Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 33 um þeim atriðum, sem hér um ræðir. Þessi atriði hafa hvorki áhrif á gnindvallarverð til bænda né á slátur- og heildsölukostnað. Full- trúar vinnslustöðva hafa talið þessi atriði fram, þegar þeir reka hagsmunabaráttu sína i sex- mannanefnd. Þau hafa einmitt verið notuð sem rök til að réttlæta hluta af svokölluðum niðurgreiðsl- um vaxta, svo sem vaxta af yfir- drætti á hlaupareikningum. Það er broslegt að sjá Árna Bene- diktsson fullyrða, að þegar sé búið að mæta þessum kostnaðarauka vegna verðbólgu í verðlagsgrund- velli. Varla kunna sálufélagar hans í vinnslustöðvunum honum þakkir fyrir þetta rugl. En hvers vegna segir Árni Bene- diktsson að þessi atriði komi fram í tekjum til bænda? Hvers vegna nefnir hann yfirleitt bændur í þessu samhengi? Þarf hann eins og „bondefanger" stöðugt að reyna að telja bændum trú um, að hann sé velgjörðarmaður þeirra og hafi hagsmuni þeirra i huga og þá ekki síst þegar af engu er að stæra sig? Aulafyndni í grein, sem Árni Benediktsson skrifaði í NT 16. maí þóttist hann hrifinn af tillögum, sem fram höfðu komið um að bjóða slátrun út. En Árni Benediktsson þóttist einnig sjá ljón í veginum. Útboð slátrunar gæti einungis farið fram með því að svifta rétta eigendur eignarrétti sínum. Þótti honum það sýnilega fyndið, að slík félags- hyggja væri boðuð í Morgunblað- inu. Hins vegar væri framsóknar- mönnum að mæta, sem væru eig- endur margra vinnslustöðva og sennilega tregir til að láta fyrir- tæki sín af höndum. Árni Bene- diktsson hrópar úlfur, úlfur, eins og smalinn í dæmisögunni án nokkurs tilefnis. Undirritaður hreyfði þeirri til- lögu í grein í Morgunblaðinu 9. maí, að eitt sláturhús stæði ávallt sexmannanefnd til reiðu til útboða og varla ætti eitt af mörgum ónotuð- um sláturhúsum, eða hallarekstrar- húsum, að vera „framsóknar- mönnum" fast í hendi. Ekkert var minnst á eignarnám. Hátt verð mætti bjóða fyrir aðstöðuna. Árni Benediktsson stendur aft- ur eins og nátttröll með aula- fyndnina steinrunna á vörunum einnig af öðrum ástæðum. Fram eru komin tilboð í slátrun í húsum „framsóknarmanna" Árna Bene- diktssonar. Boðist er til að tryggja bændum fullt grundvallarverð. Ekkert eignarnám er yfirvofandi. „Framsóknarmennirnir" geta átt húsin eftir sem áður, einnig þau, sem byggð voru með drjúgum framlögum úr framleiðnisjóði, þ.e. að hluta fyrir almanna fé. Það hlýtur að vera erfitt að hafna slík- um tilboðum, þegar fjöldi vinnslu- stöðva hefur lýst sig vanmegnug- an að greiða bændum fullt grundvallarverð. í svörtu og hvítu Einn kafli úr grein Árna Bene- diktssonar gefur hugmynd um þá sérstæðu hagfræði, sem komið hefur landbúnaði í klípu. Árna Benediktssyni finnst sjálfsagt að rekstrarkostnaður í stórri nýrri vinnslustöð sé hærri en í gamalli og lítilli. Það er auðvitað ástæðu- laust. I nýrri stórri vinnslustöð er aðstaða öll væntanlega betri og tækniframfarir fullnýttar, sem auka hagkvæmni, auk þess er það meginregla að reikna megi með hagræði af stærð. í lítilli og gam- alli vinnslustöð er aðstaða oft slæm, nýting á vinnuafli ófull- komin og viðhaldskostnaður hár. Sé lítil ný vinnslustöð borin saman við stóra nýja má gera ráð fyrir að sú stóra sé hagkvæmari, ekki öfugt eins og Árni Bene- diktsson virðist reikna með, nema sú fjárfesting sé út í bláinn. Gæð- in áettu að geta verið hin sömu á afurðum, þau ráðast af öðrum þáttum en