Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 Gullaldargrín Myndbönd Árni Þórarinsson A myndbandaleigunum má nú orðið finna urmul af nýlegum kvikmyndum sem farið hafa fyrir ofan garð og neðan hjá reykvísku bíóunum og lenda einnig utan við lista yfir vinsæl- ustu spólurnar. í mörgum tilvik- um er um að ræða myndir sem einmitt eiga þetta hvoru tveggja skilið. Aðrar ættu hins vegar að hljóta betri örlög. Margar af þeim síðarnefndu gjalda trúlega fyrir skort á æsilegu efni og efn- istökum en slíkt er því miður lyk- ill að vinsældum. Ein mynd af þessu tagi er My Favorite Year, tiltölulega ný bandarísk gamanmynd, gerð 1982, en hefur af einhverjum ástæðum ekki enn hlotið náð hjá bíóunum. Það er óneitanlega skrýtið því þetta er vönduð fram- leiðsla sem hlaut góða aðsókn og viðtökur vestan hafs og var m.a. útnefnd til Óskarsverðlauna. Efnið er að vísu afar amerískt: Hlýlegur og húmorískur lofsöng- ur um gullöld amerísks sjón- varps. Samkvæmt höfundum handritsins, Norman Steinberg og Dennis Palumbo, var sú gull- öld einmitt á því uppáhaldsári sem titill myndarinnar vísar til, — 1954. Við fylgjumst með því hvernig sjónvarpsþátturinn The Comedy Cavalcade verður til; fyrst hinn stressaði undirbún- Peter OTooie og leikstjórinn Rich- ard Benjamin glaðbeittir við töku My Favorite Year. ingur og svo hin ennþá stressaðri beina útsending, en í þá daga var öllum slíkum þáttum, hversu flóknir sem þeir voru í samsetn- ingu, sjónvarpað beint. Við kynn- umst fólkinu sem hefur atvinnu af því að koma Bandaríkja- mönnum til að hlæja. Það er lunkinn og litríkur hópur. Og fyrst og fremst kynnumst við því hvernig þetta ágæta fólk rambar á barmi örvæntingarinnar í við- ureign við heiðursgest útsend- ingarinnar, drykkfellda kvik- myndastjörnu af Errol Flynn- sortinni sem heitir Alan Swann og er leikinn með alveg óborgan- legri snilld af Peter O’Toole. Þetta er notaleg skemmtun og einstök atriði hreinar perlur, ekki síst þar sem fylgst er með yngsta handritshöfundi þáttar- ins glíma við það verkefni að halda O’Toole þurrum fram yfir útsendinguna. Fyrirmynd þessa unga hand- ritshöfundar mun vera Mel OPNUM í DAG í SKEIFUNNI 11! Við bjóðum þig velkominn í bjart og notalegt kaffihús í nýrri viðbyggingu Brauðs hf., þar sem þér bjóðast ýmsar veitingar á hóflegu verði. Kaffihúsið ber nafnið „Café Myllan", enda er þar á boðstólum fjölbreytt úrval af nýbökuðum Myllukökum og brauði með ýmiss konar áleggi, ásamt kaffi og osdrykkjum. i morgnana, milli kl. 7.00 og 9.00, bjóðum við upp á „morgunverðarhlaðborð" fyrir fast verð - og í hádeginu súpur og smárétti sem eru breytilegir frá degi til dags. Líttu við á „Café Myllunni" - við höfum opið mánudaga til föstudaga milli kl. 7.00 og 18.00. t Brooks og fyrirmynd The Come- dy Cavalcade mun vera Your Show of Shows sem er einn sög- ufrægasti grínþáttur í sögu am- erísks sjónvarps og hýsti flesta upprennandi spaugara miðilsins á sínum tíma. Þannig er stjarnan í The Comedy Cavalcade, leikinn af Joseph Bologna, augljóslega sniðinn eftir Sid Caesar, stjórn- anda Show of Shows. Þrátt fyrir dálítið þröngt við- fangsefni og öldugang í hnyttni atriða er My Favorite Year efni- leg leikstjórnarfrumraun leikar- ans Richard Benjamin, sem í ár hefur hlotið mikið lof fyrir aðra mynd sína sem leikstjóri, — Rac- ing With the Moon. Stjörnugjöf: My Favorite Year ★★'/!í Hörkutól og önnur tól „Mölbrotnar tennurnar rifu upp handlegginn á mér og munn- ur hans varð að djúpri holu sem dældi blóði." Heillandi texti, ekki satt? Þetta er lýsing á því sem gerist þegar Mike Hammer, einkaspæj- ari í New York, hefur rekið olnbogann upp í opið geðið á ein- hverjum þrjótnum eftir að hafa brotið á honum fingurna. Sögur bandaríska rithöfundar- ins Mickey Spillane um Hammer eru af harðsoðna skólanum, svo harðsoðnum, að það er ekkert mál að rota mann með þeim. Með öllum sínum sadisma og nánast kynferðislegri ofbeldisdýrkun hafa þessar bækur náð miklum vinsældum, trúlega fyrst og fremst hjá karlmönnum, enda bullandi af kvenfyrirlitningu. Og auðvitað hafa snillingar í bók- menntafræðum orðið til að upp- hefja Spillane, sem reyndar er sæmilegur stílisti, og útnefnt hann einn skarpasta túlkanda amerísku ofbeldismýtunnar. Sú spóla sem nýtur hvað mestra vinsælda á íslenskum myndbandamarkaði þessar vik- urnar er einmitt byggð á fræg- ustu sögu Spillane, — I, the Jury eða Kviðdómurinn ég. Þessi saga var fyrst kvikmynduð 1954 og varð útkoman ekki tímamóta- verk frekar en núna. Nýja útgáf- an er gerð 1982 af liðtækum B-myndaleikstjóra, Richard T. Heffron, og í hlutverki Hammers er liðtækur B-myndaleikari, Armand Assante. Þess má geta að Spillane hefur sjálfur leikið harðjaxl sinn í The Girl Hunters 1964. I, the Jury er eins og gefur að skilja fulltrúi ofbeldismynda á vinsældalista myndbandaleig- anna. Hún er svo sem alveg fram- bærileg sem slík. Samt vekja vinsældir hennar nokkra furðu því myndin er alveg laus við áhugaverðar persónur eða gríp- andi söguþráð. Það er einna helst dálítið kynþokkafull leikkona, Barbara Carrera, sem gaman er að fylgjast með í hlutverki dular- fulls geðlæknis sem Hammer rekst á og rekkjar hjá við rar.n- sókn á morði vinar síns. Að öðru leyti er I, the Jury álíka innan- tóm og ísköld augun á Armand Assante þegar hann í lokin skýt- ur Barböru í magann með mikilli velþóknun og í miðjum faðmlög- um. Þá spyr Barbara, sem sjálf reynist vera margfaldur morð- ingi, afar sár og súr á svipinn um leið og hún gefur upp andann: „Hvernig gastu gert þetta?" „Það var mjög auðvelt," segir Assante. Ef menn hafa þörf fyrir að horfa á mórallaust skítapakk í tvo tíma skjóta og brjóta hvert annað þá verði þeim I, the Jury að góðu. Og svo virðist sem margir hafi þörf fyrir einmitt það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.