Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 •V Lc*tt 'cxnrt Ka-Pcx- pen'iA^önö. þlna., góÖa- Sei s'i&aski okJcur daemc/ tiL cuS greiád /aeknisKostrviS Því sagðir þú ekki strax að þú vær- ir ólæs? Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI Bergþóra telur að hverjum ætti að vera í sjálfsvald sett hvort ætti að hafa vín um hönd. Fólkið á þessari mynd hefur kosið að sækja vínveitingastað. Er þar með sagt að það þurfl að hafa vín um hönd? Ekki slegið á hönd fulltíða manns Bergþóra skrifar: Agæti Velvakandi! Alltaf fæ ég staðfest mat mitt á mannskepnunni, er ég fletti les- endadálkum dagblaðanna. Föstu- daginn 31. ágúst skrifar Árni Helgason um áfengisbðlið í Vel- vakanda. Eftir að hafa lesið greinina nokkrum sinnum yfir, og íhugað innihald hennar, get ég ekki betur séð en að Árni fari eins og köttur í kringum heitan graut. Hver er kjarninn í greininni? Hvað vill Árni að verði gert? Og hverjir eru „við“? Eru það bind- indismennirnir — þessir heil- brigðu um land allt? Getum við slegið því föstu að sá maður sem er eða gerist bindindismaður, sé heilbrigður? Ef við gerum það, hvaða mælikvarða notum við þá? Er Árni kannski í þeim blekk- ingarheimi að halda að hann skrifi fyrir hönd okkar allra, sem á landi þessu búum? Úr því að okkur er gefinn kostur á að birta skoðanir í Velvakanda, langar mig til að láta álit mitt í ljós. Ég geng út frá því sem vísu að mannskepnan forðist yfirleitt all- an sannleik um sjálfa sig, en reyni þess í stað að benda á það sem miður fer annars staðar. Sjálf hef ég gengið í gegnum þetta, en sem betur fer lagði ég niður barnaskapinn eftir að hafa öðlast meiri skilning á lífinu, svona yfirleitt. Árni einblínir um of á afleið- ingar og hjal um afleiðingarnar er að finna út um allt í grein hans. Hann minnist hins vegar hvergi á orsakirnar, en það eru þær sem eru undanfari afleið- inganna, og því meiri ástæða til að gá frekar að þeim. Nú vík ég máli mínu að orsök- unum, sem hljóta að Iiggja á bak við allt þetta froðusnakk Árna. Ef við hugsuðum orsakir út frá Velvakandi hvetur lesendur til aó skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til Tóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. okkur sjálfum, myndum við ef- laust skilja afleiðingarnar betur, heldur en að benda á eigendur vínveitingastaða, peninga, ábyrgðarleysi annarra, baráttu gegn vímuefnum, gott og illt. Og það sem ég undraðist mest — hreint og tært loft, og heilnæmt vatn fyrir túristana. Heldur Árni kannski að þessir aumingja útlendingar sem koma með kramin lungu til landsins, gagngert til að anda að sér þessu hreina súrefni, sem við íslend- ingar öndum að okkur, séu ekki vanir víni á veitingastöðum? Hvernig heldur Árni að upplitið yrði á þeim, ef þeim byðist t.d. eingöngu undanrenna? Finnst Árna að fólk eigi ekki að hafa val? Af hverju getur manneskjan ekki verið pínulítið sjálfstæðari? Þarf að leggja boð og bönn fyrir fólk, svo það breyti skynsamlega? Taka allt sem er hættulegt frá því, eins og gert er við smábörn? Getur þá maðurinn aldrei staðist neinar freistingar? Og Árni segir ennfremur, að eigendur vínveitingastaða séu „stórir hluthafar" í áfengisböl- inu. Það getur vel verið, en erum við það ekki öll? Er ekki mann- skepnan yfirleitt reiðubúin til þess að taka þátt í því illa? Blasir það óneitanlega við mannkyninu, hversu mikið illt það hefur afrek- að. Við stöndum, jú frammi fyrir því að líkurnar á