Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 7 Sinfóníuhljómsveitin í tónleikaferðalag um Vesturland og Vestfirði Á MORGUN fimmtudag heldur Sin- fóníuhljómsveit íslands af stað í tónleikaferðalag um Vesturland og Vestfirði. Hljómsveitin leikur á eftirtöldum stöðum: Stykkishólmi, fimmtudag 6. sept., kl. 21.00. Búðardal, föstudaginn 7. sept., kl. 21.00. Þingeyri, laugar- daginn 8. sept., kl. 21.00. Bolungar- vik, sunnudaginn 9. sept., kl. 15.30. ísafirði, sunnudaginn 9. sept., kl. 21.00. Suðureyri, mánudaginn 10. sept., kl. 21.00. Patreksfirði, þriðjudaginn 11. sept., kl. 21.00. Á efnisskránni er m.a. Sinfónía í g-moll eftir Mozart, atriði úr óperum eftir Verdi og Counod, ísl. sönglög o.fl. Einleikari í þessari ferð er Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og ein- söngvari Kristinn Sigmundsson. Stjórnandi er Klauspeter Seibel, en hann kemur gagngert frá Þýskalandi til þess að fara í þessa ferð. Hann er aðalstjórnandi fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Niirnberg og fyrsti hljómsveitar- stjóri óperunnar í Hamborg. Seib- el hefur ferðast víða og stjórnað mikið bæði austan hafs og vestan og er nú nýkominn frá Japan, þar sem hann stjórnaði gestaleik óper- unnar í Hamborg á ýmsum óper- um. Háskólinn tengist einkafyrir- tækjum á sviði rannsókna „ÉG HEF þegar kynnt ríkisstjórn- inni frumvarpið og vonast til að það verði samþykkt þar,“ sagði Ragn- hildur Helgadóttir, menntamála- ráðherra.er blm. Mbl. spurði hana hvað liði frumvarpi um að Háskóli íslands gæti tengst einkafyrirtækj- um á sviði rannsókna. Ennfremur sagði Kagnhildur Helgadóttir að hún ætlaði að flytja frumvarpið á Alþingi strax og það kemur saman. „Þetta frumvarp er mjög mikil- vægur þáttur í að tengja atvinnu- líf, fræðslu og rannsóknir. Það er grundvallarskilyrði fyrir nýrri uppbyggingu í atvinnulífinu. Það er mín skoðun að taka verði tillit til þessa í öllu menntakerfinu og efla það með þetta sjónarmið í huga, bæði í verk- og listgreinum, almennri fræðslu og í sérþekkingu á efri skólastigum. Endurmenntun skiptir líka miklu máli i þessu sambandi," sagði menntamála- ráðherra. Leiörétting í frásögn Mbl. af árekstri á Vest- urlandsvegi þegar bræður létust var sagt, að vinstra framhorn Saab-bifreiðar hefði rekist utan í Willysjeppa með þeim afleiðing- um að ökumaður hans missti stjórn á bifreið sinni, sem fór yfir á öfugan vegarhelming og skall á bifreið bræðranna. Hið rétta er, að vinstra afturhorn Saab-bifreið- arinnar og hægra framhorn jepp- ans rákust saman. Mbl. biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Dauft fyrir vestan Léleg veiði hefur verið í Laug- ardalsá við Djúp og laxarnir sem á land eru komnir eru eitthvað fáir yfir hundraðið, sem sagt miklu lakari veiði en á þessi get- ur best, og lakari veiði en í fyrra þó þá hafi verið afspyrnutreg veiði. Það var komið dálítið af fiski í ána snema í júní, en svo virðist sem lítið hafi gengið eftir það, því botninn datt mjög fljótt úr veiðinni og hefur hvorki verið fugl eða fiskur allan seinni hluta sumarsins. Lítið sést af laxi í ánni, helst í Blámýrarfljóti og Affallinu. Stórgóð veiði í Hreppunum Góð veiði hefur verið í Stóru- Laxá í Hreppum eins og áður hefur komið fram. Erfitt er að fá heildartölu úr ánni, því veiði- bækurnar eru þrjár talsins. Þó er ljóst að komnir eru á sjötta hundrað laxar á land og spurn- ing hvoru megin við metið áin sé nú, en það hljóðar upp á 578 laxa. Virðist næsta líklegt að metveiði verði ef svo er ekki þeg- ar og gleðiiegt þegar ein og ein á heldur sínu í laxaleysinu. Nokk- uð hefur veiðst upp á síðkastið og talsvert er sagt af laxi í ánni. Þá batna nú skilyrði óðum, því lengst af í sumar hefur verið ákaflega mikið vatn í ánni. Best hefur aflast á svæði 2 en ekkert svæði hefur orðið algerlega út- undan, óvanir menn sem voru á „Fjallinu" fyrir skömmu fengu til dæmis 5 laxa á 2 dögum sem þykir gott á jafn erfiðu veiði- svæði og þar er. Mikið af aflan- um í Stóru-Laxá er stórlax, 14—20 punda og nokkrir yfir 20 pund hafa verið dregnir á þurrt af kátum veiðimönnum. Ein lítil ... Það þarf ekki að fara í lax til að upplifa ævintýri í veiðiskap, það eru full vötn og lækir af urr- iðum og bleikjum um allt land. Einn veiðimaður var á Arnar- vatnsheiði í sumar og var á rölti milli vatna. Gekk hann um hríð með lækjarsprænu og er hann gægðist ofan í hana á stað einum þar sem hún allt að því hvarf undir bakkann var ekki laust við að hann sæi þar eitthvað kvikt. Vildi hann kanna hvort hann gæti ekki nælt sér í smábónus í læknum og renndi maðki undir bakkann. Hann var gripinn með það sama og hófst harðvítug við- ureign, því þetta var enginn putti. Eftir harðan leik landaði veiðimaðurinn gullfallegum 4 punda urriða, akfeitum og björt- um. Kappinn hélt að hann hlyti að hafa styggt þá fiska sem kynnu að liggja þarna við bakk- ann, en renndi samt aftur. Þar sem hann stóð sá hann annan svipaðan pytt rétt fyrir ofan. Hann renndi í hann og innan stundar lá annar glæsilegur urr- iði á bakkanum. 7 punda fiskur. Þessi veiðimaður var heila helgi á Heiðinni og veiddi lítið, aðeins örfáar smábleikjur. Þessi augnablik við lækinn litla gerðu veiðiferðina því þeim mun ógleymanlegri! M í bæinn og byrjar á ® bæjarins besta stað K Broadway um næstu helgi.föstudag ; og laugardag. Sumargleöin meö öllum toppskemmti- kröfftum landsins sló svo sannarlega í gegn úti á landsbyggöinni í sumar og nú fá höfuöborgarbúar aö njóta gleöinnar í öllu sínu veldi. já Sumir segja aö Sumargleðin í ár sé sú besta frá upphafi og aðrir aö hún sé sú langbesta. Komiö, sjáiö, hlustiö og dansiö meö Sumargleöinni, í Broadway. Matseðill: Konlakslöguö humarsúpa. Fytltur grisahryggur Bordelalse (ramreiddur með rjómasoönu blómkáll, gláöum gulrótum, sykur- brúnuöum jaröeplum og hrásalatl. Is meö perum, heltrl klrsuberjasósu og rjóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.