Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 32

Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 íslensk tunga í ís- lenskum kaupstað! — hugleiðingar og nokkrar spurningar til skrásetn- ingarvaldsmanna og hlutaðeigandi yfirvalda „Ef menn ganga um helstu verslunargötur eftir Ólaf Oddsson Veturinn 1981—82 urðu nokkrar umræður á Alþingi um erlend nöfn á íslenskri atvinnustarfsemi. Nefndarmenn í allsherjarnefnd neðri deildar fluttu þá frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/1903, um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, og lögum nr. 53/1963, um veitingasölu, gisti- staðahald o.fl. Vilmundur heitinn Gylfason mælti fyrir frumvarpinu í neðri deild 2. apríl 1982. Gerði hann þar skilmerkilega grein fyrir efni þess. 1. gr. frumvarpsins var svohlj.: 8. gr. laga nr. 42/1903 orðist sem hér segir: Hver sá sem rekur verslun, handiðnað eða verksmiðjuiðnað skal hlýða ákvæðum þeim, er hér fara á eftir, um nafn það, er hann notar við atvinnuna, og um undir- skrift fyrir hana (firma), enda beri fyrirtækið og atvinnustarf- semi þess nöfn, sem samrýmast íslensku málkerfi að dómi skrá- setjara. Ágreiningi, sem rísa kann út af nafni, má skjóta til nefndar hér í borg þá blasa hvarvetna við nöfn á ís- lenskum verslunum, veitingastöðum eða at- vinnustarfsemi, sem eru beinlínis erlend, að hluta til eða jafnvel að öllu leyti.“ þeirrar sem starfar samkvæmt lögum nr. 35/1953, (þ.e. Örnefna- nefndar). í 2. gr. frumvarpsins segir m.a. svo: 4. gr. laga nr. 53/1963 orðist sem hér segir: Leyfi samkvæmt lögum þessum er óheimilt að veita, ef umsækj- andi fullnægir ekki eftirgreindum skilyrðum: 1. Er fjárráða. 2. Hefur forræði á búi sínu. 3. Er heimilisfastur á íslandi og hefur verið það síðasta ár. 4. Nafn á fyrirtæki og/eða at- vinnustarfsemi fellur að hljóð- kerfi og beygingum í íslensku máli. - Ágreiningi, sem rísa kann út af nafni, má skjóta til nefndar þeirr- ar sem starfar samkvæmt lögum nr. 35/1953. (orðsins fyllstu merkingu í nýju, björtu og glæsilegu 350 fermetra húsnæði að Sigtúni 9, Reykjavík, þar sem dans, líkamsrækt og gleði er í hávegum höfð og þar sem réttu sporin eru stigin. Dansstúdíó Sóleyjar býður eftirfarandi „spor“: Jazzballetl við nútimatónlist auK þess sem sérstaklega veröa kenndir sviðs- og sýningadansar fyrir baaði hópa og einstaklinga. Allir aldurshópar frá 7 ára aldri, jatnt konur sem karlar .Racket-Bair (Veggjatennis) fyrir konur og karla á öllum aldri. Sér- staklega holl iþrótt og ráölögö af læknum fyrir „stressað“ fólk. Pró- tfn- og saladbar á staðnum fyrir þá sm koma f.d. I hádeginu. „Break - Break - Break" — (Skrikkdans) fyrir bðrn og unglinga frá 5 ára aldri. „Break - Break - break" — Skrikkhressir timar... N.B. Jazzballett... Hressilegir morgun- og kvöldtímar í jazzballett fyrir konur og karla sem vilja halda linunum i lagi. Innritun alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-17 í síma 68 77 01 Dansskóli Auðar Haraldsdóttur og Steppstudíó Draumeyjar veröa með aðstöðu I Dansstúdíói Sóleyjar. Nánar auglýst siðar. (Síðustu málsgr. 2. gr. og 3. gr. sleppt hér.) Frumvarpið fékk þinglega með- ferð og var samþykkt á Alþingi 30. apríl 1982. Lögin voru birt í A-deild Stjórnartíðinda 24. maí 1982, og ættu þau að vera kunn öllum þeim er hér eiga í hlut. En vilji Alþingis í þessum efn- um hafði reyndar legið allljós fyrir um skeið, sbr. lög nr. 24/1959. Breytingin 1982 var gerð „til þess að taka af tvímæli um tilgang þessara laga,“ eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. En hvernig hefur þá fram- kvæmdinni verið háttað? Því er auðsvarað. Ef menn fletta Lög- birtingablaðinu frá liðnum árum blasa víða við skýlaus brot á þess- um lögum. Rétt er að athuga að stundum kann það að orka tví- mælis hvaða nöfn samræmast ís- lensku málkerfi. En hver heilvita maður, sem les