algerri heims- eyðileggingu aukast æ meir og meir. Og við sitjum aðgerðarlaus og bendum á það auðséða. En innbyrðis heyjum við stríð, sem aðallega snýst um að verja sann- leikann um okkur sjálf. Ætli orsök áfengisbölnins, og margra annarra slæmra hluta, liggi ekki í þeim sannleik? Og alveg er það dæmigert, sem Arni gerir, að bauna á þjóðfélagið. Er ekki þjóð- félagið við öll — ég og þú? Við förum líka auðveldustu leiðina í þjóðfélaginu. Við tökum einhvern úr okkar hópi og gerum hann að leiðtoga, kjósum hann á þing. Síðan bíðum við eftir því að sá hinn sami launi okkur góðverkið. Árni leggur traust sitt á Albert, og verður síðan fyrir vonbrigðum þegar Albert, í öllu sínu veldi, hafnar honum. Albert, greyið, er ósköp mannlegur, en er oft eins og margir forystumenn þjóðar- innar gerður að átrúnaðargoði. Þetta er engin nýlunda með okkur mennina. Einn anginn af ,,egoisma“ okkar Áfengið er einungis einn þáttur í sjálfstortýmingu okkar. Sumir nota aðrar leiðir, eins og ofát, valdagræðgi, fégræðgi, kjafta- gang um náungann, og svo mætti lengi telja. Allt er þetta eyðileggjandi starfi mannsins. Allir velja auð- velda hluti í lífinu, til að lina sín- ar innri þjáningar. En áfengið er það sem sést þó helst, og auðvitað er einblínt á það. Spurningin hlýtur hins vegar að liggja í afstöðu mannsins til lífsins. Það segir sig sjálft, að maður sem tekur afstöðu með líf- inu, og framfylgir þeirri afstöðu sinni, missir áhugann á áfenginu. Meðan maðurinn hefur val í líf- inu, get ég ekki séð að það skipti • miklu máli, hvort áfengi sé fáan- legt á veitingastöðum, eða þótt það fengist í hverri verslun. Það kaupir það enginn sem ekki hefur áhuga á því. Maður slær ekki á hendurnar á fulltíða manni, sem teygir sig eftir víni. Maður tekur heldur ekki kökuna frá sælkeran- um. Maður stöðvar ekki fólk í fégræðgi og valdafíkn, sem á ann- að borð hefur ákveðið að hafa það sem lifsmottó. Hver lifir sínu lífi. En það færi óneitanlega betur, ef fólk tæki meira tillit til hvers annars i líf- inu, og legði meiri skilning í öll þau mál sem snerta okkur svo mikið. En við bendum sífellt á hvert annað. Og áfengisbölið er miðdepillinn í dag. Auðvitað er það hræðilegt að fólk sé að drepa sig á víndrykkju og inntöku annarra vímuefna, en það er dauðinn sem mest ber á. Annars lags dauði sem fólk er í, er ekki jafngott að viðurkenna. Ætli málið sé ekki, að rífa niður þetta ego sitt, og þora að vera maður sjálfur, og þora að fram- fylgja sannleikanum — hvernig svo sem aðrir sjá hann. Og það hlýtur að vera augljóst að börnin og unglingarnir hafa fullorðna fólkið að leiðarljósi, þar er ég hjartanlega sammála Árna. Og svo sannarlega má segja það, að ef heimili væru almennt í lagi, væri allt annað í lagi. Ef heimil- isaðilar kæmu til móts við hvorn annan, með meiri skilningi og minni eigingirni, myndu sam- skipti við aðra 1 lífinu ganga bet- ur, fyrir utan veggi heimilisins. Og í sambandi við fræðsluna sem Árni nefnir, vil ég segja það að enginn maður sáir fyrir aðra. Hver sér um sinn eigin jarðveg. Og maður uppsker eins og maður sáir, það er margsannað. En aftur á móti getum við nærst á uppskeru annarra, og það veljum við sjálf hvort við föllum með slæmri uppskeru, eða stönd- um með þeirri betri. Vil ég enda þetta á mjög svo góðum orðum, sem lýsa mann- eskjunni best: Af ávöxtunum skul- uð þér þekkja þá. Kærar þakkir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.