Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
59
landi, sem hún kemur eitthvað
seinna út — í október held ég.“
— Hver stjórnaði upptökum á
plötunni?
„Steve Lillywhite sá um þá hlið
mála. Kannastu við hann? Hann
hefur unnið með mörgum frægum
yngri hljómsveitum á borð við U2,
Simple Minds og Big Country."
— Hvað kom til að Phil Collins
varð ekki fyrir valinu á nýjan
leik?
„Meginástæðan var sú, að hann
hafði ekki tima til þess að vinna
að þessu með mér þegar til kom.
Það var upphaflega hugmyndin að
hann stjórnaði upptökunum en
síðan dróst alltaf á langinn að við
gætum hafist handa. Ég vildi
endilega reyna að fá hann til þess
að vinna með mér áfram en siðan
kom að því að ég varð að gera upp
minn hug hvort ég vildi koma
plötunni út á þessu ári eða láta
hana bíða enn lengur. Ég valdi
fyrri kostinn og Steve Lillywhite
tók að sér upptökustjórnina.
Sennilega var það sterkur leikur
þegar öllu er á botninn hvolft að
fá hann til að taka dæmið að sér.
Hann er mjög ungur og jafnframt
reyndur — aðeins 28 ára gamall
en með 12 ára reynslu — og ég
held að hugmyndir hans megi í
sumum tilfellum merkja nokkuð
vel á plötunni."
Ákveðnari
hugmyndir
— Eru áhrif Lillywhite jafn
augljós á þessari plötu og áhrif
Collins voru á „Something’s going
on“?
„Nei, ég held ekki. Samvinna
okkar Steve var dálítið öðruvísi en
hjá okkur Collins. Ég fellst alveg á
það, að áhrifa hans gætti kannski
full mikið á fyrstu plötunni, sér-
staklega var trommu „sándið"
mjög augljóslega hans eigið svo og
sumt annað á plötunni. Núna
hafði ég aftur á móti miklu
ákveðnari hugmyndir um hvað ég
ætlaði mér og vissi betur hverju
ég sóttist eftir í hljóðverinu.
Reynslan af síðustu plötu kenndi
mér ýmislegt, þó er ég enn tiltölu-
lega sátt við hana. Eg komst að
því þegar ég vann með Steve að
tónlistarsmekkur okkar er afar
svipaður og hugmyndir mínar
líktust hans að mörgu leyti. Þann-
ig tel ég það hafa verið mikið happ
að vinna með honum.“
— Áttu sjálf eitthvað af lögun-
um á nýju plötunni?
„Já, ég samdi eitt laganna sjálf.
Ég hef ekki gert mikið af því að
semja, en langar nú til þess að
leggja mig meira niður við slíkt.“
— Hverjir eiga hin lögin?
„Hinir og þessir. Björn og
Benny sömdu eitt lag fyrir mig og
Stuart Adamson i Big Country
samdi líka eitt lag sérstaklega
fyrir mig. Það heitir Heart Of The
Country."
— Hverju mega aðdáendur þín-
ir búast við, verður þessi plata
svipuð þeirri síðustu eða af öðrum
toga?
„Ég held að þessi verði mjög
frábrugðin henni. Það er dálítið
erfitt að útskýra á hvern hátt hún
er öðruvísi en ég held að hún sé á
allan hátt nær nútímanum en hin
var. „Sándið“ er dálítið hrátt og
þar á Lillywhite stærstan hlut að
máli. Þá skiptir það einnig tala-
verðu, að tónlistarsmekkur minn
hefur bæði breyst og þróast frá
því fyrir tveimur árum og ég von-
ast til þess að fólk geti merkt það
á þessari nýju plötu.“
— Hversu langan tíma tóku
upptökurnar?
„Við tókum plötuna upp í Stud-
ios de la Grandé í Paris og þær
tóku rétt um tvo mánuði með öllu
og öllu.“
ABBA endurreist?
Talið barst síðan að ABBA um
stund og ég spurði Fridu að þvi
hvort það væri rétt, sem sést hefði
á prenti, að hljómsveitin hygðist
koma saman að nýju til plötuupp-
töku á næsta ári.
„Ég veit ekki hvað er hæft í
þessu, ég hef a.m.k. ekki heyrt
þetta. Hinu er ekki að neita að ég
myndi sjálf hafa gaman af þvi að
taka upp enn eina plötuna með
hinum í ABBA. Ég held nefnilega,
að hvert okkar um sie hafi nú öðl-
ast mikla reynslu sem gæti skilað
sér vel á nýrri plötu. Tónlistar-
góð — þ.e. ef af henni yrði — ein-
mitt vegna þessa aðskilnaðar
okkar. Við erum öll uppfull af nýj-
um hugmyndum. Auðvitað yrði
erfiðara fyrir þá Björn og Benny
að ráða ferðinni eins og þeir gerðu
hér áður fyrr, þar sem bæði ég og
Agnetha höfum aflað okkur nýrr-
ar reynslu. Þetta ætti að verða
okkur öllum ákveðin áskorun."
— Hittist þið stundum, fyrrum
ABBA-fólkið?