stærð og glæsileik húsakynna. f greinargerðinni um vinnslustöðvar var tekið mið af kostnaði af nýrri vinnslustöð, þar sem gert var ráð fyrir, að nýting vinnuafls væri ekki lakari en I gamalli vinnslustöð af sömu stærð. Flestum er í fersku minni, að forráðamenn Mjólkursamsölunn- ar í Reykjavík lýstu því yfir, að vinnslukostnaður neyslumjólkur og annarra mjólkurafuröa myndi ekki hækka við það að ráðist yrði í byggingu nýrrar, fullkominnar og glæsilegrar mjólkurstöðvar. Einkafyrirtæki á frjálsa sam- keppnismarkaðnum byggja einnig ný stór og velbúin hús til að ná hagkvæmari rekstri, framleiða ódýrari, betri og samkeppnishæf- ari vöru. Þótt margir efist um efndir Mjólkursamsölunnar, þá er það ekki vegna þess, að húsakynn- in séu góð og tæknin fullkomin, heldur vegna einkaleyfisaðstöðu fyrirtækisins, sem oftast leiðir til skorts á aðhaldi og sóunar á stærð og búnaði. Árni Benediktsson sér í öfgum sínum allt í hvítu og svörtu; „vel rekna vinnslustöð" með lágan rekstrarkostnað í „gömlum kof- um“ og hins vegar dýrlegar vinnslustöðvar með háan rekstr- arkostnað, sem geta framleitt kjöt fyrir „vandfýsinn erlendan mark- að“. f greinargerðinni um vinnslu- stöðvar sauðfjárafurða var valinn þriðji kosturinn, þ.e. vel rekin vinnslustöð í hóflega dýrum en hagkvæmum nýjum húsakynnum. Árni Benediktsson getur þess hins vegar ekki, að Ný-Sjálendingar framleiða kjöt fyrir hinn „vandfýsna markað“ og nota einungis um fjórð- ung af slátur- og heildsölukostnaði á íslandi við vinnslu kjötsins. Svart á hvítu Árni Benediktsson sýndi það svart á hvítu í greininni, að hann væri ófær um að setja fram mót- sagnalausar forsendur fyrir dæmi, og hann gat ekki dregiö rökréttar ályktanir af sínum eigin forsend- um. Hann sýnir því töluverða kokhreysti með því að ráðast til atlögu við niðurstöður úr greinar- gerðinni um vinnslustöðvar eftir að hafa orðið að viðurkenna, að forsendur væru þar réttar. Árni Benediktsson ber í grein sinni sí- fellt höfðinu við steininn og reynir að neita þeirri einföldu staðreynd, sem allir þekkja, að verðbólgan og vaxtakjör hafa flutt fjármuni milli aðila og hann bætir gráu ofan á svart með því að neita að viðurkenna, að endurgreiðsla vaxtakostnaðar hafi falið í sér gjafir. Hvaða launamaður teldi sig ekki hafa hlotið stórgjafir, ef hann fengi vaxtakostnað endur- greiddan t.d. af láni fyrir íbúð? Það er ástæðulaust að elta ólar við slíkt. Þorraldur Húason er eólisfræðing- Þorlákshöfn: Tónleikar í Þorlákskirkju I*i>rLakshofn, 3. sefileinber. FRAMKVÆMDUM við Þorláks- kirkju miðar vel og styttist óðum í það að hún verði vígð. Margs kon- ar starfsemi er hafin í kirkjunni, svo sem tónleikar, söngæfingar og messur. Miðvikudaginn 5. sept- ember klukkan 20.30 verða tón- leikar í kirkjunni. Kristinn Sig- mundsson, óperusöngvari, mun syngja við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Nýtt fjögurra radda pípuorgel hefur verið 8611“ upp í kirkjunni. J.HX Bestu kaupin maxell gæði maxell VHS-myndbandsspólur ^g^,, maxell maxell maxell 3 klst. kr. 394.- 2 klst. kr. 335.- 1 klst. kr. 299.- Beta-myndbandsspólur 3 klst. kr. 450.- Maxell er mörgum gæðaflokk- um ofar. Þú færð þetta verð hvort sem þú kaupir eina eða fleiri spólur. Fyrirtækiö, sem vinnur fyrir þig |' 11 f' !1" ; '"^rrTHT | n n n H "^“3 ^numrn flSil SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Sendum um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.