Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 16
JL6_______________ Miklaholtehreppur: MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 Fólk átti fótum fjör að launa er bíll brann Borg í MiklaholUhreppi, 3. aeptember. Með komu höfuðdagsins má segja að hér hafi brugðið til betri tíðar hvað veðurfar snertir. Eftir drunga- lega vætudaga sem á undan gengu er nú sól og blíða, menn og hérað Ijóma af sól og sumaryl. Heyskap- arhorfur eru nú betri en útlit var fyrir, þótt það hey sem nú er verið að heyja sé trénað þá er þó munur ef verkun þess verður góð. Eflaust verður víðast hvar mikill heyfengur, en fóðurgildið verður misjafnt. Nokkuð hefur borið á að kindur hafi fundist afvelta, sérstaklega þar sem fé hefur komið niður úr fjalli og gengið á flóum. Nú á þess- um blíðudögum hefur fé horfið aftur til fjalls því þar er gróður ágætur. Margar lautir sem ekki fór snjór úr í fyrra eru nú grænar og fé virðist sólgið í þennan gróð- ur. Vonandi er að september gefi okkur marga bjarta sólardaga. Siðastliðinn laugardag varð það óhapp hér á þjóðveginum hjá Reyrhamri að eldur kom upp í bif- reið sem er sendiferðabíll sem hef- ur verið breytt og sett í hann sæti og var hann nú fullur af farþeg- um. Bíllinn brann algjörlega en farþegar sluppu að mestu ómeidd- ir. Mikil umferð hefur verið hér undanfarna daga. Nýja brúin á Grímsá hefur nú verið tekin í um- ferð. Berjaspretta er afar lítil, þrátt fyrir hlýtt sumar en sólarlít- ið. Páll. Morgunblaðið/ Einar Falur Frá opnuninni. Ellert Eiríksson formaður Þroskahjálpar á Suóurnesjum í ræðustól. Keflavík: Ragnarssel opnað formlega - nýtt dag- og skammtímavistunarheimili fyrir fatlaða LAUGARDAGINN 1. september var opnað formlega nýtt heimili að Suðurvöllum 7 í Keflavík, sem býður upp á dag- og skammtímavistun fyrir fatlaða. Þetta er 200 fermetra eininga- hús og geta 5 manns dvalið í skammtímavistun og 4—8 í dag- vistun í einu. Boðið er upp á skammtímavistun í mesta Jagi í 3 vikur í senn. Forstöðumaður er Hjördís Árnadóttir. Við hliðina á húsinu rekur Þroskahjálp á Suðurnesjum endurhæfingarstöð fyrir fatl- aða og alla þá sem þurfa á endurhæfingu að halda. Stöðin er í samskonar húsi og var það tekið í notkun í ársbyrjun 1982. Hópur starfsmanna leikfélags Reykjavíkur í upphafi nýs leikárs. Leikfélag Reykjavíkur: Sýnir skopleik eftir Dario Fo og dagbók Önnu Frank Stefán Baldursson kynnti verkefni Leikfélagsins ásamt Jóni Hjartarsyni, leikara, og Gfsla Rúnarí Jónssyni, sem leikstýrir skopleiknum „Félegt fés“ eftir Dario Fo. FYRSTA frumsýning Leikfélags Reykjavíkur á nýju leikári verður í lok september. Þá verður frum- sýndur í Austurbæjarbíói skopleik- urinn „Félegt Fés“ eftir Dario Fo. Þýðandi leikritsins er Þórarinn Eldjárn, en leikstjóri er Gísli Rún- ar Jónsson. Efni leikritsins er á þá leið að forstjóri Fiat-verksmiðj- anna lendir í slysi og þarf að græða á hann nýtt andlit. Fyrir misskilning er grætt á hann andlit eftir mynd af einum starfsmanna hans og ganga þá um tveir menn með sama andlitið. Eins og vænta má leiðir þetta til mikils misskiln- ings. Aðalsteinn Bergdal leikur hlutverk þessara tveggja manna. önnur frumsýning Leikfélags- ins er á leikritinu „Onnu Frank“ eftir Frances Goodrich og Albert Hackett. Leikritið er byggt á dagbók gyðingastúlkunnar Onnu Frank, sem dvaldist í felum ásamt foreldrum sínum og fleira fólki í tvö ár á geymslulofti, vegna ofsókna nasista. Önnu Frank leikur ung áhugaleikkona frá Selfossi, Guðrún Krist- mannsdóttir, en hún lék hlut- verk Önnu Frank fyrir tveimur árum á Selfossi. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson, en þýðing- una gerði Sveinn Víkingur. Tvö leikrit verða tekin upp frá síðasta leikári, en það er Gísl, eftir Brendan Behan, og Fjör- eggið, eftir Svein Einarsson. Sýningar á þessum verkum hefj- ast á ný í október. í desember frumsýnir Leikfé- lagið nýtt bandarískt leikrit, „Agnes og Almættið“, eftir John Pielmeier. Leikritið fjallar um nunnu sem hefur eignast barn i klaustri, en það finnst svo látið. Réttarlæknir er kvaddur á stað- inn. Þetta verk er að sögn Stef- áns Baldurssonar spennandi og fjallar meðal annars um þá spurningu hvort trú og skynsemi séu ósættanlegar andstæður. í janúarlok verður frumsýnd- ur gamanleikurinn „Draumur á Jónsmessunótt" eftir William Shakespeare. Leikritið verður sýnt í samvinnu við Nemenda- leikhús Leiklistarskóla íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem leik- listarskólinn hefur samvinnu við Leikfélagið. Þýðingu leiksins gerði Helgi Hálfdanarson, leik- stjóri verður Stefán Baldursson. Síðasta frumsýning Leikfé- lagsins í ár verður á íslensku leikriti. