Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 26 Bagdad: „Gestir stjórn- arinnar farnir til Teheran" Onf, Bt|>dad, 4. september. ÁP. FULLTRÚI Alþjóða rauða krossins í Genf staðfesti í morgun fréttir frá Bagdad þess efnis, að 189 farþegar og ellefu manna áhöfn írönsku þot- unnar, sem var rænt fyrir helgina og látin lenda í Bagdad, hefðu fengið Flugvöllur í Jakobshavn: Leiðrétting FRÉTT Morgunblaðsins um opnun flugvallar í Jakobshavn á Grænlandi í fyrradag er röng að því leyti að flugvöllurinn verður ekki opnaður fyrr en 29. septem- ber næstkomandi. Hartling í Bangkok að halda heim og væru nú komnir heilu og höldnu til Teheran. Rauði krossinn hafði afskipti af málinu, að beiðni írönsku stjórn- arinnar og talsmaður Rauða krossins sagði, að stjórnvöld í Bagdad hefðu verið samvinnuþýð. Sé þessi frétt nákvæm, hvað varð- ar tölu þeirra sem sneru heim, vantar einn á listann yfir farþega og ekki hefur verið skýrt frá því hvað varð um flugræningjana þrjá, utan þess að útvarpið í Bagdad hefur greint frá að þeir séu í Bagdad og muni fá pólitískt hæli þar. Farþegarnir héldu til Teheran með hollenskri leiguflugvél sem kom sérstaklega til að sækja þá. írakar sögðu, að farþegamir hefðu dvalist á glæsihóteli í Bagdad meðan þeir biðu þess að ákveðið væri hvort þeir fengju að fara heim. Stjórnvöld í írak gera mikið veður út af því hversu vel hafi ver- ið farið með farþegana og hafi verið komið fram við þá eins og sæmdi gestum íraka. Mikil hersýning var í Trípólf í Líbýu þegmr þess vmr minnst, mð 15 ár ern frá þvf Khmdmfy hrifsmði völdin í sínmr hendur. Stmamynd AP. Áfengisneysla leyfð í Líbýu Trípóli, Ubýu, 3. aepL AP. MÖAMMAR Khmdmfy, Líbýuleið- togi, hefur ákveðið mð leyfm lönd- um sínum mð neytm áfengis en þmð hefur verið bmnnmð f 15 ár. Áfeng- isneyslmn má þó ekki fmrm frmm mnnmrs stmðmr en innmn dyrm á heimilum. í fjögurra klukkustunda ræðu, sem Khadafy flutti á þingi, sagði hann, að lengi hefði hann stefnt að því að láta af völdum eftir 15 ára stjórn og setjast að í hirð- ingjatjaldi úti í eyðimörkinni, fjarri heimsins glaumi. „Ég var jafnvel að hugsa um að fara til annars lands, Sýrlands eða Lí- banons, þar sem bræður okkar berjast í návígi við zionísku óvinina," bætti hann við. Þetta breyttist hins vegar allt með árás nokkurs hóps manna á herbúðirnar þar sem Khadafy dvelur jafnaðarlega í maí í vor. „Vegna þessa hef ég ákveðið að skorast ekki undan ábyrgðinni og halda um stjórnvölinn enn um hríð,“ sagði hann. Khadafy sagði einnig, að hér eftir mættu Líbýumenn neyta áfengis, sem bannað var fyrir 15 árum. Neysla verður þó að fara fram innan fjögurra veggja heimilisins og menn verða að brugga það sjálfir. Öll sala með það verður áfram bönnuð. Afganistan: Frelsissveitir ábyrgar fyrir fleiri sprengingum BanKkok, 4. soptomber. AP. POUL Hartling, aðalframkvæmda- stjóri Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, kom til Bangkok í dag og sagðist mundu eiga fundi með embættismönnum um vanda- mál flóttamanna á nærliggjandi svæðum. Einkum er búist við að rædd verði mál flóttamanna frá ýms- um löndum í grennd við Thailand, en mikill flóttamannastraumur hef- ur verið á þær slóðir bæði frá Víet- nam og Kambódíu. Hartling sagði, að þetta væri engan veginn óleysanlegt mál og það væri fagnaðarefni, að nú væru um 125 þúsund flóttamenn frá Ví- etnam, Laos og Kambódíu í Thai- landi, en hann benti á, að þeir hefðu verið yfir 300 þúsund fyrir fjórum árum. Nýjo Delhí, 4. aeptember. AP. HUNDRUÐ manna hafa látið liTið í nýjum bardögum milli sovéskra og afganskra hersveita og frelsissliða í Afganistan að undanfornu. Afgansk- ar frelsissveitir, sem hafa aðsetur í l’akistan, hafa einnig lýst sig ábyrg- ar fyrir fjórum öðrum sprengjutil- ræðum í Kabúl, auk sprengingarinn- ar sem varð á flugvellinum í Kabúl sl. föstudag. Sprengingarnar sem frelsis- sveitirnar segjast ábyrgar fyrir. voru m.a. á hótelum og í leikhúsi í Kabúl. Vestrænir sendiráðsmenn