Lögbirtingablaðið, rekst fljótlega á nöfn sem sam- rýmast alls ekki lögunum. Sumt er jafnvel á erlendum málum. Rétt er að taka fram að þetta á auðvitað alls ekki við öll nöfn. Meirihluti þeirra er í fullu samræmi við lög- in. Ef menn ganga um helstu versl- unargötur hér í borg blasa hvar- vetna við nöfn á íslenskum versl- unum, veitingastöðum eða atvinnustarfsemi, sem eru bein- línis erlend, að hluta til eða jafn- vel að öllu leyti. (Hér er ekki átt við smekklegar upplýsingar til erl- endra ferðamanna, og ekki má rugla þessu saman við vörumerki.) Ég hef talað við allmarga menn er undrast þá fyrirlitningu sem þjóð- tungunni er hér sýnd. Segjast þeir sumir kjósa að eiga ekki viðskipti við þá, sem þannig komi fram. En líklega eru ekki allir þessar- ar skoðunar og víst er að á liðnum tímum hafa viðhorf manna til varðveislu tungunnar og viðnáms gegn erlendum máláhrifum verið með ýmsum hætti. Fyrir rúmum tveimur öldum vildi skólamaður nokkur að íslendingar legðu niður móðurmál sitt og tækju upp danska tungu. Um svipað leyti var lagt til að Reykjavík, höfuðstaður landsins, yrði „heiðruð" með nafn- inu Christiansvig. Þessar tillögur náðu sem betur fer ekki fram að ganga, en hin erlendu máláhrif voru þá og reyndar lengi síðar af- ar sterk. tslandsvinurinn Rasmus Rask taldi árið 1818 að íslensk tunga myndi fljótlega deyja ef „ekki verða rammar skorður við reistar". Ýmsir þjóðhollir menn veittu hér öflugt viðnám og okkur er hollt að minnast auglýsingar Stefáns Gunnlaugssonar frá 7. febrúar 1848, þess efnis að íslensk tunga eigi best við í íslenskum kaup- stað. Enn á ný eru erlend málaáhrif afar sterk hér á landi. Þau koma fram með ýmsum hætti, en ein mynd þeirra eru erlend nöfn á sumum íslenskum fyrirtækjum. Eins og áður sagði eru skoðanir manna líklega skiptar í þessu efni, sem löngum fyrr. Sumir vilja ekk- ert gera, en aðrir vilja veita hér viðnám. En hvað sem því líður sýnast lög nr. 57/1982 vera skýr í þessum efnum. Það virðist ótví- rætt, að þeir sem reka verslun, handiðnað, verksmiðjuiðnað, veit- ingasölu og gististaði eigi að nota íslensk nöfn á fyrirtæki sín eða atvinnustarfsemina. Eins og rakið var hér að framan má þó finna ýmis dæmi hins gagnstæða, hér í borg og reyndar einnig sums stað- ar úti á landi. Því vakna þessar spurningar: 1. Er skrásetningarvaldsmönnum og hlutaðeigandi yfirvöldum ekki kunnugt um lög nr. 57/1982? 2. Vita þeir að samkvæmt þessum lögum má skjóta ágreiningi út af nafni á fyrirtæki eða atvinnu- starfsemi til Örnefnanefndar? (Geta má þess að Örnefnanefnd hefur bent mörgum, er til hennar hafa leitað, á hentug nöfn á fyrir- tæki eða atvinnustarfsemi.) 3. Vita þeir að til er sérstök stofn- un, íslensk málnefnd, sem ber að veita opinberum stofnunum og al- menningi leiðbeiningar um mál- farsleg efni á fræðilegum grund- velli? 4. Er ekki unnt að koma þessum málum í sæmilegt horf (með því m.a. að framfylgja gildandi lög- um)? Og má ekki enn hafa í heiðri fyrrgreinda auglýsingu fógeta, þess efnis að íslensk tunga eigi best við í íslenskum kaupstað? Ólafur Oddsson lauk prófi í íslenskum fræóum frá Háskóla íslands árið 1970. Hann kenn- ir íslensku í MR. Innritun í PRÓFADEILDIR Eftirtaldar prófadeildir veröa starfræktar á vegum Námsflokka Reykjavíkur í vetur: í Laugalækjarskóla: Hagnýt verslunar- og skrifstofustarfadeild. Viö- skiptabraut: 1. og 3. áfangi hefjast á haustönn. Almenn menntadeild: íslenska, stæröfræöi, danska og enska, 1. og 3. önn á framhaldsskóla- stigi. í Miðbæjarskóla: Forskóli sjúkraliöa. Bóklegar greinar sjúkraliöa- náms. Fornám. Samsvarar námi 9. bekkjar grunnskóla. Aöfaranám. Samsvarar námi 7. og 8. bekkjar grunnskóla. Innritun í allar prófadeildir mun fara fram 10. og 11. sept. í Miðbæjarskóla kl. 17—20. Innritun í almenna flokka mun fara fram 18. og 19. sept.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.