Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 39 Fyrst stóU, síðan borð og loks málfrelsi: Fá sérbúgreinafélögin fulla aðild? Á aöalfundinum var samþykkt aö kjósa millifundanefnd til að endur- skoöa samþykktir Stéttarsambands- ins. Nefndinni er ætlaö að skila áliti fyrir 1. mars nk. sem lagt verði fyrir hreppabúnaöarfélög og kjörmanna- fundi og síðan tekiö til afgreiöslu á næsta aðalfundi Stéttarsambands- ins. Greinargerð með tillögunni var svohljóðandi: „Á nær 40 ára starfstimabili Stéttarsambands bænda, hafa að- stæður í landbúnaði og mark- aðsmálum landbúnaðar svo og samsetning búvöruframleiðslu breyst mikið. A sama tíma og byggð í heilum sveitum hefur ýmist grisjast stór- lega eöa horfið með öllu hefur framleiðsla aukist verulega á öðr- um stöðum og nýjar búgreinar komið til. Það er því mat fundarins að nauðsynlegt sé nú að taka sam- þykktir Stéttarsambands bænda til gagngerðrar endurskoðunar með hliðsjón af breyttum aðstæð- um. í þessari endurskoðun skal m.a. athugað hvort æskilegt sé að breyta félagslegri uppbyggingu sambandsins, s.s. kosningu kjör- manna, fulltrúa og stjórnar, svo og öðrum atriðum samþykktanna. Einnig verði kannað á hvern hátt unnt sé að tengja búgreina- félögin Stéttarsambandinu, svo að bændastétt landsins geti samein- ast þar í kjarabaráttu sinni." Á fundinum urðu nokkrar um- ræður um skipulagsmálin og sér- staklega skipan aðalfundarins. Nú er kosið þannig til fundarins að hreppabúnaðarfélögin kjósa kjör- menn til kjörmannafunda í hverri sýslu fyrir sig. Kjörmanna- fundirnir kjósa aftur tvo fulltrúa fyrir hverja sýslu, stóra sem smáa, á aðalfundinn. Hefur nokk- uð borið á gagnrýni á þetta fyrir- komulag frá bændum í fjölmenn- ustu landbúnaðarhéruðunum og einnig hefur það verið gagnrýnt hvað fulltrúar aukabúgreinanna eigi litla möguleika á að koma hagsmunamálum sínum fram hjá Stéttarsambandinu. Sérbúgreinafélögunum var boð- ið að senda fulltrúa til fundarins og var samþykkt að þeir hefðu málfrelsi á honum en ekki tillögu- rétt eða atkvæðisrétt. Fulltrúi eins sérbúgreinafélagsins sagði á fundinum að tími væri kominn til að veita félögunum meiri aðild að sambandinu. Sagði hann að þegar þeim hefði fyrst verið boðið að sitja fundinn í hitteðfyrra hefðu þeir fengið stóla til að sitja á en verið að öðru leyti hornrekur, í fyrra hefðu þeir fengið stól og borð til að sitja við og núna mál- frelsi og væri því kominn tími til að stíga skrefið til fulls. Þeir sem mæltu á móti meiri réttindum sérbúgreinafélaganna sögðu að félagar í þeim ættu aðild að búnaðarfélagi sinnar sveitar og gætu þeir komið sinum málum þar áfram og haft áhrif á val fulltrúa til aðalfundar Stéttarsambands- ins. Aðrir bentu á að félagar í sérbúgreinafélögunum væru dreifðir um land allt og hefðu því lítil áhrif hver í sínu horni. MorgunblaðiA/Hbj. Eiginkonur aðalfundarfulltrúanna voru iönar viö prjónaskapinn. í stuttu hléi undir lok fundarins var tíminn til aö taka lagiö. Þarna eru Siguröur í Innri-Fagradal, Kristófer í Köldukinn og Ragnar á Brjánslæk aö taka lagiö, sem aö sjálfsögðu var „Kátir voru karlar". „Gengdarlausum og órökstuddum áróðri“ gegn landbúnaðinum mótmælt VINSÆLASTA umræöuefnið í „eldhúsdagsumræöum“ Stéttarsam- bandsfundarins, sem fram fóru fyrsta dag fundarins, að loknum ræöum landbúnaöarráöherra og formanns Stéttarsambandsins var „áróöurinn“ í fjölmiðlum gegn