Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 29 Bæði í styrjöldum Sovétríkjanna gegn Ungverjalandi (1956) og gegn Tékkóslóvakíu (1968) héldu Vestur- veldin að sér höndum og viður- kenndu þar með að þessar styrjaldir væru innanríkismái Sovétríkjanna. Þegar Berlínarmúrinn var reistur, létu Vesturveldin sér nægja mátt- laus mótmæli. Að lokum varð niður- staðan sú að Vesturveldin ákváðu að viðurkenna de jure það sem þau höfðu áður viðurkennt de facto. Á Helsinki-ráðstefnunni 1975 var það innsiglað, aö Sovétríkin réöu yfir meginlandi Evrópu að Saxelfi. í augum sovétstjórnarinnar var þetta mikill áfangi í „friðarbaráttunni". Jarðvegurinn hafði verið undirbú- inn með svokallaðri „slökun“ undir forystu Willys Brandts og síðar Nixons forseta. Vesturlönd mokuðu í Sovétríkin öllu sem þau gátu af sér reitt: peningum, tæknivörum (þ.m.t. örtækni til hernaðar), matvælum. Síðan var sagt: Nú ættu þeir að vera ánægðir. Nú ættu þeir að vera til friðs. Og síöan var vitnað í Lenín: Ekkert siðbætir menn eins rækilega og verzlun. Vart er hægt að hugsa sér ræki- legri misskilning og vanþekkingu á frumgrunni Sovétríkjanna. Sov- étríkin litu á þetta sem veikleika- merki Vesturveldanna og biðu ekki boðanna að þrýsta á af öllu afli. Þau fylltu höfuðborgir af útsendurum og njósnurum, sem sýndu slíka frekju og yfírgang að ríkisstjórnir hafa séð sig tilneyddar að vísa hundruðum þeirra úr landi. Dag hvern sniglast bilar undir merkinu Sovtransavto um vegi Frakklands, Vestur-Þýzka- lands og Svíþjóðar, og „bílstjórarn- ir“ mæla upp vegi, brýr og flugvelli. f höfnum liggja sovézkir „togarar" við bryggju. Austur fyrir járntjald- ið eru fluttar bæði nauðsynlegar undirbúningsfréttir og löglega og ólöglega fengnar tæknivörur. Því að sovétkerfíð er þannig innréttað, aö í því skapar enginn neitt frumlegt, ekki einu sinni í einfaldri tækni. Þvi verður að fá tæknina að vestan, með því að stela henni eða kaupa hana. Eldflaugar Einn árangur af „slökuninni* var sá, að árið 1977 var sovétherinn í stakk búinn að setja upp i Evrópu svokallaðar SS-20-eldflaugar. Þetta var gert án nokkurs fyrirvara. Sov- étstjórnin hefur aldrei heitið neinu um að takmarka fjölda þeirra SS- 20-eldfíauga, sem henni kann að þóknast að setja upp og beina að Vestur-Evrópu. Hún hefur þegar sett upp 351 eldfíaug af þessu tagi, og er hver þeirra með þrem sprengj- um. Fjöldi þeirra er því 1.053. Þar að auki eru eldri eldflaugar enn á sínum stað (a.m.k. 240 SS-4- og SS-5-eldflaugar). Hver SS-20-eldflaug hefur 5.000 km flugþol, og ógna þær því allri Vestur-Evrópu og Austurlöndum nær. Pershing II-eldflaugar hafa mun minna flugþol, um 1.800 km. Ef Vestur-Evrópuríki hefðu tekið þessu möglunarlaust, hefði það táknað að þau væru farin að beygja sig fyrir ógnunum sovétstjórnarinn- ar — og það var einmitt tilgangur hennar. Þrátt fyrir þá hótun, sem í uppsetningu SS-20-eldflauganna fólst, tóku Atlantshafsríkin sér drjúgan tíma til að íhuga viðbrögð sín. Það var ekki fyrr en í desember 1979 að tekin var ákvörðun. Efst á blaöi í tillögum Atlantshafsbanda- lagsins var tilboð um viðræður. Sov- étríkin tóku því tilboði að visu, en neituðu að samþykkja nokkrar þær tillögur sem settar voru fram. Lagt var til, að öll eldflaugakerfi í Evr- ópu yrðu tekin niður, þurrkuð út. Sovétmenn höfnuðu því. Atlants- hafsbandalagið hélt samt til streitu tilboði um frekari viðræður, en samþykkti að þeim skyldi haldið áfram til ársloka 1983. Hefði ekki náöst árangur í viðræðum fyrir þann tima, yrðu settar upp í Evrópu nýjar eldfíaugar. Hámarksfjöldi þeirra yrði 572. Þar af yrðu 108 svo- kallaðar Pershing II-eldflaugar, hver með eina sprengju og 1.800 km flugþol. ! staðinn yrðu 1.000 sprengioddar teknir niður. Það var gert 1980. Þar að auki skyldi einn tekinn niður fyrir hvern einn sem settur yrði