynningarstjóra til allra formanna í umdæminu. Eftir það sátum við yfir kaffibolla og Sig- urður var að segja mér, hvað hann hefði um sumarið verið að hug- leiða í sambandi við starf sitt sem kynningarstjóri. Við kvöddumst og næsta mánu- dagskvöld var haldinn fyrsti fund- ur í umdæmisstjórn. Þegar ég lagði fundargögn á borðið, þá ósjálfrátt lagði ég möppu Sigurðar á þann sama stað við stjórnar- borðið og hann settist alltaf við á fundunum í Garðaholti. Þegar fundurinn hófst var sæti Sigurðar autt. Mér var órótt. Það hafði aldrei áður hent, að sæti Sigurðar væri autt og hann hefði þá ekki boðað forföll. Mér varð oftar en einu sinni litið á auða stólinn og var í huganum að reyna að finna skýringu. Svarið fékk ég morgun- inn eftir, þegar Guðmundur bróðir hans hringdi í mig og tilkynnti mér lát Sigurðar. Sigurður Kristinsson var góður félagi í Lionsklúbbi Garða- og Bessastaðahrepps. Enginn félagi hefur mætt eins vel á fundum klúbbsins frá upphafi. Hann var sérstakur félagi. Hann settist allt- af í sama sætið á fundum og eng- um datt í hug að brjóta þá hefð með því að setjast í sætið hans. Þau forréttindi hafði hann einn allra félaganna og þau höfðu kom- izt á vegna þeirrar virðingar, sem hann naut. Sessunautur hans oftast á fundum var Ketill Jens- son. Sigurður hafði ákaflega létt skap. Hann átti auðvelt með að koma fólki til að brosa með hnittnum athugasemdum og til- svörum. Bros hans var smitandi, allt andlitið hló. Hann kom öllum í gott skap. Fundirnir í klúbbnum okkar verða ekki þeir sömu eftir að Sig- urður er horfinn. Til þess mótaði hann fundina allt of mikið. Við félagarnir í Lionsklúbbi Garða- og Bessastaðahrepps þökkum Sigurði það mikla starf, sem hann lagði af mörkum í klúbbnum okkar. Fyrst og fremst viljum við þakka fyrir það, sem hann veitti okkur sem félagi með sínu létta skapi og þeim óeigingjarna áhuga á öllu, sem reynt var að framkvæma. AUir félagarnir í Lionsklúbbi Garða- og Bessastaðahrepps og eiginkonur þeirra senda Helgu og Baldri innilegustu samúðarkveðj- ur á þessari sorgarstund. Jafn- framt viljum við votta samúð okkar Guðmundi, klúbbfélaga okkar, bróður Sigurðar og eigin- konu hans Kristínu Pálsdóttur. Leit var að samrýndari bræðrum en þeim Sigurði og Guðmundi. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Eftir mun lifa minningin um góðan dreng, sem öllum varð til gleði að umgangast.. Blessuð sé minning Sigurðar Kristinssonar. Þórður H. Jónsson. Sovéskir dagar MÍR, Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórnarríkj- anna, voru formlega settir í félags- heimilinu Hlégarði í Mosfellssveit sl. mánudag og standa þeir yfir til 10. september. Sovéskir dagar eru nú haldnir í níunda sinn en þeir eru eru hverju sinni helgaðir sérstaklega einu hinna 15 lýðvelda Sovétríkjanna. Að þessu sinni er það lýðveldið Azerbajdsjan og verður lögð áhersla á að kynna með ýmsum hætti á tónleikum og sýningum þjðmennningu og þjóðlíf í þessu fjarlæga Kákasuslýðveldi. Dag- skrá Sovésku daganna var kynnt fyrir blaðamönnum fyrir stuttu. Flestir í hópi gestanna frá Az- erbajdsjan, sem til íslands koma, eru félagar í Þjóðdansa- og söng- flokknum nKönúl“ í Bakú, höfuð- borg lýðveldisins. Auk þjóðdansa og þjóðlaga frá Azerbajdsjan mun flokkurinn sýna dansa frá öðrum lýðveldum Sovétríkjanna og flytja tónlist frá öðrum löndum. Fyrir hópnum frá Azerbajdsjan verður Nabí Khazrí , skáld og formaður vináttufélagsins þar í landi. Margvíslegt sýningarefni verð- ur sett upp í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10 í tilefni Sovésku dag- anna. Sýningin verður opnuð laug- ardaginn 8. september og verður opin út mánuðinn, á virkum dög- um kl. 17 til 19 og um helgar kl. 14 til 19. Dagskrá, sem að listafólkið hefur undirbúið fyrir Islandsferð- ina, verður flutt á eftirtöldum stöðum: Hellissandi 4. september, Stykkishólmi 5., Búðardal 6., Varmalandi í Borgarfirði 7. og í Reykjavík (Þjóðleikhúsinu) laug- ardaginn 8. september. meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 m. í Sérverslun i meira en hálfa öld .. Reióhjólaverslunin ' 0RIMIIMN Spitalastíg 8 simar 14661 - 26888 ÆÐISLEG BMX (Torfæruhjól) frá Winther í Danmörku. Lokað í dag frá kl. 13—16 vegna jarðarfarar Sigurðar Kristinssonar, framkvæmda- stjóra, Garöarflöt 19, Garöabæ. Bókasafn Garðabæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.