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða leikrit það verður, en nokkrir höfundar koma til greina. Margir ungir leikarar verða í sýningum félagsins í vetur og má sem dæmi nefna að á fyrstu 2 frumsýningum leika 13 ungir leikarar sem ekki eru á föstum samningi hjá Leikfélaginu. Stef- án Baldursson, leikhússtjóri, sagði að leikhúsið hefði eftir megni reynt að fá unga leikara til starfa, og lýsti ánægju sinni með það hversu margir ungir leikarar tækju þátt í sýningum nú i ár. Einnig kvað hann spenn- andi að vinna núna með leiklist- arskólanum. Tveir leikarar bæt- ast nú við á árssamning Leikfé- lagsins, þau Bríet Héðinsdóttir og Sigurður Karlsson. Eins og áður eru seld áskrift- arkort á sýningar Leikfélagsins. Áskriftarkort sem gildir á 4 sýn- ingar, þ.e. þær sýningar sem sýndar verða I Iðnó, og kostar kortið 900 krónur. Auk þess geta menn keypt afsláttarkort á sýn- ingar í Austurbæjarbíói sem kostar 200 krónur. Almennt miðaverð er 250 krónur. Að lokinni söng- för Mótettukórsins - eftir sr. Kari Sigurbjömsson Mótettukór Hallgrímskirkju er nýkominn heim úr tveggja vikna söngför um Þýskaland. Við hjónin nutum þeirrar ánægju að fylgja kórnum I förinni og var það ógleymanleg reynsla, sannkallað ævintýri frá upphafi til enda. Ekki það að leiðin lá um fríðar lendur og frjósöm héruð, fornar borgir og sögufræga staði, slíkt er jafnan ævintýri líkast en ekki I frásögur færandi á vorum dögum. En það var ævintýri að eiga samfélag við hið unga og lífsglaða fólk, sem kórinn skipar, og njóta þess, sem það hafði fram að færa í tónlist sinni, og þá ekki síst að sjá og reyna hve það var landi sínu, þjóð og kirkju til mikils sóma. Mótettu- kór Hallgrímskirkju, sem aðeins er 2 ára gamall, og stjórnanda hans, Herði Askelssyni, organista, varð þessi fyrsta söngför kórsins sannkölluð sigurför. Ég vildi að ég ætti orð til að lýsa þeim viðtökum, sem þau hlutu hvarvetna: Undrun og hrifning áheyrenda og einróma lof, jafnt í smábæjum og stórborg- um Þýskalands, þar sem söngur og tónlist á sér aldagamla hefð og gullna sögu, og áheyrendur og listgagnrýnendur blaðanna kröfu- harðir mjög. Alls hélt kórinn átta tónleika. í Speyer, Heidelberg, Werdohl, Dortmund, Kamen-Methler, Duss- eldorf (2 tónleika) og í Köln. Á efnisskrá tónleikanna var kirkju- tónlist frá ýmsum tímum, íslensk og erlend. Mikla athygli og hrifn- ingu vakti íslenska tónlistin, göm- ul og ný, sérstaklega verk Þorkels Sigurbjörnssonar, 3 kvöldbænir Hallgríms Péturssonar, sem sam- ið var sérstaklega fyrir Mótettu- kórinn og Margréti Bóasdóttur, söngkonu, sem fylgdi kórnum í ferðinni, og nýtt verk Harðar Ás- kelssonar við texta úr 84. Davíðs- sálmi, sérstaklega áhrifamikið og fagurt verk. Tærar og ferskar og fagrar raddir kórs og einsöngvara, sem hljómuðu með undraverðri samstillingu og blæbrigðaríkri túlkun, létu engan ósnortinn, enda ætlaði fagnaðarlátum áheyrenda aldrei að linna, og var kórinn krafinn um mörg aukalög, og oft hélt kórinn áfram að syngja fyrir utan kirkjurnar Islensk þjóðlög við mikla hrifningu tónleikagesta og vegfarenda, sem dreif að hvað- anæva. Á flestum tónleikanna söng Margrét Bóasdóttir einnig ein- söng, lög eftir Jón Leifs og Pál Isólfsson og Kjartan Óskarsson, klarinettuleikari, sem einnig syngur i kórnum, lék á sumum tónleikanna einleiksverk eftir Messiaen. Á síðustu tónleikunum kom svo Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, til liðs og lék undir á orgel með kórnum Festival The Deum eftir Britten. Einnig lék hann í Dússeldorf einleik á orgel Chaconnu Páls ísólfssonar sem hljómaði I allri sinni tign á frá- bæru orgeli Nezude-kirkjunnar. Á þeim sömu tónleikum var frum- flutt tríom eftir Þorkel Sigur- björnsson fyrir orgel, selló og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.