upp. Uppsetning flaug- anna dreifist á 5 ár — 1983—1988. I samningaviðræðum í Genf var lagt tii, að hvor aðili hefði sprengjuodda er væru að hámarki eða færri en 572. Sovétríkin höfnuðu því. Samn- ingar í Genf sigldu í strand. Því hlaut Atlantshafsbandalagið að hefjast handa um aö framkvæma áætlunina frá 1979. Þetta er það sem gerðist i hinum margumræddu flaugamálum, og svo mikið veður hefur verið gert út af. „Friðarvinirnir* hófu mikla bar- dagahrotu, og töldu sér trú um, að næsta mál á dagskrá væri það að heimurinn yrði sprengdur i loft upp. Ekkert er fjarri sanni. Vopnabúr sem slík drepa engan. Vopn verða mönnum ekki að fjörtjóni fyrr en þau eru notuð. Hvor aðilinn er lík- legur til að fíra af þessum eldflaug- um? Svarið er: Hvorugur. Ekki fara Sovétríkin að sprengja i loft upp að- aluppsprettu þeirrar tækni sem þeir verða að fá, til að geta staðið í bar- daganum. Þau græddu litið á þvi. Allt þetta eldfíaugaskak er liður í pólitísku þrýstispili, sem miðar að því að koma hinum frjálsu þjóðum Evrópu á kné, og af hálfu Sovétríkj- anna var hugmyndin sú, að þrýsta frjálsum mönnum i Evrópu til að dansa eftir sinum nótum. Það tókst framar öllum vonum. Það er af þessum ástæðum, að „friðarbardag- inn“, hófst að áíiðnu ári 1980, og einmitt þá. Hvorki fyrr né seinna. Bardagi friðarvinanna Sovétstjórnin taldi sig ekki þurfa að samþykkja neitt við samninga- borðið. Hún reiddi sig á, að fjöldi manns í Vestur-Evrópu myndi taka upp hanzkann fyrir hana og knýja gagnaðilann til undanhalds. Á árinu 1980 breiddist sú hugmynd út sem eldur í sinu, að vopnabúr væru svo hættuleg, að jafnvel gæti orðið heimsendir. Þeim sem skoðar málið rólega, gæti virzt, að hættan hefði verið nokkurn veginn hin sama eða svipuð árið 1960, 1970 eða 1980. En nú kom skyndilega annað í ljós. Virðulegir borgarar, kommúnistar og græningjar, unglingar, húsmæð- ur og andríkir prelátar streymdu fyrr en varði út á götur og heimt- uðu, að dauðahættunni, sem á ein- hvern dularfullan hátt er falin í sprengjunni, yrði bægt frá með því að ekkert yrði gert til að andæfa friðarsókn friðarveldisins mikla. ótrúlegur fjöldi fólks reyndist þeirrar skoðunar, að bezta leiöin til að tryggja friðsæla og farsæla framtíð, væri að falla kyllifíatt frammi fyrir þeim sem hafa tign- irnar og vöidin, leggja niður allan viðbúnað til að vernda eigið frelsi og segja: Hví skyldu Rússar angra okkur, ef við neitum að verja okkur, og höfum engan viðbúnað? Fólk þetta virtist falla í stafi yfir sprengjuógnaráróðrinum og lét sér ekki detta í hug, að ef til vill hefðu bændur austur í Afganistan svarið við spurningunni. Þar hefur friðar- barátta verið á fullu blússi í nær fimm ár, þ.e. frá árslokum 1979. At- hugum þetta nánar. Amór Hannibalsson er dósenl í heimspeki rið Háskóla íslands. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MATTHEW C. VITA Breyttir tímar hjá Samstöðu UTVARPSMESSUR kaþólsku kirkjunnar á sunnudögum eru eitt af því fáa sem eimir eftir af því sem verkamenn í Póllandi hafa fengið áorkað siðan samningar þeirra við yfirvöld kommúnista um stofnun frjálsra verkalýðsfélaga voru undirritaðir fyrir fjórum árum. Samstaða á enn sterkan hljómgrunn meðal pólsku þjóðarinnar, þrjátiu og tveimur mánuðum eftir að fyrsta óháða verkalýðshreyfingin innan sov- étblakkarinnar var brotin á bak aftur með herlögum og 23 mán- uðum eftir að þingið bannaði hana formlega. Hins vegar ber sífellt minna á hreyfingunni. Leiðtogum hennar veitist líka sífellt erfiðara að virkja hana til baráttu fyrir breytingum á stöðnuðu þjóðfé- lagskerfi Póllands. Leiðtogar Samstöðu viður- kenna að endurskoðun fari fram á markmiðum hreyfingarinnar í kjölfar náðunar 630 pólitískra fanga og fjögurra ára afmælis hreyfingarinnar, sem var minnzt friðsamlega og leiddi ekki til árekstra. Eftir á að