land- búnaðinum. Jón Helgason og Ingi Tryggvason gáfu tóninn í ræöum sín- um meö harðorðum yfirlýsingum um þetta efni. Eitthvað á fjórða tug fulltrúa tók til máls og ræddu þeir allir um þetta efni og gerðu sumir þetta efni að aðalefni i ræðum sínum. Var gjarnan haft á orði að um- fjöllun um landbúnaðinn í fjöl- miðlum væri aðför að bændastétt- inni og samtökum þeirra, og væri verið að drepa stéttina niður inn- anfrá og utan með þessum hætti. Lögðu menn áherslu á að gagnróð- urinn yrði hertur og rangfærslum svarað. Einstaka fulltrúi sem til máls tók sagði að ekki væri hægt að lasta það þó gagnrýni kæmi í fjölmiðlum, það væri þeirra hlut- verk að gagnrýna það sem aflaga kynni að fara og þetta ætti að verða bændum hvatning til að veita samtökum sínum meira að- hald. Það yrði að viðurkennast að slæm mistök hafi orðið, en ekki hefði verið brugðist við þeim af manndómi. 1 lok fundarins var samþykkt svohljóðandi ályktun um þetta efni: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 mótmælir harðlega þeim gegndarlausa og órökstudda áróðri gegn framleiðslu sölu- og skipulagsmálum landbúnaðarins sem iðulega hefur komið fram í fjölmiðlum. Fundurinn skorar á stjórnendur fjölmiðla að sjá til þess að þeir sem fjalla um land- búnaðarmál vandi svo sem við verður komið hverskonar upplýs- ingaöflun um þau mál sem önnur, þannig að sannleikans sé leitað hverju sinni. Fundurinn felur stjórn Stéttar- sambandsins að standa vel á verði gegn hverskonar rangtúlkun á málefnum landbúnaðarins og tel- ur að slíku verði best mætt með aukinni upplýsingalöggjöf til starfsfólks fjölmiðla m.a. með fræðslufundum og kynningarferð- um.“ Ýmsar samþykktir Á Stéttarsambandsfundinum var samþykktur fjöldi tillagna um hin ýmsu áhuga- og hagsmunamál bænda. Hér á eftir fara nokkrar þeimu Kiðuveikinni verði útrýmt „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 felur stjórn Stéttar- sambandsins að hefja nú þegar viðræður við landbúnaðarráðu- neytið og sauðfjársjúkdóma- nefnd um mótun ákveðinnar stefnu í baráttunni við riðuveik- ina, með það að markmiði að veikinni verði útrýmt." Undrun og óánægja vegna verðvöntunar „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 lýsir undrun sinni og óánægju yfir stórfelldri vönt- un verðs og vaxta á endanlegu uppgjöri sauðfjárafurða frá haustinu 1982. Samkvæmt uppgjöri 43 slát- urleyfishafa var meðalvöntun verðs til sauðfjárbænda 9,5% af meðalgrundvallarverði, eða alls 103 millj. króna. Þvf skorar fundurinn á sexmannanefnd að sjá til þess að mistök við verð- lagningu slátur- og heildsölu- kostnaðar verði þess ekki vald- andi að slík verðvöntun endur- taki sig.“ Reiðhöll „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 heimilar stjórn sam- bandsins að semja um að Stétt- arsamband bænda gerist eignar- aðili að fyrirhugaðri Reiðhöll í Reykjavík." Afurðalánin hjá Seðla- banka „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 mótmælir þeim hugmyndum sem uppi eru um að færa afurða- og rekstrarlánin frá Seðlabankanum til við- skiptabankanna. Fundurinn tel- ur hættu á að slíkar breytingar á afurðalánakerfinu geti þrengt fjárhagsstöðu hinna ýmsu fyrir- tækja í dreifbýlinu." Heildsalan hjá fyrirtækjum bænda „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 telur að sala og með- ferð á framleiðsluvörum bænda að smásölustigi eigi að vera í höndum fyrirtækja þeirra sjálfra, enda