Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.09.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984 * Adalfundur Stéttarsambands bænda á Isafirði: Frá setningu Stéttarsambandsfundarins, Ingi Trygjfvason formaður í ræðustóli. Næstur honum er Magnús Sigurðsson á Gilsbakka, Jónas R. Jónsson á Melum, Þorsteinn Geirsson á Reyðará, Guðmundur Ingi Kristjánsson Kirkjubóli og Þórarinn Þorvaldsson á Þóroddsstöðum, er lengst til hægri á myndinni. Kjaramálaályktun: „Bændum verði búin sambæri- leg kjör og öðrum stéttum" Fagnar árangri í baráttu við verðbólguna SAMÞYKKT var kjaramálaályktun aðalfundar Stéttarsambands bænda. Þar eru dregin saman þau atriði sem Á FUNDINUM voru miklar umræð- ur um 70% kjarnfóðurskattinn sem lagður var á í vor og framleiðslu- stjórnun, sérstaklega í aukabú- greinunum. Kom fram vilji til að fella skattinn niður og taka upp kjarnfóðurskömmtun. í tillögu sem samjiykkt var um þetta efni segir: „Akveðið hefur verið að endurgreiða svína- og ali- fuglabændum þann 70% kjarn- fóðurskatt, sem upp var tekinn í sumar, þar til nánari reglur hafa verið settar. Ekki þykir réttmætt að íþyngja kjötframleiðslu af grasbítum með kjarnfóðurgjaldi umfram aðra kjötframleiðslu. Á undanförnum árum hefur náðst nokkur árangur í jöfnun árstíða- sveiflu í mjólkurframleiðslu, þótt betur megi. Þeim árangri væri stefnt i tvísýnu með háu verði á kjarnfóðri í vetur. Því felur fund- urinn stjórn Stéttarsambands bænda að vinna að því að Fram- leiðsluráð komi hið fyrsta á skömmtun kjarnfóðurs til allra búgreina, þar sem tiltölulega lágt innflutningsgjald yrði innheimt af þeirri notkun, sem hófleg þætti miöað við markaðsástand, en hátt gjald af því sem umfram er. Tak- ist það ekki á næstu vikum verði álagning 70% gjaldsins tekin til endurskoðunar." f umræðum um tillöguna töldu menn að 70% kjarnfóðurskattur- inn þjónaði engum tilgangi þegar aóalfundurinn leggur mesta áherslu á í kjaramálum bænda. Ályktunin fer hér á eftir: búið væri að fella hann niður af aukabúgreinunum. Sögðu menn tilganginn með kjarnfóður- skömmtuninni vera þann að „koma allri kjötframleiðslunni undir stjórn", til að „koma stjórn- un á sérbúgreinarnar" og til að „skipta kjötmarkaðnum á milli kjöttegunda" eins og menn orðuðu þetta í umræðunum. Töldu menn kjarnfóðurskömmtun einu leiðina til að ná þessum markmiðum og ef á annað borð væri farið að skammta kjarnfóður yrði skömmtunin að ná til alls fóðurs vegna hættu á misnotkun. Með kjarnfóðurskömmtun er átt við að framleiðendur fái skömmtunar- kort til að geta keypt ákveðið fóð- urmagn, miðað við bústofn þeirra eða það kjötmagn sem þeir hafa leyfi til að framleiða með engu eða litlu kjarnfóðurgjaldi en fari þeir umfram það verði innheimt hátt kjarnfóðurgjald af umframkaup- unum. Einnig var samþykkt eftirfar- andi tillaga um þetta efni: „Með tilliti til þeirra erfiðleika sem eru á því að koma kjötframleiðslu landsmanna í verð svo viðunandi sé, beinir fundurinn því til Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins að það komi á laggirnar vinnuhópi með fulltrúum allra kjötframleiðslu- greinanna, sem fylgist skipulega með ástandi og horfum á innlenda kjötmarkaðnum. Þá verði unnið að því að