Morgunblaðið - 05.09.1984, Side 7

Morgunblaðið - 05.09.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 7 Sinfóníuhljómsveitin í tónleikaferðalag um Vesturland og Vestfirði Á MORGUN fimmtudag heldur Sin- fóníuhljómsveit íslands af stað í tónleikaferðalag um Vesturland og Vestfirði. Hljómsveitin leikur á eftirtöldum stöðum: Stykkishólmi, fimmtudag 6. sept., kl. 21.00. Búðardal, föstudaginn 7. sept., kl. 21.00. Þingeyri, laugar- daginn 8. sept., kl. 21.00. Bolungar- vik, sunnudaginn 9. sept., kl. 15.30. ísafirði, sunnudaginn 9. sept., kl. 21.00. Suðureyri, mánudaginn 10. sept., kl. 21.00. Patreksfirði, þriðjudaginn 11. sept., kl. 21.00. Á efnisskránni er m.a. Sinfónía í g-moll eftir Mozart, atriði úr óperum eftir Verdi og Counod, ísl. sönglög o.fl. Einleikari í þessari ferð er Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og ein- söngvari Kristinn Sigmundsson. Stjórnandi er Klauspeter Seibel, en hann kemur gagngert frá Þýskalandi til þess að fara í þessa ferð. Hann er aðalstjórnandi fíl- harmóníuhljómsveitarinnar í Niirnberg og fyrsti hljómsveitar- stjóri óperunnar í Hamborg. Seib- el hefur ferðast víða og stjórnað mikið bæði austan hafs og vestan og er nú nýkominn frá Japan, þar sem hann stjórnaði gestaleik óper- unnar í Hamborg á ýmsum óper- um. Háskólinn tengist einkafyrir- tækjum á sviði rannsókna „ÉG HEF þegar kynnt ríkisstjórn- inni frumvarpið og vonast til að það verði samþykkt þar,“ sagði Ragn- hildur Helgadóttir, menntamála- ráðherra.er blm. Mbl. spurði hana hvað liði frumvarpi um að Háskóli íslands gæti tengst einkafyrirtækj- um á sviði rannsókna. Ennfremur sagði Kagnhildur Helgadóttir að hún ætlaði að flytja frumvarpið á Alþingi strax og það kemur saman. „Þetta frumvarp er mjög mikil- vægur þáttur í að tengja atvinnu- líf, fræðslu og rannsóknir. Það er grundvallarskilyrði fyrir nýrri uppbyggingu í atvinnulífinu. Það er mín skoðun að taka verði tillit til þessa í öllu menntakerfinu og efla það með þetta sjónarmið í huga, bæði í verk- og listgreinum, almennri fræðslu og í sérþekkingu á efri skólastigum. Endurmenntun skiptir líka miklu máli i þessu sambandi," sagði menntamála- ráðherra. Leiörétting í frásögn Mbl. af árekstri á Vest- urlandsvegi þegar bræður létust var sagt, að vinstra framhorn Saab-bifreiðar hefði rekist utan í Willysjeppa með þeim afleiðing- um að ökumaður hans missti stjórn á bifreið sinni, sem fór yfir á öfugan vegarhelming og skall á bifreið bræðranna. Hið rétta er, að vinstra afturhorn Saab-bifreið- arinnar og hægra framhorn jepp- ans rákust saman. Mbl. biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Dauft fyrir vestan Léleg veiði hefur verið í Laug- ardalsá við Djúp og laxarnir sem á land eru komnir eru eitthvað fáir yfir hundraðið, sem sagt miklu lakari veiði en á þessi get- ur best, og lakari veiði en í fyrra þó þá hafi verið afspyrnutreg veiði. Það var komið dálítið af fiski í ána snema í júní, en svo virðist sem lítið hafi gengið eftir það, því botninn datt mjög fljótt úr veiðinni og hefur hvorki verið fugl eða fiskur allan seinni hluta sumarsins. Lítið sést af laxi í ánni, helst í Blámýrarfljóti og Affallinu. Stórgóð veiði í Hreppunum Góð veiði hefur verið í Stóru- Laxá í Hreppum eins og áður hefur komið fram. Erfitt er að fá heildartölu úr ánni, því veiði- bækurnar eru þrjár talsins. Þó er ljóst að komnir eru á sjötta hundrað laxar á land og spurn- ing hvoru megin við metið áin sé nú, en það hljóðar upp á 578 laxa. Virðist næsta líklegt að metveiði verði ef svo er ekki þeg- ar og gleðiiegt þegar ein og ein á heldur sínu í laxaleysinu. Nokk- uð hefur veiðst upp á síðkastið og talsvert er sagt af laxi í ánni. Þá batna nú skilyrði óðum, því lengst af í sumar hefur verið ákaflega mikið vatn í ánni. Best hefur aflast á svæði 2 en ekkert svæði hefur orðið algerlega út- undan, óvanir menn sem voru á „Fjallinu" fyrir skömmu fengu til dæmis 5 laxa á 2 dögum sem þykir gott á jafn erfiðu veiði- svæði og þar er. Mikið af aflan- um í Stóru-Laxá er stórlax, 14—20 punda og nokkrir yfir 20 pund hafa verið dregnir á þurrt af kátum veiðimönnum. Ein lítil ... Það þarf ekki að fara í lax til að upplifa ævintýri í veiðiskap, það eru full vötn og lækir af urr- iðum og bleikjum um allt land. Einn veiðimaður var á Arnar- vatnsheiði í sumar og var á rölti milli vatna. Gekk hann um hríð með lækjarsprænu og er hann gægðist ofan í hana á stað einum þar sem hún allt að því hvarf undir bakkann var ekki laust við að hann sæi þar eitthvað kvikt. Vildi hann kanna hvort hann gæti ekki nælt sér í smábónus í læknum og renndi maðki undir bakkann. Hann var gripinn með það sama og hófst harðvítug við- ureign, því þetta var enginn putti. Eftir harðan leik landaði veiðimaðurinn gullfallegum 4 punda urriða, akfeitum og björt- um. Kappinn hélt að hann hlyti að hafa styggt þá fiska sem kynnu að liggja þarna við bakk- ann, en renndi samt aftur. Þar sem hann stóð sá hann annan svipaðan pytt rétt fyrir ofan. Hann renndi í hann og innan stundar lá annar glæsilegur urr- iði á bakkanum. 7 punda fiskur. Þessi veiðimaður var heila helgi á Heiðinni og veiddi lítið, aðeins örfáar smábleikjur. Þessi augnablik við lækinn litla gerðu veiðiferðina því þeim mun ógleymanlegri! M í bæinn og byrjar á ® bæjarins besta stað K Broadway um næstu helgi.föstudag ; og laugardag. Sumargleöin meö öllum toppskemmti- kröfftum landsins sló svo sannarlega í gegn úti á landsbyggöinni í sumar og nú fá höfuöborgarbúar aö njóta gleöinnar í öllu sínu veldi. já Sumir segja aö Sumargleðin í ár sé sú besta frá upphafi og aðrir aö hún sé sú langbesta. Komiö, sjáiö, hlustiö og dansiö meö Sumargleöinni, í Broadway. Matseðill: Konlakslöguö humarsúpa. Fytltur grisahryggur Bordelalse (ramreiddur með rjómasoönu blómkáll, gláöum gulrótum, sykur- brúnuöum jaröeplum og hrásalatl. Is meö perum, heltrl klrsuberjasósu og rjóma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.