koma í Ijós hvort hreyfingin er þess megnug að móta markvissa stefnuskrá, sem allir stuðningsmenn hennar geta fylgt. Eins og stendur eru leið- togar Samstöðu sundraðir, á sama tíma og áhugi stuðnings- manna hennar á beinum árekstrum við yfirvöld fer dvín- andi. Einn af fyrrverandi leiðtogum Samstöðu lýsir ástandinu þann- ig að hreyfingin verði „að bíða átekta* og það er skýring hans á því hvers vegna svo bar á fjög- urra ára afmælinu á föstudag- inn. „Við vitum ekki nákvæm- lega hvað vakir fyrir yfirvöld- um,“ bætti hann við. í hópi þeirra manna, sem ný- lega hefur verið sleppt úr haldi, eru 11 háttsettir starfsmenn Samstöðu og ráðunautar, þar á meðal nokkrir fyrrverandi and- stæðingar Samstöðuleiðtogans Iæch Walesa, sem hafa verið ósammála afstöðu hans á liðnum árum. Ýmsir þeir sem vel fylgjast með gangi mála efast um að fyrrverandi leiðtogar verka- lýðshreyfingarinnar geti lagt fram stefnuskrá, sem allir geti sætt sig við og geti orðið kveikja nýrra aðgerða. „Ég held ekki að um nokkur skipuleg samtök geti orðið að ræða um nokkurt skeið,* segir háttsettur maður I kaþólsku kirkjunni. „Þess verður langt að bíða. Það er mjög erfitt fyrir samtök eða fólk, sem hefur verið aðgerðarlaust um nokkurt skeið, að móta stefnuskrá.* Walesa telur að hreyfingin geti haldið áfram virkri starf- semi án þess að tii beinna árekstra þurfi að koma við yfir- völd og hvetur til þess að áfram verði haldið að sýna hófsemi svo að yfírvöld fái næði til þess að gera frekari ráðstafanir er miði að sáttum. Hann segir að ríkis- stjórnin verði að leyfa starfsemi verkalýðsfélaga og stíga fleiri skref í lýðræðisátt, eða eiga það á hættu að öðrum kosti að stór- felld þjóðfélagsleg átök brjótist út. Hins vegar bendir ekkert til þess enn sem komið er að minnsta kosti að yfirvöld verði fús til að ganga að kröfum Wal- esa. „Þegar komið er á einhvers konar „fjölræði“ í Póllandi snýst það sem er kallað fjölræði upp í einhvers konar andstöðu á nokkrum dögum,“ segir hófsam- ur ráðunautur Wojciech Jaruz- elskis hershöfðingja. „Við getum ekki leyft verkalýðsfélögum and- vígum ríkisstjórninni að starfa nú þegar efnahagsumbætur eru lífsnauðsyn." Þessi embættismaöur, sem bað um að nafni sínu yrði haldið leyndu, sagði að „dyr frekari sátta' stæðu opnar, en bætti þvi við að þróunin í framtíðinni mundi mótast af framkomu Samstöðu, ekki af framkomu ríkisstjórnarinnar. Hann viðurkenndi hins vegar að hugmyndafræðilegar deilur innan pólska kommúnistaflokks- ins — sem er klofinn í hófsama menn, sem beita sér fyrir nokkr- um breytingum, og harðlínu- menn, sem standa i nánum tengslum við valdamenn i Moskvu — mundu móta viðbrflgð ríkisstjórnarinnar. „Ástandið í Póllandi er mjög viðkvæmt,* sagði hann. „Við get- um ekki gert of lítið, þvi að þá segir fólk að við gerum ekki neitt. Við getum heldur ekki gert of mikið, þvi að þá segir fólk að við göngum of langt og það leiðir til ásakana um að við höldum uppi beinni gagnrýni á Sovétrík- in og svo framvegis." Walesa og ráðamenn kaþólsku kirkjunnar virðast viðurkenna að stjórn Jaruzelskis verði að reyna að fara bil beggja og gera sér grein fyrir þeim afíeiðingum, sem þaö mundi hafa, ef stuðn- ingsmenn hershöfðingjans, sem er yfirleitt talinn hófsamur, bíð- ur lægri hlut fyrir harðlínu- mönnum. Undir forystu Jozef Glemps kardinála hefur kirkjan reynt af öðrum ástæðum að forðast árekstra við yfirvöld i bráð. Kirkjan vill aðallega að stjórnin leggi blessun sína yfir sjóð, sem kirkjan hefur beitt sér fyrir að komið verði á fót til styrktar sjálfseignarbændum. Samninga- viðræður hafa staðið yfir í marga mánuði milli fulltrúa ríkis og kirkju um reglur slíks sjóðs og nú er því starfi að mestu lokið. Matthew C. Vita er fréttamaöur \P og sendi þennan pistil tri Yarsjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.