koma á búmarki í þessum greinum." „Aðalfundur Stéttarsambands bænda fagnar þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við þá óðaverðbólgu, sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. Fundurinn telur að stöðugt verðlag sé undir- staða eðlilegs verðmætamats og efnahagsframfara. Enda þótt ekki hafi verið komist hjá kjaraskerð- ingu til þess að árangur næðist í baráttunni við verðbólguna, þá ítrekar fundurinn nauðsyn þess að byrðum sé skipt réttlátlega á stéttir þjóðfélagsins. Fundurinn telur að hagur bænda hafi í ýmsu verið skertur umfram hag ann- arra stétta og má þar m.a. nefna lengingu verðtímabila á sl. ári, auk kjaraskerðingar vegna stór- fellds samdráttar í búvörufram- leiðslunni. Aðalfundur Stéttarsambands bænda mótmælir harðlega þeirri stefnu sem stjórnvöld framfylgja í niðurgreiðslumálum í dag. Fund- urinn bendir á að þrátt fyrir verð- bólgu undanfarinna ára hafi niðurgreiðslur á búvörum staðið nálega í stað að krónutölu undan- farin 2 ár og auk þess verið lækk- aðar stórlega nú sl. vor. Fundur- inn bendir á, að nú þegar hafi orð- ið vart verulegs samdráttar í sölu ýmissa búvara. Fundurinn mótmælir einnig harðlega þeirri hávaxtastefnu, sem nú er fylgt, með hærri raun- vöxtum en í nálægum löndum, með verðbólguhvetjandi áhrifum, einnig þeim vaxtamun sem nú er á afurðalánum á milli útflutnings- framleiðslu og framleiðslu fyrir innlendan markað. Afleiðingar þessarar stefnu koma þyngst niður á frumvinnsluatvinnuvegun- um og því unga fólki sem er að byggja heimili. Þá harmar fundurinn að stjórn- völd hafi ekki að fullu staðið við samkomulag það sem gert var sl. haust um afnám söluskatts af bú- vélum og tækjum. Bændur hafa hins vegar lækkað verð afurða sinna í samræmi við þetta samkomulag. Það er krafa Stétt- arsambandsins að stjórnvöld standi að fullu við sinn hluta sam- komulagsins. Þá vekur fundurinn sérstaka athygli á slæmri fjár- hagsstöðu margra bænda, einkum hinna yngri. Aðalfundur Stéttarsambands bænda hvetur alla bændur til að standa vörð um sölukerfi landbún- aðarins. Fundurinn telur það eitt meginatriðið í kjarabaráttu bænda að þeir stjórni áfram sem hingað til og beri ábyrgð á þeim fyrirtækjum sem vinna úr og selja afurðir þeirra. Fundurinn bendir á nauðsyn þess að afurðasölukerf- I UPPHAFI Stéttarsambandsfund- arins skýrði Ingi Tryggvason, for- maður sambandsins, frá því að stjórnin hefði lánað Grímsneshreppi eina milljón kr. vegna kaupa hrepps- ins á jörðinni Ásgarði fyrr í sumar. Jafnframt skýrði hann frá því að Stéttarsambandinu stæði til boða að kaupa spildu ur landi jarðarinnar fyrir þessa upphæð til byggingar orlofsbúða bænda ef áhugi væri fyrir því. í framhaldi af þessu kom tillaga frá félagsmálanefnd fundarins þess efnis að landið yrði keypt og stjórn Stéttarsambandsins heim- ilað að láta skipuleggja landið og hefja byggingarframkvæmdir við orlofsbúðir bænda. Miklar um- ræður urðu um tillöguna og voru nokkrir aðalfundarfulltrúar á móti tillögunni. Höfðu þeir litla trú á að bændur vildu eða hefðu tækifæri til að nýta slíkar orlofs- ið sé ávallt í stakk búið til að mæta nýjum þörfum og óskum neytenda jafnframt því að skila fullu verði til bænda. Aðalfundur Stéttarsambands