Morgunblaðið - 05.09.1984, Side 43

Morgunblaðið - 05.09.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 43 Trillur grásleppukarlanna voru skoöaðar. Og oftar en ekki barst Mósi, litla triilan hans afa, í tal. Frændi sýndi okkur hvar Mósi, þetta mikla skip í hugum okkar, haföi komið drekkhlaðinn að landi. Þetta voru spennandi stundir með sérlega barngóðum manni. Á eftir var svo komið við í ein- hverri gotterísversluninni. Oftast hjá honum Árna á horninu. Þar var úr nógu sælgæti að moða. Súkkulaði og ísinn var vinsælast. Og fyrr en varði voru andlit orðin kámug. Það gerði lítið til. Það bara tilheyrði. Tæplegast getur frændi hafa átt sér nokkurn óvildarmann. Létt- leikinn var fas hans. Það var stutt í brosið. Hann var góður maður í orösins fyllstu merkingu. Hjáip- samur með afbrigðum og látiaus. Lét fara lítið fyrir sér og lifði ein- földu og skipulegu lífi. Barst ekki mikið á og tróð engum um tær. Hann var óvenju vel gerður drengskaparmaður. Lengst af vann hann á flugvell- inum. Hóf þar störf í Bretavinn- unni svokölluðu árið 1941. Flug- vöilurinn átti síðan hug hans. Hann helgaði honum starfskrafta sína. Þar liggja eftir hann ófá handtökin, og þar eyddi hann líka síðustu stundum lífs síns. Reiðhjólið var ætíð fararskjóti frænda. Hann fór á því um allt hér innanbæjar. Rólegan og án asa mátti sjá hann hjóla eftir vinnu og reka erindi sín. Kannski var það líka táknrænt er faðir okkar fór niður á flugvöll í lok þess dags er frændi dó. Hann leit inn á verkstæðið sem þar er. Ekki var nokkurn mann að sjá. Allir farnir. Vinnudegi var lokið. Eitt var þó á sínum stað. Gam- alt svart reiðhjól, sem hafði komið þar að venju fyrr um morguninn. Þarna stóð það látlaust og lét fara lítið fyrir sér. Beið eftir eiganda sínum. Tæplegast hefur það gert sér grein fyrir, að það hafði farið sína hinstu ferð út á Flugvöll. Og nú er frændi kvaddur. Hann hefur lagt af stað í þá ferð sem bíður okkar allra. Við systkinin þökkum þær samverustundir sem við fengum notið með honum. Við bjóðum góðan Guð að biessa minningu hans. Þessa glaðlega og óvenju vel gerða drengskapar- manns. Dúna, Gurrý, Róbert, Jonni og Anna Rós. Hérna lágu léttu sporin Löngi horfin sama veg Sumarbliðu sólskinsvorin Saman gengu þeir og ég Vinir mínir allir allir eins og skuggar liðu þeir Inn í rökkur hljóðar hallir Hallir dauðans einn og tveir Einn og tveir. (Guðm. Guðmundsson) Þessi táknrænu orð skólaskálds- ins verður mín hugieiðing nú þeg- ar einn af mínum gömlu kunningj- um frá björtum vordögum bernsk- unnar suður á Grímsstaðaholti, Hannes Bjarnason, er héðan snögglega burt kallaður. Við sem eftir lifum stöndum hljóð og hug- leiðingar frá liðnum dögum og ár- um sækja okkur heim á minn- ingarstund, en saknaöarkenndin verður eingöngu bundin við þá jákvæðu eiginleika sem hinn burtfarni átti til i sínu huglífi. Sá sem reynir á lævísan hátt að stækka það sem minnstu máli skiptir, myndar enga saknaðar- kennd og hann skilur aðeins eftir sig óheilindi sem aðrir á hans bylgjulengd hafa tileinkað sér og leggja blessun sína yfir. Það átti ekki við um þann mann sem nú hefur kvatt. Hann vék því til hlið- ar sem var tilefnislítið umræðu- efni en hafði sem viðmiðun sitt eigið jákvæða mat á þeim sem hann taiaöi við í hvert sinn. Fals- laus framkoma og skilningsrík af- staða voru hans eiginleikar. Lífs- ferill Hannesar Bjarnasonar var þess vegna á hinn rétta veg, sjáifsbjargarviðleitni og vinna þar sem engin sérstök tilslökun eða breyting kom til greina og eitt er víst að betri vinnufélaga en hann mun vera erfitt að finna. Af fjöi- skyldunni sem bjó á Fálkagötu 15 eru nú tveir bræður eftirlifandi. Ég vil enda þessa stuttu hugleið- ingu með því að votta þeim og öðr- um aðstandendum, samúð mína og hluttekningu. Þorgeir Kr. Magnússon ESAB ESAB ESAB Réttur rafsuóuvír Eitt mikilvægasta atriöi varöandi rafsuöu er aö velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til þess aö hámarksgæöi veröi á suöu er nauðsyn- legt að vírinn sé valinn með tilliti til allra aðstæöna Meö þessa staðreynd í huga eigum viö til á lager mikið úrval af rafsuðuvír auk tækja og fylgihluta. Tæknimenn okkar veita fúslega allar upplýsingar og eru þér innan handar um valið. Hafið samband við söludeild. FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR G/EDUM OG GÓÐRI ÞJÓNUSTU HÉÐINN VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 Leir og aftur leir eða gips HÖFÐABAKKA 9 — REYKJAVÍK SlMI 685411 Mesta úrval fyrir skólafólk Glit hefur fyrirliggjandi mikið úrval af gipsi, hvítu og rauðu, mjúkum leir, jarðleir og steinleir, postulínsleir og leir sem ekki þarf að brenna. Þórshamar Byrjendanámskeið eru að hefjast í Shotokan karate. Æft er tvisvar til þrisvar í viku, mánudaga — miöviku- daga og föstudaga. Frá 7 ára Yngri flokkar samanstanda af krökkum frá 7 ára aldri og æft er seinnipart dags. Fyrirtæki Bjóðum nú hópum frá 5 manns umtalsverðan afslátt. Félagar Eldri nemendur velkomnir, nú þýðir enga leti lengur. Karate er hressandi íþrótt fyrir kvenfólk og karla á öllum aldri. Æft er að Brautarholti 18, 4. hæö. Innritun og uppl. í símum 22225 og 16037. V______________ -4 Til að rýma fyrir nýjum birgðum seljum við næstu daga mass- ívar fulningahurðir og forstykki á innréttingar og skápa meö Lerki hf. Skeifan 13,108 Reykjavík Sími: 82877

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.