„Já, alltaf af og til, en það er
ekkert skipulagt samband á milli
okkar. Ég held að við höfum öll
haft gott af því að komast burt
hvert frá öðru eftir svo mörg ár,
þar sem við vorum saman öllum
stundum.
Ferill ABBA
einstakur
— Gerirðu þér einhverjar vonir
um að verða eins vinsæl sem ein-
staklingur eins og ABBA var á
sínum tíma sem hljómsveit?
grannt með því. Það er í höndum
fyrirtækisins, en jú það er rétt, við
vorum sökuð um að hafa svikið
undan skatti. Reynist það vera
létt þá verðum við auðvitað að
borga okkar skuldir en ég er ekki
vel inni í þessu.“
— Fluttirðu til Englands vegna
skattanna eða af öðrum ástæðum?
„Nei, það kemur sköttunum ekk-
ert við. Mér finnst ákaflega gott
að búa í London því hér er alltaf
svo mikið um að vera á tónlist-
arsviðinu. Hins vegar neita ég því
ekki að ég borga minni skatta hér
en ég gerði á meðan ég bjó í Svi-
þjóð.“
Talið barst skyndilega að ís-
landi þegar Frida spurði mig út
skattamálin hér. Er hún heyrði, að
skattar hér væru ekki svo háir,
a.m.k. ekki í samanburði við það
sem gerist víða erlendis, kvað hún
það kannski ekki svo vitlausa
hugdettu að búa hér. Annars væri
það kannski ekki svo viturlegt eft-
ir á að hyggja. Ég spurði hana
ABBA-flokkurinn á raestu velgengn-
isárum sínum.
í hljóðverinu meó Steve Lillywhite og aðstoðarmanni hana.
smekkur minn er nú t.d. verulega
frábrugðinn þvi sem hann var.
Það gæti orðið skemmtileg plata
og tilhugsunin er óneitanlega
spennandi. En hvort af þessu
verður er svo önnur saga. Agnetha
er enn að vinna að annarri sóló-
plötu sinni og Björn og Benny eru
enn að vinna að söngleiknum
„Chess“ með Tim Rice.“
— Heldurðu að platan yrði
jafngóð og fyrri plötur ABBA ef
til þess kæmi að hljómsveitin
hljóðritaði saman á næsta ári, er
ekki allur neisti á bak og burt?
„Auðvitað yrði það öðruvísi en
áður, ekki hvað síst 1 ljósi reynslu
okkar hvers um sig undanfarin tvö
ár. En ég held að platan gæti orðið
„Nei, það geri ég ekki. Sólóferill
minn stenst engan samanburð við
velgengnisár ABBA — hér er
tvennt ólíkt á ferðinni. Vinsældir
ABBA voru slfkar og þvíumlíkar,
að ég geri mér það fyllilega ljóst,
að ég — og ekki bara ég heldur
meginþorri þeirra popptónlist-
armanna sem nú eru í eldlínunni
— get ekki vænst neins 1 þeim dúr.
Ég er mjög sátt við að komast út
úr öllu þvf grfðarmikla umstangi,
sem fylgdi ABBA. Þar var allt
orðið svo geysilega stórt í sniðum,
nú er þetta meira á þann veg að ég
get stýrt mér sjálf.“
— Nú fóru á sínum tíma miklar
sögur af skattsvikum ABBA,
hvernig standa þau mál?
„Ég hef nú ekki fylgst
hvort hún hefði nokkru sinni kom-
ið til íslands?
Sá Grýlurnar
„Nei, ég hef aldrei komið þang-
að, en starfsmenn fyrirtækisins
(Polar Records) hafa verið þar og
láta mjög vel af. Hins vegar sá ég
einhvern tfma fslenska kvenna-
hljómsveit í sænska sjónvarpinu
og líkaði vel. Hvað hún hét? Jú,
Hekserne (Grýlurnar) var það
ekki. Mér fannst það skemmtileg
hljómsveit. Nú er hún hætt? Það
var leiðinlegt. Söngkonan var sér-
staklega góð fannst mér.“
— Hvernig er það, þú hefur
ekki haldið tónleika nýverið er
ekki svo?
„Ég hef ekki haldið neina tón-
leika í talsverðan tíma. Mér finnst
ég einhvern veginn ekki reiðubúin
til þess núna. Mig langar til þess
að gera aðra plötu áður en ég legg
land undir fót. Tónleikaferðalag er
mikið fyrirtæki og maður verður
að vera vel undir það búinn, and-
lega sem likamlega. Ég hugsa að
ég hljóðriti aðra plötu næsta vor
og þá verður ekkert tónleikaferða-
lag fyrr en eftir u.þ.b. eitt ár, þá
ætti ég að vera tilbúin f slaginn.“
— Hvað tekur við hjá þér núna
eftir að platan kemur út?
„Ég*þarf að ferðast dálftið um í
tengslum við kynningu á plötunni,
fara í útvarps-, sjónvarps- og
blaðaviðtöl, en sfðan langar mig
til að taka mér tfma til þess að
semja lög. Það er nokkuð, sem mig
langar til að leggja áherslu á.“
— SSv.
svo