bænda telur, að áfram beri að halda á braut framleiðslustjórn- unar og að sú stjórnun eigi að ná til sem flestra þátta búvörufram- leiðslunnar. Slík stjórnun er for- senda þess, að unnt sé að full- nægja þörfum markaðarins fyrir innlendar búvörur og samtímis tryggja tekjujafnræði bænda við aðrar stéttir. Fundurinn telur að jafnframt því sem dregið er úr framleiðslu hefðbundinna búvara, þurfi að koma til stóraukin upp- bygging nýrra búgreina og ann- arra atvinnutækifæra í sveitum landsins. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1984 leggur áherslu á að bændum séu búin sambærileg kjör og öðrum stéttum þjóðfélagsins, bæði er varðar fjárhagslega af- komu og félagsleg réttindi og telur engin rök fyrir því að opinber stuðningur við landbúnað á ís- landi sé minni en í nálægum lönd- um. Aðalfundurinn vill því leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi at- riði: 1. Áfram verði haldið barátt- unni við verðbólguna og þess þannig freistað að skapa grund- völl fyrir heilbrigt atvinnulíf og velmegun þjóðarinnar. 2. Stjórnvöld sjái til þess, að farið verði að lögum við sölu land- búnaðarafurða og ekki verði gerð- ar neinar breytingar á sölufyrir- komulagi búvara án samráðs við samtök bænda. 3. Ríkisstjórnin standi að fullu við það samkomulag um afnám söluskatts af búvélum og tækjum sem gert var sl. haust. 4. Mörkuð verði ákveðin stefna í niðurgreiðslumálum og haft verði samráð við samtök bænda um mörkun slíkrar stefnu. 5. Tryggð verði afurðalán vegna birgða Iandbúnaðarvara og þau hækkuð, þannig að unnt sé að greiða bændum sem næst fullt verð við afhendingu framleiðslu- vöru. 6. Markvisst sé unnið að upp- byggingu nýrra atvinnumöguleika í sveitum til að tryggja tekjuöflun í stað þess samdráttar, sem þegar hefur orðið og verða kann í hefð- bundinni búvöruframleiðslu. 7. Lánstími fjárfestingarlána verði lengdur verulega, lán til kaupa á jörðum verði hækkuð og Stofnlánadeild gert kleift að sinna fjármagnsþörf nýbúgreina, vinnslustöðva og að lána til kaupa á fjölbreyttari tækjabúnaði í land- búnaði en nú er. 8. Staðið verði að fullu við skuldbindingar ríkisvaldsins um fjármagn til forfallaþjónustu landbúnaðarins." búðir. Einn sagði að þessi tillaga væri hneyksli eins og staða bænda væri í dag og sagt hefði verið frá. Einnig komu upp efasemdir um hvernig málið bar að af hálfu stjórnarinnar. Þeir sem voru hlynntir tillög- unni sögðu að bygging orlofsbúða fyrir bændur væri réttindamál fyrir stéttina þannig að bændur gætu notið sömu gæða lífsins og aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Einn sagði að þeir bændur sem nú, væru komnir á miðjan aldur myndu ef til vill ekki nýta sér svona aðstöðu í miklu mæli, en þeir væru örugglega síðasta kyn- slóðin sem gerði sér það að góðu að þræla sér svona út og næsta kynslóð bænda yrði að hafa að- stöðu til að standa jafnfætis öðr- um stéttum á sem flestum sviðum, annars yrði ekki endurnýjun í stéttinni. Tillagan var samþykkt eftir miklar umræður. Kjarnfóðurskömmtun til að koma allri kjöt- framleiðslu undir stjórn Orlofsbúðir bænda reistar í Ásgarði Stjórnin lánaði Grímsneshrepp eina milljón kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.