segjast ekki geta staðfest að sprengingarnar hafi átt sér stað, en segjast hafa fengið svipaðar fréttir. Ekki er ljóst hvort manntjón varð í sprengingunum eða slys á fólki. Sendiráðsstarfsmenn í tveimur vestrænum sendiráðum í Kabúl segja að frelsissveitirnar hafi drepið a.m.k. 100 sovéska hermenn í árás á bækistöð þeirra sunnan við aðalleiðina inn til Sovétríkj- anna við Salang-gilið. Árásin er talin vera hefnd fyrir fjöldamorð Sovétmanna á 30 eldri borgurum í nágrenni Kabúl fyrir skömmu. Auk þess hermdu fréttir að 170 sovéskir hermenn hefðu verið drepnir af sínum eigin hersveitum fyrir mistök, þegar átti að herja á herstöð frelisliða seinni hluta ágústmánaðar. Út- varpsstöð stjórnarinnar í Afgan- istan segir að stjórnarsveitimar hafi fellt 554 manns í bardögum í héraðinu Wardak, suðvestur af Kabúl. Hjarta og lungu grædd í 14 ára sænska stúlku Treholt vill úr gæsluvarðhaldi Loadon, 4. september. AP. LUNGU og hjarta voru grædd í 14 ára sænska stúlku í sex stunda skurðaógerð á Harefield-sjúkrahús- inu í vesturhluta London í morgun, að sögn talsmanna sjúkrahússins. Stúlkan, Cecilia Brandenfeldt, var komin til fullrar meðvitundar og er líðan hennar eftir atvikum. Er hún að braggast og ekki lengur í sambandi við öndunarvélar. Þáði hún lungu og hjarta bresks tán- ingspilts, sem fórst í bílslysi. Alls tóku níu læknar þátt í að- gerðinni undir forystu Magdi Yac- oub skurðlæknis, sem í júlí græddi nýtt hjarta í 10 daga gamla telpu, Hollie Roffey. Lézt hún 18 dögum eftir aðgerðina. Cecilia, sem er frá Kristine- hamn í Svíþjóð, er fimmti sjúkl- ingurinn sem lungu og hjarta eru grædd í samtímis í Bretlandi. Tveir sjúklingar, sem gengust undir aðgerð af þessu tagi í fyrra í Harefield-sjúkrahúsinu, létust nokkrum vikum seinna, þar sem önnur líffæri en þau ígræddu brustu, en tveir sjúklingar, sem gengust undir slíka aðgerð í Papworth-sjúkrahúsinu við Cam- bridge, hafa náð sér og lifa eðli- legu lífi. (MA, 4. neptember. Frá Jan-Erik Lauré, fréttariUra MorfpinbUAsins. ARNE Treholt, sem eins og kunn- ugt er var úrskurðaður í gæslu- varðhald sl. haust, grunaður um njósnir, vill nú losna úr prísund- inni. Treholt er úrskurðaður i gæsluvarðhald í tólf vikur í senn. Réttarhald verður í máli hans nú í vikunni og er þá hugsanlegt, að hann mótmæli frekari gæsluvarð- haldsvisL Treholt situr nú í svæðisfang- elsinu í Drammen fyrir utan Ósló, en er reglubundið færður til yfirheyrslu í höfuðborginni. Fyrstu mánuðina var hann al- gerlega einangraður í klefa sín- um í aðallögreglustöðinni í Ósló. Eftir að hann var fluttur til Drammen hefur hann fengið að vera ögn frjálsari í klefa sínum. Fær hann oft heimsókn fjöl- skyldu sinnar og honum er leyft að lesa blöð og tímarit, hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp. En allt er ritskoðað áður en það kemur fyrir sjónir hans. Það sem á einhvern hátt snertir njósnamálið er numið brott úr því lesefni sem Treholt fær til aflestrar. Arne Treholt Fjögurra ára drengur í Svíþjóð: í fímm daga einn með látinni móður Stokkhólmi 4. aeptember. AP. FJÓGURRA ARA drengur fannst einsamall á heimili sínu eftir að móðir hans hafði verið látin í hæg- indastól í fimm daga. Starfsmenn dagheimilisins sem drengurinn sótti, voru farn- ir að undrast um hann þegar hann hafði ekki sést þar síðan á þriðjudag í síðustu viku. Fóstr- urnar hringdu heim til móður- innar á föstudag og svaraði drengurinn í símann. Þegar fóstrurnar báðu um að tala við móðurina, sagði drengurinn að það væri ekki hægt, því móðir hans sæti í stól og vildi ekki tala. Síðan lagði drengurinn á. Ein fóstranna kom síðan við hjá fjölskyldunni á mánudag og gægðist á glugga. Hún sá móður- ina sitjá hreyfingarlausa í hæg- indastól og drenginn hoppa í rúminu. f íbúðinni voru leyfar af kökum og mjólk og var drengur- inn við ágæta heilsu. Svo virðist sem móðirin hafi fengið hjarta- tilfelli f hægindastólnum á þriðjudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.