tryggi það best hag framleiðenda og neytenda. Varar fundurinn ákveðið við öllum tilraunum til að rjúfa þá samstöðu sem nú ríkir meðal bænda um hagsmunamál stétt- arinnar." Úttekt á Áburðarverk- smiðjunni „Fundurinn beinir því til land- búnaðarráðherra að hann láti gera úttekt á fiárhags- og rekstrarstöðu Áburðarverk- smiðjunnar og hvort ekki sé tímabært að ríkissjóður létti af henni fjármagnskostnaði. Ennfremur er gerð sú krafa að verksmiðjan verðleggi áburðinn það snemma, að flutningar hans geti farið fram áður en þunga- takmarkanir eru settar á vegi. Þá ítrekar fundurinn fyrri sam- þykkt, að óhjákvæmilegar breyt- ingar á áburðarverði skuli gerð- ar jafnoft og breytingar á verð- lagsgrundvelli." Söluskattur af búvélum „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 álítur rétt stefnt með þeim aðgerðum sem miða að lækkun framleiðslukostnaðar búvara og felur stjórn Stéttar- sambandsins að vinna áfram að því að fá létt skattlagningu af rekstrarvörum landbúnaðarins. Þá krefst fundurinn þess að niðurfelling eða endurgreiðsla söluskatts af landbúnaðarvélum og tækjum sem samið var um á sl. ári, nái til allra gerða af vél- um og tæknibúnaði sem notaður er við landbúnað, og þeir bænd- ur, sem keyptu vélar á sl. ári og greiddu af þeim söluskatt fái hann endurgreiddan, svo sem gert er af dráttarvélum, sem notaðar eru við landbúnað. Þá felur fundurinn stjórn Stéttarsambandsins að vinna að því að varahlutir í búvélar verði einnig undanþegnir söluskatti." Votheysverkun stóraukin „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 harmar það tjón sem bændur verða fyrir ár eftir ár vegna erfiðleika við heyöflun sökum votviðra. Fundurinn telur það eitt brýn- asta hagsmunamál bænda að ör- yggi í fóðuröflun verði aukið, m.a. með stóraukinni votheys- verkun. Telur fundurinn að slíkt verði best gert með aukinni fræðslu og meiri sveigjanleika í ráðstöfun fjármagns til þessa hluta.“ Niðurgreiðslur til kart- öfluverksmiðjanna „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 vekur athygli á að vegna þess að felldar voru niður niðurgreiðslur á kartöflum sl. vor, er samkeppnisstaða kart- öfluverksmiðjanna mjög erfið, vegna óhefts innflutnings á svokölluðum iðnaðarkartöflum (frönskum kartöflum) frá EFTA-löndum og Kanada. Vegna mikillar kartöfluupp- skeru nú í haust er brýn nauðsyn fyrir kartöfluframleiðendur að hægt verði að starfrækja verk- smiðjurnar svo nýta megi upp- skeruna sem best. Því skorar fundurinn á stjórn- völd að tryggja rekstur verk- smiðjanna, t.d. með niðugreiðsl- um á íslenskum kartöflum." í umræðum um þessa tillögu var rætt um að greiða þyrfti niður hráefni til verksmiðjanna um 3 krónur kílóið til að þær gætu selt framleiðsluna á sama verði og innfluttar franskar kartöflur eru seldar á, eða um tæp 20%, þvi innlendar kartöfl- ur eru nú seldar á 17 kr. kílóið. Verksmiðjurnar hafa mest notað innfluttar kartöflur til fram- leiðslu á frönskum kartöflum, ís- lenskar kartöflur hafa ekki verið fáanlegar undanfarið ár og þær eru ekki taldar nógu gott hráefni við framleiðslu á frönskum. Ef verksmiðjurnar kaupa íslenskar kartöflur til framleiðslunnar, er sagt að greiða þurfi þær niður um 3 kr. kílóið til að verksmiðj- urnar standist samkeppnina, þrátt fyrir að innfluttar fransk- ar kartöflur séu með rúmlega 100% toll og vörugjaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.